Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 14. desember 1989 Fra athafnasvædi Lmdalax. Friörik Sigurðsson formaöur LFH áhyggjufullur vegna undangenginna gjaldþrota: Fleiri fyrirtæki í þrot við óbreyttar aðstæður „Ég held að hægt sé að fullyrða að þetta sé ekki fastur Uður sem er að komast á, að það sé eitt fyrirtæki á mánuði,“ sagði Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landsambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva í samtali við Tímann, aðspurður hvort gjaldþrot tveggja einna stærstu fyrirtækja í greininni væri vísir að því sem koma skyldi. Eins og Tíminn greindi frá í gær var Lindalax úrskurðað gjaldþrota í fyrradag og fyrir rúmum mánuði fór íslandslax sömu leið. Hann sagði að líklega hafi það ekki komið þeim sem best þekktu til í greininni á óvart að Lindalax yrði gjaldþrota. Aðspurður hvort fleiri fyrirtæki komi til með að fara á hausinn á næstunni, sagði Friðrik að miðað við óbreyttar aðstæður, þá muni fleiri fyrirtæki fara á hausinn. Hann sagði að jafnvel þó gripið yrði til aðgerða, sem bæði þeir, Framkvæmdasjóður og fleiri aðiiar hefðu lagt til, þá væru ein- hver fyrirtæki sokkin svo djúpt í skuldafenið að þeim yrði ekki bjargað. Þessar aðgerðir voru m.a. frestun á greiðslu vaxta og afborg- ana af fjárfestingarlánum, endur- greiðsla söluskatts, að Atvinnu- tryggingasjóður kæmi inn og veitti skuldbreytingar og að ábyrgða- kerfinu yrði breytt, hvort sem það yrði gert með því að breyta lögun- um um Tryggingasjóð fiskeldislána eða koma upp nýrri deild í ríkis- ábyrgðasjóði. „Það virðist vera stefna stjóm- valda að gera ekki neitt og að láta fyrirtækin hvert á fætur öðru fara á hausinn," sagði Friðrik. Þessari fullyrðingu til stuðnings, segir Friðrik að benda megi á það að eldismenn hafi gert kröfu á að fá endurgreiddan söluskatt fyrir árin 1988 og 1989, sem þeir telja vera vangoldinn ennþá, samtals að upp- hæð 215 milljónir króna. „Það heyrist ekki neitt. Menn skella bara við skollaeyrum í fjármála- ráðuneytinu og þetta virðist háð geðþóttaákvörðun fjármálaráð- herra hvort söluskatturinn verður endurgreiddur eða ekki,“ sagði Friðrik. Þá benti hann á að Iandbúnaðar- ráðherra hafi lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Trygg- ingasjóð fiskeldislána, til að auka hans heimildir til greiðslutrygginga og sníða þá annmarka af sem komið hafa upp á því ári sem hann hefur verið starfræktur. Samhliða þessu hefur fjármálaráðherra kom- ið með eigið frumvarp um að stofnuð verði sérstök deild í ríkis- ábyrgðasjóði. „Farið var af stað með miklum gassagangi í nóvemb- er með hvoru tveggja, en ekkert gerist. Þetta liggur bara niður í þingi og menn hugsa ekkert um þetta, þannig að mér sýnist það vera stefna stjórnvalda að sitja með hendur í skauti og láta fyrir- tækin fara á hausinn, því þá þurfa þeir ekki að gera neitt, þó svo þeir tapi mest á því sjálfir. Vegna þess að þá munu opinberir sjóðir og reyndar ríkisbankar, sem eiga hagsmuna að gæta hjá þessum fyrirtækjum, tapa,“ sagði Friðrik. Hefur endurgreiðsla á söluskatti afgerandi áhrif fyrir einhver fyrir- tæki? „Það hefur klárlega afger- andi áhrif fyrir sum fyrirtæki. Við erum að tala um 50-60 fyrirtæki sem eiga að fá endurgreiddan sölu- skatt, sem þýðir að meðaltals- Verið að samræma laun á fræðsluskrifstofunum launakerfi ríkisins. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra: Engar yfirborganir inni í þeirri mynd „Fræðsluskrífstofurnar eru einn af þeim þáttum sem nú færast yfir á ríkið en voru áður í samrekstri ríkis og sveitarfélaga. Ríkið greiðir að sjálfsögðu ekki önnur kjör en þau sem eru samningsbundin þannig að hafí verið um persónulegar greiðslur til einstaklinga, þá er slíkt ekkert sem við getum borið ábyrgð á,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Á mörgum fræðsluskrifstofum landsins hafa umtalsverðar yfirborg- anir tíðkast og spurningin er því hvort yfirborgaðir starfsmenn þeirra muni halda þessum greiðslum þegar skrifstofurnar verða alfarið reknar af ríkinu frá og með næstu áraniót- um. Svanfríður sagði að fræðsluskrif- stofumar hefðu til þessa verið sér- kennilega staðsettar innan kerfisins og hvorki heyrt beint undir ríkið né sveitarstjórnir. Fræðsluráðin hefðu haft yfirstjórnina með höndum, en þau verið kosin af fjórðungssam- böndunum sem ekki höfðu stöðu sem stjórnarfarslegir lögaðilar. Svanfríður sagði að sveitarfélög og ríki hefðu síðan skipt með sér kostnaði af rekstri stofanna og fræðslustjórarnir hefðu haft nokkurt sjálfdæmi um kjör starfsmanna og á hvern hátt þeir röðuðust í stéttarfé- lög. Þetta hefði verið vegna þess að starfsemi og starfsmannahald fræðsluskrifstofanna féll hvorki und- ir launakerfi ríkis né sveitarfélaga. „Að hluta til var launakerfi innan fræðsluskrifstofanna samræmt launakerfi ríkisins en að hluta til út og suður og starfsmenn þeirra tóku laun eftir ýmsum kjarasamningum, kannski eftir aðstæðum á hverjum stað. Þetta er nú verið að reyna að fella undir eitthvert kerfi,“ sagði Svanfríður. Hún sagði að ljóst væri að verið hefðu og yrðu einstaklingar á fræðsluskrifstofunum sem hefðu ver- ið ýmist fráleitlega hátt og fráleitlega lágt launaðir. „Það er alveg ljóst að í þær stöður sem þetta fólk gegnir núna verður ekki ráðið aftur á þau kjör. Við höfum verið að undan- förnu að reyna að búa til einhvers konar launakerfi innan fræðsluskrif- stofa sem ætlunin er að gildi í fra’mtíðinni.“ Svanfríður sagði sem dæmi um laun þá hefðu sálfræðingar verið á launum sem Sálfræðingafélag Is- lands hefði samið um og svo yrði áfram. Kjör kennsluráðgjafa hefðu til þessa verið miðuð við kjör kennara, yfirmenn hefðu ýmist mið- að sín laun við laun skólastjóra eða yfirkennara. Á þennan máta hefði launakerfi fræðsluskrifstofanna vfð- ast hvar verið. Nú væri verið að reyna að festa það í sessi á þann hátt. Hún sagðist ekki vita til að menn hefðu sagt upp vegna þess að þeir fyrirsjáanlega lækkuðu í launum þegar þeir yrðu ríkisstarfsmenn eftir áramótin. „Það hefur ekki verið talað um neinar yfirborganir í þeim viðræðum sem fram hafa farið milli ráðuneytisins og starfsfólks fræðslu- skrifstofanna. Við höfum fyrst og fremst verið að fella það launakerfi sem þarna hefur verið að þróast, að því launakerfi sem getur gengið innan ríkiskerfisins,“ sagði Svanfríð- ur Jónasdóttir. -sá greiðslan er á bilinu 3,5 til 4,5 milljónir fyrir hvert fyrirtæki og getur farið yfir tíu milljónir í sumum tilfellum. Það munar nú um minna á þessum síðustu og verstu tímum,“ sagði Friðrik. í Lögbirtingablaðinu sem út kom í fyrradag, eru auglýst nauðungar- uppboð á eignum tíu fyrirtækja í fiskeldi og er heildarupphæðin 66,7 milljónir króna auk vaxta og kostn- aðar. Kröfumar eru allt frá rúmum 7 þúsund krónum upp í rúmar 39 milljónir króna. Friðrik sagði að fiskeldi væri ekkert að líða undir lok, en ljóst væri að verðlækkun hefði orðið á laxi og framleiðslan aukist mun meira en menn væntu á markaðinum. „Það eru alls ekki færri gjaldþrot hjá hinum þjóðun- um, jafnvel þótt þau ættu að margra mati að vera betur stæð þar sem þau fóru fyrr af stað en við, t.d. í Noregi," sagði Friðrik. -ABÓ Kýrkjöt eða ungneytakjöt Neytendasamtökin og Lands- samband kúabænda hafa sent kjötiðnaðarstöðvum og matvöru- verslunum bréf þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til þeirra, að fram komi á umbúðum og kjötborðum verslana hvaða gæðaflokkur kjöts er til sölu hverju sinni. Þetta er gert vegna þrálátrar umræðu í fjölmiðlum um að kýrkjöt sé selt sem ung- neytakjöt í verslunum. -EO Djúpavogs- prestakall Biskup íslands hefur auglýst Djúpavogsprestakall í Austfjarð- arprófastsdæmi laust til umsókn- ar og er umsóknarfrestur til 23. desember nk. Sr. Sigurður Ægisson sem þjónað hefur prestakallinu undanfarin fjögur ár hefur verið skipaður sóknarprestur í Bolung- arvíkurprestakalli, Vestfjarðar- prófastsdæmi frá 1. desember sl. Sr. Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum, Aust- fjarðarprófastsdæmi gegnir auka- þjónustu í Djúpavogsprestakalli um þessar mundir eða þar til nýr prestur kemur til þjónustu í prestakallinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.