Tíminn - 05.08.1989, Page 14
26 Tíminn
Fanney
Magnúsdóttir
Fædd 14. september 1914
Dáín28.júli 1989
Þá er hún Fanney frænka mín
dáin. Þá getum við ekki Iengur
gantast um landsins gagn og nauð-
synjar eins og við oft gerðum í
gegnum tíðina, ekki síst þegar ég var
heimagangur hjá frænkunum þrem-
ur í Drápuhlíðinni á menntaskóla-
árunum. En minningin um glettna
brosið sem tendraði andlitið hennar
Fanneyjar þegar henni fannst ég
taka einum of mikið upp í mig og
gerði grín að okkur sjálfum, pólitík-
inni eða hverju sem var, það lifir í
minningunni.
Hún frænka mín vildi ekki að um
hana yrði skrifuð lofrulla að henni
genginni. En örfá fátækleg orð í
minningu hennar á hún svo sannar-
lega skilið frá minni hendi fyrir þær
fjölmörgu ánægjulegu stundir sem
við höfum átt saman allt frá því ég
var lítill pottormur fram til þess
síðasta er hún barðist gegn sjúkdóm-
inum harða er hafði sigur að lokum.
Ég veit að Fanneyju líður vel nú
þar sem hún hefur yfirgefið þennan
heim. Þær hafa eflaust um mikið að
spjalla stórvinkonurnar og tengda-
mæðgumar Fanney og Berglind, en
fallegri vinskap en á milli þeirra var
í lifanda lífi er vart að finna.
Það var erfið stund í lífi Fanneyjar
að fylgja Berglindi tengdadóttur
sinni til grafar fyrir tveimur og hálfu
ári þegar krabbinn hafði lagt Berg-
lindi að velli tæplega þrítuga og í
blóma lífsins. Þá var það heitasta
ósk Fanneyjar að það hefði frekar
verið hún sem Rúnar sonur hennar
var að fylgja til grafar en ekki
Berglind, þannig að augasteinarnir
hennar fengju að lifa áfram saman
hamingjuríku lífi.
En við ráðum engu um örlög
okkar. Það vissi Fanney af biturri
reynslu. Hún missti Matthías mann
sinn þegar Rúnar var agnarlítill
drengur. Hún missti elskulega
tengdadóttur sína í blóma lífsins.
Það vissi Fanney einnig þegar lækn-
arnir úrskurðuðu að hún bæri sjúk-
dóm sama kyns og tók Berglindi frá
okkur. Sá úrskurður var Fanneyju
þungbær. Ekki vegna hennar sjálfr-
ar, heldur vegna Rúnars sonar síns.
„Hallur, mér finnst það svo órétt-
látt að Rúnar minn eigi eftir að’
ganga aftur í gegnum þessa hræði-
legu baráttu," sagði Fanney er ég
heimsótti hana þegar ljóst var hvað
hafði verið að hrjá hana.
Þetta var Fanneyju líkt. Hennar
eigin líðan skipti ekki meginmáli,
það sem skipti máli var að fráfall
hennar yrði syni hennar ekki þung-
bærara en nauðsyn væri.
En í þessari heimsókn náði samt
glettna brosið hennar Fanneyjar að
tendra upp andlitið.
„Það er þá á hreinu að lystarleysið
hjá mér er ekki taugaveiklun eins og
læknarnir vildu helst halda,“ sagði
Fanney við mig og augun tindruðu
þegar brosið náði til augnanna.
Fanney mín, takk fyrir ánægju-
stundirnar. Elsku Rúnar, þær Berg-
lind og Fanney eru horfnar úr þessari
jarðvist, en þær skilja eftir hjá okkur
fallegar minningar sem ylja um alla
framtíð. Hallur Magnússon
Laugardagur 5. ágúst 1989
DAGBÓK
Sönghópurinn Hljómeyki
Sumartónleikar
í Skálholtskirkju
5., 6. og 7. ágúst
- Frumflutt messa eftir Hjálmar H.
Ragnarsson
Síðustu tónleikar sumarsins á vegum
Sumartónleika í Skálholtskirkju verða
dagana 5.,6. og 7. ágúst.
Að þessu sinni verða tvær tónleika-
skrár. Byggir önnur þeirra á söngverkum
eftir Hjálmar H. Ragnarsson, fluttum af
Sönghópnum Hljómeyki og hin á tón-
verkum fyrir hörpu og flautu, sem flutt
eru á af Elísabetu Waage og Peter V.
Lunel.
Frumflutt verður messa eftir Hjálmar.
Hún er í hefðbundnu formi. Sönghópur-
inn Hljómeyki flytur.
Peter V. Lunel flautuleikari og Elísabet
Waage hörpuleikari mynda saman dúó,
sem tekið var inn í dagskrá „Young
Musician" undir vemdarvæng Yehudi
Menuhin. Young Musician er stofnun
sem hefur það markmið að gefa ungu
tónlistarfólki tækifæri til að koma fram.
Peter V. Lunel er frá Hollandi. Hann
lauk kennaraprófi 1988 og einleikaraprófi
ári síðar. Hann hefur bæði leikið einleik
með píanó og hörpu og einnig kammer-
tónlist með fleiri hljóðfærum.
Elísabet Waage lauk prófi úr Konung-
lega Tónlistarháskólanum í den Haag.
hún er fyrir löngu kunn fyrir hörpuleik og
þátt sinn í íslensku tónlistarlífi. Hún
hefur haldið tónleika á Islandi, í Hol-
landi, Noregi og Wales.
Helgina 5.,6. og 7. ágúst verða þrennir
tónleikar, laugard. 5. ágúst kl. 15:00 og
17:00, sunnud. kl. 15:00 og mánudag kl.
15:00.
Á laugardags- og sunnudags-tónleikum
kl. 15:00 flytur Sönghópurinn Hljómeyki
söngverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Á laugardags- og mánudagstónleikum kl.
17:00 og 15:00 leika Elísabet Waage og
Peter V. Lunel verk fyrir hörpu og flautu.
M.a. verk eftir J.S. Bach, S. Natra.I.
Yun, W. Alwyn, C. Nielsen, V. Persic-
hetti og Atla H. Sveinsson.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Messa vcrður sunnudag kl. 17:00. Sr.
Guðmundur Óli Ólafsson predikar, en
organisti er Hilmar öm Agnarsson. Flutt
verða tónverk úr dagskrám helgarinnar
við guðsþjónustu.
Rútuferðir eru frá B.S.Í. á sunnudög-
um kl. 11:30 frá Reykjavík og til baka
aftur kl. 17:40.
NEW HOLLANP
RÚLLUBINDIVÉLAR
Afkastamiklar og sterkbyggðar rúllubindivélar með breytilegri
stærð rúllubagga - henta flestum bústærðum.
- Fastkjarna rúllubaggar meö jöfnum þrýstingi - betri fóöurverkun.
- Breytileg baggastærö: 1,0 til 1,4 m.
- Betur lagaöir baggar sem halda betur lögun viö geymslu.
- Fastkjarna rúllubaggar rúma allt aö 36% meir en heföbundir rúllubaggar, 1,2 x 1,2m.
Allt aö 37% færri rúllubaggar á hvern hektara.
- Lægri pökkunarkostnaöur og minni notkun bindigarns.
- NEW HOLLAND rúllubindivélar hafa áralanga reynslu hér á landi.
- NEW HOLLAND rúllubindivélin var prófuð af Bútæknideildinni á Hvanneyri sl. sumar.
ip
.s> V
ARMULA 11 SIMI 681500
Guðsþjónustur í
Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudag 6. ágúst 1989
Árbæjar- og Gráfarvogssókn. Guðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju kl. 11. árdegis.
Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Org-
anleikari Jón Mýrdal. Sóknarprestur.
Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Sóknarprest-
ur.
Bústaðakirkja. Helgistund kl. 11 f umsjá
leikmanna. Sr. Pálmi Matthíasson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn Hunger
Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son.
Viðeyjarkirkja. Messakl. 14. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn Hunger
Friðriksson. Sérstök bátsferð verður með
kirkjugesti kl. 13.30. Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson.
EUiheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.
Organleikari Kjartan Ólafsson. Sr.
Magnús Bjömsson.
Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta fellur
niður. Sóknarprestar.
Grensáskrikja. Guðsþjónusta kl. 11. Org-
anisti Jón Þórarinsson. Fyrirbænir eftir
messu. Sr. Gylfi Jónsson.
Hallgrímskirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
Altarisganga. Sænskur kór, Hallands
Kammerkör, syngur í messunni. Sr. Karl
Sigurbjömsson. Þriðjudagur: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Landspítalinn. Guðsþjónusta kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas
Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em
í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prest-
amir.
Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
árdegis. Sr. Ámi Pálsson.
Laugameskirkja. Laugardagur: Guðs-
þjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11.
Sunnudagur: Vegna viðgerða á kirkjunni
messar Jón Dalbú Hróbjartsson í
Áskirkju næstu sunnudaga kl. 11. Sóknar-
prestur.
Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel-
og kórstjóm Reynir Jónasson. Miðvik-
udag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.20.
Sr. Olafur Jóhannsson.
Seljakirkja. Guðsþjónustur falla niður f
ágústmánuði vegna sumarleyfa
starfsfólks.
Seltjamameskirkja. Messa kl. 11. Organ-
isti Sighvatur Jónasson. Prestur Sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir. Ungt fólk
sýnir leikræna tjáningu. Þorvaldur Hall-
dórsson syngur. Guðný Hallgrímsdóttir
guðfræðinemi prédikar.
Viðistaðasókn. Guðsþjónusta á Hrafnistu
kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson messar. Sr.
Sigurður Helgi Guðmundsson.
Dags- og kvöldferðir
Ferðafélagsins
Sunnud. 6. ág. Id. 13:00: Sandfell/
Hagavík. Ekið f Ölfusvatnsvík, gengið
upp með Ölfusvatnsá að Löngugróf og
þaðan á Sandfell (404 m). Komið niður í
Hagavfk. (Verð 1000 kr.)
Mánud. 7. ág. kl. 13:00: Reykjadalir -
Klambragil - Hveragerði. Gengið af
Kambabrún að Klambragili og þaðan um
Reykjadali í átt að Hveragerði. (Verð
1000 kr.)
KI. 08:00-Þórsmörk/dagsferð. Dvalið
rúmlega 3 klst. í Þórsmörk. Famar göngu-
ferðir. (Verð 2000 kr.)
Miðvikud. 9. ág. kl. 08:00 Þórsmörk/
dagsferð. Sumarleyfistilboð fyrir dvalar-
gesti gildir út ágúst.
Kl. 20:00 BláfjallaheUar. (Verð 600
kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
böm í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag íslands
Blandað upphengi
í Gallerí B0RG
í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 hefur að
undanförnu staðið yfir sýning á verkum
„gömlu meistaranna". Nú hafa einnig
verið hengdar upp myndir eftir yngri og
núlifandi höfunda. Má þar t.d. finna
nýjar landslags-vatnslitamyndir eftir
Guðrúnu Svövu, Kristfnu Þorkelsdóttur
og nýjar pastel-myndir eftir Jón Reykdal,
Hring Jóhannesson og litlar vatnslita-
myndir eftir Kjartan Guðjónsson, svo
eitthvað sé nefnt.
Þá em nýkomnar myndir eftir Louisu
Matthfasdóttur og vatnslitamyndir eftir
Karólínu Lámsdóttur.
1 kjaUaranum í Pósthússtræti er einnig
úrval smámynda eftir núlifandi höfunda,
ásamt fjölda verka gömlu mcistaranna.
í Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10
(Penninn) er að finna grafík-myndir eftir
helstu íslenska grafík-listamenn, auk
gler-og keramikmuna. Þar er einnig í
„nýja salnum“ fjöldi málverka núlifandi
listamanna.
Gallerí Borg er opið virka daga kl.
10:00-18:00, en lokað um helgar yfir
.sumartímann.
Landslagsmyndir í
Safni Ásgríms Jónssonar
1 Safni Ásgríms Jónssonar við Berg-
staðastræti hefur verið opnuð sýning á
landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar
em 24 myndir, bæði olíumálverk og
vatnslitamyndir. Þar em nokkrar eldri
vatnslitamynda Ásgríms, svo sem myndin
Brenna í Rútsstaðahverfi f Flóa frá 1909.
Á sýningunni em einnig nokkrar öræfa-
myndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum. Flestar
em myndimar frá Borgarfirði, þar sem
Ásgrímur var langdvölum á efri ámm,
einkum á Húsafelli. Má nefna olíumál-
verkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsa-
fellsskógi, Eiríksjökull og vatnslitamynd-
irnar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríks-
jökuU frá 1948.
Sýningin stendur til septemberloka og
er opin kl. 13:30-16:00 alla daga nema
mánudaga.
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er opið kl. 10:00-18:00
alla daga nema mánudaga.
Leiðsögn um safnið laugardaga og
sunnudaga kl. 15:00. Veitingar í Dillons-
húsi.
Handritasýning í Ámagarði
Handritasýning Stofnunar Árna Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september.