Tíminn - 05.08.1989, Side 4
4 Tíminn
Laugardagur 5. ágúst 1989
Öldrunarfulltrúi
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu öldr-
unarfulltrúa lausa til umsóknar.
Öldrunarfulltrúi hefur faglega umsjón með öldrun-
arþjónustu, t.a.m. félagsstarfi aldraðra, heimilis-
hjálp, húsnæðis- og vistunarmálum auk ráðgjafar
við aldraða og aðstandendur þeirra.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á
sviði félagsráðgjafar, félagsfræða eða hjúkrunar-
fræði.
Starfsreynsla í öldrunarmálum æskileg.
Umsóknarfrestur er til 28. ágúst nk. og liggja
umsóknareyðublöð frammi á Félagsmálastofnun
Kópavogs, Digranesvegi 12.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
45700.
Félagsmálastjóri.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
VONARSTRÆTI4 - SÍMI25500
Félagsráðgjafi óskast á hverfaskrifstofu Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4.
Verkefni eru fyrst og fremst meðferð barnavernd-
armála, auk stuðnings og ráðgjafar við fjölskyldur
og einstaklinga. Um er að ræða afleysingu í 1 ár.
Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsreynslu á
sviði félagsráðgjafar.
Laun samkvæmt kjarasamningi BHM og Reykja-
víkurborgar.
Upplýsingar í síma 25500 hjá yfirmanni fjölskyldu-
deildar, Gunnari Sandholt, eða Anni G. Haugen
yfirfélagsráðgjafa.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfs-
mannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,
þar sem einnig er tekið á móti umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 25.08. 1989.
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns við Hjúkrunarheimilið að
Fellsenda í Dalasýslu er laust til umsóknar frá 1.
október n.k.
Skriflegum umsóknum með upplýsingum um fyrri
störf skal skila fyrir 1. september til Péturs
Þorsteinssonar sýslumanns, Búðardal, Dalasýslu,
sem gefur allar nánari upplýsingar.
Orðsending til
mjólkurframleiðenda
Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur náð mark-
miðum búvörusamnings frá 21. september 1986,
um kaup eða leigu á fullvirðisrétti til mjólkurfram-
leiðslu, og er þeim hér með hætt.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
DAGVIST BARIMA
Forstöðumenn
Forstöðumenn óskast til starfa á barnaheimilunum
Efri-Hlíð og Hálsaborg. Stöðurnar veitast frá 1.
okt. n.k. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.
Fóstrumenntun áskilin.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar
barna í síma 27277 eða á skrifstofunni í Hafnar-
húsi við Tryggvagötu.
Hálfur mánuður í að gæsaveiðitíminn hefjist. Sýslumaðurinn í
Rangárvallasýslu reifar ákveðnar hugmyndir:
Vill taka gjald
af veiðimönnum
Nú styttist óðum í að gæsaveiði-
tíminn hefjist en gæsaveiðar eru
leyfilegar frá og með 20. ágúst.
Byssumenn eru því þegar farnir
að hreinsa byssur sínar og kaupa
skot. Byssueign landsmanna
hefur stóraukist á síðustu árum,
reyndar svo mikið að mörgum
þykir nóg um. Sumir bændur
hafa haft áhyggjur af þessu og
ekki að ástæðulausu því dæmi
eru um að kýr hafi verið drepnar
af veiðimönnum. Friðjón Guð-
röðarson sýslumaður í Rangár-
vallasýslu er einn þeirra manna
sem hafa viljað reyna hafa ein-
hverja stjórn á skotgleði lands-
manna.
„Það hefur verið alveg eins og
hernaður hérna niður í Landeyjun-
um á haustin. Við höfum viljað líta
eftir þessu með bændunum en þegar
við erum að banka í hrygginn á
þessum veiðimönnum þá eru þeir
náttúrulega pappíralausir og vitlaus-
ir, segja manni eitthvað og það
kostar mikla fyrirhöfn að fá það
staðfest hvort þeir eru með leyfi eða
ekki. Allur tími lögreglunnar fer í
það. Þess vegna vil ég að bændur
taki lítið gjald af veiðimönnum og
þeir fái kvittun fyrir og þar með bréf
upp á að þeir megi veiða í landi
þessa bónda. Svo fer nú alveg að
verða ástæða til þess fyrir bændur að
hugsa sinn gang þegar menn eru að
salla niður hundruð gæsa. Bændur
eiga ekkert alltaf að vera að opna
allt og gefa sín hlunnindi. Það er
núna unnið að því að drepa stéttina
og því ástæðulaust að vera að gefa
þetta eftir.“
- Gæsaveiðar hafa aukist mjög
mikið að undanfömu. Skapast þar
með ekki aukin hætta á slysum?"
„Jú, því er ekki að neita. Slys hafa
orðið og því er brýnt að lögregla og
landeigendur reyni í sameiningu að
hafa stjórn á þessu. Einstaka menn
hafa verið með kraftmikla riffla og
það er fyrir neðan allar hellur að
menn séu að skjóta á gæs með þeim.
Svo em sumir með sprengikúlur sem
Af gæsaveiðum í Rangárvallasýslu.
hefðu enn sem komið er ekki farið
út í það að gefa út gjaldskrá fyrir
gæsaveiðar en taldi ekki óeðlilegt að
bændur nýttu sér þessi hlunnindi
eins og hver önnur. Ámi sagði að
víða væri þessi gæs bændum til ama
því að hún skemmdi tún og því væm
margir þeirra fegnir ef einhver vildi
drepa gæsina. Hjá öðmm bændum
væri ásókn veiðimanna í að fá leyfi
til að skjóta gæs orðin svo mikil að
þeir yrðu hreinlega að taka giald
fyrir til að minnka ásóknina. Ámi
taldi að best færi á því að bændur
ákveði sjálfir hve hátt þetta gjald
ætti að vera.
Guðni Kristinsson hreppstjóri á
Skarði í Landmannahreppi kvað
menn þar um slóðir ekki hafa tekið
gjald af veiðimönnum nema þá í
mjög litlum mæli. Flestir bændur
væm bara fegnir því að vera lausir
við gæsina. Guðni taldi að bændur
hefðu oftast nær engan sérstakan
ama af veiðimönnum. Hann sagðist
þó vita að einhverjir hefðu verið að
skjóta gæs inni á afrétti og það væri
ekki vel séð. „Mér frnnst alltaf
dálítið óhugnanlegt þegar menn eru
að skjóta þetta í myrkrinu," sagði
Guðni að lokum. -EÓ
Friðjón Guðröðarson, sýslumaður.
eyðileggja kjötið og em stórhættu-
legar. Pegar menn em svo að skjót-
ast í leyfisleysi og skjóta eitthvað út
í loftið er eins líklegt að einhver liggi
í leynum á móti og verði fyrir skoti.
Maður vonar bara að þetta verði
ekki eins og á Ítalíu þar sem tugir
manna em drepnir á meðan á veiði-
tímanum stendur.“
- Eru menn eitthvað að skjóta
undir áhrifum áfengis?
„Sumir em það. Langoftast bíða
menn þó með það þangað til veiði er
lokið, til allrar guðs lukku. En flestir
af þessum mönnum eru ágætir, hafa
leyfi og gera þetta sem sannir sport-
veiðimenn.“
Ámi Snæbjömsson hlunninda-
ráðunautur sagði að bændasamtökin
Skátar á
mót til
Noregs
í gær fór hópur íslenskra skáta til
Noregs til að taka þátt í landsmóti
norskra skáta, SKAUGUM-89, sem
haldið verður dagana 5. til 12. ágúst
1989.
Mótið verður haldið á búgarði
Haraldar krónprins Noregs sem er
rétt sunnan við Osló. f hópnum
verða 42 skátar sem koma víðsvegar
að af landinu. Fararstjóri í ferðinni
er Sigurjón Einarsson. Að afloknu
móti mun hópurinn halda á heima-
slóðir vinarsveitar sinnar, skáta frá
Lillehammer, og dvelja þar í heima-
húsum og í skátaheimili tvær nætur.
Eftir dvölina í Lillehammer verð-
ur haldið í smá ferðalag og dvalið
fyrstu nóttina í skátaskála við Brött-
um skammt suður af Lillehammer.
Daginn eftir, miðvikudaginn 16.
ágúst verður haldið áleiðis að vatn-
inu Kröderen og dvalið í skála
íslendingafélagsins í Osló við Nore-
fjell. Hópurinn kemur síðan heim
18. ágúst.
t’etta er sjötti skátahópurinn sem
heldur utan það sem af er þessu ári.
Áður hafa farið hópar til Færeyja,
Ítalíu, Svíþjóðar og tveir hópar til
Englands. -EÓ
Skolahljomsveit Tónlistarskólans á Akureyri á
heimsmóti lúðrasveita:
Unnu gull
Hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri vann gullverðlaun á
heimsmóti lúðrasveita sem haldið var í HoUandi um síðustu helgi.
Þrjúhundruð hljómsveitir sóttu mótið og keppt var í flokkum
atvinnumanna og áhugamanna. íslenska hljómsveitin vann fyrstu
verðlaun í flokki áhugamanna.
Heimsmót lúðrasveita var fyrst
haldið 1951 og síðan reglulega á
fjögurra ára fresti. í ár var það
haldið í Kerkrade í Hollandi og er
áætlað að um tólfþúsund lúðra-
sveitaleikarar hafi tekið þátt í mót-
inu, en auk þeirra voru fjöldi
aðstoðarmanna og áhorfenda sem
fylgdust með. Um fimmtíu manna
hljómsveit Tónlistarskólans á Ak-
ureyri var boðin þátttaka í mótinu
í kjölfar velgengni þeirra á hljóm-
sveitarmóti í Osló fyrir skömmu,
og er hún fyrsta íslenska hljóm-
sveitin sem hlotnast þann heiður.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru á
aldrinum 11 til 20 ára, og var þetta
sú hljómsveit sem hafði hvað yngst-
an meðalaldur, en jafnframt var
þetta eina skólahljómsveitin á mót-
inu.
Jón Hlöðver Áskelsson, skóla-
stjóri tónlistarskólans, sagði í sam-
tali við Tímann að hljómsveitin
hefði verið í góðri æfingu því
meðlimir hennar hefðu verið í
strembnu tónleikaferðalagi um
Þýskaland, dagana fyrir keppnina.
Verkin sem hljómsveitin flutti í
keppninni voru Svíta Arctica eftir
Pál P. Pálsson, Heiðursmars Ólafs
krónprins og verk sem allir þátttak-
endur þurftu að spreyta sig á, en
það barst íslensku keppendunum
tveimur mánuðum áður. Undir
stjóm hljómsveitarstjórans Roar
Kvam, tókst sveitinni að krækja
sér í 291 stig af 350 mögulegum, en
það er mjög góður árangur og gat
Jón Hlöðver þess að hin opinbera
lúðrasveit vetrarólympíuleikanna í
Calgary í Kanada, hefði verið und-
ir íslensku skólahljómsveitinni í
stigum. Jón sagði að þessi árangur
væri ákaflega ánægjulegur og að
hann væri ekki síst að þakka þeim
fjölmörgum aðilum, foreldrum og
öðrum, sem hafa stutt sveitina
fjárhagslega. Jón kvaðst gjarnan
vilja láta hljóðrita nokkur lög með
sveitinni á meðan hún væri í
óbreyttri mynd og nýta þannig
hæfileika hennar öðrum til ánægju.
LDH-