Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. september 1989 Tíminn 23 IIIIIIIIIÍIIIIIIIII BÓKMENNTIR Guðmundur Daníelsson rithöfundur f||B fc- / m 11 II j ’ l j hI 1 / % Úr fjarlægum heimshornum Guðmundur Daníelsson: Skáldamót, þýdd Ijóð, Lögberg, Rv. 1989. Guðmundur Daníelsson er einn af mikilvirkustu skáldsagnahöfund- um okkar og á þar að baki afköst sem mörgum myndu þykja ærið ævistarf. Hann er nú kominn á eftirlaunaaldur, en ekki er þó að sjá að á honum sé neinn bilbug að finna í skáldskap sínum. Hann er enn að á fullu, og enn virðist hann vera leitandi eftir nýjum viðfangsefnum og ólíkum þeim sem hann hefur mest fengist við um dagana. í þessari bók, sem hann var að senda frá sér, hefur hann þannig tekið sér fyrir hendur að koma á framfæri í íslenskum búningi allnok- kru af ljóðum frá hinum fjarlægustu heimshornum. Reyndar er þetta ekki það fyrsta af þessu tagi, sem frá honum kemur, því að fyrir einum sex árum kom út bókin „Að lifa í friði“, keimlíkt safn af þýðingum erlendra ljóða. Á baksíðu bókarinnar segir Guð- mundur hér að ráðandi yrkisefni í ljóðunum í henni séu ættjörðin, styrjaldarógnir, frelsi og friður, og virðist mér það gefa nokkuð rétta mynd af innihaldi hennar. Af ein- hverjum ástæðum er þessi baksíðu- texti þó á ensku, sem er álitamál hvort rétt sé, því að með því móti er eiginlega gefið í skyn að á ensku sé einnig efni bókarinnar að meira eða minna leyti, sem er alls ekki. Þá er stór hluti ljóðanna hér ættaður frá Austur-Evrópu, ekki síst Sovétríkjunum og einstökum löndum þeirra. Sannast mun að ljóðagerð þar um slóðir sé ekki ýkja kunn íslendingum, og því fengur að hverju einu nýju sem þaðan er þýtt. Svo er að sjá að helstu einkenni þessara ljóða séu hin sömu og getið er um í baksíðukynningu höfundar, það er að segja ættjarðarást skáld- anna, ásamt ótta þeirra við styrjald- ir, en jafnframt hugsjónir þeirra um frelsi og frið í löndum sínum. Það fer vissulega ekki á milli mála að hér eru á ferðinni yrkisefni sem á Vestur- löndum fór talsvert fyrir í ljóðagerð- inni fyrir svona tveimur til þrem mannsöldrum en minna hefur borið á þar í seinni tíð. Eigi að síður verður ekki annað sagt en að þessi ljóð veiti lesendum allgóða innsýn í hugarheim og hugsanagang fólks þarna eystra. Er til dæmis fróðlegt að bera þetta saman við yrkisefni skálda hér heima á fróni um þetta leyti, þár sem vissulega var mikið ort um frelsi og frelsishugsjónir, en ógnir styrjalda og mannvíga voru þó greinilega mun lengra undan og fjarlægari en hjá þessum skáldum. En sem dæmi um andann þarna má nefna upphafið á ljóði sem heitir Bréf til hermálafull- trúans og er eftir skáld frá Hvíta- Rússlandi sem heitir Maxim Tank: Félagi hermálafulltrúi! Ég er skáld. Hliðstætt verk ég hef að vinna og hermenn þeir sem aðeins sinna aftengingu vítisvéla, svo verði aftur líft á jörð, inni í borg við fjöll og fjörð. Hér fer víst ekki á milli mála að töluvert öðrum augum er litið á hlutverk skálda og skáldskapar en lengstum hefur tíðkast hér á landi. Og stafar það víst vafalaust af því hve við höfum sloppið blessunarlega hér heima við flestar styrjaldarógnir á síðustu mannsöldrum. En þarna eru líka ljóð víðar að, svo sem frá Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Wales. Nokkuð er líka þarna af ljóðum frá Norðurlöndum, meðal annars frá Færeyjum. Meðal hinna síðast nefndu eru þrjú áhugaverð ljóð um biblíuefni eftir þá Janus Djurhuus og Regin Dahl, og eftir hinn síðar nefnda er þessi laglega náttúrumynd, væntanlega frá hei- malandi hans, og nefnist Byggt ból á kvöldi: Grátt grjót, grænleitt haf, syngur hvítur foss - háir hamrar, haginn frostbitinn, syngur hinn hvíti foss. Lág hús dotta leyndardómsfull, meðan fossinn hvíti syngur og syngur. Skiljanlega verður hér enginn dómur lagður á gæði þýðinganna þar sem ég er í fæstum tilvikum læs á frummálin. En í heildina tekið eru ljóðin þannig unnin að traustvekj- andi má' telja. í bókarlok er svo höfundatal, þar sem þýðandi segir meiri eða minni deili á hverjum og einum. Telst mér svo til að þar sé getið um 33 skáld sem ljóð eiga í bókinni, auk þess sem þareru nokk- ur verk eftir ókunna höfunda. Má þetta því vissulega teljast allvænt úrval. -esig Um sonarmissi Steinunn Eyjólfsdóttir: Bókin utan vegar, 2. prentun; Bókrún, Rv. 1989. Steinunn Eyjólfsdóttir: Elegy to my son, Bókrún, Rv. 1989. Fyrir tveimur árum kom út lítil Ijóðabók eftir Steinunni Eyjólfsdótt- ur sem nefndist Bókin utan vegar. Þessi bók var sérstæð fyrir þá sök að hún hafði að geyma ein saman nítján ljóð sem höfundur hafði ort til minningar um son sinn, sem tveimur árum fyrr hafði látist af slysförum, tvítugur að aldri. Þessi bók vakti eftirtekt margra, ekki síst fyrir þá sök hve sérstæð hún var að efni. Hér voru ekki hefðbund- in erfiljóð á ferðinni, heldur miklu fremur hitt, að höfundur væri að beita skáldlistinni markvisst til þess að leita lausnar á vanda sorgar sinnar; yfirbuga hana með því að veita henni útrás í ljóðforminu og jafnframt líka að aðstoða aðra sem í svipuðu höl'ðu lent. Þá voru ljóðin hér sérstæð að því leyti að segja mátti að niðurstaða höfundar fælist í áherslunni sem hún lagði á að minningarnar um látna ástvini og samverustundirnar við þá væru þau dýrmæti sem nota mætti til að vinna bug á sorginni. Og ástvinamissir er engum gamanmál, svo að segja mátti að hér væri langtífrá til einskis ort. Svo er að sjá að þessi litla bók hafi náð hljómgrunni, því að hún er nú komin út í annarri útgáfu. Og einnig hefur Bókrún bætt um betur, því að bókin hefur nú einnig verið gefin út sérstaklega í enskri þýðingu eftir Karl J. Guðmundsson og Ragnhildi Ófeigsdóttur. Ég get ekki betur séð en að sú þýðing sé sómasamlega gerð og komi innihaldi frumtextans vel til skila, utan hvað deila má um hvort rétt hafi verið að nefna bókina Elegy to my son („Saknaðarljóð til sonar míns“) á enskunni. í nafninu Bókin utan vegar felst nefnilega viss líking sem höfundur notar til að undirstrika einfaldleika Ijóða sinna og frávik þeirra frá verkum vitringa sem tala í gátum, eins og það er orðað hér í einu ljóðanna. Sú líking fer forgörð- um í enska nafninu sem notað er, og er að henni viss eftirsjá. -esig MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staðalektors i tannvegsfræði viðtannlæknadeild Háskóla (slands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 30. ágúst1989 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menningarsjóður íslands og Finnlands Tiigangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og (slands. f því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrkir úr sjóðnum fyrir árið 1990 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs (slands og Finnlands fyrir 30. september n.k. Áritun á Islandi: Menntamálaráðuneyt- ið, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs fslands og Finnlands. 30. ágúst 1989. /"™...................... * Útboð Ólafsvíkurvegur, Borg - Langá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,8 km, fyllingar 81.000 m3, bergskeringar 9.000 m3 Verki skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. september 1989. Vegamálastjóri. IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Iðnskólinn í Reykjavík Býður foreldrum nýnema á kynningarfund með námsráðgjöfum skólans þriðjudaginn 5. sept. kl. 17. Fundurinn verður haldinn í sal skólans á 2. hæð í aðalbyggingu. Fjallað verður um áfanga- kerfi, innra skipulag skólans og námsleiðir. Iðnskólinn í Reykjavík. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Þórönnu Helgadóttur Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á Droplaugarstöðum Tyrfingur Einarsson HelgaTyrfingsdóttir Kristjón Hafliðason Anna Tyrfingsdóttir Ingólfur Björgvinsson HannesínaTyrfingsdóttir Andrés Eggertsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Richards Guðmundssonar Hvammstanga Gunnar Richardsson Ásrún Ólafsdóttir Birna Richardsdóttir Guðmundur Gústafsson Rafn Richardsson Aðalheiður Einarsdóttlr og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.