Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 2. september 1989 UTLOND 50 ár frá upphafi seinna stríðs: Ríki Evrópu líta um öxl í gær minntust þjóðir Evrópu hálfrar aldar afmælis þess örlagadags er þýsk orrustuskip hófu skothríð á pólska hafnarvirkið Westerplatte og tendruðu þar með sex ára ófriðarbál er átti eftir að leika um mestalla heimsbyggðina og kosta yfir 50 milljónir manna lífið. Þýskar hersveitir halda inn í Pólland 1939. FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Fimmtán framámenn lettneska komm- únistaflokksins voru látnir víkja í gær, í kjölfar herferðar stjórn- valda í Moskvu gegn „and- sovéskum öflum" í Balkan- löndunum. Tveir hinna áhrifa- mestu, er vikið var frá, töldust þó til íhaldssamari arms flokksins. Miðnefnd hans, er kölluð var saman til að ræða vanþóknun Moskvuvaldsins, ákvað að taka upp nýja stefnu, í því skyni að „veita flokknum mun sjálfstæðari ímynd“. PANAMA - Eftir að Banda- ríkjastjórn tilkynnti að hún vildi ekkert af stjórn Noriega vita, var Francisco Rodriguez [ snatri dubbaður til embættis forseta. Hin nýja stjórn hyggst boða til kosninga innan sex mánaða. Stjórn Bush viður- kenndi stjórn Erics Delvalle sem hina einu löglegu stjórn Panama, þrátt fyrir að Delvalle hefði verið bolað frá völdum í febrúar á síðasta ári. LONDON - Flugkappi úr síðari heimsstyrjöld, Leonard Cheshire flugsveitarforingi, til- kynnti í gær að hann hygðist stofna viðlagasjóð í tilefni hálfr- ar aldar afmælis styrjaldarupp- hafs og væri markmið sitt að safna fimm pundum fyrir hvert mannslíf er forgörðum fór í heimsstyrjöldunum tveimur. Alls létust 80 milljónir manna f átökunum. Cheshire telur styri- aldirnar sambærilegar vio hverjar aðrar náttúruhamfarir og segir markmið viðlagasjóðs síns það, að fé verði handbært til hjálpar þá er stórslys, flóð, eldcjos, hungursneyðirog ann- að i þeim dúr beri ao höndum. BELGRAÐ - Meir en 2500 starfsmenn í spunaverksmiðj- um í Makedóníu, fátækasta héraði Júgóslavíu, fóru i kröfu- göngu í gær og kröfðust af- sagnar stjórnar Ante Marcovic forsætisráðherra. Einnig krafð- ist fólkið 200% launahækkun- ar, en meðallaun þar syðra munu nema um 2400 krónum, sem er um 3600 krónum lakara en meðallaun þar í landi. WASHINGTON - James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Eduard Shevardnadze, starfsbróðir hans í Sovét, ætla að bera saman bækur sínar í Wyoming í USA 22. og 23. september nk. Á dagskrá fundarins verður stjórnun vopnabúnaðar, mannréttindi, umhverfisvernd- armál og fleira. Shevardnadze kveðst bjartsýnn á að fundur Bush og Gorbatsjovs aeti orðið bráðleaa, gangi viðræourutan- ríkisráoherranna að óskum. VATIKANIÐ - í ávarpi er Jóhannes Páll páfi II flutti til Pólverja og sjónvarpað var frá flenni-skjá fyrir framan Kon- ungskastalann ( Varsjá, sagði hann minninquna um hildar- leikinn eiga að vera öllum þjóð- um heims hvatninau til að qera stríð útlæg að eiíifu. Páfi, er var 19 ára er stríðið skall á, vann í steinnámu meðan á hernámi nasista stóð. Helstu ráðamenn Póllands tóku þátt í minningarathöfn um þau 182 hraustu valmenni er vörðu þessi Laugaskörð Pólland fyrir ofurefli hinna þýsku vígvéla í heila viku. Allur pólski herinn varðist frækilega í 17 daga, eða þar til hersveitir Stalíns réðust yfir landamærin að baki þeim og hinir þýsku og sovésku risar skiptu með sér herfangi sínu. Stöldruðu Pólverjar á förnum vegi við á hádegi meðan sírenur og kirkjuklukkur hljómuðu mínútu- langt í öllum borgum Póllands. Landið varð einna verst úti þeirra þjóða er inn í átökin drógust: Ekki stóð steinn yfir steini í borgum landsins, meir en hálfur þjóðarauður landsins var horfinn í súginn og alls féllu yfir sex milljónir Pólverja, þar af hartnær allar þrjár milljónir íbúa af gyðingaættum. í gær tóku tugir fulltrúa hinna ýmsu trúarstefna þátt í minningarathöfnum í Varsjá og Auschwitz-Birkenau þar sem þrjár milljónir gyðinga og hartnær ein milljón annarra þjóðarbrota voru myrtar kerfisbundið. Það varpaði þó skugga á athafnirnar að einasti starf- andi rabbíinn í Póllandi tók ekki þátt í þeim og aðeins voru þrír fulltrúar gyðinga. Pólskir kirkju- leiðtogar hafa, svo sem kunnugt er, ekki staðið við loforð um að nunnu- klaustur, sem staðsett er í Ausc- I flokksblaði pólska kommúnista- flokksins er haft eftir Leszek Miller, er sæti á í stjórnarnefnd flokksins,að væntanleg stjóm Mazowieckis eigi stuðning flokksins ekki vísan, reyni forsætisráðherrann að útiloka kerfls- karla kommúnista frá stjóm sinni eða fari hún ekki saman við hags- muni kommúnistaflokksins. Að sögn Millers munu æðstu menn flokksins koma saman, er Mazowiecki hefur lagt fram ráð- herralista sinn og birt stefnumið stjórnar sinnar, er að líkindum verð- ur í næstu viku. Ummæli Millers gefa til kynna að stuðningur kom- grófa móðgun og átroðning í þessum stærsta grafreit Davíðsþjóðarinnar í heimi. í Vestur-Þýskalandi var kirkju- klukkum hringt, auk þess sem stjórnmálasamtök og stéttarfélög, kirkjudeildir og friðarsinnar minnt- ust atburða fyrir hálfri öld. Kohl kanslari mæltist til fullra sátta við Pólverja, er hann sagði hafa orðið verst allra fyrir barðinu á útþenslu- stefnu Adolfs Hitlers og lýsti fullri ábyrgð atburða á hendur Þjóðverj- um. Kohl sagði einnig að Þjóðverjar ættu gyðingum, töturum og öðrum fórnarlömbum nasista, stóra skuld að gjalda. Þá ítrekaði hann fullan stuðning flokks síns við ákvæði Varsjár-sáttmálans frá 1970erviður- kenndu í reynd núverandi landa- mæri Þýskalands og Póllands. Það þykir varpa nokkrum skugga á sam- steypustjórn Kohls á þessum tíma- mótum, að eining er ekki innan hennar um viðurkenningu núverandi landamæra, en bandamenn færðu mörk Póllands 200 kílómetra til vesturs eftir stríðið. Fjármálaráð- herra stjómarinnar, Theo Waigel, og aðrir leiðtogar á hægri vængnum hafa nýverið tekið að viðra þá sann- færingu að landamæri ríkjanna frá 1937 væru enn í fullu löggildi. Willy Brandt, fyrrum kanslari, gagnrýndi Kohl fyrir að láta hægri menn telja sig ofan af sérstakri heimsókn til Póllands í tilefni afmælisins. múnista muni bregðast, fái þeir ekki fleiri ráðuneyti í væntanlegri stjórn en þau tvö er Mazowiecki hefur þegar boðið þeim, innanríkis- og varnarmálaráðuneyti. Haft er eftir Mazowiecki að honum sé ekki í huga að leggja harðlínumenn kom- múnista í einelti, en hæfni verði látin ráða úrslitum um val í ráðherrastöð- ur. Hann hefur ekki látið uppi hversu mörg ráðuneyti hann hyggist bjóða kommúnistum, en telur óæski- legt að flokkurinn, er ræður lögum og lofum í lögreglu og her landsins, verði í stjórnarandstöðu. Ráðamenn í V-Þýskalandi hafa haldið sig á sögulegum nótum og ekki vikið í neinu að straumi flótta- manna frá Austur-Þýskalandi yfir til Austurríkis, er búist er við að nái Desmond Tutu, erkibiskup og handhafi friðarverðlauna Nóbels, var handtekinn og fluttur brott, eftir að s-afrískir lögreglumenn stöðvuðu mótmælagöngu hans og nokkurra hundruða annarra, síðdegis í gær. Tutu og göngunautar hans voru að mótmæla harðri meðferð öryggislög- reglu á hópi kennimanna er haft höfðu uppi mótmæli fyrr í gær gegn fangelsun tveggja andófsmanna án dóms og laga. Mikil ólga hefur verið í S-Afríku undanfarið vegna kosninga, er fram eiga að fara í næstu viku, og hafa hvítir menn einir þar atkvæðisrétt. hámarki nú um helgina. Alls er búist við kringum 90.000 manns yfir til Vestur-Þýskalands í þessum þjóð- flutningum. Hefur lögreglulið stjórnarinnar í Pretoriu gengið vasklega fram undanfarið og eiga ýmis verkalýðs- samtök svartra sem og svartir verka- menn, er mótmæltu við vinnustaði í úthverfum Jóhannesarborgar, um sárt að binda. Þá handtók lögregla um 100 háskólakennara í gær fyrir andóf gegn hamförum yfirvalda. Til að gera ekki upp á milli kennara og nemenda voru 300 háskólastúdentar svo hnepptir í varðhald í Durban. Handtaka Tutus og förunauta hans hefur vakið hávær mótmæli innan jafnt sem utan S-Afríku. Danmörk: Atvinnuleysi eykst í byggingargreinum Líkt og handan Skageraks fara atvinnuhorfur Dana hríðversn- andi. Nú miðsumars birti danska alþýðusambandið þær upplýsingar, að 268.000 manns væru á atvinnu- leysisskrá og er búist við að fjöldi atvinnuleysingja nái 300.000 í árslok. Líkt og einatt áður verða konur verst úti en upp á síðkastið eykst þó hlutfall atvinnulausra karlmanna hraðar. Versterástand- ið meðal faglærðra í byggingariðn- aði þar sem hlutfallið hefur vaxið um 23% síðasta árið. Þannig hefur fimmti hver múrari misst vinnuna undanfarna 12 mánuði. Þá bætir það ekki ástand mála að biðtími launþega eftir nýju starfi lengist í sífellu og er nú fimm mánuðir að meðaltali. í lögum, er gildi tóku um síðustu áramót, er reynt að taka á vandan- um með aukinni endurmenntun, en slík endurhæfmg fólks til annar- Á síðasta ári jókst atvinnuleysi danskra iðnaðarmanna um 23%. ra starfa hefur löngum verið mikið lausnarorð í dönskum hugum. Forsvarsmaður gilda faglærðra iðn- aðarmanna er þó ekki bjartsýnn á að félagsmenn, er flestir hafa fjögurra ára nám að baki, muni tylla sér fagnandi á aðra skóla- bekki. hwitz, flytji sig þaðan. Gyðingar telja nærveru hinna kaþólsku nunna S-Afríka: „Það þurfti krafta til, Lech, en nú færð þú að stýra!“ Pólland: Eru kommúnistar að f á bakþanka? Tutu í steininn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.