Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. september 1989 Tíminn 25 BÓKMENNTIR Af trúarlegum toga Ragnhildur Úfeigsdóttir: Stjörnurnar í hendi Marfu, 61 Ijóö, Bókrún, Rv. 1989. Pessi þriðja ljóðabók Ragnhildar Ófeigsdóttur er sérkennileg fyrir þá sök að í henni er fyrst og fremst að finna kristin trúarljóð. Þá er bókin tileinkuð komu Jóhannesar Páls páfa hingað til lands í sumar leið, og ekki fer, held ég, á milli mála að trúarvið- horfin þarna eru kaþólsk, eða a.m.k. mjög mótuð af kaþólskri trú. Fyrir venjulegan íslenskan prót- estant, líkt og undirritaðan, hlýtur þessi bók því að vekja vissa forvitni. Og athygli vekur sú harða guðsmynd sem þarna er dregin upp strax í upphafsljóði bókarinnar: Þar sem eitt sinn var döggvot heiði er nú brennandi eyðimörk eyðimörk hins algjöra hins eina Guðs þar sem áður var blátt mistur varamjúkt huldufólk blítt eins og blærinn er nú blikandi sverð sál mín er leiftrandi spjót sem stefnir beint til Guðs Eiginlega er maður nú alinn upp þannig að vera tamara að hugsa sér Guð almáttugan fremur sem mildan og athvarfsgóðan föður heldur en sem þann styrjaldarguð sem hér er helst að sjá að lýst sé. Eða eitthvað meira í líkingu við það sem hér er lýst dálítið aftar í ljóði sem nefnist Sálmur (eitt af fleirum með því nafni) og hefst þannig: „Guð minn/ þú leiðir mig við hönd þér/ eftir veginum/ sem gamall hvíthærður maður lítið barn“. En þessi harka, sem kannski sting- ur í augun í upphafsljóðinu, er þó reyndar langtífrá allsráðandi í bók- inni. Að góðum og gömlum kaþólsk- Ókeypis hönnun auglýsingar þegarþú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASlMI 680001 BÍLRÚÐUÍSETNINGAR . OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR ( ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON S 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 um sið er töluvert mikið ort um Maríu guðsmóður í bókinni, m.a. þannig í Máríukvæði: María blíðasti blærinn sem lætur blómin og bömin sofna höndin mjúka sem vökvar sofandi blómin sem breiðir yfir börnin Hér er á ferðinni falleg og einlæg túlkun á þeirri guðsmóðurlegu mildi Maríu sem við eigum sömuleiðis helst að venjast. Annars er það helsta einkenni þessarar bókar hve innileg og opin- ská ljóðin í henni eru. Skáldið túlkar hér mjög einlæglega trú á Guð sinn, Krist og Maríu. Með því móti tekur hún vissulega talsverða áhættu, því að slík ljóð eru líkt og brothættari en hin og hljóta alltaf að geta legið betur við höggum illkvittinna manna. En hér er ekki að sjá nokkum minnsta bilbug á hvorki trúareinlægni né trúarsannfæringu höfundar, heldur þvert á móti. Og má reyndar segja að í því felist í senn styrkur og veikleiki ljóðanna. Styrk- ur að því leyti að þau eru í heild í rauninni fyrst og fremst allfögur mynd af óbifanlegri kristinni trú. Og veikleiki að því leytinu til að átök em engin f þessum verkum, líkt og væri til dæmis ef í huga skáldsins toguðust á efi og sannfæring, sem skapaði þar hugarangur með tilheyr- andi togstreitu. Og fyrir vikið má þá líka segja að einhæfni ljóðanna valdi því að yrkisefnið geri ekki betur en að bera uppi svo mörg verk keimlíks efnis í einni bók. Má enda meir en vera að hnitmiðaðri og markvissari ljóðabók hefði fengist hér með því móti að fækka ljóðunum talsvert. En trúarljóð em hvað sem öðm líður fágæt í Ijóðagerðinni hér hjá okkur í seinni tíð. Það er mikil breyting frá því sem var fyrr á öldum, þegar sálmagerð stóð hér með hvað mestum blóma. Að því leyti er þessi bók forvitnileg og fengur að henni. Segja má að í henni sé hér endurvakin kaþólsk trúar- ljóðagerð frá því fyrir siðaskipti, en undir hinu frjálsa Ijóðformi nútím- ans. Slíkt verður óhjákvæmilega að teljast byltingarkennt, og hlýtur af þeim sökum að teljast bæði nýstár- legt og áhugavert í allri þeirri ein- hæfni og yrkisefnafátækt sem allt of mikið hefur verið ráðandi í Ijóða- gerðinni hér nú á undanförnum árum. -esig Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 4. septemb- er 1989. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Viljum ráða verkstjóra í þvottahús sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður þvottahússins. Viljum ráða starfsmann til að hafa umsjón með sjúkrafæði. Nánari upplýsingar veitir bryti. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 10. sept. n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sími (96) 22100. •fil RÍKISSPÍTALAR Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst í 50% starf á Blóðbankanum. Unnið er fyrir hádegi á blóðtökudeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi unnið á handlækninga- og/eða svæfingardeild. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jóhannsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 60 2027. Reykjavík 1. september 1989. RÍKISSPÍTALAR Störf með unglingum í vímuefnavanda Á næstunni hefst á vegum unglingaheimilis ríkisins starfræksla meðferðarheimilis fyrir unglinga í vímuefnavanda. Staðsetning: Verið er að skoða nokkra staði í næsta nágrenni Reykjavíkur. Mannaráðningar: Sem fyrst þarf að ráða 3ja til 4ra manna kjarna, sem sendur verður erlendis í starfsþjálfun og verður síðan virkur í lokaundirbúningi fyrir opnun heimilisins. - Þegar nær dregur opnun verða fleiri starfsmenn ráðnir. Hvers konar fólk? Við leitum að deildarstjóra með háskólamenntun í sálarfræði, félagsráðgjöf eða með hliðstæða menntun og reynslu af meðferðarstarfi. Við leitum leitum líka að öðru starfsfólki og kemur ýmisskonar menntun og starfsreynsla til greina: Sálarfræði, félagsráðgjöf, kennaramennt- un, uppeldisfræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, iðn- nám o.fl. Loks leggjum við áherslu á að hluti starfsfólksins hafi persónulega reynslu af vímuefnavandanum og hvernig sigrast megi á honum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í því brautryðjenda- starfi, sem framundan er, þá hafðu samband við skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, Grófinni 1, sími 19980, þar færðu nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Sríkisspitalar Kópavogshæli. Starfsmenn óskast í 100% starf sem fyrst. í starfinu felst umönnun vistmanna, útivera, þátt- taka í þjálfun, almenn heimilisstörf, þrif og ræsting. Æskileg starfsreynsla við sambærileg störf og að umsækjandi sé orðinn 18 ára. Athugið launahækkandi námskeið fyrir fastráðið starfsfólk. Upplýsingar gefa yfirþroskaþjálfi og hjúkrunarfor- stjóri í síma 60 2700. Reykjavík 1. september 1989. RÍKISSPÍTALAR Jörð - Skógrækt Félagasamtök úr Kópavogi óska eftir jörð eða jarðarparti til skógræktar. Má vera um 100 til 150 km frá Kópavogi. Hlunnindalausar og kvótalausar jarðir koma sterk- lega til álita. Upplýsingar sendast Tímanum merkt SH-100 fyrir 8. september 1989. BÚOAHBEPPUR FÁSKRÚDSFIROI Staða yfirkennara við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-51224 eða 97-51159. Skólanefndin. Kennarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 173. Tölublað (02.09.1989)
https://timarit.is/issue/280629

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

173. Tölublað (02.09.1989)

Aðgerðir: