Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. desember 1989 Tíminn 5 Dýrt fyrir foreldra ef börn gráta hjá tannlækni: Aðlðgunarmeðferð bams kostar 6.000 á tímann „Ég stóð fyrír framan tannlækninn - reikningurinn hljóðaði upp á 2.020 krónur fyrir 2 tímaeiningar (2x10 mínútur) vegna þríggja ára barns sem ekki vildi opna munninn eða setjast í tannlæknastólinn. Gjaldskrárliðurinn gengur undir nafninu „aðlögunarmeðferð“. Ég hugsaði mitt“. Þannig kemst Guðr- ún Konný Pálmadóttir húsmóðir að orði í fréttabréfi neytenda á Vesturiandi. Miðað við reikninginn sem Guð- rún fékk í hendumar vegna þrjósku bamsins em tannlæknum greiddar 6.060 krónur á klukkustund fyrir „aðlögunarmeðferðina". Sé þetta dæmi reiknað sem vinnustundir er vikukaupið 242.400 krónur miðað við 40 vinnustundir og mánaðar- kaupið 969.600 krónur. í þessa upp- hæð vilja tannlæknar deila þremur því launaliðurinn er þriðjungur af upphæðinni samkvæmt gjaldskránni sem er í gildi milli tannlækna og Tryggingastofnunar. Sé það gert eru mánaðarlaunin fyrir „aðlögunar- meðferð“ rúmlega 323 þúsund krónur. Fortölum beitt Samkvæmt gjaldskrá tannlækna felst svokölluð „aðlögunarmeðferð“ í því að beita sjúklinginn fortölum. Sérfræðingar, til dæmis barnatann- læknar, hafa heimild til að leggja 32% á taxta gjaldskrárinnar sem er í gildi milli tannlækna og Trygging- astofnunar. „Aðlögunarmeðferð" hjá þeim kostar því 8000 krónur. Rétt er að hafa í huga að ríkið endurgreiðir 75% af tannlæknak- ostnaði barna undir skólaaldri og í gjaldskrá tannlækna er launaliður- inn þriðjungur af verði þjónustunnar en rekstrarkostnaður 2/3. í samtali við Tímann sagði Guð- rún að hún hefði nefnt þessa ferð til tannlæknisins í grein sinni til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvern- ig málum væri komið varðandi tann- læknaþjónustuna en ekki til að vekja upp tortryggni í garð tannlækna. Guðrún sagði jafnframt að gjald fyrir tímaeiningu í gjaldskrá tann- lækna skiptist í ákveðnum hlutföll- um milli launaliðar tannlæknisins og reksturskostnaður stofunnar. Henni hefði ekki þótt óeðlilegt að greiða launaliðinn en þama hefðu engin tæki verið notuð, ekki einu sinni stóllinn þannig að varla væri hægt að tala um mikinn reksturskostnað í þessu sambandi. Gjaldið of lágt Tíminn spurði Börk Thoroddsen formann Tannlæknafélagsins að því hvernig tannlæknar réttlættu þetta gjald, 6.060 krónur á klukkutímann, fyrir „aðlögunarmeðferðina". Hann sagði: „Börn þurfa sinn tíma í það sem kölluð er aðlögunarmeðferð. Það er viðurkennt í tannlækningum að það er nauðsynlegt að beita börn aðlögunarmeðferð, gera þau hæf til meðferðar hjá tannlækni, og það tekur tíma. Ef börn eiga að fá góða þjónustu og viðunandi tannlækning- ar þá er nauðsynlegt að þau fái þessa meðferð." Börkur sagði jafnframt að það skipti engu máli varðandi kostnað- inn hvort tækist að fá barnið til að opna munninn eða ekki. Tann- læknirinn væri með stofu í rekstri sem hann bæri fullan kostnað af, hann greiði meðal annars húsaleigu, laun starfsfólks og afborgun af tækjum. „Það er mikill misskilningur í gangi varðandi þetta. Fólk heldur að það sé að borga tannlækninum laun þegar það borgar reikninginn. Laun tannlæknisins eru ekki nema þriðjungur af upphæðinni sem fólkið greiðir. Við fáum ekki borguð eftir- laun, biðlaun, bílastyrki, orlof eða veikindadaga, þannig að þetta er í rauninni allt of lágt gjald miðað við kostnaðinn." SSH ekki á Islandi? Líkur minnka nú á því að heims- meistarakeppnin í handbolta verði haldin á íslandi, en í ljós er komið að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg vill kannast við að hafa gengist í ábyrgð fyrir því að handboltahöll mikil verði byggð svo halda megi þessa keppni hérlendis árið 1995 og núverandi ríkisstjóm hefur lítinn áhuga á að efna dýrar skuldbinding- ar Matthíasar Á. Mathiesen og Birg- is ísleifs Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Þctta hefur að nokkru komið fram í frétt í Tímanum og í desemberhefti tímaritsins Þjóðlíf sem út kemur í dag er fjallað rækilega um málið. Þar er forsaga þess rakin þegar Alþjóða handknattleikssambandið fól HSÍ að halda heimsmeistara- keppnina og þá undirbúningsvinnu sem HSÍ og formaður þess, Jón Hjaltalín Magnússon hefur innt af höndum síðan. í því starfi hefur meðal annars verið teiknuð mikil íþrótta-, sýning- ar-, og menningarhöll sem áætlað er að kosti í kring um einn milljarð króna. Fram hefur komið að Al- þjóða handknattleikssambandið gerir þá kröfu að úrslitaleikurinn verið haldinn í húsi sem rúmi á áttunda þúsund áhorfendur. Menntamálaráðherra sagði í viðtali við Tímann fyrr í vikunni að svo dýr bygging kæmi einfaldlega ekki til greina af hálfu ríkisins. Því hefur verið haldið fram að Reykjavíkurborg hafi heitið að styðja þessa hugmynd um að halda keppnina hér, en því neitar Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur í viðtali við Þjóðlíf. Hann segir að Reykjavíkur- borg hafi ekki á neinn hátt skuld- bundið sig og ekki gefið nein vilyrði eða loforð í tengslum við þessa keppni. —sá Taka1,8milljarða lán til þotukaupa Flugleiðir undirrituðu á fimmtu- dag samning við tvö fjármálafyrir- tæki í Japan, um 1,8 milljarða króna lán, sem verja á til kaupa á þriðju Boeing 737-400 flugvélar Flugleiða. Flugvélin kemur til landsins næsta vor og er lánið tryggt með veði í henni. Þessi flugvél verður fimmta nýja þotan sem bætist í flugflota Flugleiða. Þegar Boeing 737-400 flugvélin kemur til landsins í vor verður að mestu lokið endurnýjun flugflota Flugleiða. Þá verða í flotanum tvær Boeing 757-200 til flugs á Norður-Atlantshafsleiðum félags- ins og þrjár Boeing 737-400 til flugs á Evrópuleiðum. Að auki verður félagið einnig með í notkun eina Boeing 727-100, sem að mestu verður notuð til fraktflutninga og leiguflugs. -ABO Frá vinstri Thea Knudson fulltrúi Noregs í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, Páll Pétursson alþingismaður og fulltrúi íslands í forsætisnefndinni, Karin Söder forseti Norðurlandaráðs, Júlíus Sólnes samstarfsráðherra Norðurlanda og formaður ráðherranefndar Norðurlandaráðs og Ólafur G. Einarsson alþingismaður og fuUtrúi í forsætisnefndinni. Sovétmenn buðu í haust jDingmannanefnd til Moskvu. Þeir hafa síðan beðið eftir svari frá Norðurlandaráði: Norðmenn draga enn lappimar Á fundi forsætisnefndar Norður- landaráðs sem haldinn var í Reykja- vík í vikunni var m.a. rætt um hvernig svara beri boði Gorbatsjovs um að þingmannanefnd frá Norður- landaráði heimsæki Sovétríkin. Ekki náðist eining um hvernig ætti að svara boðinu. Það eru einkum Norð- menn sem vilja hafa lítil samskipti við Sovétmenn og þess vegna hefur boðinu ekki verið svarað enn. Á aukaþingi Norðurlandaráðs í síðasta mánuði var ákveðið að senda norræna embættismannanefnd til Sovétríkjanna til að kanna málið. Nefndin hitti að máli fulltrúa al- þjóðadeildar sovéska Æðsta ráðsins og fræðimenn sem starfa við hina nýju Evrópustofnun sovésku vís- indaakademíunnar. Einnig ræddu þeir við þingmenn sem sitja í nefnd ráðsins um alþjóðasamskipti. Páll Pétursson fulltrúi íslands í forsætisnefndinni sagði að á fundin- um í Reykjavík hefði verið ákveðið að óska eftir tillögum frá nefndinni dið, en að öðru leyti verið frestað til næsta rí iar. Þá verður væntan- um málsmeðferð. Þangað til ætla Norðmenn að ræða málið í sínum hópi. Páll sagði að menn færu sér hægt í þessu máli og raunverulega gerðist lítið á hverjum fundi. Á fundunum í Reykjavík var einnig rætt um 38. þing Norður- landaráðs sem verður haldið í Reykjavík í lok febrúar næst kom- andi, þróun mála í Evrópu, sam- starfsáætlun ráðherranefndar Norðurlanda og um skýrslu alþjóða- nefndar Norðurlandaráðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.