Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 2. september 1989 Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í öldungadeild M.H. er boðið upp á menntaskóla- nám á 6 brautum. Kennarar skólans er vel þjálfað og menntað úrvalslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Ensku Dönsku Þýsku Frönsku Latínu ítölsku Rússnesku Spænsku Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Jarðfræði Félagsgreinar: Félagsfræði Lögfræði Stjórnmálafræði Hagfræði Sálfræði Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun bæði grunnnám og einnig fyrir lengra komna (P.C. og BBC tölvur). Boðið er upp á nám í íslensku, ritþjálfun og bókmenntalestur, almennar bókmenntir, fjölmiðl- un, vélritun, heimspeki, trúfræði, o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun og val nýnema og eldri nema á haustönn 1989 dagana 5., 6. og 7. september milli kl. 16-19. Skólagjald á haustönn 1989 er kr. 8500. Rektor. Frá Flensborgarskóla Einkunnir úr haustprófum verða afhentar nemend- um mánudaginn 11. sept. n.k. kl. 17. Haustönnin 1989 hefst með kennarafundi sem verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 5. sept. kl. 9. Stundatöflur dagskólanemenda verða afhentar þriðjudaginn 12. september gegn greiðslu nem- endagjalda. 1. árs nemendur skulu koma í skólann kl. 10 en eldri nemendur kl. 14. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum bæði í dagskóla og í öldungadeild miðvikudaginn 13. sept. Skólameistari. RÍKISSPÍTALAR Dagheimilið Stubbasel Deildarfóstra óskast í fullt starf sem fyrst, við Stubbasel, Kópavogsbraut 19. Stubbasel er dagheimili með 14 rýmum. Upplýsingar gefur Ásdís Reynisdóttir í síma 44024. Reykjavík 1. september 1989. RÍKISSPÍTALAR BÓKMENNTIR SÍGILDAR ÁSTIR Guðbergur Bergsson: Ástir samlyndra hjóna (Tólf tengd atriði), 2. útg. breytt og endurskoðuð, Forlagið Rvk. 1989. Bókaútgáfan Forlagið hefur verið að vinna þarfaverk undanfarið með því að hefja endurútgáfu á nokkrum af fyrstu verkum Guðbergs Bergs- sonar. f hitteðfyrra gaf það út Tómas Jónsson, metsölubók, og nú fyrir nokkru voru að koma Astir sam- lynöra hjóna. Bækurnar eru báðar í þægilegu kiljubroti og endurskoðað- ar af höfundi. Báðar hafa þær verið ófáanlegar lengi, svo að endurútgáfa var orðin meir en tímabær. Svo er skemmst frá að segja að óhætt mun að fullyrða að þessar bækur hafi skekið íslenska bók- menntaheiminn töluvert hressilegar en flestar aðrar, þegar þær komu út fyrir rúmum tveimur áratugum. Nánar til tekið kom Tómas út 1966 og Ástirnar ári seinna, 1967. Þær fólu líka í sér byltingu að því er varðaði gerð skáldsagna hér á landi, og í stuttu máli má segja að sú bylting hafi falist í að beitt var því sem nefna má miskunnarlausar nær- myndir af sögupersónum og atburð- um, sem og allnokkuð frjálslegri meðferð tungunnar en tíðkast hafði. Þá máttu þær líka teljast brautryðj- andaverk í því fráhvarfi frá raunsæis- kröfum sem síðar var farið að kenna hér við antiróman eða andskáld- sögu. Munur þessara tveggja bóka mátti líka segja að fælist einna helst í því að uppistaðan í þeirri fyrri var mannlýsing, á meðan þjóðfélags- ádeila mátti teljast gildasti þátturinn í hinni síðari. Um báðar mátti líka segja að þær vöktu heiftarlegar deilur, en þó gat það ekki dulist neinum að þarna fór höfundur sem bjó yfir óumdeilan- legri skáldlegri getu. Það hefur líka komið ljóslega fram á þeim rúmlega tveimur áratugum sem síðan eru liðnir að Guðbergur má án nokkurs efa teljast í fremstu röð meðal núlifandi skálda okkar. Það ánægju- lega hefur líka gerst að hann hefur sem skáld þróast í átt til aukins einfaldleika og jafnframt vaxandi gamansemi í síðari sögum sínum. Tómas og Ástimar þóttu vægast sagt heldur erfiðar bækur aflestrar, og voru það vissuléga. Síðari bækur Guðbergs hafa hins vegar reynst vera ólíkt aðgengilegri og auðveldari til lestrar, auk þess sem víða kemur fram í þeim býsna ríkt skopskyn, sem lítið bar á í þessum. Menn þóttust ráða það af Ástun- um á sínum tíma að út úr nafni bókarinnar ætti að lesa vísun til Guðbergur Bergsson rithöfundur. sambands íslendinga og varnarliðs- ins bandaríska frá og með komu þess hingað 1941 og síðan stofnun lýðveldisins árið 1944. Og þennan skilning má einnig segja að höfundur staðfesti hér að nokkru í eftirmála sem hann skrifar aftan við þessa nýju útgáfu. í samræmi við það verður síðan að líta á Ástirnar sem ádeiluverk á samtíma höfundar, fyrst og fremst út frá því sjónarhorni að hann sé að fjalla þar um sambúð fullvalda ríkis við erlent herlið í landi sínu. En þó að þetta megi trúlega kallast megin- stefna bókarinnar er hitt þó Ijóst að þarna er fjöldamargt fleira tekið fyrir og raunar óskylt þessu megin- stefi. Svo sem íslenska þjóðkirkjan og prestastétt hennar, sem þarna má teljast deilt harkalega á, án þess að beint snerti sambúðina við vamarlið- ið. Og þættirnir tveir af geðsjúkra- húsinu í bókinni fela í sér mannlífs- myndir sem frekar er að telja til beinna lýsinga en hefðbundinnar ádeilu og erfitt er að tengja veru varnarliðsins hér, nema þá ákaflega óbeint. Að formi til em Ástirnar safn nokkuð sjálfstæðra þátta eða atriða. Eins og undirtitill bókarinnar gefur til kynna er þar um að ræða tólf meira eða minna sjálfstæða þætti, sem tengdir eru saman með inn- gangskafla, stuttum milliköflum og niðurlagsþætti, sem óskyldir em öðr- um hlutum bókarinnar. Má því segja að skáldsagnaformið sé hér þanið til hins ýtrasta og nálgist í rauninni allverulega smásöguna. Söguheildin verður svo fyrst og fremst til með því móti að tvímenningar koma inn í verkið við lok hverrar af sögunum tólf, og hefur annar sagt hinum söguna á milli jarðarfara, sem þeir stunda af miklum áhuga. Tengslin við Tómas koma svo aftur fram í því að þessir tvímenningar eru sóttir í lokakafla þeirrar bókar, þar sem segja má að söguþráður hennar hafi verið leiddur út í algjört upplausnar- ástand. Af eftirmála höfundar hér er svo að ráða að sjálfur líti hann á Ástimar sem eins konar millispil á milli Tómasar og þeirra skáldsagna sinna sem á eftir fylgdu. Má það trúlega til sanns vegar færa. Hér skorti þannig hvorki djarflegt hugmyndaflug né uppreisn gegn öll- um viðteknum hefðum í skáldsagna- gerð, svo að máski var ekki nema von að fólki brygði. Núna vitum við að þessar bækur máttu á sinn hátt teljast vegvísar til þess sem koma skyldi síðar. Þær em núna orðnar rúmlega tveggja áratuga gamlar, og á þeim tíma hefur mikið vatn til sjávar runnið. Sem og mikið verið skrifað í landinu og margt áhugavert gerst hér í skáldsögunni. Núna þykir það þannig ekki leng- ur sömu tíðindum sæta og árin 1966 og 1967 þó að brotið sé gegn hefð- bundinni frásagnaraðferð í skáld- sagnagerð og að söguþráðurinn sé brotinn upp, hvað þá þó að menn leyfi sér frjálslyndi í málfari á borð við það sem getur að líta í Ástunum. Hér hafa margir rithöfundar síðan fetað að meira eða minna leyti í fótspor Guðbergs og annarra þeirra höfunda sem um svipað leyti vom að endumýja skáldsöguformið fyrir okkur. Þess vegna er skiljanlega ekki lengur sama nýjabrumið af Ástunum og var þegar við vomm að berjast í gegnum bókina nýútkomna fyrir tuttugu og tveimur árum síðan. Endurskoðun sögunnar hér hef ég ekki kannað sérstaklega með saman- burði við fyrstu útgáfu, en þó virtist mér við lesturinn núna að sagan væri öll orðin töluverðu aðgengilegri og þjálli aflestrar en þá var. Má vera að höfundur hafi hér líkt og liðkað stílinn til, og þá í samræmi við það sem hann hefur tamið sér á seinni ámm. Og á sama hátt hefur líka tímans tönn óhjákvæmilega nagað allnokk- uð hvassasta ádeilubroddinn úr Ást- unum. Skírskotun sögunnar til sam- félagsins er alls ekki jafn hvöss og ádeilukennd núna og hún var árið 1967. Þjóðfélagið er heldur ekki það sama í dag og þá, og ádeiluefnin þá skiljanlega ekki hin sömu. Ádeiluaðferð bókarinnar byggist annars fyrst og fremst á hinum miskunnarlausu nærmyndum hennar, það er að segja að dregnar eru upp ýtarlegar smáatriðamyndir af þeim persónum og söguefnum sem hún fæst við að lýsa. Þessar myndir eru síður en svo aðlaðandi, svona yfirleitt, heldur þvert á móti, og í því felst ádeilan. Vissulega má eitthvað af þessari ádeilu standa enn í dag, og gerir það vafalaust, en hitt mun þó meira sem tæplega eða ekki á lengur við. En hitt dylst þó engum að hand- brögð höfundar hér bera vitni um ótvíræða snilligáfu hans sem rithöf- undar. Enn þann dag í dag er þetta bók sem orkar sterkt á þann sem les hana með athygli, grípur hann og heldur honum föstum. Það á, að ég held, nokkuð jafnt við hvort heldur menn eru efni hennar sammála eða ósammála. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þetta síðast nefnda atriði sem hvað mest skilur á milli feigs og óféigs í skáldskap, jafnt sem öðrum listum. Bók sem megnar enn, eftir rúma tvo áratugi, að vekja áhuga lesanda síns og halda honum við efnið, er þar með orðin sígild. Um slíkt eigum við mörg dæmi í skáld- skap okkar frá öllum tímum, og í þeim hópi er margt góðra verka. Og að því er ég fæ best séð þá eru Ástimar án nokkurs efa í þeim hópi. Þær eiga enn að geta átt talsvert víða skírskotun og höfðað til býsna stórs hóps af fólki. Þess vegna hefur verið orðið meira en tímabært að þær væru settar hér út á markaðinn að nýju. Þær eiga og þurfa að vera fáanlegar. -esig RIKISSPITALAR Meinatæknar Almenn meinatæknastörf eru laus vegna afleys- inga á rannsóknadeild Landspítalans. Upplýsingar gefur Guðbjörg Sveinsdóttir, yfir- meinatæknir. Reykjavík 1. september 1989. RÍKISSPÍTALAR Húsnæði óskast! Rúmgóð íbúð óskast á sanngjörnu verði, gjarnan í Vesturbæ þar eð 12 ára dóttir mín gengur þar í skóla. íbúðin óskast til a.m.k. 1 -2 ára og einhver húshjálp gæti komið til greina. Guðrún Gísladóttir Sími 21341 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.