Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. september 1989
Tíminn 29
GLETTUR
- Þessir farsímar eru stórfín
uppfinning, Magga mín. Nú
þurfum við ekki að hætta að
tala saman þó við þurfum að
fara út að versla
- En við heppin að bíllinn
skyldi bila á svona rólegum
stað. Hér er engin umferð, svo
þú þarft ekkert að flýta þér
- Af hverju kemur ekkert vatn
þó ég skrúfi frá krananum?
- Fiskur einu sinni enn?!
- Herra forstjóri, ég sagði
manninnum að þú værir mjög
upptekinn, og ég sagði honum að
þú tækir 3000 krónur á tímann.
Hann segist einmitt vera kominn
hingað vegna þess, því hann er
frá skattrannsóknaskrifstofunni
■ ■■■ É^rrnr r i
Cybill Shepherd
og nýi kærastinn
„Svona á ekki að sitja til borðs í Englandi," var myndatextinn
með þessari mynd í ensku blaði
Það hefur verið skrifað
mikið og skrafað um skilnað
þeirra Cybill Shepherd og
Bruce Oppenheim, því að
mikið gekk á þegar semja
átti um eignaskipti og for-
ræði tvíburanna sem þau
eignuðust í hjónabandinu.
En líklega hafa allir samn-
ingar loks tekist og allt kom-
ist á hreint, því að Cybill
hefur tekið gleði sína á ný.
í sumar var hún á ferðalagi
í Englandi, og með henni
var vinur hennar, eða „nýi
kærastinn“ eins og hún
kynnti hann. Vinurinn er
Frank Smith, 35 ára lög-
fræðingur frá Boston. Þau
Cybill leiddust um allt og
fóru á helstu samkomur fína
fólksins í Bretlandi, svo sem
eins og^Öló-leikinn þegar
lið Karls Bretaprins keppti
Cybill og Frank Smith á pólóleik í Englandi
við ameríska kappa.
Þá sátu þau Cybill og
Frank hjá leikkonunni
Glenn Close og John Starke,
sem er vinur Glenn og þau
æptu öll og klöppuðu fyrir
samlöndum sínum, - enda
unnu Ameríkanarnir.
Þau Cybill og Frank
kynntust í apríl sl. í Was-
hington D.C. Þau hafa verið
iðin við að fljúga milli Bost-
on og Kaliforníu, og skelltu
sér svo saman í ferð til
Bretlands.
Vinir þeirra segja að þau
séu mjög hrifin hvort af
öðru, og Cybill virðist vera
hamingjusöm. „Hann Frank
er svo gáfaður, skemmtileg-
ur og mikill heimsmaður -
og ekki neitt líkur „glans-
gæjunum" í Hollywood," er
haft er eftir henni.
„Bók Joan Collins er siðspillandi og ljót,“
- segir „Ástarsögudrottningin“ Barbara Cartland
Rithöfundurinn Barbara
Cartland er orðin 88 ára og
hefur skrifað yfir 400 róm-
antískar ástarsögur á 65 ára
rithöfundarferli sínum.
Bækur hennar seljast alltaf,
svo það virðist sem róman-
tíkin sé ekki alveg dauð í
heiminum, þó sumir vilji
halda því fram.
Barbara Cartland hefur
verið kölluð „Ástarsögu-
drottningin" og hún er ekk-
ert óánægð með þann titil.
Nýlega fékk Cartland í
hendur fyrstu bók leikkon-
unnar Joan Collins, sem ný-
komin er út. Systir Joans,
Jackie Collins, hefur gefið út
margar bækur um lífið í
Hollywood og margir segjast
þekkja í bókum hennar
raunverulegar frægar pers-
ónur. Bækur Jackie þykja
mjög djarfar og frásagnir
hennar allt að því hneykslan-
legar, - en bækurnar seljast
vel.
Nú vildi Joan Collins sýna
að hún gæti líka skrifað bók,
og helst vildi hún skara fram
úr Jackie. Bók Joans gefur
því ekkert eftir bersöglissög-
um systur hennar frá Holly-
wood.
Barbara Cartland sagði
um nýju bókina hennar
Joan: „Eg trúði ekki mínum
eigin augum, þegar ég fór að
lesa þessa soralegu tilraun
leikkonunnar til skáldskap-
ar. Bókin er syndsamleg í
ólifnaðarlýsingum og frá-
sögnum af siðspilltu fólki.
Mér varð hálfillt af að reyna
að lesa hana!“
Joan Collins er 56 ára en
þykir með glæsilegustu
konum, og Barbara ítrekar
það í viðtali um bókina, að
vegna þess hve leikkonan sé
dáð þá séu margar konur á
hennar aldri sem líti upp til
hennar fyrir það hversu vel
hún heldur sér og fyrir lífs-
fjör hennar. „Þetta er til
þess að fertugar konur,
fimmtugar og um og yfir
sextugt þyki sem þær geti
enn notið lífsins eins og þeg-
ar þær voru ungar, og það út
af fyrir sig er ágætt," segir
rithöfundurinn, en bætir svo
við: „En bókin er siðspill-
andi, og ef almenningur
heldur að slíkur lifnaður -
Barbara Cartland er stór
hneyksluð á grófum
frásögnum í bók Joan
Collins,
eins og lýst er í bók Joan
Collins - sé eðlilegur og
ekkert við hann að athuga,
þá er það ósæmilegt og
hættulegt." Hún bætti því
við, að báðar Collins-syst-
urnar gætu skrifað spenn-
andi bækur. Bækurnar
myndu seljast þó þær væru
ekki svona grófar," sagði
Barbara, sem veit áreiðan-
lega hvað þarf til að bækur
seljist, því árum saman hafa
bækur hennar runnið út eins
og heitar lummur.
Annars er Barbara Cart-
land þekkt fyrir annað en
ástarsögur, og það er að hún
er „stjúpamma" Díönu
prinsessu.
Eitthvað svæsið eru þau George Hamilton og Stephanie
Beacham að lesa í bókinni hennar Joan Collins „Príme
Time“, - en höfundurinn stendur brosandi hjá þeim