Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 14. desember 1989 BÆKUR Ástandið - Mannlíf á hernámsárum Út er komin bókin Ástandið — Mannlíf á hernámsárum eftir Bjarna Guðmarsson sagnfræðing og Hrafn Jökulsson blaðamann. Ástandið er leiftrandi fjörug og sannferðug lýsing á samskiptum íslendinga við erlent herlið á stríðsárum; dregnar eruupp hinar ýmsu myndir sem þessi samskipti tóku á sig, s.s. Bretavinnu, brask og sprúttsölu, skemmtanalíf og þjóðrembu svo fátt eitt sé nefnt. Fyrst og fremst greinir bókin þó frá ástum íslenskra kvenna og hermanna, umraeðum um slík sambönd og opinberum viðbrögðum gegn „ástandinu". Aragrúi fólks er leiddur til sögunnar og kennir þar margra grasa: kenningaglaðir ráðherrar, áhyggjufullur landlæknir, stórhuga lögreglumenn, lausmáll bóksali, þjóðhollir fylliraftar, vonsviknir karlmenn, lifsþyrstir dátar og góðhjartaðar drósir. Þá segir frá Tom Beldon sem lærði á sex vikum að bera fram orðið „súkkulaði", Drífu Höddu sem vildi verða Ameríkani, Tarsan sem hrelldi ibúa Sjafnargötunnar og Wise höfuðsmanni sem óttaðist að missa af heimsstyrjöldinni. Við samningu bókarinnar studdust höfundar við bækur og . blöð, skýrslur og ýmis skjöl. Þá ræddu þeir við fjölda fólks sem man þessa tíma og verður ekki annað sagt en að sínum augum líti hver á málin. „Ástandið" er mörgum viðkvæmt, en hér er tekinn sá kostur að segja frá á gamansaman og hispurslausan hátt. Víst er að Ástandið - Mannlíf á hernámsárunum mun verkja umtal, einkum fyrir það að í bókinni er tekið á ýmsum þáttum sem enn þykja feimnismál í íslensku samfélagi. Öllum mun þó bera saman um að hér er á ferðinni bæði heiðarleg og lifandi lýsing á umróti stríðsáranna. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga sem margar hverjar hafa ekki birst fyrr; eykur það enn á gildi hennar. Bókaforlagið Tákn gefur út. Dulmál dódófuglsins Minningaþættir Jóhönnu Kristjónsdóttur Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Dulmál dódófuglsins eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Bókin ber undirtitilinn Á ferð með augnabUkinu um f ramandi lönd. Hér eru nýjar og á köflum mjög ævintýralegar minningar Jóhönnu Kristjónsdóttur frá ferðalögum um framandi lönd, en sama forlag gaf á síðasta ári út ferðaminningar af svipuðu tagi undir nafninu Fíladans og framandi fólk. Sú bók hlaut mjög lofsamlega dóma. í kynningu Vöku-Helgafells á þessari nýjustu bók Jóhönnu Kristjánsdóttur segir meðal annars: 1 Dulmáli dódófuglsins lýsir Jóhanna ferðum sinum til tíu fjarlægra landa. Hún kemur meðal annars við í Rúanda, á Marítíus og Malawi, í írak, ísrael og Túnis og ræðir þar jafnt við höfðingja, hirðingja og hjákonur og nálgast fólkið af varfæmi en jafnframt glettni þannig að frásögnin verður í senn Úfleg og sönn. Lesandinn upplifir atburði sem allt eins gætu átt heima í spennusögu þvi oft er tvísýnt um það hvort Jóhönnu tekst að sleppa úr ýmiss konar háska sem hún lendir í. 1 bókinni Dulmál dódófuglsins er umfram allt einlæg og næm frásögn af lifi í framandi löndum en um leið ævintýraleg ferðasaga. Jóhanna Krístjónsdóttir er þjóðkunn fyrir ritstörf sín og blaðamennsku undanfama tvo áratugi. Hún starfar hjá Morgunblaðinu en ver flestum sínum frístundum til ferðalaga um framandi slóðir. „Það er forvitni sem rekur mig áfram — undursamlega forvitin forvitni, “ segir Jóhanna í inngangskafla Dulmáls dódófuglsins. „Hún eykst við hvert ferðalag. Ég hef þörf fyrir nýja staði, nýtt fólk, nýja siði.“ Ennfremur segir hún; „Ferðalög em mér alltaf ævintýri og litbrigðin verða fjölþættari eftir þvi sem víðar er farið." Dulmál dódófuglsins skiptist í ellefu kafla og er í bókinni fjöldi mynda frá þeim löndum sem leið Jóhönnu hefur legið til. Aftast í bókinni em kort sem Gunnar H. Ingimundarson hefur gert og fróðlegar upplýsingar um löndin sem koma fyrir í bókinni sem geta nýst þeim sem eiga eftir að fara á þessar slóðir. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentvinnslu en GBB- Auglýsingaþjónustan hannaði kápu. Jakinn í blíðu og stríðu Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Jakinn í blíðu og stríðu eftir Ómar Valdimarsson. Hér er um að ræða þætti af æviferli verkalýðsforingjans Guðmundar J. Guðmundssonar en um fáa íslenska menn hefur staðið jafnmikill styr síðustu áratugi. Bókin um jakann er á þriðja hundrað síður og skiptist efni hennar 124 kafla en auk frásagna Guðmundar er þar að finna kafla þar sem Elín Torfadóttir, eiginkona Guðmundar, rifjar upp ýmislegt úr endingargóðu hjónabandi þeirra. Guðmundur J. Guðmundsson hefur staðið í fylkingarbrjósti íslenskrar verkalýðshreyfingar allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Sömuleiðis hefur hann verið málsvari hennar á Alþingi. Alla tíð hefur gustað um jakann og flestir lslendingar hafa orðið að taka afstöðu til hans. í bókinni Jakinn í bliðu og stríðu fjallar Guðmundur um opinber samskipti sín og lesandinn fær að gægjast á vak við tjöldin og gerir Guðmundur upp málin við ýmsa pólitíska andstæðinga og samherja sína. En jafnframt segir hann sögu sina og margra annarra. Fjöldamargar persónur koma upp á yfirborðið með jakanum. í kynningu Vöku-Helgafells segir meðal annars: Frásagnargleði Guðmundar skín ávallt í gegnum textann, sömuleiðis samúð hans með þeim sem minna mega sín. Djúpur þjóðfélagsskilningur ásamt mannlegri hlýju og kimni eru undirtónar bókarinnar. Ómar Valdimarsson blaðamaður, sem er þjóðinni að góðu kunnur, hefur fært sögu jakans á bók. Honum tekst að lýsa persónu Guðmundar svo vel að hann birtist lesendum sínum ljóslifandi á síðum bókarinnar. Jakinn er athyglisverð bók um óvenjulegan mann, einn stórbrotnasta verkalýðsleiðtoga sem íslendingar hafa eignast. Þetta er í senn hressileg bók og notaleg lesning. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist prentvinnslu og Amarfell sá um bókband. GBB- Auglýsingaþjónustan hannaði kápu en Magnús Hjörleifsson tók kápumynd. / ' R\RH,\RA | ®artland Auðug og ófrjáls Fjötrar auðsins Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Barböru Cartland sem nefnist Auðug og ófrjáls. Til þess að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vanderhault. Nokkrum mánuðum síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn auðugasta mann Ameríku. En hvað stoða auðævi þegar Vanderhault-fjölskyldan heldur henni eins og fanga í gylltu búri? Hún flýr og á leiðinni til Englands gerast óvæntir og örlagaríkir atburðir. Sigurður Steinsson þýddi. Skýjaborgir unglings- áranna Út er komin bókin Hversdagsskór og skýjaborgir eftir Björgúlf Ólafsson. Þetta er bráðskemmtileg og fyndin saga um unglingsárin og lýsir hún daglegu lífi unglinga, væntingum þeirra, sorgum og gleði á hlýlegan og sannfærandi hátt. Björgúlfur hefur áður birt smásögur en þetta er hans fyrsta skáldsaga. Hversdagsskór og skýjaborgir er 206 blaðsíður og er hún gefin út innbundin. Þórhedlur Þráinsson hannaði kápu, prentsmiðjan Viðey prentaði. Prentþjónustan Metrí gefur bókina út í samráði við höfund. I.................Illll DAGÐÓK illlll'' ■ 1!!!l:|:|lllllllllllllllllllllllllllll!lIi! ..illlllillllllllllllllllllll Ruth Hansen við eitt verk sitt á sýningunni. Listkynning á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Alþýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakonuna Ruth Hansen. Hún er fædd á Akureyri 1944. Á árunum 1974-’81 sótti Ruth nám- skeið í Myndlistarskólanum á Akureyri. Ruth er ein þeirra sem staðið hafa að Myndhópnum og hefur tekið þátt í sam- sýningum hópsins allt frá 1979. Ruth hefur haldið 2 einkasýningar í Gamla Lundi á Akureyri 1985 og á Selfossi sama ár. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víðar á Norðurlandi. Á listkynningunni eru 9 málverk unnin með olíu á striga og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu 13, og er opin á afgreiðslutíma. Henni lýkur 2. febrúar 1990. i Jólatónleikar Kirkjukórs Akraness Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Akraness verða sunnud. 17. des. kl, 17:00 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Flutt verður fjölbreytt dagskrá og tón- list frá hinum ýmsu tímaskeiðum tónlist- arinnar. Með kórnum koma fram einsöngvar- arnir Guðrún Ellertsdóttir, Helga Aðal- steinsdóttir, Unnur Arnardóttir og Dröfn Gunnarsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru: Fríða Lárus- dóttir píanó, Guðjón Magnússon 1. fiðla, Guðlaugur Ingi Hauksson 2. fiðla, Bryn- dís Bragadóttir lágfiðla, Ásdís Arnardótt- ir knéfiðla og Eðvarð Lárusson gítar. Stjórnandi er organleikari kirkjunnar, Einar Öm Einarsson. Frá Félagi eldri borgara .{dag er opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 dansað. Lokað verður í Goðheimum vegna jólaleyfis frá og með 18. des. n.k. Opnað verður aftur 7. janúar. Göngu-Hrólfar hittast laugardaginn 16. des. kl. 11:00 að Nóatúni 17. Farið verður í Kringluna 4 og borðað á Kringlukránni. Að loknum hádegisverði verður farið í Útvarpshúsið á Saumastofudansleik. Síðastu gönguferð ársins er þá lokið með fyrrgreindum hætti, en gengið verður mót hækkandi sól laugardaginn 6. janúar 1990. Tónlistarvika Laugarneskirkju Fimmtudaginn 14. desember verða stuttir hádegistónleikar og kyrrðarstund í Laugarneskirkju kl. 12:00. Auk orgel- leiks verður altarisanga og fyrirbænir, en eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á heita súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Mótcttukór Hallgrímskirkju syngur Id. 20:30 í kirkjunni. Stjómandi er Hörður Áskelsson. Kórinn flytur m.a. mótettu eftir J.S. Bach „Jesus, meine Freude" og enska jólasöngva. Sölustaðir minningar- korta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstig 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 HafnarQörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg.31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Kefluvík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Gunnar R. Bjamason sýnir í Bókasafni Kópavogs Nú stendur yfir sýning á 13 myndum Gunnars R. Bjamasonar í Bókasafni Kópavogs. Myndirnar em allar málaðar með olíupastellitum á pappír. Gunnar lærði lciktjaldamálun og vann árum saman sem slíkur við Þjóðleikhúsið en hefur nú tekið við starfi yfirleikmynda- teiknara Þjóðleikhússins. Hann á að baki gerð mikils fjölda leikmynda fyrir Þjóð- leikhúsið og önnur leikhús. Hann hefur einnig verið hönnuður fjölda vömsýn- inga, svo sem iðnsýninga, búvöm- og landbúnaðarsýninga og margs konar sér- sýninga. Gunnar hefur haldið þrjár einkasýning- ar á myndverkum í Ásmundarsal, Nor- ræna húsinu og í sl. september í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum myndlistar- manna og leikmyndateiknara í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Gunnar hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. verð- laun úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, styrk frá Alþjóðasamtökum leikhúsfólks (ITI) til námsdvalar erlendis, starfslaun listamanna og viðurkenningar fyrir hönn- un sýningarbása. Sýningin verður opin á sama tíma og Bókasafnið til áramóta. Mánudaga til föstudaga kl. 10:00-21:00 og laugardaga kl. 11:00-14:00. Sýning Gríms Marinós ÍB0RGUM Nýlega var opnuð sýning á verkum Gríms Marinós Steindórssonar í Safnað- arheimili Kársnessóknar, Borgum, vestan Kópavogskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 17:00-19:00 og um helgar kl. 15:00-19:00 og stendur til 29. desember. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Grímur Marinó er fæddur í Vest- mannaeyjum 1933. Hann stundaði mynd- listarnám hjá Kjartani Guðjónssyni og Ásmundi Sveinssyni 1950-'52. Einnig hef- ur hann notið tilsagnar hjá listmálurunum Pétri Friðrik og Veturliða. Tvívegis hefur hann farið í námsferðir til Bandaríkj- anna. Grímur lauk námi í járniðnaðargrein- um 1978 og hefur einkum fengist við slík störf, en auk þess gegnt vitavarðarstörf- um við Galtarvita og Hombjarg og gætir veru hans á þessum stöðum víða í verkum hans. Grímur Marínó hefur haldið marg- arsýningar og tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni í Borgum em klippi- myndir og verk úr málmum og steinum. Mexíkanskur dagur í Háskóla íslands Föstudaginn 15. desember stendur Spænskudeild Háskóla íslands og Félag spænskunema fyrir „Mexíkönskum degii’. Hátíðin'nc.r_ með fyrirlestri um Mex- íkó í dag. Fyrirleyjj.er Luis Comez doc. pht. frá Sorbonne háskóla og lektor FélagsfræðideildarMexflkyiúriíú)a..Hon- um til aðstoðar verður Sigurður Hjartar- son. Fyrirlesturinn verður í stofu 422 í Ámagarði U. 16:00-18:00. Kl. 19:30 hefst mexíkönsk veisla í Stúdentakjallaranum undir nafninu „Pos- ada Mexicana". Þar verður á boðstólum mexikanskur matur og drykkir. Allir sem áhuga hafa em velkomnir. Miðaverð á matinn er kr. 1500. Frekari upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 78896. Félag spsenskunema

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.