Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 2. september 1989 Viðræðunefndir Sambands íslenskra samvinnufélaga og Landsbankans náðu samkomulagi um sölu Samvinnubankans: Landsbanki vill fá allt hlutafé Samvinnubanka í gær náðist samkomulag milli forystumanna Sambands íslenskra samvinnufélaga og Landsbanka íslands um að Landsbankinn keypti hlutabréf Sambandsins í Samvinnu- bankanum en viðræður um þessi kaup hafa staðið frá því snemma í vor. Viðræðunefndir beggja aðila komust að þessu samkomu- lagi en áskilið er þó í drögum að samkomulagi um málið, að stjórn Sambandsins og bankaráð Landsbankans sam- þykki að af kaupunum verði. Ef bankaráð og stjórn Sambandsins samþykkja samningsdrög viðræðunefndanna þá er stefnt að því að endanlegum samningum um kaupin verði lokið fyrir lok októbermánaðar þessa árs. Gert er ráð fyrir að Landsbank- inn kaupi öll hlutabréf SÍS í Sam- vinnubankanum en þau nema um 52% af hlutafé bankans og í sam- komulagsdrögunum sem gerð voru í gær eru ýmsir fyrirvarar, meðal annars um verð hlutabréfanna og um annað er tengist samskiptum SÍS og Landsbankans. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS sagði í gær að nauðsynlegt væri að selja eignir vegna skuldastöðu Sambandsins og þar með hlyti það í sumum tilfellum að þurfa að sjá af eignum sem samvinnumönnum væri sárt um. Sverrir Hermannsson sagði af þessu tilefni að það samrýmdist stefnu núverandi ríkisstjórnar um einföldun bankakerfisins að Landsbankinn og Samvinnubank- inn sameinuðust. Hvorki Guðjón né Sverrir vildu gefa neitt upp um hugsanlegt verð fyrir bankann og Sverrir ítrekaði það sem hann hefuer áður lýst yfir varðandi verð hlutabréfanna að 'það verð sem ríkið fékk fyrir hlut sinn í Útvegs- banka gæti nýst sem viðmiðun í verðlagningu á Samvinnubankan- um. Ríkið hafi látið með Útvegs- bankanum gríðarlegar fjárupp- hæðir til að koma fram pólitískri stefnumörkum um sameiningu í bankakerfinu. Slíku væri ekki til að dreifa í þessari sölu. Sem áður segir nemur hlutur Sambandsins í Samvinnubankan- um 52% en fjölmörg samvinnufyr- irtæki eiga emnig hlut þar. Saman- lagður hlutur Sambandsins og ann- arra samvinnufélaga mun nema um 86% en 14% skiptast á milli um 1500 einstaklinga. Landsbankinn mun tilbúinn til að kaupa allt hlutaféð í Samvinnubankanum á sama gengi og greitt er fyrir hlut SÍS. Ahugi Landsbankans á að eignast allt hlutaféð ræðst meðal annars af því að ná fram sem fyllstri hagræðingu í kjölfar sölunn- ar og sjá menn þetta sem svar bankans við tilkomu nýs einka- bankarisa; íslandsbanka, með úti- búanet um allt land. Samvinnu- bankinn rekur útibú á 19 stöðum og vinna um 240 manns hjá bank- anum. Eigið fé bankans var um áramót 588 milljónir og hlutafé skráð á nálægt 400 milljónir. Hlut- deild Samvinnubankans í innlán- um viðskiptabanka nam í fyrra 8,2% og að viðbættum innlánum Landsbanka verða þeir samtals með rúm 47% allra innlána. Bank- arnir sein standa að íslandsbanka höfðu hins vegar 29% innlána í fyrra. Sambærilegar tölur fyrir út- lán voru samtals 54,4% hjá Lands- banka og Samvinnubanka og 27,4% hjá íslandsbönkunum. Eigið fé Landsbanka og Sam- vinnubanka samanlagt er 48,7% af eigin fé viðskiptabankanna, en eig- ið fé íslandsbankanna samanlagt um síðustu áramót nam 33,3%. Stjórn SÍS kemur saman á sunnudag til að afgreiða fyrir sitt leyti sölu Samvinnubankans og á mánudaginn mun bankaráð Lands- bankans fjalla um málið en vitað er að einhverjir bankaráðsmenn eru þessum kaupum mótfallnir. —sá/BG Farið í göngur þó ekkert fé sé: „Meiri tími fyrir pelann“ Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ: í nám til að halda uppi lífskjörum? „Menn verða víst að fara þó engin sé kindin, samkvæmt reglunum," sagði Árni Steingrímsson bóndi á Ingvörum í Svarfaðardalshreppi og gangnaforingi í Sveinsstaðaafrétt. Sem kunnugt er var allt fé skorið í Svarfaðardal og nágrenni sl. haust vegna riðuveiki, sem þar kom upp. Hann sagði að reyndar ættu menn að fara að minnsta kosti tvisvar í göngur á hverju hausti, en líklega yrði bara farið einu sinni, enda hefði fengist undanþága frá ráðuneytinu þess efnis. „Það verða þá bara teknar kindur síðar ef þær þá sjást,“ sagði Árni. Aðspurður sagði hann að ekkert væri eftir af rollum í dalnum, en hins vegar gætu þær alltaf komið annarstaðar frá, þó svo að enginn hafi séð kind í dalnum í sumar, svo hann vissi. Harður þriggja bíla árekstur varð skömmu fyrir klukkan 17.00 á Reykjanesbraut í gær. Fernt var flutt á sjúkrahús, en ekki er vitað hvort í einhverju tilfellanna var um alvarleg meiðsl að ræða. Árni sagði að vissulega væri það skrýtið að þurfa að fara í göngur, þegar enga rollu vantaði. Hvað ef einhverjar rollur finnast? „Ætli þeim verði þá ekki slátrað hér. Þær fara ekki til baka,“ sagði Árni. Tungurétt er aðalréttin í hreppn- um og sagði Árni að þar yrði réttað þann 17. september. „Reynt verður að hafa þetta svipað og venjulega, þó um fjárlaust ár sé að ræða og enginn bilbugur á mönnum í því efni. t*að verður þá bara meiri tími fyrir pelann," sagði Árni. í>eir sem koma til með að fara um Sveins- staðaafrétt leggja upp laugardags- morguninn 16. september. Að ári verða réttir hins vegar með hefðbundnu sniðið í dalnum, þar sem fyrirhugað er að kaupa 370 lömb í hreppinn. -ABÓ Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var töluvert um umferðaróhöpp í góða veðrinu í gær, en þau hafi ekki reynst alvarleg nema í þessu eina tilfelli. - AG „Ég held að við höfum aldrei hugsað svona hátt, enda ómenntaðir með öllu. Þetta mundi þýða a.m.k. um 20% kauphækkun fyrir verkafólk“, svaraði formaður Verkamannasambandsins, Guð- mundur J. Guðmundsson. En und- ir hann var borinn sá orðrómur að verkafólk hyggist í næstu kjara- samningum gera þá kröfu að því verði tryggður ekki lægri fram- færslueyrir (útborguð laun) heldur en Lánasjóður ísl. námsmanna tryggir fólki í námi. Þessi krafa mundi þýða kauptryggingu sem er a.m.k. 20% hærri en lægstu verka- mannalaun (miklu meira ef um barnafólk er að ræða), þ.e. miðað við að námsmenn fái þá 10% hækkun sem menntamálaráðherra hefur lofað þeim. Streyma úr störfum í skólana „Hvort sem það er af þessum ástæðum eða öðrum, þá hafa at- vinnurekendur verið að segja mér að undanförnu að það hafi aldrei farið eins margt fólk úr störfum frá þeim og inn í skólana og núna í haust. Varla draga námslánin þar úr a.m.k., enda sýnir sig að margir snarlækka í launum eftir að þeir ljúka námi og fara út á vinnumark- aðinn og fara því gjarnan í fram- haldsnám til að hrapa ekki niður í lífskjörum. Þessi „launamunur" er því líklega ekki síst til þess fallinn að hrekja fólk af vinnumarkaðnum inn í skólana til að það komist betur af. Ætli næsta krafa þeirra verði ekki 11 mánaða skóli á ári“, sagði Guðmundur. Samningana í menntamálaráðuneytið Hvernig telur hann að tekið verði í kröfu um kauptryggingu sem þýðir a.m.k. 20% hækkun verkamannalauna í kjarasamning- um um áramótin? „Víst er að margir bera þá von innst í hjarta að þeir kæmust þá kannski upp í svipað útborgað kaup og námsmaður í skóla. Og það yrði örugglega ekki þungt fyrir fæti að fá þá hækkun hjá mennta- málaráðherra. Líklega væri því helsta ráðið að fella næstu kjara- samninga eins og þeir leggja sig undir menntamálaráðuneytið“, sagði formaður Verkamannasam- bandsins. 31 þús. útborgað eða 44 þús. í lán? Samkvæmt kaupgjaldsskrá Vinnuveitendasambandsins 1. september 1989 eru laun fiskverka- fólks eftir 3ja ára starf 38.469 kr. á mánuði. Að frádregnum 5% ið- gjöldum í lífeyrissjóð og stéttarfé- lag verða nettólaun því 36.545 kr. á mánuði. En ef um væri að ræða einstakling undir 26 ára aldri sem gert er að greiða skylduspamað fengi hann aðeins 30.775 kr. nettó útborguð laun. Afgreiðslufólk í verslunum á að fá 44.203 kr. brúttó eftir 3ja ára starf. Útborguð laun verða því 41.993 kr. og aðeins 35.362 kr. hjá fólki undir 26 ára. Samkvæmt upplýsingablaði frá Lánasjóði ísl. námsmanna var mánaðarlegur framfærslukostnað- ur 1. júní s.I. sem hér segir: Einstaklingur 40.197 kr. Einst. foreldri 1 bam 60.295 kr. Einst. foreldri 2 b. 80.394 kr. Hjón í námi 2 börn 120.591 kr. Eftir væntanlega 10% hækkun ættu þessar upphæðir að verða: Einstaklingur 44.216 kr. Einst. foreldri 1 barn 66.325 kr. Einst. foreldri 2 börn 88.435 kr. Hjón í námi 2 börn 132.650 kr. Til að útborguð laun til ráð- stöfunar væru þau sömu og ein- staklings í námi þyrftu brúttótekjur að vera 46.543 kr. á mánuði að lágmarki. Einstaklingur undir 26 ára aldri þyrfti hins vegar að hafa 60.000 kr. mánaðarlaun (sem þýðir 21.500 kr. í bónus/yfirvinnu hjá verkafólki) til að ná út framfærslu námsmanns: Mánaðarlaun 60.000 kr. Lífeyrissj. 2.400 kr. Stéttarfél. 600 kr. Skyldusparn. 9.000 kr. Skattar 3.225 kr. Útborguð laun 44.775 kr. Til að útborguð laun til ráð- stöfunar þeirra sem eldri eru nái framfærslu einstaklings í námi þurfa brúttótekjur að vera 46.543 kr. að lágmarki. Til þess að ná framfærslueyri einstæðs foreldris með eitt barn þarf hins vegar um 82.000 kr. laun: Mánaðarlaun 82.000 kr. Lífeyrissj. 3.280 kr. Stéttarfél. 820 kr. Staðgreiðslusk. 11.528 kr. Útborguð laun 66.372 kr. Hjón með 2 börn þurfa sam- kvæmt þessu að hafa 164.000 kr. tekjur á mánuði, og meira ef maðurinn vinnur einn fyrir launun- um, til að fá útborgað sem nemur framfærslueyri hjóna með 2 börn í námi. Benda má á að takist náms- mönnum að afla meiri tekna f sumarleyfi heldur en nemur fram- færslu á námstíma dregst helming- ur þess sem umfram er frá námslán- unum. Með uppgripa sumarvinnu geta sumir einstaklingar því e.t.v. haft nokkru meira ráðstöfunarfé heldur en námslánin segja til um. Ólíklegt má hins vegar telja að mörgu ungu barnafólki bjóðist bet- ur launuð sumarvinna heldur en nemur námslánunum. - HEl Athugasemd frá sorp- hreinsunarmanni í Mýrdal Athugasemd Magnúsar Skarp- héðinssonar þann 30. ágúst er ekki alls kostar rétt. Til dæmis voru pokarnir með flöskunum ekki í landi Álftagrófar. Heldur voru þeir bundnir við járnstaur í Péturseyj- arlandi. Það eru tvær jarðir á milli Álftagrófar og Péturseyjar sem heita Holt og Fell. Ég gat ekki beðist afsökunar á þessum verkum mínum sem eru gerð af Jcunnáttuleysi í skógrækt. Magnús Skarphéðinsson segir að ég hafi sagt að mér væri bara alveg nákvæmlega sama. Rétt er að ég sagði að flöskurnar kæmu ekki því ég væri búinn að brenna þær. Þá sagði hann að ég væri þjófur. Fleiri orð fóru ekki okkar á milli og ég lokaði hurðinni, en Iæsti ekki. Þegar Magnús hafði samband við mig í síma eða kom heim hafði hann orðið. Hefði Magnús merkt pokana, t.a.m. Álftagróf, hefði verið hægt að komast hjá þessu, því þá hefði ég aldrei tekið pokana. Virðingarfyllst, sorphreinsunarmaður ÞorbergurE. Einarsson Vikurbraut 32A Vík Árekstur á Reykjanesbraut: Fjórir á sjúkrahús

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.