Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. september 1989 Tíminn 9 Svar Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, við þeirri gagnrýni að stofnunin mismuni byggðarlögum er stutt og laggott: Byggðastofnun ber að mésmuna Vegna stöðu mála á Patreksfírði hefur Byggðastofnun oft borið á góma að undanförnu. Guðmundur Malmquist forstjóri stofnunarinnar er í helgarviðtali þar sem hann ræðir meðal annars hlutverk Byggða- stofnunar, byggðastefnuna og málefni Patreksfjarðar. Byggðastofnun að viðlögðum Atvinnutryggingasjóði útflutningsgre- ina er að verða ámóta stór fjármálastofnun og Fiskveiðasjóður. í dag hljóða niðurstöður efnahagsreiknings Byggðastofnunar einnar upp á níu milljarða króna og eigið fé upp á tæpa tvo milljarða króna. Á þessu ári eru útgefín lánsloforð upp á 1400 milljónir og þar af hafa þegar verið greiddar út um 800 milljónir króna. að rekja það til hlítar. Um langt árabil hefur Hraðfrystihús Patreksfjarðar átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Síðustu átta eða níu - Ef við byrjum á hlutverki Byggðastofn- unar. „Byggðastofnun á að stuðla að þjóðfélags- lega hagkvæmri þróun byggðar í landinu. Pað reynum við að gera með því að efla atvinnulífið á landsbyggðinni og stuðla að nýjungum. Ég held að það sé vilji allra Islendinga að við búum í landinu okkar öllu eftir því sem fært er á hverjum tíma. Við sinnum þessu hlutverki fyrst og fremst með því að leggja fram lánsfé en einnig með styrkjum og með því að leggja fram hlutafé. í dag erum við með um 100 milljónir bundnar í hlutafé í fyrirtækjum á landsbyggðinni og það er mikil ásókn í það. Reyndar hefur stofnunin tæplega fjárhagslegt bolmagn til að verða við öllum þeim beiðnum sem nú liggja fyrir um hlutafjárþátttöku." - Hafa breytingar orðið á starfsemi stofn- unarinnar frá því hún var stofnuð? „Stofnunin tók til starfa undir þessu nafni í október 1985. Áður var ekki tíðkað að leggja fram hlutafé í fyrirtæki. Það er líka rétt að geta þess að á árum áður tíðkaðist að rétta fram aðstoð með þeim hætti að lána til langs tíma óverðtryggð lán sem voru með neikvæðum raunvöxtum. Á hverju ári runnu mikil framlög úr ríkissjóði til Byggðasjóðs. Til dæmis má nefna að á árunum 1975-79 voru þessi framlög á bilinu 600 til 800 milljónir ef miðað er við verðlag dagsins í dag. Það er náttúrulega töluverður munur að reka starfsemi af þessu tagi með beinum framlögum frá ríkinu, eða með erlendu lánsfé eins og við gerum að mestu leyti í dag. Stofnunin vinnur alla vinnu fyrir Atvinnu- tryggingasjóð útflutningsgreina og Hluta- fjársjóð Byggðastofnunar, þannig að um- svifin hafa margfaldast. í upphafí var mikið lánað beint frá Byggðastofnun og efnahagur hennar þandist út. Síðan hefur verið innt af hendi mikil vinna í kringum Atvinnutrygg- ingasjóð þar sem starfsmenn Byggðastofn- unar sjá um afgreiðslu allra lána sjóðsins. Starfsemi Byggðastofnunar er ekki bara hér í Reykjavík. Við erum með skrifstofu á Akureyri, einnig höfum við í undirbúningi að setja upp skrifstofu á ísafirði og á Egilsstöðum. Einnig höfum við ráðið starfs- menn tímabundið til að vinna fyrir ökkur víða um land. Það er stefna stjórnar stofnun- arinnar að sú aukning sem verður á starfsem- inni verði fyrst og fremst úti á landsbyggð- inni. Við höfum kannski ekki alveg getað sinnt þessu sem skyldi vegna þeirra miklu umsvifa sem eru í tengslum við Atvinnu- tryggingasjóðinn." - Ef við tökum þróun mála á Patreksfirði. Hver var gangur mála varðandi afskipti stofnunarinnar? „Þessi saga nær auðvitað mörg ár aftur í tímann og það yrði allt of langt mál að fara mánuði hefur frystihúsið verið lokað en skipin hafa verið gerð út. Þetta veldur því að viðhaldsvinna bæði við frystihúsin og skipin minnka. Þetta hefur gríðarleg marg- feldisáhrif út í byggðarlagið og veldur brott- flutningi í framhaldi af minni atvinnu og minni tekjum. Hlutafjársjóður fékk þetta fyrirtæki til meðferðar og gerði um það tillögu til Byggðastofnunar, Fiskveiðasjóðs og Lands- bankans. Sambandið og Sambandsfyrirtæk- in voru þá búin að gefa yfirlýsingu um það að þau myndu afskrifa 100 milljónir af kröfum sínum gagnvart fyrirtækinu. Svör Byggðastofnunar voru jákvæð og stofnunin var tilbúin að taka þátt í því að kaupa hlutdeildarskírteini en bæði Landsbankinn og Fiskveiðasjóður höfnuðu tillögunni. Það var því engin undankomuleið frá því að þetta fyrirtæki varð að fara í gjaldþrotameð- ferð. Síðastliðinn mánudag voru skip fyrir- tækisins seld, eins og alkunnugt er orðið. Byggðastofnun átti verulegar veðkröfur í Þrym og ég held að ekki hafi neitt annað komið til greina en að stofnunin fengi það skip útlagt eins og raunin varð á. Varðandi Sigureyna kom til áhugi annarra aðila á kvótanum og það voru sterkir og duglegir útgerðaraðilar úr Hafnarfirði sem buðu hæst og fengu skipið á 257,5 milljónir króna. Byggðastofnun bauð í þessu tilviki 230 milljónir sem er um það bil að vera húfmat skipsins að viðbættum 25%. Heimamenn héldu áfram að bjóða á móti þessu sterka útgerðarfélagi úr Hafnarfirði og auðvitað buðu þeir með vitund og vilja Byggðastofn- unar, en þegar kaupverðið var orðið 257 milljónir var það mat þeirra, og út af fyrir sig mitt, að lengra yrði ekki haldið. Það hefur verið talað um hvort stofnunin geti selt heimamönnum Þrym eða þá því skipi verði skipt út fyrir annað og heppilegra skip, eins og til dæmis línubát en þarna eru góð línumið stutt frá. Þetta er í skoðun og sveitarstjórnarmenn hafa unnið með starfs- mönnum Byggðastofnunar að því að kort- leggja og meta hvað komi til greina að gera. Aftur á móti er ljóst, að mínu mati, að frystihúsið tekur ekki til starfa aftur nema að það komi togari á staðinn. Afkastageta þessa frystihúss er mikil og til að halda upp jafnri og stöðugri vinnu þarf vafalaust einn togara og einn eða tvo báta að auki. En þar er þrautin þyngri því það vantar kvóta nánast á alla staði, bæði hér á Reykjavíkur- svæðið og víðsvegar út um landið. Það hefur verið samdráttur í fiskveiðum ár eftir ár. Þessvegna getum við spurt okkur að því hvort sú stefna sem var hér á árum áður, og Byggðasjóður tók verulegan þátt í að fjár- magna, sé gengin sér til húðar. Með henni átti að stuðla að mikilli uppbyggingu frysti- húsa og á togaraflotanum, en þrátt fyrir vilja Byggðastofnunar og stjórnvalda til að við- halda þessari uppbyggingu þá bendir allt til þess að það sé ekki hægt lengur. Það eru komnir til sögunnar aðilar sem ekki eru skuldbundnir ákveðnu frystihúsi varðandi sölu á aflanum, heldur selja þeir hæstbjóð- anda hverju sinni. Þessir aðilar sem gera vel út og virðast geta staðið undir skuldum á togara langt umfram það sem eigendur togara sem Iandar í ákveðinni heimabyggð geta. Ég hef nefnt þá tölu að þarna geti munað 100 milljónum. Skip sem landar alltaf í heimahöfn geti staðið undir 130-140 milljónum miðað við að skip sem selur á hæsta verði á hverjum tíma geti þá staðið undir 230 milljónum. Það er stór spuming hvort ekki verður að jafna þessa aðstöðu. Ein leið til þess er að auka skerðingu á kvóta ef siglt er með aflann, til dæmis upp í 25% en skerðingin er 15% í dag.“ - Nú hafa kaupendur Sigureyjarinnar talað um að Byggðastofnun mismuni lands- hlutum. Það hafi stofnunin til dæmis gert með því að gjaldfella þau lán sem voru á Sigureynni, hvað viltu segja um þetta? „Það er einmitt hlutverk Byggðastofnunar að mismuna. Stofnunin þarf á þessum 40 milljónum að halda, sem voru áhvílandi á Sigureynni, til þess að geta þá lánað Patreks- firðingunum þannig að þeir komist yfir kvóta eða skip með öðrum hætti. Enda var þessu lýst yfir fyrirfram. Allir sem komu og buðu í skipin vissu af yfirvofandi gjaldfell- ingu og það þýðir ekki að tala um það eftir á að fá þessu breytt." - Getur Byggðastofnun sett einhver skil- yrði fyrir aðstoð sem veitt er? Nú virðast skip Patreksfirðinganna ekki hafa landað í heimahöfn sinni og komið hefur fram í fréttum að sumir vilja gera minna úr áhrifum þess að skipin voru seld. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt gagnvart Patreksfirðingum að tala um ástandið eins og það var síðastliðna átta eða níu mánuði. Þeir urðu að loka frystihúsinu vegna fjárhagsvandræða og það var þó leikur í stöðunni að láta skipin sigla og reyna að halda fyrirtækinu á floti með því að landa þar sem best þótti hverju sinni. Það var tímabundið ástand, meiningin var alltaf að reyna að endurreisa starfsemina. Það er því ósanngjarnt að benda á stöðuna eins og hún er í dag. Patreksfirðingar vilja auðvitað miklu frekar tala um stöðu mála á árunum 1980-81 þegar um tíu þúsund tonn komu þarna að landi og gerðir voru út ellefu stórir vertíðarbátar." - En setur Byggðastofnun skilyrði eins og til dæmis það að aflanum verði landað í heimahöfn? „Já, viss skilyrði fyrir aðstoð hafa oft verið sett. Það hafa verið lánaðir fjármunir þar sem sérstaklega er tekið fram um gjaldfell- ingu verði skip selt frá staðnum. Auðvitað mun frá því gengið þegar þar að kemur varðandi Patreksfjörð.“ - Nú telja margir að eðli starfsemi Byggðastofnunar sé þannig að stofnunin hamli gegn hagræðingu og stuðli að ákvörð- unum sem eru þjóðhagslega óhagkvæmar. „Heldurðu að það væri þjóðhagslega hagkvæmt ef við gerðum alla okkar togara þannig út að þeir sigldu með aflann eða seldu í gáma? Ætli verðið á erlendum mörkuðum myndi ekki lækka? Ég held að það verði að vera ákveðið jafnvægi í þessum málum. Það er að vissu marki gott að sigla með aflann eða þá landa á Reykjavíkur- svæðinu, en við verðum að taka tillit til þeirra eigna sem eru út um landið. Hvað eigum við að gera við frystihúsið á Patreks- firði, einbýlishúsin og þá þjónustu sem búið er að byggja upp? íbúarnir hljóta að eiga einhvern rétt. Vissulega skal ég viðurkenna að það er hægt að byggja þetta land með hagkvæmari hætti en hver á að ákveða hvaða staðir eigi að vera í byggð og hverjir ekki.“ - En hvað þá með ábyrgð stjórnenda fyrirtækja úti á landi. Vill hún ekki gleymast ef menn líta svo á að þeir eigi alltaf vísa aðstoð ef það fer að ganga Ula og hafa þeir nógu mikið aðhald? „Vissulega hafa þeir aðhald, menn eru látnir hætta störfum og annað því um líkt ef þeir spjara sig ekki. Það er erfitt að vera framkvæmdastjóri í fyrirtæki úti á landi sem er jafnvel með 95% af öllum störfum í þorpinu. Ef starfsmanni er sagt upp þá er það oft hið sama og að hann verði að flytja burt. Það eru miklir annmarkar á þessu fyrirkomulagi. Þetta getum við aðeins leyst með því að gera samgöngur milli staða greiðari, þannig að vinnusvæði verði stærri. Þá kemur inn meiri hagkvæmni en það er ekki þar með sagt að stjórnendur fyrirtækja geti komið til stofnana í dag og sagt: „Hér er reikningurinn þið verðið að borga.“ Það gerir enginn í dag.“ - Varðandi Patreksfjörð hefur tU dæmis heyrst að næg atvinna sé á Tálknafirði sem er þar skammt frá og Patreksfirðingar geti sótt atvinnu þangað. „Þarna kemurðu inn á atriði sem er vert að huga að og ræða. Að mínu mati þurfa sveitarfélögin að stækka. Þar með verða ekki eins mikil vandamál varðandi tekjur þeirra. Það er rétt að það eru vel rekin og stöndug fyrirtæki á Tálknafirði sem hafa eflaust tekið á móti fólki sem ekki hefur fengið atvinnu á Patreksfirði. Ég hugsa að það taki styttri tíma að keyra frá Patreksfirði til Tálknafjarðar en frá Breiðholti og niður í miðbæ Reykjavíkur. Atriði af þessu tagi verða landsbyggðar- menn líka að taka til greina og sætta sig við að þeir geta ekki alltaf farið heim til sín í mat og kaffi. Þetta er vissulega þróun sem á eftir að gerast þó hún gangi hægt.“ - Geturðu gefið eitthvað upp um það hvað verður gert til lausnar á málefnum Patreksfjarðar? „Það er ekki hægt að gefa ákveðið svar við þessu núna. í rauninni er tvennt sem er um að ræða. Það verður að hjálpa Patreksfirð- ingum varðandi skammtímaiausn svo það verði gerðir út bátar í haust. Samhliða þessu verður að horfa á málið til framtíðar. Þá vaknar þessi stóra spurning. „Vilja stjórn- völd með einum eða öðrum hætti stuðla að því að Patreksfirðingar eignist togara á ný?“ Annars fer frystihúsið ekki af stað á ný og þá á Fiskveiðasjóður 100 milljón króna minnismerki á Patreksfirði sem gefur engan arð.“ Sigrún S. Hafstein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.