Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1989
Tíminn 3
Hundarækt í 20 ár
Hundaræktarfélag íslands verður
20 ára nk. mánudag, en það var
stofnað í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir að íslenska fjárhundinum yrði
útrýmt hér á landi. í tilefni afmælis-
ins verður efnt til hundasýningar 22.
október nk., en um sama leyti verður
haldið hér á landi þing norrænna
hundaræktarfélaga og verða dómar-
ar á sýningunni fulltrúar á þessu
Þingi' ...
Starfsemi félagsins hefur vaxið
mikið frá því félagið var stofnað, en
nú eru skráðir félagar 1700 talsins.
Markmið félagsins er að stuðla að
ræktun og varðveislu íslenska fjár-
hundsins, beita sér fyrir hreinræktun
og kynbótum hundakynja, sem
viðurkennd eru af Alþjóðasambandi
hundaræktarfélaga. Þá er einnig
markmið þess að stuðla að góðri
meðferð og aðbúnaði hunda.
Félögum og velunnurum er boðið
að koma í félagsheimili HRFÍ að
Súðarvogi 7, milli kl. 17 og 21 á
afmælisdaginn og þiggja veitingar.
Einn stærsti sjóbirtingur síðari tíma:
22ja punda sjó-
birtingur í net
Einhver stærsti sjóbirtingur síðari
ára veiddist í net í Kúðafljóti, um
miðjan ágústmánuð. Fiskurinn vó
22 pund og var það Loftur Runólfs-
son, bóndi á Strönd í Meðallandi,
sem veiddi sjóbirtinginn í ádráttar-
net fyrir landi sínu.
Loftur sagði í samtali við Tímann
i gær að þetta væri stærsti sjóbirting-
ur sem hann hefði fengið í net. Fyrir
nokkrum árum fékk hann 21 punds
fisk á sömu slóðum. í því tilfelli var
um að ræða hrygnu sem mældist 100
sentimetrar. Stórfiskurinn nú reynd-
ist vera hængur og mældist 96,5
sentimetrar. „Ég hugsa að þetta hafi
ekki verið gamall fiskur. Krókurinn
á neðri skolti var ekki svo stór.
Þegar maður hefur veitt þessa gömlu
hænga er krókurinn oft við það að
fara í gegnum efri skoltinn," sagði
Loftur í samtali við Tímann. Hann
sagði að vissulega hefðu verið læti
þegar hann fékk fiskinn í netið en
hann hefði flækt sig svo rækilega að
hann hefði náðst um leið.
Móðir Lofts, Guðlaug Loftsdóttir,
hefur búið í nábýli við Kúðafljót x 83
ár. Hún minnist þess ekki að hafa
séð áður svo stóran sjóbirting.
„Þetta var gríðarmikil skepna og
Loftur sagði það hreint ótrúlegt að
hann hefði fest í netstubbanum. Við
geymum hann í frystikistu þar til
tími gefst að fara með hann í reyk-
ingu,“ sagði Guðlaug í samtali við
Tímann í gær.
Guðlaug sem er betur þekkt undir
nafninu „Lauga gamla á Strönd"
sagðist giska á að hausinn einn og sér
væri eitt kíló.
Sjóbirtingsveiðin í Kúðafljóti hef-
ur ekki verið upp á það besta sem af
er og sagði Guðlaug að ekki væru
nema nokkrir fiskar komnir á land
til þessa. Flestir væru á bilinu 4 til 14
pund.
-ES
ÍIÉKM
SUNNY
Opið:
laugardag
sunnudag 3K9
kl. 14-17
MICRA
3ja ára ábyrgð.
Greiðslukjör í allt að 3 ár
með venjulegum
lánskjörum banka.
Gamla bílinn upp í nýjan.
Verið velkomin.
JUSTY
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
- Sími 67-4000
§ yfe
... mm
fttiis