Tíminn - 21.09.1989, Síða 2

Tíminn - 21.09.1989, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 Þjóðin verður að taka á sig viðbótarskatt vegna Leifsstöðvar. Fjármálaráðherra telur við hæfi að kalla skattinn „Matthíasarskatt" Skuldum 3.5 milljarða vegna flugstöðvarinnar Allt stefnir nú í 31 milljón króna tap af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á þessu ári í stað 8 miUjón króna greiðsluafgangs eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þar við bætast 9 milljónir króna í afborgun af langtímalánum. Þá liggur nú fyrir að núverandi tekjustofnar flugstöðvarinnar duga ekki tU að standa undir rekstri og fjármagnsgjöldum og er áætlað að halli á rekstrinum verði að meðaltali, miðað við óbreyttar aðstæður, 130 milljónir króna á ári eða 2.5 milljarðar á næstu 20 árum. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við Tímann í gær að forráða- menn Sjálfstæðisflokksins hafi á sín- um tíma blekkt þjóðina sem þurfi nú að taka á sig auka skattlagningu vegna flugstöðvarinnar. Þessar upp- lýsingar um rekstur og skuldastöðu flugstöðvarinnar eru fengnar frá fjármálaráðuneytinu og eru sam- kvæmt endurskoðaðri rekstraráætl- un fyrir þetta ár. Skýringar á þessari slöku stöðu flugstöðvarinnar eru helst taldar vera óhagstæð þróun bandaríkjadals, samdráttur í iend- ingargjöldum og fækkun farþega. Skuldir eru 3.5 milljarðar Áætlað er að 100 milljónir króna þurfi til að ljúka smíði flugstöðvar- innar og verða þá heildarskuldir vegna byggingarinnar orðnar 3.5 milljarðar króna. Byggingarkostn- aður flugstöðvarinnar, fyrir utan hluta Bandaríkjastjórnar, var fjár- magnaður með langtímalánum sem tekin voru með milligöngu Endur- lána ríkissjóðs. Tvö stærstu lánin sem hvort um sig eru 1.2 milljarðar króna eru með einn gjalddaga og eiga að greiðast á árinu 1995 og 1997. Er í endúrskoðuninni gert ráð fyrir að þessum lánum þurfi að skuldbreyta þannig að greiðslur verði jafnari og lánstími lengri. Greiðslubyrðin 375 milljónir á ári Lauslegt mat hefur verið lagt á hver árleg greiðslubyrði verði af langtímalánum og vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði. Er þar gert ráð fyrir 20 ára endurgreiðslutíma. Sem fyrr segir þarf 100 milljónir til að ijúka flugstöðinni. Á þessum tuttugu árum er gert ráð fyrir að fjórðungi af byggingarkostnaði, eða 1.2 milljörðum króna, verði varið til endurbóta og viðhalds. Vextir af lánum eru áætlaðir 8%. Miðað við þessar forsendur er talið Ijóst að á fyrsta ári yrði greiðslubyrðin 475 milljónir króna en meðalkostnaður á ári yfir tímabilið yrði 375 milljónir króna. Matthíasarskatturinn „Þessi niðurstaða kemur mér ekki svo mjög á óvart þar sem ég sagði á sínum tíma að þessi flugstöðvar- bygging ætti eftir að verða hrikalegur baggi á þjóðinni. Ég tel að forráða- menn Sjálfstæðisflokksins sem beittu sér fyrir því að þessi flugstöð yrði byggð, Geir Hallgrímsson og Matthías Á. Mathiesen, hafi stór- lega blekkt þjóðina því þeir lögðu málið þannig fyrir að Bandaríkja- menn borguðu helminginn og ís- lendingar helminginn. Þá var reikn- að með að byggingarkostnaðurinn yrði 40 milljónir dollara og Banda- ríkjamenn höfðu vit á því að segjast borga 20 milljónir og ekki eyri meira og íslendingar tóku á sig allar viðbót- arhækkanir. Niðurstaðan er svo í dag, þrátt fyrir að flugstöðin sé búin að starfa í nokkur ár, að íslenska þjóðin skuldar í þessari stöð 3.5 milljarða í erlendum lánum. Að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálu- ráðherra telur við hæfi að tala um „Matthíasarskatt“... auki kemur til viðhaldskostnaður upp á rúman milljarð króna á næstu tuttugu árum. Þetta er auðvitað hrikalegt dæmi í okkar litla þjóðfé- lagi, það er ekki til nokkurt annað dæmi um slíka fjárfestingu." Ólafur sagði að aðeins væru þær leiðir færar að leggja enn meiri gjöld á farþegana eða þau fyrirtæki sem þarna starfa eða þá að leggja sérstak- an skatt á þjóðina og sjálfsagt yrði Mathiesen fyrrum utanríkisráð- herra. sú leið farin. „Það verður þá að leggja skatt á þjóðina til að standa undir þessu ævintýri Sjálfstæðis- flokksins sem ég vildi gjaman nefna í höfuðið á Matthíasi Á. Mathiesen og kalla „Matthíasarskatt“. Því ekki baðaði hann sig svo lítið í sviðsljós- inu á opnunarhátíðinni og færði þjóðinni þetta að gjöf og lét svo mynda sig og aðra frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir framan flugstöðina. Stærðargráðan er sú að árlegur skattur sem þyrfti að koma til vegna þessa flugstöðvarævintýris næmi u.þ.b. þriðjungi af þeirri eigna- skattsaukningu sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og aðrir eru búnir að vera vitlausir út af í allt sumar. Þetta er enn einn minnisvarðinn um stjóm Sjálfstæðisflokksins á mál- efnum þjóðarinnar. Má geta þess að þessi 4.5-5 milljarðar sem við mun- um skulda í flugstöðinni er álíka upphæð og öll skuldbreytingin fyrir sjávarútvegsfyrirtækin á íslandi og rúmlega milljarði meiri en heildar- niðurgreiðslumar á mjólk, kjöti og öðmm nauðsynlegum matvælum landsmanna á einu ári, þannig að við emm að tala um risavaxnar upphæð- ir í okkar litla þjóðfélagisagði fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson. SSH ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 11. til 15. september sl: Seldu fyrir 152 milljónir í liðinni viku voru seld samtals 1620 tonn af fsfiski á mörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi. Samtals fengust 152 milljónir króna fyrir aflann. Þar af voru seld tæp 807 tonn úr gámum á Bretlandsmark- aði, fyrir um 84,5 milljónir króna. Fimm bátar lönduðu í Hull og Grimsby samtals 391 tonni og feng- ust réttar 40 milljónir fyrir aflann. Þessir bátar voru Erlingur SF 65 með 42,6 tonn, meðalverð 90,09 krónur fyrir hvert kíló, Garðey SF 22 með 72 tonn, meðalverð 101,98, Gjafar VE 600 með tæp 90 tonn, meðalverð 103,45 krónur, Húna- röst ÁR 150 með 105 tonn, meðal- verð 103,50 krónur og Stapavík SI 5 með rúm 77 tonn, meðalverð 106 krónur. Þessi 391 tonn skiptust þannig að hlutur þorsks var 286 tonn, meðalverð 104,29 krónur, ýsa vó 71 tonn, meðalverð 113,66 krónur, ufsi vó 19,8 tonn, meðalverð 43,47 krónur, af karfa voru seld rúm 3 tonn og af kola 2 tonn. Blandaður afli vó rúm 8 tonn, meðalverð 98,26 krónur. Úr gámum voru 800 tonn seld á Bretlandsmarkaði fyrir 84,5 millj- ónir króna. Af þessum 800 tonnum voru 423 tonn af þroski, meðalverð 107,12 krónur, tæp204tonn af ýsu, meðalverð 107,17 krónur og af. kola var flutt út 87,6 tonn, meðal- verð 94,26 krónur. Þá voru 17 tonn af ufsa og 14 tonn af krafa í þessari sendingu og 60 tonn af blönduðum afla, meðalverð 122,55 krónur. Þrír bátar sigldu með samtals 421 tonn til Þýskalands í síðustu viku. Þetta voru Barðinn GK 375 með tæp 100 tonn, meðalverð 56,27 krónur, Gullver NS 12 með tæp 169 tonn, meðalverð 71,97 krónur og Stálvík SI 1 með 153 tonn, meðalverð 63,34 krónur. Af aflanum voru 203 tonn af karfa, meðalverð 75,89 krónur, tæp 162 tonn af ufsa, meðalverð 50 krónur og af blönduðum afla voru 31 tonn, meðalverð 48,54 krónur. Þá voru 15 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu í aflanum, sem seldur var í Þýska- landi. - ABÓ Nýir eigendur teknir viö Pottinum og pönnunni: „Desertbar“ á Potti og pönnu Nýir eigendur hafa tekið við rekstri veitingastaðarins „Potturinn og pannan" í Brautarholti 22. Það eru matreiðslumeistararnir Guð- mundur Viðarsson og Stefán Stefánsson. Báðir störfuðu þeir áður í Veit- ingahöllinni í Húsi verslunarinnar. Guðmundur starfaði áður m.a. á Grand Hótel í Osló. Stefán er veit- ingahúsagestum þegar góðkunnur, en hann var yfirkokkur f Múlakaffi til fjölda ára. Þegar hafa þeir félagar gert nokkr- ar breytingar á staðnum og er nú mjög létt yfir honum og umhverfi matargesta allt hið hlýlegasta. Ein af þeim nýjungum sem Pottur- inn óg pánnan bjóða' upp á er svokallaður „desertbar" sem fylgir öllum réttum á matseðlinum. Getur þar að líta gott úrval eftirrétta. Þá er á boðstólum veglegur salatbar með súpu og brauði sem einnig er innifal- ið í réttum dagsins. Áfram mun Potturinn og pannan einbeita sér fyrst og fremst að fisk- réttum og einnig verður íslenskt lambakjöt í hávegum haft. Að sögn þeirra félaga hefur verið gott að gera þessa fyrstu daga og gestum líkað vel. - ES Guðmundur Viðarsson og Stefán Stefánsson (t.h.) við salat- og „desert“ -barinn á Pottinum og pönnunni. Timamynd Pjotur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.