Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 14. desember 1989 VETTVANGUR Gunnar Dal: Upphaf bændamenningar Um 8000 f.Kr. byrjar bændamenning í Austurlöndum nær á belti sem teygir sig frá Palestínu yfir hluta af Tyrklandi, írak, íran og meðfram Kaspíahafí til Turkistan. Og frá þessu svæði berst hin nýja bændamenning á næstu árþúsundum til Evrópu en þar var þróunin hægari og miðsteinöld stóð þar lengur en í Asíu. Þessar miklu breytingar frá veiðimannasamfélagi til bændasamfélags voru hvorki snöggar né skýrt afmarkaðar. Eldri og yngri menning skarast um árþúsundir og menn taka jafnvel ekki eftir breytingunum fyrr en löngu eftir að þær hafa gerst. Ein aðalorsök bændamenningar- innar var breytt loftslag á jörðinni. Fyrir tíu þúsund árum í lok ísaldar verða stórfelldar loftslagsbreyting- ar og allt lífríki jarðarinnar um- turnaðist á tiltölulega skömmum tíma. Lífsskilyrði urðu verri í Vest- ur-Asíu vegna þurrka svo menn neyddust til að leita nýrra úrræða. En lífsskilyrðin urðu betri í Evrópu og þess vegna minni ástæða fyrir menn að breyta lifnaðarháttum sínum. Þar hörfaði jökullinn og skógurinn nam land. Þar var nóg af veiðidýrum og fuglum og öll vötn og ár full af fiski. En öðru máli gegndi um lífsskilyrði í Vestur- Asíu. Langvarandi þurrkar gerðu iífsafkomu erfiðari fyrir veiðimenn og safnara. Best voru þó skilyrðin í suðurhlíðum fjalllendisins því að þar var úrkoma mest. Og þar byrjuðu menn að rækta fyrstu matjurtirnar. Petta var ein af stóru breytingunum í sögu manna, en þegar það gerðist hafa menn naum- ast tekið eftir því. Hveiti og bygg uxu villt í Antólíu, Kákasus og íran. Eins og fyrr segir byrjar bænda- menning á belti sem nær upp frá botni Miðjarðarhafsins til hluta af Tyrklandi og þaðan yfir írak, íran og meðfram Kaspíahafi til Turkist- an. í fyrstu virðast margir hópar frá botni Miðjarðarhafsins austur um Palestínu og Iran fara smám saman að breyta kornsöfnun í ræktun. Þessir hópar tömdu hundinn, en það var alls staðar byrjun á búskap með geitur eða sauðfé. Miðsteinaldar veiðimenn sem nefnast Natufjanar í Palestínu tóku sér bólfestu kringum upp- sprettuna í Jeríkó upp úr 7800 f.Kr. Petta voru sennilega aðeins nokkrar fjölskyldur. Þessa elstu byggð í Jeríkó kalla arabar Telles- Sultan eða Soldánshaug. Þessir fyrstu íbúar Jeríkóþorps voru aðal- lega veiðimenn sem lifðu á land- dýrum og fiski. En þeir eru einnig byrjaðir á að safna korni sem þeir skáru með frumstæðri sigð sem var tinnublað með skafti. Þeir muldu kornið með steináhöldum og bök- uðu síðan sitt daglega brauð. Hve- nær þeir fara nákvæmlega að rækta korn sjálfir er ekki vitað. Þetta er skref í átt til bændamenningar en sporið er ekki stigið til fulls. Á fyrstu stöðvum bænda- menningar höfðu veiðimenn og safnarar lengi safnað korni sem óx villt. En menn sem taka sér fasta bústaði verða að hafa korn og matjurtir á jörð sinni og ræktunin hefst smám saman. - Því fer þó fjarri að öll samfélög manna hafi brugðist eins við hinum stórfelldu loftslags- og gróðurbreytingum sem verða eftir að ísöld lauk. Menn brugðust einkum við þessu á þrjá vegu. í fyrsta flokki eru þeir sem breyttu ekki lifnaðarháttum sínum nema að litlu levti. Þessir menn halda áfram að vera veiði- menn og þeir yfirgefa einfaldlega þau landssvæði þar sem veiði varð lítil vegna þurrka og leituðu að nýjum og betri veiðilöndum. í öðrum flokki voru þeir sem æbttu sér upp horfin veiðidýr með því að temja sauðfé og geitur og reika um víðáttumikil svæði með hjarðir sín- ar í leit að vatnsbólum og góðum bithögum. I þriðja flokki eru þeir sem gerðust hinir eiginlegu bændur. Þeir taka sér fastan bústað við gott vatnsból á jörð sem gefur af sér korn og matjurtir. I fyrstu nota þeir hin gömlu áhöld steinald- armenningarinnar. En þegar líða tekur að lokunt sjötta árþúsundsins f.Kr. hefst bændamenningin upp á nýtt stig í Vestur-Asíu, nánar til- tekið í Sýrlandi, norður írak og íran. Bændur eru þá ekki aðeins með akra, matjurðagarða og bús- mala, geitur, sauðfé, kýr og svín. Menn fara að vefa klæði, búa til potta og búsáhöld úr brenndum leir. Og þeir fara að búa í þorpum og reisa sér hús með rétthyrndum herbergjum. Fyrst með tilkomu bændasam- félagsins gat maðurinnn hafið sig af steinaldarstiginu og skapað áður óþekkta menningu. Veiðimanna- samfélag hlaut vegna fæðuöflunar að byggjast á litlum hópum. Öll tilvera mannsins var að safna mat, veiða dýr, fugla og fiska og safna rótum, ávöxtum, hnetum og eggjum. Til að afla þessarar fæðu urðu menn sífellt að vera að flytja sig til, og af vistfræðilegum ástæð- um gat hópurinn ekki orðið það stór að um teljandi verkefnaskipt- ingu gæti verið að ræða. Það myndast auðvitað allt aðrar aðstæður þar sem menn taka sér fasta bústaði. Menn verða að afla matar án þess að færa sig til nýrra landssvæða. Þeir verða að rækta landið og eignast hjarðir húsdýra. Þeir verða að reisa hús og verja vatnsból. Og þeir verða oít að verja sig og lönd sín fyrir hjarð- mönnum og veiðimönnum. Þess vegna byggja þeir margir saman lítil þorp. Þarfirnar verða fleiri og tilveran flóknari. En það kallar aftur á margvíslega verkaskiptingu og menn fara að sérhæfa sig. Og þegar slíkir bændur komu norðan úr fjöllunum niður á frjósamt lág- lendið sem stórárnar í írak höfðu smám saman myndað með fram- burði sínum lýkur hinni löngu forsögulegu tíð mannkynsins og þar hófst hin fyrsta menning í sögulegri tíð. Þeir sem hófu hana nefndust Ubaidar og Súmerar. Súmerar tileinka sér menningu Ubaidfólksins og bættu við hana. Þannig er hin fyrsta menning í sögulegri tíð bein afleiðing af bændamenningunni í Irak. Gunnar Dal. llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR lllllllllllllfllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli Saga frá 18. öld Almenna bókafélagið. Þetta er mikii bók og næsta sérstök. Hér er reynt að láta lesand- ann lifa með 18. öldinni, deila kjör- um með þjóð sinni á þeirri öld er harðast svarf að henni. Snorri á Húsafelli fæddist 1710 og dó 1803. Hann lifði því alla ævi Skúla landfógeta og Eggerts Ólafs- sonar sem ber manna hæst á 18. öld. Snorri fæðist þegar þjóðin er í sárum eftir stóru bólu. Hann deyr þegar hún er að byrja að rétta við eftir móðuharðindin þó að enn væru eftir nokkur erfið ár. Það má því segja að hér sé farið yfir döprustu öld íslands- sögunnar, enda svarf svo sárt að þjóðinni að menn athuguðu í alvöru hvort tiltækilegt væri að flytja leifar hennar til betra lands. Það er mikil vinna að baki þessari bók svo sem tilvitnanir heimilda sanna. Höfundur reynir að fylla í eyður'og'gerir það af þeirri varúð að hvarvetna liggur ljóst fyrir hvað er eyðufylling og hvað er frá öðrum. Snorri Björnsson er lærisveinn heittrúarmannanna Jóns biskups Ámasonar og Jóns skólameistara Þorkelssonar. Hann er skikkaður til prestsþjónustu á Stað í Aðalvík í 16 ár um miðbik aldarinnar, en þá em harðindi og fellisár. Síðan er hann fram á níræðisaldur prestur á Húsa- felli, tekjulitlu prestakalli. Hann iifir því lengstum við þröngan efnahag. Hann var kominn á efri ár þegar tilraunir stjómvalda um nýja atvinnu- hætti hófust og kom þar ekki við sögu. Nýmæli Innréttinga gáfust verr en efni stóðu til, meðfram vegna óhappa eips og fjárkláðans og með- fram sjálfsggt af því að menn tileink- uðu sér ekki ný vinnubrögð í einni svipan. Snorri á Húsafelli var rithöfundur. Hann var ljóðskáld og skrifaði um náttúmfræði. Hann orti rímur í þjóðlegum stíl og skrifaði fyrsta leikrit sem vitað er um á íslandi. Sem rithöfundur er hann merkilegt vitni um menningu þjóðarinnar á þeirri tíð. Það vottar þessi saga hans. Sýnishorn það sem birt er af kveðskap hans fræðir um athygl- isvert skáld. Hitt liggur ekki ljóst fyrir hver var kveikja þess að þessi fátæki prestur samdi leikrit eins og lærisveinn Holbergs. Höfundur þakkar ýmsu góðu fólki stuðning við útgáfuna með yfírlestri handrits. Það sýnir að vandað er til verksins. Þó má vera að mátt hefði gera enn betur. Tiltölulega mein- lausir hlutir geta verið lýti á vönduðu verki. Á blaðsíðu 19 er óþurrkaður salt- fískur kallaður blautfiskur. Má það vel vera rétt en ég held þó að ég hafi aidrei vitað það orð haft um saltfísk. Á bls. 185 er stórstraumur kallað- ur háflæði. Háflæði er tvisvar á hverjum sólarhring en straumur er stærstur á liðlega fjögurra vikna fresti. Það er sennilega prentvilla þar sem segir á bls. 276 að dóttir Snorra hafi fengið tvævetra kvígu keflaða í arf. Ætli hún hafi ekki fengið kvíg- una kelfda? Það er ekki rétt á bls. 200 að Skutulsfjörður heiti nú Isafjörður. Á fyrri tíð var Djúpið allt kallað ísafjörður og við það kenndu Danir kaupstaðinn og frá þeim er nafnið komið, Skutulsfjörður heldur sínu nafni þrátt fyrir allt. Þá held ég það hljóti að vera vangá að nefna okkur íslendinga „þann anga mannkyns sem hélt í austur út á nyrsta hjara". Og ég hika við þegar ég les að Snorri hafi farið á ferju yfir Hvítá þegar hann lagði af stað frá Skálholti heim til sín. Mér þætti sennilegast að hann hefði farið um Þingvelli og yfir Leggjabrjót. Þegar rakin er slóð Snorra til Vestfjarða er sagt „yfir á Barða- strönd, inn Barðaströnd og þaðan norður í Dýrafjörð". Hér er öll norðurströnd Breiðafjarðar nefnd Barðaströnd svo sem ókunnugir gera oft en heimamenn takmarka Barða- strönd við Stálfjall og Hjarðarnes. En þegar komið er yfir Gilsfjörð veit ég ekki við hvað er miðað ef leiðin vestur eftir er kölluð „inn Barða- strönd“. Vangá er það að segja 13 sóknir innan Isafjarðarsýslu. Þar voru 13 prestaköll en 20 kirkjusóknir. Allt eru þetta smámunir sem ósköp lítið snerta gildi góðrar bókar. öldin átjánda flutti þau nýmæli að stjómin í Kaupmannahöfn fór að leita ráða til að bæta þjóðarhag á íslandi. Þannig stóð á ferðum Páls Vídalíns og Áma Magnússonar og síðar ferðum þeirra Eggerts og Bjarna og Ólavíusar. Landsnefndin og Innréttingarnar áttu sér sömu rætur. Þetta bar ekki mikla ávexti fyrr en eftir aldamót en á fyrri hluta 19. aldar hófu íslenskir kaupmenn útgerð þilskipa á gmndvelli þess sem gert var á 18. öldinni. Snorri Bjömsson stóð til hliðar við opinberar ráðstafanir og viðleitni til almennra hagsbóta. Saga hans er aldarfarslýsing. Þar sem hún er nú komin á bók er aðgengileg fræðsla um baráttu feðra okkar og mæðra þegar verst var komið. Hann var ekki tímamótamaður eins og Eggert Ólafsson, Skúli Magnússon eða Magnús Stephensen. En hann er sannur fulltrúi þjóðar þeirra. Og þegar saga hans er athuguð kemur í ljós sá grundvöllur sem þessir menn byggðu starf sitt á. Saga þjóðar sem berst við hungur og harðrétti svo að öðm hverju verður mannfellir getur eklci verið samfelld skemmtisaga. Því er saga Snorra á Húsafelli engin gamansaga. Fullorðið fólk sém nú lifir á landi hér er 6. til 9. liður frá samtíð hans. Okkur mun hollt að vita skil á lífi og lífskjömm feðra okkar og mæðra sem bám okkur sem þjóð til betri daga og bjartari. Því held ég að okkur beri að þakka fyrir þessa bók. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 247. Tölublað (14.12.1989)
https://timarit.is/issue/280715

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

247. Tölublað (14.12.1989)

Aðgerðir: