Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 20
Tíminn FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 Búfjártalningin staðfestiraðforðagæsluskýrslureru í aðalatriðum réttar. Hross eru þó 13% fleiri: Hross orðin álíka mörg og nautgripir Búfjártalning sú sem gerð var að tilhlutan landbúnaðar- ráðuneytisins í apríl staðfestir í flestum atriðum að forðagæsluskýrslur eru réttar. Hross reyndust þó vera um 13% fleiri en áður var talið. Hross eru því orðin álíka mörg og nautgripir. Að öllum líkindum hafa hross aldrei verið jafn mörg síðan ísland byggðist. Pétur Þ. Jónasson hjá Búnaöar- félagi íslands sagði í samtali við Tímann að niðurstöður úr talning- unni í apríl hefðu ekki komið á óvart. “Þegar farið var út í þessa talningu voru menn einkum að velta fyrir sér fjölda sauðfjárins. Niðurstaða talningar á sauðfé stemmir ákaflega vel saman við forðagæsluskýrslur. Ég held að megi segja að þessi talning stað- festi mjög vel áreiðanleika skýrslnanna og bendi til að forða- gæslan sé almennt vel unnin.“ Mestu frávikin frá forðagæslu- skýrslunum eru í fjölda hrossa. Hross reyndust um 13% fleiri en skýrslur gáfu til kynna. Pétur sagði að þetta kæmi mönnum ekki svo mikið á óvart. Hann sagði að líkast til hefðu hross alla tíð verið eitthvað vantalin. Mjög margir bændur eru með hross í haga- göngu fyrir þéttbýlisbúa fram yfir áramót. Þessi hross hafa því í mörgum tilfellum ekki verið talin með þegar forðagæslumenn gera sínar skýrslur á haustin. Pétur sagði að á síðustu árum hefði þeim tilmælum verið beint til forðagæslumanna að þeir telji þessi hross með. Sveinbjörn Eyjólfsson hjá land- búnaðarráðuneytinu sagðist taka undir með Pétri Jónassyni um áreiðanleika forðagæsluskýrsln- anna. Sveinbjörn sagði að talning- in sýni að sögur um að sauðfé í landinu sé fleira en skýrslur segja til um, séu rangar. Sveinbjörn sagði mjög mikilvægt að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um búfjárfjölda m.a. til að reikna út beitarálag. Einnig ættu þessar upplýsingar að auðvelda mönnum að gera sér grein fyrir framleiðslu og gera alla áætlanagerð áreiðan- legri. Hrossum hefur fjölgað mjög mikið á sxðustu árum. Árið 1971 voru 36.706 hross í landinu, en þeim hefur síðan fjölgað um eitt til tvö þúsund á ári. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum. Árið 1986 voru þau orðin rúmlega 56 þúsund, 1987 fjölgaði þeim um þrjú þúsund og í fyrra voru þau orðin 63.531. Hrossum hefur því fjölgað um 42% frá 1971. A sama tíma hefur sauðfé fækkað um tæplega 24%. Hross í landinu eru nú orðin álíka mörg og nautgripir. Sam- kvæmt könnuninni í vor eru hross- in um 72 þúsund og nautgripir álíka margir. Hross hafa að öllum líkindum aldrei verið fleiri á ísl- andi síðan land byggðist. -EÓ Jón Helgason alþingismaður kveður sér hljóðs, og bendir á hörmulegar afleiðingar áfengisneyslu barna og unglinga og leggurtil að þingmenn sýni gottfordæmi: Vill banna vínveitingar á vegum þess opinbera Jón Helgason, forseti efri deildar Alþingis, hefyr nýlega mælt fyrir frumvarpi, þar sem hann leggur til að ríkið og allar stofnanir þess veiti framvegis ekki áfengi. í ræðu sinni sagði Jón að alþingismenn mættu ekki láta þykka veggi þinghússins einangra sig frá þeim ömurlegu staðreyndum þjóðlífsins, sem m.a. blöstu við á sumum tímum sólar- hringsins út um glugga þess og ættu að verulegu leyti rætur að rekja til siða og siðleysis trúnaðarmanna ríkisvaldsins við meðferð áfengis. „Að sjálfsögðu yrði þetta aðeins fyrsta skrefið, sem taka þarf og fylgja verður eftir með fleiri árang- ursríkum aðgerðum," sagði Jón Helgason um frumvarp sitt. „Reynslan hefur sýnt að skipun nefnda og örfáar krónur mega sín lítils gegn áróðri beirra sem ætla sér að græða á aukin xi áfengisneyslu og óhamingju annar--a.“ Jón segist telj. að alþingismenn geti, samvisku sirmar vegna, ekki horft lengur up ; á þá ömurlegu þróun sem aukin áfengisneysla hefur í för með sér, ái' þess að aðhafast nokkuð annað ei að kalla á meiri löggæslu, fleiri rr .-ðferðarstofnanir, fleiri sjúkrarúm g stærri fangelsi, þó að það sé vissu ega óhjákvæmileg nauðvörn við rík' .ndi ástandi. „Með hverju á i, sem bætist við aldurinn fjölgar vo þeim, sem að minnsta kosti lan >t fram eftir ævi, Jón Helgason, einn af forsetum Alþingis, hefur nú lagt fram frum- varp þar sem ríkinu er bannað að veita áfengi. áfengið leikur grátt,“ sagði Jón er hann mælti fyrir frumvarpinu. „Ung- lingarnir hætta að sinna námi og hverfa úr skóla, slegið er slöku við vinnu og fjárhagur hrynur í rúst. Gripið er til þess ráðs að afla fjár með ólögmætum hætti svo leiðin liggur í fangelsin. Aðrir bíða tjón á sálu sinni og lenda á sjúkrastofnun- um til meðferðar, sem veitir, sem betur fer, sumum varanlegan bata, en fyrir allt of mörgum fer að hún verður að göngu þar út og inn. Hjá öðrum, bæði áfengisneytendum og fórnarlömbum þeirra, liggur leiðin inn í sjúkrahúsin vegna limlestinga af völdum ölvunaraksturs og annarra ölæðisáverka. Síðan sundrast fjöl- skyldan því að áfengisneyslunni fylg- ir takmarkalaus eigingirni neytend- anna, á hakanuití situr að hugsa um þjáningar maka, barna eða annarra ástvina. Á undanförnum árum hefur þeim farið fjölgandi sem glapið hafa dóm- greind sína með áfengisneyslu og látið leiðast út í neyslu annarra vímuefna og orðið þannig bráð þeirra sem græða vilja á slíkri sölu, þrátt fyrir hinar hörmulegu af- leiðingar sem það veldur. En athug- anir hafa sýnt að áfengisneysla er nær undantekningalaust undanfari slíkrar vímuefnaneyslu og auk ann- arra afleiðinga veldur þetta vaxandi ofbeldishneigð. Sífellt fer fjölgandi tilraunum til nauðgunar, líkams- árása og annarra níðingsverka. Ofan á þetta sem blasir við augum og löngu var vitað, er nú sannað að áfengisneysla barnshafandi kvenna, jafnvel í litlum mæli, getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir andlegt og líkamlegt atgjörvi kom- andi kynslóða." - ÁG Tunglíþrjá sólarhringa í gærkvöldi var tunglið hæst á lofti en þá hafði það ekki sest í tvo sólarhringa. Tunglið settist síðast klukkan 12.49 á mánudag og sest ekki aftur fyrr en klukkan 13.59 í dag. Myndin var tekin í fyrrakvöld þegar tungl var fullt. Einnig sjást ljósum skrýddir kranar við ráðhús- bygginguna í Reykjavík. SSH/Tímamynd Pjctur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.