Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. september 1989 Tíminn 31 S!™ KA manna Það verður hart barist í þeim leikjum sem eftir eru í 1. deild. Þessi mynd er úr leik Fylkis og Víkings á dögunum. Tímamynd Árni Bjama. Islandsmótið í knattspyrnu: er mjög vænleg — Þrjár umferðir eftir í 1. deild Islandsmótsins — Fer íslandsmeistaratitillinn í fyrsta sinn norður? Um helgina verður 16. umferð íslandsmótsins í knattspyrnu leikin. Staðan er mjög jöfn og spennandi bæði á botni og toppi deildarinnar. Fimm Uð geta orðið Islandsmeistarar og fimm Uð geta falUð í 2. deild. Um næstu helgi verður síðan 17. umferð- in leikin og 18. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 16. septem- ber. Varla verður ljóst fyrr en í síðustu umferð hvaða lið hreppir titilinn að þessu sinni. Baráttan stendur milli fjögurra liða, KA, KR, FH og Fram, en Skagamenn eiga einnig mögu- leika á titlinum. Prjú lið berjast við að verða ekki í tveimur neðstu sætum deildarinnar og þar með falla í 2. deild. Víkingar og Valsmenn geta einnig fallið en líkurnar á því eru mjög litlar. Ekki er úr vegi að spá í þá leiki sem eftir eru. KA: KA-liðið stendur mjög vel að vígi. Liðið leikur í dag gegn Fylki á heimavelli og á síðan eftir leiki gegn vængbrotnum Valsmönnum á heimavelli og Keflvíkingum á úti- velli í síðustu umferðinni. Mjög líklegt er að Keflvíkingar verði þeg- ar fallnir í 2. deild þegar sá leikur fer fram. Liðið ætti því að geta unnið alla þessa leiki eða jafnvel gert jafntefli í einum þeirra, þar sem hin toppliðin eiga öll eftir innbyrðis leiki. Par að auki hefur KA eins stig forystu í deildinni. KR: Á morgun þurfa KR-ingar að mæta Frömurum á Laugardalsvelli, tæpri viku eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir liðið í úrslitum bikarkeppn- innar. KR-ingar hafa því harma að hefna í leiknum í dag og kemur það þeim til góða. Síðan eiga KR-ingar eftir heimaleik gegn Þór og loks útileik gegn Val. Ólíklegt er annað en KR tapi stigi eða stigum úr þessum leikjum, en hafa ber í huga að liðið er á uppleið um þessar niundir. FH: FH-ingar leika í dag gegn Skagamönnum á Kaplakrika, en þar töpuðu þeir einmitt stórt í bikar- keppninni fyrr í sumar. FH-ingar hafa því harma að hefna í dag. Síðan eiga FH-ingar eftir útileik gegn Vík- ingi og heimaleik gegn Fylki. Vinni Hafnfirðingarnir í dag getur allt gerst, en síðasti leikur þeirra gegn Fylki gæti orðið erfiður verði staða Fylkis þannig að þeir geti bjargað sér frá falli með því að sigra í leiknum. Nokkuð erfiðir leikir fram- undan hjá FH-liðinu og leikurinn í dag líklega sá erfiðasti. Fram: Möguleikar Fram eru fyrst og fremst fólgnir í því að KA tapi stigi eða stigum. Fram leikur á morgun gegn KR á Laugardalsvelli, en sá leikur er sálfræðilega mjög erfiður. Þá eiga Framarar eftir úti- leik gegn Skagamönnum og gegn Víkingum. Erfiðir leikir og mun erfiðari en þeir leikir sem KA á eftir. Geri Framarar jafntefli við KR á morgun eru möguleikar beggja liða á titlinum orðnir hverfandi. ÍA: Skagamenn eiga enn mögu- leika á titlinum. Þeir eiga eftirerfiða leiki, gegn FH á útivelli í dag og síðan heimaleik gegn Fram og útileik gegn Þór í síðustu umferðinni. Þórs- arar gætu orðið erfiðir í þeim leik, ef þeir gætu bjargað sér frá falli með því að sigra. Vinni Skagamenn alla þessa leiki og Fram og KR gera jafntefli á morgun, þurfa KR-ingar og FH-ingar að gera annað jafntefli til og KA að tapa og gera jafntefli. Nokkuð langsótt leið fyrir ÍA að tryggja sér titilinn en engu að síður möguleg. Valur: Valsmenn geta hugsanlega bæði fallið og orðið Islandsmeistarar sé dæmið grannt skoðað. Til þess að svo mætti verða þyrftu úrslit leikja að verða í meira lagi óvænt og hagstæð. Valsmenn eiga eftir heima- leik gegn Þór í dag, útileik gegn efsta liðinu KA og heimaleik gegn KR. Líklegt er að Valsliðið haldi sig við miðju deildarinnar úr því sem komið er, enda varla til stórræðanna úr þessu. Víkingur: Víkingar eru mjög lík- lega búnir að bjarga sér frá falli. Liðið á eftir að leika gegn Keflvík- ingum mjög erfiðan leik í dag og síðan heimaleik gegn FH og útileik gegn Fram. Eitt stig til viðbótar úr þessum leikjum og þá er liðið mjög líklega öruggt um sæti sitt í deildinni að ári. Þór: Þórsarar eiga mjög erfiða leiki eftir í deildinni. Útileik í dag gegn Val, útileik gegn KR og heima- leik gegn Skagamönnum. Ef liðið fær ekki stig úr þessum leikjum og Fylkir vinnur Keflavík í næst síðustu umferðinni, þá blasir 2. deildin við liðinu. Eitt stig til viðbótar gæti verið nóg fyrir liðið, sem hefur mun betri markatölu en Fylkir. Fylkir: Fylkismenn eru í erfiðri aðstöðu. Þeir eiga eftir að leika gegn KA nyrðra í dag og varla geta þeir talist líklegir til sigurs í þeim leik, síðan eiga þeir eftir að leika gegn Keflavík á útivelli og FH á heima- velli. Sigur gegn Keflavík gæti orðið liðinu til bjargar ef Þór nær ekki að gera jafntefli eða hvað þá sigra. Keflavík: Keflvíkingar eru svo til fallnir í 2. deild. Aðeins kraftaverk getur bjargað liðinu úr þessu. ÍBK á eftir að leika gegn Víkingum heima í dag, Fylki á útivelli og KA á útivelli. Liðið þarf að vinna Fylki og gera jafntefli við Víking til þess að eiga möguleika og þá má Þór ekki fá stig og Fylkir aðeins fá eitt stig til viðbótar. BL Staðan í 1. deild: KA . 15 7 6 2 24-13 27 . 15 7 5 3 24-17 26 FH . 15 7 5 3 20-13 26 Fram .... . 15 8 2 5 19-13 26 Akranes.. . 15 7 2 6 15-16 23 Valur . . . . . 15 6 3 6 16-14 21 Víkingur . . 15 4 5 6 22-24 17 Þór . 15 3 6 6 16-23 15 Fylkir .. . . . 15 4 1 9 15-28 13 Keflavik . . . 15 2 5 8 15-25 11 Landsþing LFK 4. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið á Hvanneyri 8.-10. september 1989 Fyrirlesarar: Atvinnumal framtíðarinnar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ASÍ Martha Jensdóttir verkefni.sstjóri Umhverfis- og samgöngumál: Karin Starrin varaform. Miðflokks kvenna i Sviþjóð ísland og Evrópubandalagið: Hermann Sveinbjörnss. umhverfisfræðingur Magdalena Sigurðard. landsstjórnarkona Páll Pétursson GerðurSteinþórsdóttir form. þingflokks fulltrúi í fræðslunefnd framsóknarmanna umíslandog Evrópubandalagið Dagskrá: Föstudagur 8. sept. 1989 Kl. 17.30 Rútuferð frá Reykjavík. Kl. 19.30 Komið að Hvanneyri. Kl. 20.00 Létt máltíö. Afhending gagna. Kl.22.00 Samverustund í umsjón Félags framsóknarkvenna Árnessýslu. Laugardagur 9. sept. 1989 Kl. 07.00 Sund - morgunganga - teygjur. Kl. 07.45 Morgunverður. Kl. 09.00 Þingsetning. Unnur Stefánsdóttir formaður LFK. Kjör embættismanna þingsins. Skýrsla stjórnar. a) Formanns LFK, Unnar Stefánsdóttur b) Gjaldkera LFK, Ingu Þyríar Kjartansdóttur Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 10.15 Kaffihlé. Kl. 10.35 Ávörpgesta Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, vararitari Framsóknar- flokksins. Gissur Pétursson, formaður SUF. SigurðurGeirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Kl. 11.00 Atvinnumál framtíðarinnar: a) Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. b) Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur. c) Martha Jensdóttir, verkefnisstjóri. Pallborðsumræður. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 14.00 Ræða Steingríms Hermannssonar, formanns Framsókn- arflokksins. Fyrirspurnir til formannsins. Kl. 15.00 Umhverfis og samgöngumál: a) Karin Starrin, varaform., Miðflokks kvenna í Svíþjóð. b) Hermann Sveinbjörnsson, umhverfisfræðingur. c) Magdalena Sigurðardóttir, landsstjórnarkona. Pallborðsumræður. Kl. 16.15 Miðdegishressing. Kl. 16.35 Lagabreytingar - Sigrún Sturludóttir. Umræður um lagabreytingar - afgreiðsla. Kl. 17.00 Stjórnmálaályktun lögð fram - Valgerður Sverrisdóttir. Kl. 17.10 Umræðuhópar starfa. Kl. 18.30 Útivist - ganga - skokk - sund o.fl. Kl. 20.00 Kvöldverður - ávörp gesta. Fulltrúi frá Noregi Fulltrúi frá Finnlandi Valgerður Sverrisdóttir, alþ.m. Kvöldvaka í umsjón kvenna á Vesturlandi. Háttatími óákveðinn. Sunnudagur 10. sept. 1989. Kl. 08.00 Sund - morgunleikfimi. Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.30 Kosningar. Kl. 10.00 fsland og Evrópubandalagið: a) Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. b) Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi í fræðslunefnd um fsland og Evrópubandalagið. Fyrirspurnir. Kl. 11.00 Umræðuhópar skila áliti - umræður. Kl. 12.00 Rútuferð til Borgarness. Bærinn skoðaður og heimsókn í Kaupfélag Borgfirðinga. Kl. 14.00 Umræður um framhaldið og afgreiðsla mála. Kl. 16.30 Þingslit. Kl. 16.40 Síðdegiskaffi í boði Kjördæmissambands Vesturlands. Heimferð þingfulltrúa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.