Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 14. desember 1989 Fimmtudagur i4. desember 1989 Tíminn 11 Sekkur Gullskipið í ríkissjóð? Eftir Stefán Ásgrímsson „Tillöguflutningurinn miðar að því í senn að bjarga merkilegum menningar- verðmætum og tryggja ríkissjóði álitleg- an hagnað án verulegrar áhættu.“ Þetta eru niðurlagsorð greinargerðar með frumvarpi um ríkisábyrgð til handa Gullskipi h.f. en það félag taldi sig árið 1982 hafa fundið „gullskipið" Het Wap- en van Amsterdam. Alþingi samþykkti lög um ríkisábyrgð vegna leitarinnar að gullskipinu og veitti Landsbanki íslands síðan lán að upphæð 12 milljónir króna. Það lán er nú orðið stórum meira og stendur í nærri 80 milljónum og allt útlit fyrir að ríkissjóður og háttvirtir skatt- borgarar muni greiða þessa skuld vegna gullskipsins sem þann 5. september 1983 reyndist vera togari sem strandaði á Skeiðarársandi árið 1903. Bankinn óskar gjaldþrotaskipta Þann tíunda nóvember s.l. óskaði Landsbanki íslands eftir því að hlutafé- lagið Gullskip yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Hjá borgarfógeta fengust þær upplýsingar í gær að þar sem beiðnin væri svo nýlega komin til fógeta væri úrskurðar vart að vænta fyrr en upp úr áramótunum. Árangurslaust fjárnám mun hafa farið fram hjá Gullskipi h.f. vegna lánsins frá 1983 þegar leit stóð sem hæst að gullskip- inu Het Wapen van Amsterdam sem manna í millum hefur verið kallað gull- skipið. Þettasumar töldu Gullskipsmenn sig hafa fundið skipið og þyrfti að hafa hraðar hendur að bjarga því og verðmæt- um farmi þess. Lánið sem Gullskip h.f. tók í Lands- bankanum í kjölfar laganna um ríkis- ábyrgðina er nú farið að nálgast 80 milljónir króna og ekki farið að greiða af því krónu, enda ekkert skip fundið enn. Landsbankinn hefur því óskað eftir því að ríkið greiði lánið. Ríkisábyrgðarsjóður ábyrgðist þetta lán með svokallaðri einfaldri ábyrgð en það þýðir að kröfuhafi verður að ganga fyrst að skuldara áður en ábyrgðaraðilar eru krafðir um greiðslu. Það verður sem sé að sanna að ekkert sé til í búi Gullskips h.f. áður en Ríkisábyrgðar- sjóður og skattborgarar verða krafðir reikningsskila fyrir gullævintýrið. Hefði ríkið hins vegar gengist í sjálfskuldar- ábyrgð hefði það jafnframt selt bankan- um sjálfdæmi um hvort hann yfirleitt leitaði eftir greiðslu hjá skuldara sjálfum eða færi beint í ábyrgðaraðila. Ábyrgðin í fullu gildi Sigurður Thoroddsen lögfræðingur Ríkisábyrgðarsjóðs sagði í gær að sam- kvæmt lögunum hefði ríkið ábyrgst lán til Gullskips h.f. allt að 50 milljónum króna. Ábyrgðin hefði hins vegar ekki verið notuð nema að rúmum einum fjórða hluta og aðeins teknar að láni tólf milljónir króna. Það hefði nú undið upp á sig vöxtum, dráttarvöxtum og verðbót- um og er upphæðin nú nærri 80 milljónir króna. „Ábyrgðin er enn í gildi af láninu. Þegar ábyrgð er veitt á lán þá gildir hún ar til lánið er að fullu greitt," sagði igurður. Frumvarp til laga um heimild til handa ríkisstjórninni að ábyrgjast lán vegna björgunar skipsins Het Vapen van Am- sterdam var flutt á Alþingi vorið 1983 og voru flutningsmenn Birgir ísleifur Gunn- arsson, Þórarinn Sigurjónsson, Sverrir Hermannsson og Magnús H. Magnús- son. Ólaf ur Ragnar studdi málið 1983 - borgar að líkindum 1990 Meðal þeirra sem studdu frumvarpið var núverandi fjármálaráðherra; Ólafur Ragnar Grímsson sem þá sat á þingi. Hann tók til máls við umræðurnar um málið og taldi það hið áhugaverðasta. Hann fær nú sem fjármálaráðherra að líkindum að greiða fyrir þetta áhugamál sitt og annarra stuðningsmanna þess. Birgir ísleifur Gunnarsson var aðal flutningsmaður frumvarpsins um ríkis- ábyrgð vegna gullleitarinnar á Skeiðar- ársandi. Hann sagði í gær að fyrir hefðu legið ýmsar skýrslur þar sem yfirgnæf- andi líkur hefðu verið taldar á 'að gullskipið væri fundið. í öðru lagi hefðu legið fyrir yfirlýsingar frá Gullskipi h.f. um að væntanleg ríkisábyrgð yrði ekki látin falla á ríkið. „Menn töldu þetta vera svo sögulegan atburð ef hægt yrði að ná þessu skipi upp, að það væri kannski þess virði að ríkissjóður tæki að einhverju leyti þátt í þeirri áhættu sem einstaklingar voru að leggja þarna í. Það lá ljóst fyrir að þarna var um fornminjar að ræða og ríkið myndi eiga rétt á því að miklu leyti sem þarna kæmi upp,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson. Veðbönd í ófundnu gulli Lögin um ríkisábyrgðina hljóða svo: „l.grein: Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast lán sem tekið yrði vegna björg- unar skipsins Het Wapen van Amster- dam allt að 50 milljónum króna gegn þeim tryggingum sem fjármálaráðuneyt- ið telur fullnægjandi, svo sem í verðmæti hins bjargaða og söluandvirði skipsins úr landi, enda liggi fyrir samþykki fjárveit- inganefndar. 2. grein: Lög þessi öðlast þegar gildi. Þessi lög eru enn í gildi þrátt fyrir að skipið sem menn, þar á meðal þeir alþingismenn sem fluttu frumvaroið og greiddu því atkvæði, töldu ao væri fundið árið 1983, sé enn ófundið. Leitinni lauk þann 5. september 1983 þegar í ljós kom að skip það sem talið hafði verið gullskipið reyndist þýskur togari sem strandaði á Skeiðarársandi árið 1903. Áður höfðu gullleitarmenn meðal annars borað niður í skipið og talið sig finna sterka kryddlykt af því sem upp kom en skipið hollenska gæti hafa verið hlaðið kryddi. Leitin að gullskipinu hefur staðið yfir síðan árið 1960 og hafa gullleitarmenn; stjórnarmenn og hluthafar Gullskips h.f. o. fl. lagt mikið fé og fyrirhöfn í þessa leit. Stjórnarmenn Gullskips eru Bergur Lárusson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Gísli Sveinsson, Magnús Sigurlásson og Kristinn Guðbrandsson. Átti ekki að lenda á ríkinu Eyjólfur Konráð Jónsson; einn stjórn- armanna í Gullskipi h.f. neitaði því í gær að gjaldþrotaskipti Gullskips h.f. væru yfirvofandi og kvaðst ekki vita betur en búið væri að afturkalla beiðnina hjá borgarfógeta. Hann sagði að búið hefði verið að taka 12 milljónir af þeim 50 sem ríkisábyrgðin náði til þegar ósköpin dundu yfir og í ljós kom að gullskipið var ófundið enn. Hann sagði að féiagið skuldaði ekkert nema þessar upphaflegu 12 milljónir kr. Allar aðrar skuldir hefðu eigendur greitt. Hann neitaði því að Landsbankinn væri nú að innheimta þessa skuld. - En ef svo er ekki, hvar eru þær milljónir þá? Eyjólfur Konráð sagði að Ríkisábyrgðarsjóður væri ábyrgur fyrir þeim og fyndist skipið ekki gæti fallið á ríkissjóð að greiða þá peninga. Búið væri að ganga úr skugga um eignir félagsins með kyrrsetningu eigna þess og í ljós hefði komið að engar eignir fyrirfyndust fyrir utan leitarkostnaðinn, væri hann einhvers virði. Eyjólfur Konráð sagðist ekki hafa tekið þátt í umræðum eða atkvæða- greiðslu um ríkisábyrgðarfrumvarpið vegna þess hve málið var skylt honum. Hann sagði að eftir að frumvarpið var orðið að lögum hefði stjóm Gullskips sent frá sér tilkynningu um að reynt yrði að standa undir þessu láni, enda hefðu menn verið bjartsýnir á að finna skipið og ætlun þeirra hefði verið að koma í veg fyrir að þetta lenti á ríkinu. Óvíst um gull í skipinu Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi þann 19. september 1667. Skipið var þá á leið frá V-Indíum til heimahafnar í Amsterdam og sigldi í skipalest átta skipa frá Bretlandi í átt til Færeyja. Það varð viðskila við hin skipin í illviðri og hraktist undan veðri þar til það strandaði. Skipið var stórt vopnað kaupfar í eigu Hollenska austur Indíafélagsins og voru milli 200 og 250 manns um borð; áhöfn og farþegar. Enn er til skrá yfir farm allra skipanna átta er öll sigldu í skipa- lestinni hina örlagaríku ferð. Hins vegar vita menn ekki hvaða farm hvert skip- anna flutti, þannig að ekki liggur óyggj- andi fyrir hvort skipið hafi flutt gull. Leitin að gullskipinu eins og Het Wapen hefur verið nefnt, hófst árið 1960 en þá veitti forsætisráðuneytið Bergi Lárassyni leyfi til leitar með bréfi dag- settu 27. september sama ár. í bréfinu segir að Bergi sé heimilt að leita skipsins og hagnýta sér verðmæti þess gegn greiðslu 12% af söluandvirði þeirra verðmæta sem finnast kynnu, „að frádregnum flutningskostnaði til sölu- staðar, eins og það er orðað í bréfinu. Jafnframt voru gerðir samningar við landeigendur en þeir skyldu fá í sinn hlut 10% hugsanlegs hagnaðar. í greinargerð með ríkisábyrgðarfrum- varpinu frá 1983 segir m.a. „Síðastliðin tuttugu og tvö ár hefur verið unnið að leit skipsins og varið til þess miklum verðmætum og vinnu. Tuttugasta og áttunda júlí 1987 (ekki prentvilla) fannst skipið loks. Áætlun hefur verið gerð um að bjarga verðmætum þeim sem hér um ræðir á þessu ári. Fullvíst er talið að skipsskrokkurinn sé heill og allur sá farmur sem niðri í skipinu var, sé þar enn. Engin leið er að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem hér kann að vera um að ræða, en naumast geta þau verið minni en nemur kostnaði við björgun, eða fimmtíu millj- ónir króna. Hagsmunir ríkisins af björgun þessara verðmæta eru að sjálfsögðu lang mestir þar eð það fengi auk 12% þóknunarinnar miklar skatttekjur ef um veruleg verð- mæti er að ræða.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 247. Tölublað (14.12.1989)
https://timarit.is/issue/280715

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

247. Tölublað (14.12.1989)

Aðgerðir: