Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. september 1989 Tíminn 7 < t Kvöldkyrrð við Gróttu. Tímamynd: Aml Bjarna gengur jafnvel svo langt í ásök- unum á andmælendur sjálfstæð- isforystunnar að þeir haldi uppi rógi um Þorstein Pálsson, rýri álit hans með ódrengilegum hætti, eins og hanp orðar það. Þetta er ekki aðeins ofsögum sagt, heldur rangt. Þorsteinn Pálsson er varla sú kveif að þola ekki gagnrýni, auk þess sem fullyrða má að gagnrýni á hann hefur ekki síður komið úr röðum hans eigin flokksmanna en pólit- ískra andstæðinga hans. Það var m.a. Þorsteinn Pálsson sem hrinti af stað klofningnum í Sjálfstæðisflokknum í mars 1987. Ekki er vitað til að sjálf- stæðismenn hafi þakkað for- manninum það framtak eða fengið það álit á honum og nánustu samverkamönnum hans að þeir væru færir um að halda Sjálfstæðisflokknum saman, þegar mikið lægi við. í ljósi síðustu skoðanakannana kann að líta svo út sem Sjálfstæðis- flokkurinn sé umvafinn ein- drægni og sáttum eftir klofning- inn mikla fyrir tveimur árum. En það sem einu sinni hefur gerst getur gerst aftur: „Innri styrkur Sjálfstæðisflokksins er ekki nægilega mikill,“ segir Friðrik Sophusson. Og flokkur- inn hefur ekki enn „markað nægilega skýra stefnu“ til þess að hún dugi þegar til alvörunnar kemur í harðri kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn er há- timbraður að utan að sjá en innviðirnir eru ótraustir. Að hafa tungur tvær Þó vissulega sé unnið að því að styrkja ríkisstjórnina með það fyrir augum að auðvelda henni að hafa stjórn á þingmál- um og landsstjórnarmálum yfir- leitt, þá er ekki víst að slíkur viðbúnaður sé nauðsynlegur vegna þess hversu sjálfstæðis- menn séu fúsir til að fella ríkis- stjórnina eða hversu óttalegt það væri fyrir stjómarflokkana að fara í kosningaslag. Eins og glögglega kemur fram í máli Friðriks Sophussonar, þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki meira en svo við því búinn að fara í kosningar vegna þess að hann hefur ekki mótað sér skýra stefnu í helstu vandamálum þjóðarinnar. Það á m.a. við um landbúnaðarstefnuna. í Sjálf- stæðisflokknum er að finna boð- bera algerrar frjálshyggju í land- búnaðarmálum, milliliðina og nýkapitalistana. Það eru mennirnir sem hafa mest dagleg áhrif í flokknum. En þar er einnig að finna menn eins og Pálma á Akri og Egil á Seljavöll- um, sem reyna að hamla gegn ofurvaldi bissnisshyggjunnar efir því sem getan leyfir. Áhrifa þeirra virðist lítið sem ekkert gæta í því sem kemur frá Sjálf- stæðisflokknum og talsmönnum hans frá degi til dags. Lands- byggðarþingmönnum Sjálf- stæðisflokksins er að jafnaði haldið niðri. Hins vegar munar Sjálfstæðisflokkinn í atkvæði landsbyggðarfólksins, jafnvel bænda og annars dreifbýlisfólks. Þess vegna reyna forystumenn Sjálfstæðisflokksins að flikka upp á þá mynd sína sem á að snúa að landsbyggðarfólkinu, þegar líður að kosningum. En eins og Sjálfstæðisforystan hefur algerlega gengið preningafrjáls- hyggjunni á vald og vill byggða- stefnu feiga, þá hefur forystu flokksins aldrei verið jafn mikill vandi á höndum að farða þannig á sér andlitið að ekki sjái í f r j álshy ggj usvipinn. Sjálfstæðisflokkurinn er m.a. hræddur við að fara út í alþing- iskosningar af því að hann hefur ekki mótað landbúnaðarstefnu né haldið fram sjónarmiðum í þeim málum, sem líkleg eru til að ávinna sér traust landsbyggð- arfólksins. Það er vafalaust þetta sem Friðrik Sophusson á við þegar hann segir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ekki markað sér stefnu í landbúnaðarmálum. Vandi Sjálfstæðisflokksins ligg- ur í því að hann þarf ævinlega að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, ekki aðeins í landbúnað- armálum heldur ýmsum öðrum mikilvægum landsmálum. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins staðfesti stefnuleysið í landbún- aðarmálum á fundi sínum í vik- unni. Þingflokkurinn ályktaði um ýmis mál, að mestu í anda markaðs- og peningahyggju sem við var að búast, en lét undir höfuð leggjast að álykta um landbúnaðarmál, enda vand- ræðabarnið í flokknum. Eins og vænta mátti er holur hljómur í ályktun þingflokksins um vantraust á ríkisstjórnina. Ekki kemur skýrt fram hvort þingflokkur Þorsteins Pálssonar ætlar að bera fram formlegt vantraust þegar Alþingi kemur saman eða hvort ætlunin er að láta öðrum eftir frumkvæðið í því efni. Hik sjálfstæðisforyst- unnar við alþingiskosningar dregur auðvitað úr skorinorðum yfirlýsingum um að fella ríkis- stjórnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.