Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 2. september 1989 ÍÞRÓTTIR Framkvæmdir við grasvöll ÍR í S-Mjódd í Breiðholti eru á lokastigi. Unnið er að því að fínjafna skeljasandinn og í næstu viku er rsiknað með að farið verði að tyrfa. Túnþökurnar sem á völlinn fara koma frá Keldum á Rangárvöllum. Völlurinn verður tekinn í notkun ■ júlílok á næsta ári. Tímumynd Pjeiur. Iþróttir fatlaðra: Norræn trimmlandskeppni fatlaðra hófst í gærdag - og stendur yfir allan september mánuð Dagana 1.-30. september n.k. fer fram á öllum Norðurlöndunum Nor- ræn Trimmlandskeppni fyrir fatlaða. Þctta er í fimmta sinn scm keppnin fer fram, en hún hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1981. Sem fyrr er megintilgangur kcppninnar að hvetja fatlaða einstaklinga til að leggja stund á holla hrcyfingu og útiveru. í þrjú fyrstu skiptin sem keppnin var haldin unnu Islendingar glæsileg- an sigur. Þegar keppnin var haldin fyrir tveimur árum sigruðu hins veg- ar Finnar, enda hafði reglum keppn- innar þá verið breytt til þess að auðvelda hinum þjóðunum sigur í keppninni. Að þessu sinni stcfna íslendingar að sjálfsögðu að því að endurheimta sigursinn. 1 þau skipti sem keppnin hefur farið fram hafa á bilinu 800-1100 þátttakendur tekið þátt í trimmkeppninni hér á landi. í ár er stefnt að því að þátttakendur verði ekki færri en 1200 talsins. Norræna Trimmlandskeppnin cr þrískipt. f fyrsta lagi er um keppni milli Norðurlandanna að ræða þar sem það land sem sýnir mesta aukn- ingu á þátttöku milli keppna sigrar. í öðru lagi er hér um innanlands- keppni að ræða þar sem það héraðs- samband sem flest stig hlýtur miðað við íbúafjölda sigrar og í þriðja lagi er hér um einstaklingskeppn’ að ræða. í keppnislok verða dregin út nöfn 1Ó einstaklinga sem trimma oftar en 20 sinnurn og munu þeir fá íþróttabúninga í verðlaun. Eins og- áður liefur komið fram sigruðu Finn- ar síðast í keppninni milii Norður- landanna en Bolvíkingar sigruðu í innanlandskeppninni. Norðurlandaþjóðirnar 6, Danmörk, Finnland, Færeyjar, ísland, Noregur og Svíþjóð taka þátt í keppninni, sent stendur frá 1.-30. september. Rétt til þátttöku eiga allir félagar í íþróttafélögum fatlaðra svo og allir ófélagsbundnir fatlaðir. Einnig eiga aldraðir rétt á þátttöku í keppninni. Þátttakendur geta valið milli 7 keppnisgreina, því keppt er í göngu, hlaupum, sundi, hjólastólaakstri, siglingunt, hjólreiðum og hesta- mennsku. Hvert „trimm" verður að standa yfir í a.m.k. 30 mín. og aðeins er unnt að fá 1 stig á dag. í lok keppninnar munu allir þátt- takendur fá send árituð viðurkenn- ingarskjöl til minningar um að hafa tekið þátt í keppninni. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu fþrótta- samltands fatlaðra í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal, sími 83377. BL fþrótta- viðburðir helgarinnar Knattspyrna: Laugardagur 1. deild karla kl. 14.00. Valsvöllur Valur-Þúr Keflavíkurvöllur ÍBK-Víkingur Kaplakrikavöllur FH-ÍA Akureyrarvöllur KA-Fylkir 2. deild karla kl. 14.00. Selfossvöllur Selfoss-UBK Húsavíkurvöllur Völsungur-Leiftur Stjörnuvöllur Stjarnan-ÍBV Vopnafjarðarvöllur Einherji-Víðir Sauðárkróksvöllur Tindastóll-Í R 3. deild karla kl. 14.00. A Kópavogsvöllur ÍK-Reynir S. A Grindavíkurvölur UMFG-Hverageiði A Gervigrasvöllur Lciknir-Þróttur A Valhúsavöllur Grótta-BÍ B Seyðisfjarðarvöllur Huginn-Austri B Grenivíkurvöllur Magni-Valur R. B NskaupstaðarvöUur Þróttur N.-KS B Dalvíkurvöllur Dalvík-Reynir Á. Sunnudagur 1. deild karla kl. 20.00. Laugardalsvöllur Fram-KR I úrslitakeppni 4. deildar verða 2 leikir. Ármenningar mæta Haukum og TBA leika gegn Leikni F. .ek ki 4 Lau 3ö7 léTkv igardagur kl.13: :55 IKA- 2. sept. 1989 T X 2 Leikur 1 Valur - Þór Leikur 2 Kefiavík > Víkinqur Leikur 3 F.H. - Akranea Leikur 4 K.A. - Fylklr Leikur 5 Bradford - Portsmouth Leikur 6 Brighton - Port Vale Lelkur 7 Hull - Weat Ham Leikur 8 Ipswich - Bournemouth Leikur Middlesbro - Sheff. Utd. Leikur 10 Stoke - Leeda L8ikur 11 Watford - Lalcester l..eikur 12 W.B.A. • Sunderland Símsvart hjá getraunum er 91-8459Ö og -84454. LUKKULÍNAN S. 991002 TVÖFALD U R POTTUR j U-WVl Wl—WUWM————— Handknattleikur: Sunnudagur Ísland-Bandaríkin kl. 20.00 á Seltjarnarncsi Mánudagur ísland U-21-Bandaríkin kl. 20.00. á Keflavíkurflugvelli Golf: Opin mót verða víða um helgina. í dag verður keppt á Hótel-mótinu í Stykkisholmi. GK-mótinu á Hval- eyrarholtsvelli og boðsmót hjá GS í Leirunni. Laugardag og sunnudag verður keppt á Coca Cola-mótinu á Akureyrí, Stöðvakeppninni í Vest- mannaeyjum og opna Fiat-mótinu í Mosfellsbæ. Á morgun verður síðan haustmót GHR á Strandarvelli við Hellu. Hlaup: Álafosshlaupið verður þreytt í dag. Keppni hefst kl. 11.00 við Reykjal- und. Nokkrar vegalengdir eru í boði þannig að allir geta verið með. , Knattspyrna: Asgeir og Arnór báðir með á móti A-Þjóðverjum - óvissa meö Sigurö Jónsson Sigfried Held og Guðni Kjartan- sson landsliðsþjálfarar í knatt- spyrnu hafa valið í landsliðshópinn sem mætir A-Þjóðverjum í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í miðvikudaginn. Nokkrar breyting- ar hafa veríð gerðar á hópnum frá því ■ leiknum gegn Austurríkis- mönnum í Salzburg. Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjónsen koma nú báðir inní liöið, en Ásgeir gat ekki leikið ■ Moskvu eða Salzburg vegna leikja Stuttgart. Arnór hefur átt við meiðsl að stríða, en er nú orðinn góður og farinn að leika með Anderlecht að nýju. Ólafur Þórðarson er ekki í hópn- um að þessu sinni þar sem hann verður í lcikbanni á miðvikudag- inn. Friðrik Friðriksson markvörð- ur B 1909 í Danmörku kemur inní hópinn ■ stað Guðmundar Hreið- arssonar Víkingi. I hópinn hafa einungis verið valdir 15 leikmenn, óvíst er hvort Sigurður Jónsson getur komið ■ leikinn, en það skýrist í síðasta lagi í dag. Annar leikmaður verður valinn í stað Sigurður, eigi hann ekki heimangengt ■ leikinn. . Athygli vekur að Pétur Ormslev Fram er ekki valinn í hópinn. Pétur gaf ekki kost á sér í landsliðið í fyrra haust og eftir það hefur hann ekki fengið tækifæri. Pétur hefur átt stjörnuleiki með Fram að undanfömu og þar skemmst að minnast frammistöðu hans í bikar- úrslitaleiknum. Pétur hlýtur að vera inní myndinni ef Sigurður Jónsson bregst. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Bjarni Sigurðsson ...........Val Friðrik Friðriksson .... B 1909 Aðrir leikmenn: Arnór Guðjónsen . . Anderlecht Ágúst Már Jónsson . . . Hácken Ásgeir Sigurvinsson . . Stuttgart Guðmundur Torfason St. Mirren Guðni Bergsson . . . .Tottenham Gunnar Gíslason........Hácken Ómar Torfason...............Fram Pétur Arnþórsson............Fram Ragnar Margeirsson........Fram Rúnar Kristinsson.............KR Sigurður Grétarsson . . . Luzern Sævar Jónsson ...............Val Viðar Þorkeisson............Fram BL Berglind STC dómari Nú stendur fyrir dyrum heims- meistaramót ■ fímleikum, en það verður haldið í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14.-22. október n.k. Frá Alþjóðlega fímleikasambandinu, FIG, sem hélt stjórnarfund í Reykja- vík í sumar, hefur borist boð til Berglindar Pétursdóttur um að hún verði STC dómari á stökki yfir hest á þessu 25. heimsmeistaramóti. Þetta þykir mikil virðingarstaða því STC dómarar þurfa að skrá á sérstöku táknmáli allar hreyfingar keppenda. Þar er því afgerandi mynd dregin upp að öllum skilyrðum sé fullnægt. Þetta krefst geysimikill- ar nákvæmni, en þarna er á ferðinni ný þróun innan kvennagreina í áhaldaleikfimi sem er ekki innan karlagreinanna. Að loknum hverjum keppnisdegi þurfa STC dómarar síðan að bera táknmálsteikningar sínar saman við myndband frá keppninni og sést best mikilvægi STC dómaranna á því að táknmálið er látið gilda umfram myndbandið. STC dómarar eru kallaðir til undirbúnings og starfa viku fyrir heimsmeistaramótið sjálft, en allur kostnaður svo sem flug og uppihald er dómurunum að kostnaðarlausu. íþróttir fatlaöra: Sjö sundmenn til Finnlands Nú um hclgina taka 7 fatlaðir íslenskir sundmenn þátt ■ alþjóðlegu sundmóti fatlaðra í Hyvinge ■ Finn- landi. Mótið er haldið í tilefni 25 ára afmælis íþróttasambands fatlaðra í Finnlandi, en afmælið var fyrr í sumar. Sundmennirnir sem keppa ytra eru: Geir Sverrisson.............. UMFN Lilja M. Snorradóttir . . Tindastól Ólafur Eiríksson.............. ÍFR Halldór Guðbergsson......... IFR Krístín R. Hákonardóttir . . ÍFR Sigrún Pétursdóttir .......... ÍFR Ásdís Úlfarsdóttir............ ÍFR BL Sundnámskeið íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur mun í vetur gangast fyrir námskeiðum í sundi fyrir almenning í Sundhöll Reykjavíkur. Á nám- skeiðunum er ætlunin að kenna annars vegar þeim sem þurfa á grunnkennslu að halda svo og einnig þeim er vilja bæta við sig, læra skriðsund og fleiri sundaðferðir eða rifja upp fyrri kunnáttu. Jafnframt þessum námskeiðum verður öllum gestum Sundhallarinnar boðin þátt- taka í sundleikfími. Nánari upplýs- ingar eru gefnar í Sundhöll Reykja- víkur í síma 14059. Joachim Decarm heiðursfélagi HSÍ Stjórn HSÍ hefur ákveðið að gera Joachim Decarm heiðursfélaga HSÍ og sæma hann merki sambandsins í því tilefni. Joachim Decarm hefur verið boð- ið að vera sérstakur heiðursgesur á landsleik íslands og Austur-Þýska- lands þann 7. september næstkom- andi í Garðabæ. Joachim Decarm var einn besti handknattleiksmaður heimsins og heimsmeistari með vestur-þýska landsliðinu árið 1978. í leik í Ung- verjalandi árið 1979 varð hann fyrir því óláni að lenda saman við mark- mann ungverska liðsins, þegar hann var í hraðaupphlaupi og lenti með höfuðið í gólfinu sem var úr marm- ara. Lá Joachim meðvitundarlaus á spítala í sex mánuði og lamaðist verulega. Með ótrúlegum lífskrafti og vilja, sem einkenndi allan hans íþróttaferil hefur honum tekist að ná nokkrum bata, en á ennþá erfitt með flestar hreyfingar. Það er HSÍ mikil ánægja að fá tækifæri til að veita Joachim viður- kenningu fyrir framlag hans til hand- knattleiksíþróttarinnar og gera hann að heiðursfélaga, þegar hann kemur núna til íslands í boði ferðaskrifstof unnar Útsýnar í tilefni af fyrirhug- aðri landssöfnun Sjálfsbjargar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.