Tíminn - 21.09.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 21.09.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 Atvinnulausir fleiri í ágústhelduren í maí, júní ogjúlí: Tæplega 2000 atvmnulausir í ágústmánuði Skráðir atvinnuleysisdagar í ágúst svöruðu til þess að tæplega 1.900 manns hafi verið án vinnu allan mánuðinn. Það er aukning um 100 manns frá því sem verið hefur allt frá þvi í maí í vor, og sú aukning kemur öll fram í minni atvinnu karla. Atvinnulausir í ágúsit voru um fjórum sinnum fleiri heldur en í ágúst 1988. ágústmánuð vegna sumarleyfa. Pann sama mánuð meira en tvö- faldast fjöldi atvinnulausra í Eyj- um frá mánuðinum á undan, upp í um 90 manns. Miðað við íbúafjölda í Eyjum svarar þessi tala til þess að um 4.720 manns hefðu verið atvinnu- lausir á landinu öllu. Þá vekur og athygli að á sama tíma og fjöldi atvinnulausra karla í Eyjum fjór- faldaðist milli júlí og ágúst, úr 18 upp í 75, þá fækkaði atvinnulaus- um konum um helming, niður í aðeins 14 í ágúst. Fjöldi atvinnu- lausra Eyjakarla svarar hlutfalls- lega til þess að um 3.900 karlar ( landinu hefðu þurft að ganga með hendur í vösum allan ágústmánuð, eða nær fimmfalt fleiri heldur en raun var á. Af atvinnulausum nú er helm- ingur á höfuðborgarsvæðinu - 950 manns - sem bæði er fjölgun frá því í júlí og 6-földun ef borið er saman við ágústmánuð í fyrra, þegar skráð atvinnuleysi svaraði aðeins til um 150 manns. Á Suður- nesjum svaraði atvinnuleysi nú til 147 án vinnu borið saman við 17 manns í ágúst í fyrra. Rúmlega 58% allra atvinnulausra eru því á suðvestur homi landsins, sem er miklu hærra hlutfall en um mörg undanfarin ár. Spurning er hvort sú ákvörðun atvinnurekenda að Ioka vegna sumarleyfa starfsmanna hafi haft áhrif á atvinnuleysisskráningu. Eins og Tíminn greindi nýlega frá lá t.d. fiskvinnsla, og þar með mestur hluti atvinnulífsins, nánast niðri í Vestmannaeyjum nær allan 13. október, dagur fatlaðra: 100 manns búa við óviðunandi aðstæður Landssamtökin Þroskahjálp og öryrkjabandalag íslands hafa ákveðið að efna til dags fatlaðra á íslandi föstudaginn 13. október næstkomandi. Þennan dag munu fyrrnefndir aðilar standa að að- gerðum til að krefjast úrbóta í málefnum fatlaðra en yfir 100 fatl- aðir einstaklingar búa við óviðun- andi aðstæður í húsnæðismálum. Lagt verður af stað í kröfugöngu, frá Hlemmi klukkan 16:00. Gengið verður að Alþingishúsinu þar sem hefst útifundur klukkan 16:30. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að tilgangur aðgerðanna sé að fara fram á það við stjórnvöld að þau geri áætlun um lausn hús- næðismála og umönnunar mikið fatlaðs fólks. Á vegum svæðisstjórna um mál- efni fatlaðra hefur verið gerður listi yfir fatlað fólk sem býr við óviðunandi aðstæður í húsnæðis- málum. Þar kemur meðal annars fram að yfir 100 manns búa við slíkar aðstæður. SSH Símamenn mót- mæla hækkunum Tímanum hafa borist eftirfar- teknum hækkunum á neysluvörum andi tillögur sem voru samþykktar heimilanna. á félagsráðsfundi Félags íslenskra símamanna 15. september sl. í Félagsráði situr 21 fulltrúi kos- inn af símamönnum á landinu öllu úr hinum ýmsu starfsgreinum. Á fundinn mættu 20 fulltrúar og samþykktu þeir allir - eftir líflegar umræður með almennri þátttöku - þær tillögur er hér liggja fyrir: ■ Mótmæla harðlega síendur- Iðja ályktar Almennur félagsfundur í Iðju, féiagi verksmiðjufólks sem haldinn var fyrir skömmu tekur undir þau sjónarmið ASÍ að í næstu samning- um verði krafist verðtryggingar á laun, aukins kaupmáttar, og lífs- kjarajöfnunar. ■ Krefjast þess að stjórnvöld standi við gera samninga. ■ Telja það ljóst af fenginni reynslu undanfarinna missera að í komandi kjarasamningum verði að ná fram kaupmáttartryggingu. ■ Mótmæla harðlega síendur- teknum afskiptum Rafiðnaðar- sambands íslands af innri málefn- um Félags íslenskra símamanna, nú síðast málefnum símsmiða. ■. Krefjast þess að samninganefnd ríkisins semji um sambærileg laun við Félag íslenskra símamanna og samið er um við önnur stéttarfélög. ■ Styðja eindregið félagafrelsi, en varar ríkisvaldið við skrumskæl- ingu þess er birtist í því að mis- muna félögum í samningum til þess að sundra stéttarfélögum og grafa undan samheldni launa- manna. ■. Hvetja allt launafólk tií sam- stöðu um að bæta laun og varar við hverskonar sundrungu. Nær 4.260 skráðir í nám í Háskóla (slands í vetur - þar af 1.745 nýir: Um 120 fleiri í Hl í haust en í fyrra Nýnemar í Háskóla íslands eru skráðir 1.745 í haust (skólaárið 1989/ 90). Það er fjölgun um 118 frá s.l. hausti. Öllu færri hefja nú nám í Málm- og skipasmíða- samband íslands: Styðja stóriðju Miðstjóm Málm- og skipasmíða- sambands íslands lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á íslandi og teíur að nýta eigi þá möguleika sem nú virðast fyrir hendi til stækkunar álverk- smiðjunnar í Straumsvík og enn frekari stóriðju utan höfuðborgar- svæðisins. Þetta kemur fram í álykt- un sem samþykkt var á fundi mið- stjórnar MSI og á félagsfundi í Félagi jámiðnaðarmanna 18. sept- ember sl. í ályktuninni segir ennfremur að miðstjórnin leggi áherslu á að slík stóriðja eigi ekki eingöngu að byggj- ast á sölu raforku til erlendra aðila. „Það er grundvallaratriði að íslensk fyrirtæki taki verulegan þátt í upp- byggingu og smíði framleiðslutækja þegar í upphafi og eðlilegri endur- nýjun. Einnig verður í slíkum samn- ingum að tryggja fjármagn til þess að rannsóknir og þróun tæknibúnað- ar og framleiðslu verði unnin af innlendum aðilum,“ segir í ályktun- inni. Þá samþykkti miðstjórn MSÍ aðra ályktun þar sem sagt er að óviðun- andi sé að á sama tíma og allmargir málmiðnaðarmenn séu atvinnulausir og mörg fyrirtæki ( málmiðnaði að verða verkefnalaus, þá séu fjárfest- ingar í skipasmíðum, breytingum og smíði tækjabúnaðar fyrir fiskiskip og verksmiðjur margfalt meiri er- lendis en innanlands. Miðstjórnin krefst þess að íslenskum málmiðnað- arfyrirtækjum verði sköpuð jöfn að- staða og erlendum samkeppnisaðil- um hvað varðar lánafyrirgreiðslu og bankaábyrgðir. Jafnframt þurfi að koma í veg fyrir óeðlileg undirboð erlendra aðila eftir opnun tilboða, á þann hátt að skylt verði að taka íslenskum tilboðum, ef þau eru Iægri eða jöfn erlendum tilboðum, eða að öðru leyti þjóðhagslega hagkvæm, segir í ályktun miðstjórnar MSÍ. -ABÓ lögfræði og viðskiptafræði en í fyrra- haust. Nýnemum í heimspekideild og félagsvísindadeild fjölgar á hinn bóginn töluvert. Um 136 hefja nám í læknisfræði í haust en aðeins 107 f hjúkrunarfræði, sem er sú stétt sem stöðugt virðist of fámenn ef miðað er við eftirspurn. Heildarfjöldi nem- enda er 4.256 manns f haust, sem er um 100 fleiri en í fyrrahaust. Fjöldi nýnema hvert haust frá 1986 hefur verið þessi: ’86 ’87 ’88 ’89 Guðfr.d. 15 11 14 20 Tannlækn. 35 29 29 34 Læknad. 252 200 258 268 Verkfræði 118 93 111 114 Lagad. 223 197 203 149 Viðsk/hagf. 326 292 294 257 Raunvís.d. 234 168 155 173 Fél.vís.d. 222 210 233 324 Heimspeki 278 284 339 405 Alls: 1767 1484 1627 1745 Nýnemar eru því álíka margir í haust og þeir voru haustið 1986. Benda má á, að árgangar 20 og 21 árs, sem ætla má að flestir nýnema komi úr ár hvert, eru nú nær fjögur hundruð fámennari heldur en haust- ið 1986 (um 4.150 í árgangi nú í stað 4.530 fyrir þrem árum). Það virðist geta bent til að sá hluti hvers árgangs sem heldur í háskólanám sé enn stækkandi. Þótt fjöldi nýnema sé svipaður og fyrir þrem árum verður töluverðra breytinga vart í námsvali. Töluverð fækkun (21-33%) er í laga-, við- skipta- og raunvísindadeild. Hins vegar er næstum helmings fjölgun (46-47%) í deildum félagsvísinda og heimspeki. í heimspekideild eru það sagnfræði og íslenska sem njóta aukinna vinsælda. í félagsvísinda- deild eykst áhuginn mest í sálar- fræði, uppeldisfræði, félagsfræði og mannfræði, að því er fram kemur í fréttabréfi Háskóla íslands. -HEI Nemendur Háskóla Islands: Vilja jólapróf fyrir jólafrí Um 80% háskólanema vilja að prófum haustmisseris verði lokið fyrir jól í stað þess að taka prófin 7.-23. janúar eins og nú tíðkast. En ef af slíkri. breytingu yrði, þyrfti fleiri breytingar. Skólinn yrði þá að hefjast rúmlega hálfum mánuði fyrr á haustin en mundi líka ljúka sem því nemur fyrr á vorin. í fréttabréfi Háskólans segir frá skoðanakönnún sem Stúdentaráð háskólans gekkst fyrir á meðan endurskráning stúdenta fór fram í vor sem leið, um skoðun þeirra á því að breyta próftímanum. Umræðu um þetta er sagt að skotið hafi upp annað veifið, þótt samstaða hafi hins vegar ekki náðst. Fulltrúar stúdenta í háskólaráði hyggist nú taka málið upp í ráðinu í vetur. Um 86% stúdenta tók þátt í könnuninni. Af þeim sem afstöðu .tóku vildu rúmlega 82% færa próf- tímann en aðeins tæplega 18% svör- uðu neitandi. Mest var fylgnin við breytingu í læknadeild (91%) en minnst í raunvísindadeild (72%). í fréttabréfi er bent á að af breytingu mundi leiða að próftíminn mundi færast frá 7.-23. janúar fram til líklega 3.-19. desember. Af því leiddi að einnig yrði að byrja kennslu tveim vikum fyrr á haustin, þ.e. á bilinu 25. ágúst til 6. september. Sjúkra- og upptökupróf yrðu sömu- leiðis að færast fram til um 10. til 24. ágúst. Kennsla á vormisseri gæti þar á móti byrjað strax að loknu jólaleyfi í stað 24. janúar. Vorprófum gæti þá verið lokið um 11. maí í staðinn fyrir maílök eins og nú er. Að mati greinarhöfundar, Þórðar Kristinssonar, mættu skil haust- og vormisseris vera á annan veg en nú er. Skýrari skil yrðu ef jólaleyfið skildi þau að. Eins og málum er nú háttað hefja menn vormisserið próf- þreyttir og márgir kennaranna fyrstu vikurnar í senn að kenna og fara yfir prófúrlausnir. „En vilja kennarar fara yfir prófúrlausnir á tímabilinu 19. des- ember til 6. janúar? Vilja nemendur missa jólaleyfið til upplestrar?", spyr greinarhöfundur. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.