Tíminn - 10.10.1989, Side 14

Tíminn - 10.10.1989, Side 14
14 Tíminn Þriðjudagur 10. október 1989 FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN - Er- ich Honecker leiötogi Austur- Þýskalands líkti frelsiskröfum þegna sinna viö kröfur náms- manna í Kína áöur en kín- verski herinn drekkti þeim í blóði. Honecker sagöi að ekk- ert gæti grafið undan kommún- ismanum í Austur-Þýskalandi nú á 40 ára afmæli Þýska Alþýöulýöveldisins. BUDAPEST - Umbóta- sinninn Rezso Nyers var kjör- inn forseti hins nýja Sósíalista- flokks Ungverjalands sem reis úr rústum gamla kommúnista- flokksins sem lagöur var niður á laugardaginn. Harölínu- kommúnistar eru taldir ætla að stofna eigin kommúnistaflokk og berjast fyrir áframhaldandi kommúnisma í landinu. Frjáls- arkosningarfarafram í landinu á næsta ári og töldu Nyers og aðrir umbótasinnaöir leiötogar gamla kommúnistaflokksins nauðsynlegt að stofnaður yröi nýr sósíalistaflokkur sem hafn- aoi kommúnisma til að koma umbótastefnu þeirri er ríkt hef- ur að undanförnu á legg. JAKARTA - Jóhannes Páll páfi II sem nú er á ferðalagi um Austur-Asíu hvatti kristna menn í Indónesíu til að virða lög og reglur í þessu fjölmenn- asta ríki múslíma í heimi, en hann krafðist þess einnig af stjórnvöldum í Indónesíu að þau virtu mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks á Austur-Tímor. AÞENA - Andreas Papan- dreou fyrrum forsætisráðherra Grikklands sem nú á yfir höfði sér málsókn segist hafa hætt við að reyna að mynda ríkis- stjórn vinstri manna og miðju- manna. NIKOSÍA - Sex Líbanar sem sakaðar hafa verið um samsæri gegn Michel Aoun leiðtoga kristinna manna í Líb- anon voru dæmdir í fangelsi á Kýpur fyrir að hafa SAM eld- flaugar í fórum sínum. Þeireru taldir hafa ætlað að sprengja þyrlu Aouns í tætlur er hún kæmi til Kýpur. Aoun hætti við ferð sína. MANILA - Fimm manns særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað í eigu fyrrum talsmanns Ferdinands Marcosar fyrrum forseta Filips- eyja. Fimm manns særðust. PARÍS - Frakkar hafa farið fram á að Suðurheimskauts- landið verði lýst heimsgarður til að vernda viðkvæmt dýraríki þar. UTLOND lllllllllll llllllllllllllll^ Tass, hin opinbera fréttastofa í Sovétríkjunum, skýrir frá niðurstöðum sovéskra vísindamanna: Risavaxnar geimverur í heimsókn hjá Rússum Sovéskir vísindamenn hafa úrskurðað að sérstæðar þriggja metra háar verur sem heimsóttu sovéska bæinn Voronezh fyrir nokkru hafi verið geimverur. Frá þessu skýrði sovéska fréttastofan Tass I gær. f frétt Tass segir að vísindamenn hafi verði kallaðir til eftir að skelf- ingu lostnir íbúar bæjarins Voronezh sem er í miðju Rússlandi höfðu þrisvar sinnum skýrt frá því að sérkennilegur skínandi bolti hafi svifið yfir helsta skemmtigarði í bænum og út úr hinu sérstæða fyrir- bæri hafi stigið hávaxnar verur með lítinn haus. Fullyrða bæjarbúar að verurnar hafi verið rúmlega þrír metrar á hæð. Samkvæmt lýsingum bæjarbúa voru verurnar svipaðar jarðnesku fólki að útliti og eð með þeim hafi verið lítið vélmenni. Verurnar gengu um stund kring um hinn glóandi hnött, en stigu síðan um borð og flugu á brott. Fullyrða bæjarbúar að verurnar hafi heimsótt bæinn í þrígang. Þeir bæjarbúar sem á horfðu voru stjarfir af skelfingu í nokkra daga á eftir ef marka má frá Tass. Fréttastofan fullyrðir að vísinda- menn sem hafi komið og skoðað vegsummerki hafi staðfest að hér hafi verið um geimverur að ræða. Verur utan úr geimnum hafa verið vinsælt rannsóknarefni í Sovétríkj- unum og birtast fréttir af geimverum reglulega í sovéskum blöðum, jafn- vel í opinberum málgögnum. Yfir- völd í Sovétríkjunum komu á fót sérstakri rannsóknarnefnd til að rannsaka óeðlileg fyrirbæri eftir að sást til „fljúgandi vindils" nærri Gorkí árið 1984. Vantrúaðir vestrænir fréttamenn spurðu talsmann Tass fréttastofunn- ar hvort fréttastofan væri að gera að gamni sínu með þessari frétt. - Tass er aldrerað gattina sér. Ef við byrjuðum á slíku þá væri tilveru okkar lokið, sagði talsmaðurinn. Jaröarbúar þekkja enga geimveru eins vel og kvikmyndastjörnuna ET sem hér er með félaga sínum Steven Spielberg. Hins vegar gæti orðið breyting á því í náinni framtíð því sovéskir vísindamenn staðhæfa að risavaxnar geimverur með lítinn haus hafi heimsótt bæ í miðju Rúss- landi. ET var lítill með stóran haus svo geimverurnar ■ Rússlandi eru greinilega ekki skyldar honum. Drepa hermenn í friðarskyni Skæruliðar hægri manna í Mós- ambík segjast hafa fellt um hundrað stjórnarhermenn í stórsókn sinni sem ætlað er að þvinga ríkisstjórn Mósambík að samningaborðinu og semja beint við skæruliða um frið. Óbeinar friðarviðræður hafa staðið með hléum frá því í sumar, en lítið gengið þar sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað ræða beint við skæruliða og skæruliðar vilja einungis ræða frið beint við stjórnvöld. - Þessi stórsókn okkar verður haldið áfram þar til ríkisstjórn Fre- limo samþykkir friðarviðræður á jafnréttisgrundvelli, segir í yfirlýs- ingu Þjóðarandspyrnuhreyfingar Mósambík sem birt var í Lissabon í gær. Talsmaður Þjóðarandspyrnu- hreyfingarinnar sagði að flestir her- mennirnir hefðu fallið í árás skæru- liða á herbúðir stjórnarhersins í Magude 100 km norður af Maputo höfuðborg Mósambík. Skæruliðar segjast hafa náð á vald sitt miklu magni vopna, sprengju- vörpum, eldvörpum og slíkum morðtólum. Þá segjast skæruliðar hafa eyðilagt rafmagnslínur svo stór- ir hlutar stærstu bæja í Mósambík séu nú rafmagnslausir. Noregur: Nýstofnað þjóð- þing Sama sett Ólafur Noregskonungur gerði sér ferð norður til Karasjok í gær og setti fyrsta þjóðþing Sama í Noregi Kylfunni beitt á 40 ára afmælinu Öryggislögreglan í Austur- Þýskalandi beitti óspart kylfunni á 40 ára afmæli Þýska Alþýðulýð- veldisins um helgina, þó ekki gegn þeim er tóku þátt í hátíðarhöldum stjórnvalda, heldur gegn þeim er mótmæltu þeirri frelsissviptingu sem Þjóðverjar á hernámssvæði Sovétríkjanna hafa þurft að þola alla tíð. Á laugardaginn voru 40 ár liðin frá því Sovétmenn komu á fót leppstjórn sá hernámssvæði sínu í Austur-Þýskalandi með stofnun Þýska Alþýðulýðveldisins. Stjórn- völd héldu að vonum glæst hátíðar- höld, en jafnframt þeim hópaðist fólk saman og krafðist frelsis. Ör- yggislögreglan réðist að mótmæl- endunum með mikilli hörku og brutust út mestu átök í sögu Aust- ur-Þýskalands frá því uppreisn austurþýskra verkamanna var brotin á bak aftur með sovéskum skriðdrekum árið 1953. en Samar kusu sér þjóðþing í síðasta mánuði. Þjóðþingi Sama er ætlað að vera norska Stórþinginu ráðgefandi um málefni Sama og munu öll frum- vörp sem snerta menningu og tungu Sama koma fyrir þingið. Þá er þjóð- arþinginu ætlað að vernda og hlúa að menningu þessara frumbyggja Skandínavíu sem komu á norðurslóð fyrir tvöþúsund árum eða svo. Menningu Sama stafar nú meiri ógn af utanaðkomandi áhrifum en nokkru sinni fyrr. Þó öfgafullt kristniboð fyrri alda hafi illilega skaðað menningu Sama á sínum tíma þá hafa atburðir undanfarna ára ekki haft minni áhrif. Kjarnorku- slysið í Tsjernóbíl var Sömum þungt í skauti, því geislavirkt úrfelli féll á beitarlönd hreindýra þeirra svo hefðbundin nýting hreindýra er úr sögunni í bili. Þá hafa áhrif tækniald- ar sótt hart að menningararfleifð Samaþjóðarinnar. Samar í Noregi eru um þrjátíu þúsund talsins og sitja þrjátíu og níu fulltrúar þeirra þingið í Karasjok. Nýr dómsmálaráðherra skipaður í Kólumbíu: Ekki rénar morðaldan Áfram heldur morðaldan í Kól- umbíu þar sem stjórnvöld hafa sagt eiturlyfjabarónunum stríð á hendur. Á sunnudag sprakk sprengja í lang- ferðabfl fyrir utan Bogóta höfuðborg Kólumbíu og fórust sjö manns. Átta særðust. Sprengjan sprakk stuttu eftir að Virgilio Barco forseti landsins hafði sett þrjá nýja ráðherra inn í embætti, en forsetinn hefur átt í erfiðleikum með að manna ríkisstjórn sína eftir að Monica de Greiff dómsmálaráð- herra sagði af sér fyrir hálfum mán- uði. Monica sagði af sér eftir að eiturlyfjabarónarnir höfðu hótað að drepa börn hennar héldi hún áfram starfi sínu. Frá því- Barco forseti sagði eitur- lyfjabarónunum í Medellín og Cali stríð á hendur 24.ágúst síðastliðinn hafa sextíu og fjórar sprengjur sprungið í Bogóta og hundrað og tuttugu annars staðar í landinu. Roberto Salazae Manrique nokk- ur tók við embætti dómsmálaráð- herra og er hann níundi dómsmála- ráðherrann í Kólumbíu á þremur árum. Frá því árið 1980 hafa þrjúhundr- uð og fimmtíu starfsmenn dóms- málaráðuneytisins, þar af fimmtíu dómarar verið drepnir og er talið að eiturlyfjabarónarnir hafi staðið á bak við flest þessara morða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.