Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 1
MIBTT5 Enn eitt skrefið í sameiningu bankakerfisins var stigið í gær: Landsbanki kaupir 52% Samvinnubanka í gær náðist samkomulag um kaup Landsbank- ans á hlut Sambandsins í Samvinnubanka íslands, með fyrirvara um samþykki bankaráðs Landsbanka og stjórnar Sambandsins. Viðræður höfðu staðið miili þessara aðila frá því í vor og segir forstjóri Sambandsins að skuldastaða fyrir- tækisins sé ein af aðalástæðunum fyrir þessari eignasölu auk þess sem fyrirtækið sé almennt hlynnt sameiningu og hagræðingu í bankakerf- inu, en sem kunnugt er hafði fyrirtækið áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Útvegsbankanum á sínum tíma í þeim tilgangi. Hagræðing í rekstri og endur- skipulagning eru helstu ástæður Landsbankans fyrir þessum kaupum. Ekkert er gefið upp um kaupverð að svo stöddu. # Blaðsíða 2 Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar: Heimalöndun rýrir fjárfestingargetu umlOOmilljónkr. í helgarviðtali Tímans bendir Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar m.a. á ójafna möguleika útgerða til að standa undir fjárfestingu eftir því hvort þær landa afla sínum alfarið í frystihús hér heima eða selja allan sinn afla hæstbjóðanda hverju Guðmundur Malmquist Timamyna: Arnl Bjama sinni. í dæmi þar sem borga mætti 130 milljónir fyrir skip sem landar heima gæti munað 100 milljónum króna. Ef þetta sama skip seldi eingöngu hæstbjóðanda hverju sinni mætti borga fyrir það 230 milljónir. Þetta misræmi telur Guð- mundur brýnt að leiðrétta. • Blaðsídur 8 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.