Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.06.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 15. júní 1969 't ( c i i Fimmtudagúr 15. júní 1989 * ”,rf"Ll 'tihn 11 Ssill5i:PlsiS0 — Japanir tilbúnir að kaupa allt okkar aflamagn? Eftir Agnar Óskarsson Japan hefur á undanförnum árum orð- ið sífellt stærri markaður fyrir íslenskar afurðir, einkum frystar sjávarafurðir. Þá hefur tilkoma beins flugs milli íslands og Japans opnað möguleika á útflutningi á ferskum afurðum og horfa menn þá einkum til útflutnings á eldislaxi. í gangi eru og hafa verið ýmsar tilraunir með útflutning á öðrum afurðum sem íslend- ingar hefðu til skamms tíma frekar svelt sig í stað þess að leggja sér til munns, svo sem þorsksvil, lifandi humar og ígulkerja- hrogn svo dæmi séu tekin. Sem dæmi um áhuga manna á vinnslu afurða með útflutning á markaði í Austurlöndum fjær í huga, er nú staddur hér á landi Kínverji, á vegum íssjós hf. sem er að athuga með verkunaraðferðir á sæbjúga, sem vinsælt góðmeti hjá þjóðum Asíu, s.s. í Kína og Japan. Gylfi Aðalsteinsson hjá íssjó hf. sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að nýta sæbjúgun og hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Markmið fyrirtækisins er að kanna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar, sér- staklega það sem ekki hefur verið nýtt áður, reyna nýjar verkunaraðferðir og nýja markaði. Sæbjúgað þykir gott til matar í Asíu og sagði Gylfi að ef vinnslutilraunirnar gæf- ust vel þá mundu þeir skoða markaðinn í framhaldi. „Við erum ekki vissir um að þessi tegund mundi líka eins og hún er, enda kemur hún úr kaldari sjó,“ sagði Gylfi. Rannsóknirnar eru gerðar í sam- vinnu við fyrirtæki í Kfna sem vinnur sæbjúgu og er Kínverjinn sem hér er staddur sérfræðingur í verkun á sæbjúg- um. Rannsóknirnar eru fremur stutt á veg komnar, enda ferlið sem þetta tekur langt að sögn Gylfa, auk þess sem í ljós ætti eftir að koma hvort hagkvæmt væri að vinna þetta hér. Sæbjúgað sem verið er að gera tilraunir með hér á landi var veitt upp með hörpuskelsplóg í Breiðafirði. Sæbjúgað er ílangt, í líkingu við gúrku, en þegar það er tekið upp úr sjó skreppur það saman og líkist þá helst blóðmörskepp. Verkunaraðferðin mun vera mjög flókin, en sæbjúgað er þurrkað og er eilítið stærra en eldspýtustokkur eftir þurrkun. Áður en það er notað til matar er þurrkað sæbjúgað bleytt upp. Tvö stærstu fyrirtækin í útflutningi á frostnum og ferskum afurðum til Japans, eru Sjávarafurðadeild Sambandsins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Guð- brandur Sigurðsson forstöðumaður vöru- þróunarseturs Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins sagði í samtali við Tímann að mikil vinna við þróun og markaðssetn- ingu hefði verið unnin í sambandi við útflutning á ferskri vöru á Japansmarkað, sem fyrst og fremst er komin til vegna þess beina flugs sem hófst í janúar og tiltölulega hagstæðra fraktgjalda. Hann sagði hins vegar að megin viðskipti við Japan væru á sviði frystra sjávarafurða, sem hefðu stóraukist á síðustu árum. „Það er alls ekki fullreynt með allar þær vörutegundir sem við höfum verið að gæla við. Það sem gengið hefur vel upp er ferskur lax, þó svo að þetta sé ekki ný afurð, þá er þetta nýr markaður. Þá unnum við töluvert í þorsksvilum sem bundin eru við vetrarvertíð, frá um febrúar til maí og notuðum við þessa vertíð til að læra réttu handtökin og flokkunina. Við vonumst tii að geta selt töluvert magn af því á næstu vertíð,“ sagði Guðbrandur. Þá hefur verið gerð athugun með sölu á hrognum úr ígulkerj- um. Það er þó bundið því að hrognin séu sambærileg að gæðum og markaðurinn þar krefst, en Japanir gera ákveðnar kröfur um lit hrognanna. Ef þetta gengur upp, þá þyrfti helst að vinna hrognin hér heima og pakka þeim, því þau eru aðeins 13% af þunga ígulkerjanna, sem annars eru ekki nýtt. Guðbrandur sagði að góður markaður væri í Japan fyrir lifandi humar ef takast mætti að halda lífi í honum, án þess að kostað væri of miklu til. Þá sagði hann að þeir hefðu verið að prófa sig áfram með flatfisktegundir, sem ýmsir möguleikar væru í, sérstaklega þegar fiskurinn væri hrognafullur. Erfiðara er með útflutning á ferskri rækju þar sem hún er mjög viðkvæm og hefur lítið geymsluþol. „Mér sýnist í augnablikinu að það sé ekki áhættunnar virði að fara út í það,“ sagði Guðbrandur. Aðrar tegundir sem mætti nefna og möguleikar eru fyrir, eru sæbjúgu sem fyrirhugað er að senda út prufur af og skötuselslifur svo dæmi séu tekin. „Fyrir þessar furðulegri tegundir eins og þorsksvilin, sæbjúgun og tegundir sem ekki hafa verið nýttar áður, er kannski ekkert stór markaður, en samt markaður sem við höfum ekki efni á að líta fram hjá,“ sagði Guðbrandur. Á komandi hausti og næstu árum má búast við stóraukinni framleiðslu á eldis- fiski hér á landi. Aðspurður hvort mark- aðurinn í Japan gæti tekið við öllu því magni, sagði Guðbrandur að því væri erfitt að svara. „Þetta veltur mikið á verðinu og við förum ekkert að flytja út fisk til þess að tapa á honum. Ég sé ákveðna möguleika á Japansmarkaði, sérstaklega ef við náum góðum holdlit á okkar laxi, sem hægt er að gera og rannsakað verður ofan í kjölinn á næstu mánuðum. Þá er jafnvel möguleiki að við náum hluta af hinum hefðbundna mark- aði fyrir frystan lax, sem er mjög álitlegur Svona Iftur sæbjúga út. Myndin var tekin f fiskabúri þar sem rannsóknarmenn geyma það. Innfellda myndin sýnir hvernig sæbjúgu Ifta út eftir að hafa verið verkuð. Þau eru síðan bleytt upp og matreidd. Tímamyndir: Áml Bjama kostur,“ sagði Guðbrandur. Hann sagði að þar sem fiskeldisfyrirtækin hér á landi væru dreifð víða um land þá væri mjög kostnaðarsamt að flytja ferska laxinn til innanlands, þannig að heilfrystur lax væri alls ekki óhagkvæm lausn, sérstaklega með það í huga að Japanir kaupa um 125 þúsund tonn af frystum laxi, bæði villtum og eldislaxi á hverju ári og þar af komu um 105 þúsund tonn frá Bandaríkjunum árið 1988. í fyrra keyptu Japanir um 122 tonn af frystum laxi frá íslandi og sagði Guðbrandur að hugsanlegt væri að þref- alda það magn á þessu ári. Hins vegar ákveða Japanir ekki hvað þeir kaupa af frystum Iaxi fyrr en í lok ágúst, en þá lýkur vertíðinni á Kyrrahafi. Guðbrandur sagðist líta björtum aug- um á Japansmarkað sem væri fyllilega þess verður að vinna á og gæti gefið vel af sér. „í sambandi við frysta fiskinn þá eru óhemju möguleikar þarna og það næsta sem við eigum eftir að gera er að vinna fiskinn enn frekar fyrir markað- inn,“ sagði Guðbrandur. Sjávarafurðadeildin og SH hafa það sem af er þessu ári selt samanlagt tæp 4000 tonn af frystri loðnu og 2800 tonn af loðnuhrognum til Japans fyrir um 450 milljónir króna. Af karfa hafa verið seld um 1900 tonn fyrir um 180 milljónir og um 4300 tonn af grálúðu fyrir um 430 milljónir. Gert er ráð fyrir að meira komi ! til með að verða selt af grálúðu. Hvað ferskar afurðir varðar þá er eldislaxinn meginuppistaðan í útflutn- ingnum, þó svo að ýmsar prufusendingar hafi verið látnar fljóta með framanaf frá því beint flug hófst. SH hefur að jafnaði sent um 4 til 5 tonn á viku af eldislaxi upp á síðkastið og Sjávarafurðadeild SÍS 7 til 8 tonn á viku. Frá í janúar hefur Sjávaraf- urðadeildin flutt út um 70 tonn af laxi og er verðmæti þess rúm 21 milljón, þegar flutningskostnaður hefur verið dreginn frá. Guðmundur Eydal hjá Sjávarafurða- deildinni sagði að mikil samkeppni væri á Japansmarkaði. Mikið af Kyrrahafslaxi er seldur þar, sem er þá bæði villtur og ræktaður í Japan, Kanada og Alaska. Hannes sagði að Norðmenn reyndu einn- ig að selja mikið magn í Japan, en Hlendingar stæðu heldur betur hvað flutninga varðar, bæði nær Japan og hagstæðari fraktir með beina fluginu. „Það hefur komið í ljós að Japönum líkar mjög vel við fiskinn sem við seljum þeim og telja hann betri vöru en sá fiskur sem kemur frá Noregi. Okkar kaupendur hafa beint fiskinum inn á sérhæfðari markaði og náð þar með betra verði,“ sagði Guðmundur. Sigurður Markússon framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar sagði að Jap- ansmarkaður væri þegar orðinn stór í þeirra sölu. „Hvort hann heldur áfram að stækka er erfitt að spá um. Ég á ekki von á því að hann minnki, frekar hitt að hægfara þróun verði þar til aukningar. Það er engin spurning um það að hann er orðinn feikna þýðingarmikill,“ sagði Sig- urður. Hann átti von á því að Japans- markaður yrði þýðingarmesti markaður íslendinga í framtíðinni hvað ferskan lax varðaði. Hlutur útflutnings til Japans sem hlut- fall af heildarútflutningi íslendinga hefur vaxið á undanförnum árum. í Fjármála- tíðindum kemur fram að á árinu 1983 nam útflutningur til Japans 2,8% af heildarútflutingnum árið 1985 var hlut- fallið komið upp í 5%, árið 1987 var það komið í 7,8% en á síðasta ári var hlutfallið 7,6% af heildarútflutningnum. Hjá Flugfax sem er umboðsaðili fyrir Flying Tiger hér á landi fengust þær upplýsingar að undanfarið hefðu um 16 til 18 tonn verið send í viku hverri með flugvél Flying Tiger að undanförnu. Búist er við að flugvél félagsins hafi viðkomu hér á landi tvisvar í viku í ágúst og taki með um 15 tonn í hvorri ferð. Sagt hefur verið frá því að British Airways sé nú að skoða þann möguleika að hafa millilendingu hér á landi, í flugi sínu frá Bretlandi til Japan, en hvorki fyrirspurnir né umsóknir hafa borist inn á borð Samgönguráðuneytis né Flug- málastjórnar. i'St * ? ■ #3® ifllfi .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.