Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 2. september 1989 DAGBÓK II Frá Félagi eldri borgara Opnað verður aftur eftir sumarfríið í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunn- udaginn 3. september. KI. 14:00 er frjálst spil og tafl og kl. 20:00 verður dansað. Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór lngason. Háskólafyrirlestur: „Þýskaland og tildrög síðari heimsstyrjaldar“ í tilefni af því, að sunnudaginn 3. september verður liðin hálf öld frá því að síðari heimsstyrjöld hófst, flytur dr. Bernd Wegner, sagnfræðingur frá Hern- aðarsögustofnuninni í Freiburg í Vestur- Þýskalandi, opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 15:00 sunnudaginn 3. september í stofu 101 í Odda og nefnist „Þýskaland og tildrög síðari heimsstyrjaldar" („Germany and the Origins of the Second World War“). Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Dr. Bernd Wegner hefur einkum getið sér orð fyrir rit sitt um Waffen SS, þ.e. hersveitir SS-liðsins þýska, en hann vinn- ur nú að fjölbindaverki um sögu heims- styrjaldarinnar á vegum Hemaðarsögu- stofnunarinnar. Auk ritstarfa kennir dr. Wegner við Háskólann í Freiburg. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsókn- ir sínar víða um lönd, m.a. í Bandaríkjun- um og Finnlandi. Sýningar í Norræna húsinu -helgina 2. og3. sept. Tvær sýningar verða opnaðar í Norr- æna húsinu laugardaginn 2. september kl. 14:00. í anddyri hússins sýnir Nanna Bisp Búchert Ijósmyndir. Á sýningunni eru 28 myndir sem er skipt í fjórar myndraðir, og em allflestar teknar hér á landi. Nanna fæddist í Kaupmannahöfn árið 1937, en var búsett á íslandi um skeið og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Hún hefur starfað við ljósmyndun í tæpa tvo áratugi. List- ræn og persónuleg sjónarmið hafa ávallt setið í fyrirrúmi í myndum hennar. Nanna Bisp Búchert hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum í Danmörku auk þess sem hún hefur haldið einkasýningar. Sýningin í Norræna húsinu er önnur einkasýning hennar í íslandi. Sýningin stendur til 20. september. 1 sýningarsölum Norræna hússins opnar Elías B. Halldórsson sýningu á olíumál- verkum. Á sýningunni eru 50 verk máluð 1988 og 1989. Sýningin verður opin daglega kl. 14:00-19:00 og stendur fram til 17. september. Hörður Ágústsson sýnir í Nýhöfn Laugardaginn 2. september opnar Hörður Ágústssort sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, kl. 14:00-16:00. Á sýningunni eru portrett frá París, teikningar unnar á ámnum 1947-’49. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 13. septem- ber. SKIPARADÍÓ hf. með sýningarbíl um landið Skiparadíó hf. verður á næstunni á ferð um landið með sýningarbíl frá Dan- mörku, sem hlaðinn er nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum frá FURUNO, SKANTI o.fl. 2. sept. e.h. í Vestmannaeyjum 3. sept. e.h. í Grindavík 4. sept. e.h. í Sandgerði 5. sept. e.h. á Höfn Hornafirði . 6. sept. e.h. á Fáskrúðsftrði 7. sept. e.h. á Eskifirði 8. sept. e.h. á Neskaupstað 9. sept. e.h. á Neskaupstað 10. sept. e.h. á Seyðisfirði 11. sept. e.h. á Húsavík 12. sept. f.h. á Dalvík 12. sept. e.h. á Ólafsfirði 13. sept. e.h. á Siglufirði 14. sept. e.h. á Akureyri 15. sept. f.h. á Skagaströnd 15. sept. e.h. á Hvammstanga 16. sept. e.h. á lsafirði 17. sept. f.h. á ísafirði 17. sept. e.h. í Bolungarvík 18. sept. e.h. Grandagarður í Rvík Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Þriðjudaginn 5. september kl. 20:30 halda Signý Sæmundsdóttir söngkona og j'óra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar, Laugarnestanga 70. Fyrst á efniskkrá er konsertaría eftir W.A. Mozart, en þá verða flutt ljóð eftir Fr. Schubert, Ric- hard Strauss og nokkur nútímaljóð eftir Atla Heimi Sveinsson. Signý Sæmundsdóttir lauk einsöngvar- aprófi frá Tónlistarháskólanum í Vínar- borg árið 1988. Hún hefur m.a. tekið þátt í óperuflutningi hér heima og erlendis. Sl. vetur fór hún með hlutverk í Ævintýri Hoffmanns á sviði Þjóðleikhússins og hún fer einnig með hlutverk í óperunni Vikivaka, sem tekin var upp í Kaup- mannahöfn í maí sl. á vegum norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978 og stundaði framhaldsnám í Frei- burg og Stuttgart. Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík og tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutningi. Þóra Fríða er félagi í Islensku Hljómsveitinni. „Tvær konur“, svarthvít mynd frá árinu 1979 eftir Alfreð Flóka, er meðal verka sem boðin verða upp á Hótel Borg á sunnudaginn. Listmunauppboð á Hótel Borg 21. Iistmunauppboð Gallerí Borgar ■ samvinnu viö Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar h/f verður haldið sunnud. 3. sept. að Hótel Borg kl. 16:30. Að þessu sinni verða boðin upp 76 verk, flest vatnslita- og olíumyndir. Með- al verka sem boðin verða upp eru fjórar Kjarvals-myndir, stórt olíumálverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson, gömul vatnslitamynd frá París eftir Þorvald Skúlason, þrjár myndir eftir Alfreð Flóka, gömul ab- straktmynd eftir Eirík Smith, Heklumynd frá 1934 eftir Gretu Björnsson, gvass- mynd eftir Karl Kvaran, nokkrar myndir eftir Eyjólf J. Eyfells, Ólaf Túbals og Svein Þórarinsson. Uppboðsmyndirnar verða sýndar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudag og föstudag kl. 10:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-18:00. Sjóminjasafn íslands í Hafnarfirði Sjóminjasafn Islands er til húsa í Brydepakkhúsi í Hafnarfirði, sem var byggt um 1865, en hefur nú verið endurbyggt og sniðið að kröfum safna- húss. Auk fastra safnmuna eru sérstakar sýningar í safninu um tiltekin efni, t.d. áraskipatímabilið á lslandi. Myndasýn- ingar (myndbönd, litskyggnur og kvik- myndir) og fyrirlestrar eru einnig hluti af starfsemi safnsins og eru auglýst sérstak- lega. Elsta hús Hafnarfjarðar, hús Bjama Sívertsen, byggt um 1803, er í næsta nágrenni. Þar er til húsa byggðasafn Hafnarfjarðar. Opnunartímar Sjóminjasafnsins er yfir sumarmánuðina (júní-sept.): Þriðjudaga- sunnudaga kl. 14:00- 18:00. Ég er með kveðju til ykkar frá Child-Care International. Þessi fé- lagsskapur er að hjálpa bömum um allan heim sem eiga mjög erfitt. Þau eru því miður mörg. Þau sofa á götum úti. Ef þau geta ekki betlað sér mat, þá reyna þau að stela. Barnaheimilum hefur verið komið upp víðsvegar í löndum þessum. Þar vinnur fólk af hreinni miskunnsemi. Þetta fólk sýnir börnunum kærleika og góðvild og reynir að kenna þeim mannasiði. Góðir landar. Eigum við ekki að taka höndum saman og borga með einu bami 450 kr. (50 kr. danskar) á mánuði svo að það geti fengið hús til að sofa í og mat að borða. Væri það ekki þökk til guðs fyrir hvað við búum í góðu landi og höfum það gott? Sýning Eggerts Péturssonar í Galleríi Sævars Karls í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9 stendur yfir sýning Eggerts Péturssonar. Á sýningunni eru 6 málverk unnin á þessu ári. Eggert stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands 1976-’79 og við Jan Van Eyck listaháskólann í Maastricht 1979-’8Í. Hann hefur haldið einkasýning- ar heima og erlendis, auk þess hefur Eggert myndskreytt bækur um plöntur og náttúrufræði. Sýningin stendur til 8. september og er opin á sama tíma og verslunin í Banka- stræti 9. Grafíksýning Ástu Guðrúnar á Mokka Ásta Guðrún Eyvindardóttir sýnir graf- íkverk á Mokka-Expresso-Kaffi, Skóla- vörðustíg 3a, 18. ágúst til 12. september. Ásta Guðrún lærði myndlist í Mynd- lista- og handíðaskólanum og í Central School of Art and Design í London, en grafíkverkin eru frá lokaári hennar þar. Ásta Guðrún hefur áður haldið sýning- ar á olíuverkum í Hafnargalleríi, Hótel íslandi og á Mokkakaffi. Ljósmyndasýning í Slunkaríki Sýning á ljósmyndaverkum Arthurs Bell verður opnuð laugardaginn 2. sept- ember í Slunkaríki á Isafirði. Arthur Bell er Bandaríkjamaður og stundaði nám í ljósmyndun við Listahá- skóla Chicagóborgar og var m.a. undir leiðsögn hins heimsfræga ljósmyndara Aaron Siskind. Bell hefur sýnt myndir sínar víða í Bandaríkjunum og Mið-Ameríku, en sýningin í Slunkaríki er sú fyrsta hérna megin Atlantshafs. Sýningin stendur til 17. september og er opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16:00- 18:00. Merkjasöluhelgi Krabbameinsfélags Tslands 1.-3. september Krabbameinsfélag Islands efnir til fjár- söfnunar til styrktar starfsemi sinnar með merkjasölu um allt land helgina 1.-3. september. Hvert merki, sem er hnappnæla, verður selt á 200 kr. Aðildarfélög Krabbameins- félagsins, sem eru 29 að tölu, fá um helming af andvirði hvers selds merkis til eigin ráðstöfunar, en hinn hlutinn rennur . til Krabbameinsfélags íslands, sem rekur umfangsmikla starfsemi, svo sem leitar- starf og rannsóknir. 1 Reykjavík verður sölunni hagað þannig, að stuðningshópar sjúklinga standa fyrir sölu þar, en þeir hópar eru aðilar að félaginu. Utan Reykjavíkur munu Krabba- meinsfélög á viðkomandi stöðum sjá um söluna. Stefnt er að því að sala merkja fari fram á sjálfboðaliðagrundvelli. Dagsferðir F.í. sunnud. 3. sept. Kl. 10:00 Botnssúlur (1095 m) Gengið frá Svartagili í Þingvallasveit og komið niður í Brynjudal (1000 kr.) Kl. 13:00 Brynjudalur. Gengið frá Ingunnarstöðum oginndalinn. (1000kr.) KI. 08:00 Þórsmörk-Dagsferð. (2000 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag íslands. Sunnudagsferðir Útivistar 3. sept. Kl. 08:00 Þórsmörk-Goðaland. Stansað í 3-4 klst. í Mörkinni. (1500 kr.) Kl. 10:30 Landnámsgangan. Leggja- brjótur-Svartagil. Göngu-ferð um gömlu þjóðleiðina úr Hvalfirði til Þingvalla. Kl. 13:00 Kjósarheiði-Stíflisdalsvatn- Brúsastaðir. Ný og skemmtileg ferð. Brottför frá BSI, bensínsölu. Þeir sem hafa áhuga á þessu, skrifi á dönsku eða ensku til Child-Care International CCCI Rolighedsvej 17 D.K. 3500 Værlpse Danmark Með kveðju og þökk, Elsa Kristjánsdóttir Sálu þína helgi há hugsjón líf í vömum sendu yl frá innstu þrá öllum sorgar börnum Hreinni þinni haltu trú hjartans eyddu klaka sofðu aldrei þegar þú þarft og átt að vaka Jón Einarsson frá Leynimýrl Ólafur Þ. Þórðarson GuðmundurG. Þórarlnsson Bíldælingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson og Guðmundur G. Þórarinsson mæta á almennum stjórnmálafundi á Bíldudal mánudaginn 4. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Ólafur Þ. Þórðarson GuðmundurG. Þórarinsson Þétur Bjarnason Tálknfirðingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Tálknafirði þriðjudaginn 5. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Patreksfirðingar og nágrannar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Patreksfirði miðvikudaginn 6. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Dýrfirðingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Þingeyri fimmtudaginn 7. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Konur Suðurlandi Landsþing LFK verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. sept- ember n.k. Félag framsóknarkvenna í Árnes- sýslu gengst fyrir rútuferð á þingið frá Eyrarvegi 15, Selfossi kl. 17.00 föstudaginn 8. september og til baka að loknu þingi. Þær konur sem vilja vera með, tilkynni þátttöku í síma 63388, sem fyrst. Ath. þingið er opið öllum konum. Fjölmennum. Félag framsóknarkvenna (Árnessýslu. LFK \ \ ijif Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 15. september n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Nánar auglýst síðar. Stjórn K.F.V. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Kópavogur - Opið hús Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. Framsóknarfélögin 17.30 til 19.00. GODIRISLENDINGAR!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.