Tíminn - 02.08.1989, Síða 16

Tíminn - 02.08.1989, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 ; * ■ ■ l RÍKISSKIP ^ $ Wr SAiWV lWöitJBANK! ÍSLAMOS MF. NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 =n-=c=c =x=c=a 03 ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR aiœsilegur salur til loigu fyrir samkvœmi og fundarhöld á daginn sem á kvöldln. P C3* ST F!/V)C TÍMANS 587691 Ba==a±x=x= ~ ^xr=x=o= =ai MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 Myndin var tekin um síðustu helgi að Árbæjarhjáleigu í Holtahreppi. Það er Kristinn Guðnason bóndi á Skarði í Landsveit sem er að binda. í baksýn má sjá Árbæjarfoss og Þríhyrning. Timamynd: G'IK Heyskapur gekk vel um síðustu helgi á Suður- og Vesturlandi: Upprúllaður vandi við gjöf í vetur? Tíð hefur verlð rysjótt það sem af er sumri og heyskapur gengið seint. Um síðustu helgi gerði flæsu og þá gekk heyskapur vel á Suður- og Vesturlandi. „Ég held að þessi helgi hafi bjarg- að óskaplega miklu,“ sagði Jón Vilmundarson ráðunautur hjá Bún- aðarfélagi Suðurlands. „Það kom sér að vísu illa að sumir voru ekki búnir að slá nægilega mikið því að menn bjuggust við rigningu á mánu- daginn en hann kom síðan sem viðbót við þurrkinn. Menn treystu á að það myndi rigna þá eins og veðurstofan var búin að spá. Þó geri ég ráð fyrir að mánudagurinn hafi verið flestum kærkominn. Það er því miklu bjartsýnna hljóð í mönnum núna. Spretta fór reyndar svo seint af stað að menn voru ekki komnir í neitt óskaplega mikið óefni. Núna er víðast hvar orðið fullsprottið og farið að spretta úr sér.“ - Ástandið er þá ekki svo slæmt? „Nei, og ég man eftir mörgum sumrum þar sem tún og umhverfi túna var mun blautara en nú er. Nú heyrir maður ekkert um að menn séu í vandræðum með að komast um túnin eins og stundum hefur verið. “ - Er hægt að segja að heyskapur sé að verða hálfnaður? „Eigum við ekki að segja að hann sé orðinn það hjá duglegri bændum.“ - Hafa menn rúllað meira núna en á síðasta ári? „Jú, okkur finnst reyndar nokkuð óhugnanlegt hversu rúlluvélarnar hafa breitt hratt úr sér. Á vissum svæðum er þetta orðið mjög mikið og það sem við óttumst er að það verði ekki nægilega góð aðstaða til að fást við þetta í vetur. Menn hafa freistast til að fá sér þessar vélar nú í þessari ótíð. Þetta gengur óskap- lega hratt fyrir sig þegar þetta er komið af stað en síðan er lítil aðstaða yfir veturinn. Síðan eru nokkrir sem hafa verið of bráðlátir og sett illa blaut hey í poka og það er alveg voðalegur hiutur. Sem betur fer virðast þó flestir hafa skilning á því að heyið þurfi að vera þurrt þegar því er rúllað.“ Nokkuð algengt virðist vera að hey eyðileggist í rúllum og á mörgum bæjum má sjá rifna rúllupoka með gjörónýtu heyi í. Dæmi eru um að tugir rúlla hafi eyðilagst hjá bændum m.a. vegna þess að þeir hafa geymt rúllurnar úti og ekki komist til að gefa þær vegna snjóa. Jón Vilmund- arson sagði að í þröngum gömlum fjósum geti verið erfitt að koma því við að gefa rúllurnar. „Sumir virðast hreinlega ekki hafa hugsað fyrir því hvernig þeir ætli að gera þetta í vetur.“ - Bændur eru alveg óhræddir að fjárfesta á þessum síðustu og verstu tímum? „Já, maður verður stundum hálf hissa á því. Við eigum erfitt með að skilja hvernig menn geta keypt sér traktor upp á eina og hálfa miljón.“ - Hvað finnst þér þá um það þegar menn eru komnir með 3-4 aðferðir til að verka hey? „Ja, mér er þetta óskiljanlegt. Þó má segja að best stæðu kúabúin ráði við þetta. Maður vonar bara að þau kollsigli sig ekki líka á þessum ósköpum. Vélakosturinn hefur vissulega komið sér vel við þessar aðstæður, nú þegar eru fáir dagar til að þurrka.“ -EÓ Hluthafafundur kýs bankaráð íslandsbanka: Kosning samkvæmt handriti í gær var haldinn síðasti hluthafa- fundurinn í Útvegsbankanum hf. en þar var endanlega samþykkt að breyta nafni bankans í fslandsbanka hf. Fyrir fundinum lágu einnig tillög- ur um breytingar á samþykktum bankans sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Iðnaðar-, Versl- unar-, Alþýðu- og Útvegsbanka í einn íslandsbanka. Hinum nýja banka var kosið bankaráð á fundin- um og var samþykkt tillaga sem lá fyrir fundinum. í bankaráð voru þessir kosnir: Brynjólfur Bjarnason og Haraldur Sumarliðason, frá Iðn- aðarbanka, Magnús Geirsson og Ás- mundur Stefánsson frá Alþýðu- banka, Gísli V. Einarsson og Þor- valdur Guðmundsson frá Verslunar- banka, og Kristján Ragnarsson er fulltrúi Fiskveiðasjóðs. Sjö vara- menn voru kjörnir: Sveinn Valfells og Indriði Pálsson, Þorvarður Elíasson, Guðmundur H. Garðars- son, Árni Benediktsson, Ólafur Ólafsson og Baldvin Hafsteinsson. Fyrir fundinum lágu tillögur bankaráðs um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og um hlutafjáraukningu upp á 1,5 milljarða kr. og var sú hluta- fjáraukning samþykkt samhljóða. Umræða um útgáfu jöfnunarhluta- bréfanna var það eina á fundinum sem ekki gekk eftir eins og fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir. Halldór Guðbjarnarson fyrrum bankastjóri Útvegsbanka íslands gagnrýndi harðlega tillögu bankaráðs um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa upp á að- eins 38% og taldi að aukningin yrði að nema 90-110% af nafnverði ef hluthafar í Útvegsbankanum ættu ekki að tapa stórfé. Nefndi hann í því sambandi að Fiskveiðasjóður einn myndi tapa um 100 milljónum ef tillagan næði fram að ganga. Engu að síður fór tillagan í gegn næstum samhljóða eftir skriflega atkvæða- greiðslu. -BG Einhugur í ríkis- stjórn um björgun Málefni Patreksfjarðarhrepps voru tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær en sem kunnugt er þá er framtíð byggðarlagsins í járnum eftir gjaldþrot Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar. Steingrímur Hermannsson sagði eftir ríkisstjórnarfundinn að ákvörðun hefði verið tekin um að beina því til þeirra stofnana sem hlut eiga að máli að tryggja að skipin tvö sem eru í eigu Hrað- frystihússins verði áfram í byggðar- laginu. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin sjálf gæti lítið annað gert en að beita sér fyrir slíkri málsmeðferð og það hafi verið stutt mjög eindregið innan ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin muni því gera allt sem henni er heimilt til að sporna gegn því að skipin verði seld úr byggðarlaginu. Steingrímur Hermannsson mun eiga fund með fulltrúum sveitar- stjórnarinnar í dag. Þar verður rætt um hvaða leiðir séu færar til að bjarga framtíð byggðarlagsins. Sveitarstjórn Patreksfjarðar- hrepps hefur beitt sér fyrir því að stofnað verði hlutafélag sem hafi það markmið að kaupa skip og aðrar eignir sem tapast hafa úr plássinu á uppboðum eða vegna gjaldþrota. Á mánudagskvöldið og í gær fundaði sveitarsjórnin með fulltrúum sex fyrirtækja í vinnslu og útgerð á staðnum og óskaði eftir , samstarfi við þá um stofnun hluta- félagsins. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.