Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 14. desember 1989
Titninn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarfloickurinn og
_____Framsóknarféíögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábfn.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaöaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Byggðaþróun
Ef byggðaþróun í landinu verður óbreytt frá því
sem er munu fólksflutningar til höfuðborgarsvæðis-
ins á næstu 20 árum verða sem svarar til þess að allir
íbúar Akureyrar, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar-
sýslna flyttust suður, milli 20 og 30 þúsund manns.
Auðvitað gerist þessi byggðaþróun ekki nákvæm-
lega svona. Uppbygging borgríkisins á íslandi
verður ekki með þeim hætti að það verði Eyfirðingar
og Þingeyingar einir sem flytjast suður heldur mun
fólksstrauminn leggja suður á bóginn úr öllum
landshlutum meira eða minna. Þess ber líka að geta
að þessir flutningar myndu samkvæmt dæminu eiga
sér stað á tuttugu árum, en ekki einu ári eða mjög
fáum. Hér er því um þróun að ræða sem tekur yfir
nokkurt tímabil. Menn geta deilt um hvort þetta
viðmiðunartímabil sé langt eða stutt. Hins vegar ætti
það að vera nógu langt til þess að ráðamenn
þjóðarinnar og áhugamenn um þjóðfélagsmál hefðu
tíma til að átta sig á hvert sé inntak og eðli slíkrar
byggðaþróunar og hvort og hvernig eigi að bregðast
við henni.
Um það þarf ekki að deila að óbreytt byggðaþróun
stefnir í það að höfuðborgarsvæðið vaxi og stækki,
en byggð dragist saman í öðrum landshlutum.
Dæmið sem nefnt var í upphafi segir skýrt til um
þróunarlíkurnar. Hins vegar er engan veginn víst að
ráðamenn þjóðarinnar og allur almenningur geri sér
grein fyrir hvað hér er að ske í byggðamálum og leiði
því ekki hugann sérstaklega að þeim málum. Margt
bendir beinlínis til þess að „byggðastefna“ sé að
verða æði óskýrt hugtak, hafi alls ekki þá merkingu
sem þetta orð hafði áður.
Meðan byggðastefna var og hét var rætt af
sannfæringu um „jafnvægi í byggð landsins“ og að
landinu öllu skyldi haldið í byggð, jafnvel byggða-
stefnuorðið sjálft átti sér eins konar nafnauka sem
var „landsbyggðarstefna“ og fól í sér miklu sterkari
áherslu á markmið byggðastefnu en almenna orða-
lagið gaf til kynna.
Þjóðviljinn rifjar það upp í gær að formaður
Miðflokksins sænska, Olof Johansson, hafi ritað
harðorða grein gegn sænsku krötunum fyrir stefnu
þeirra í byggðamálum. Formaður Miðflokksins
segir þar að málefnum sænskrar landsbyggðar sé
stefnt í voða. Hann bendir á að samtímis því sem
stjórnmálamenn studdu í orði vígorð landsbyggð-
armanna: „Hela Sverige skal leva“ hafi miðstýring
þéttbýlisins aukist og gætt vaxandi afskiptaleysis
gagnvart vandamálum dreifbýlisins.
Þessi orð formanns sænska Miðflokksins má sem
best heimfæra upp á íslenska meginpólitík síðustu
ára, þar sem boðendur afskiptaleysisstefnu, sem
þeir vilja kenna við frjálshyggju, reyna að gera
hvern þann mann að pólitískum kurfi sem andæfir
þeim öfgum markaðshyggjunnar að engu megi
stjórna með beihum hætti eða opinberum áætlunum.
Án þess að menn geri sér fyllilega grein fyrir því, þá
gegnsýrir markaðshyggjan og uppvakin afskiptaleys-
isstefna alla íslenska pólitík um þessar mundir.
Landsbyggðarstefna þrífst ekki í slíku andrúmslofti.
GARRI
Úr haughúsinu
Kristján Thorlacius hefur minnst
starfa sinna innan BSRB í bók sem
séra Baldur Kristjánsson hefur
skrifað. Garri fletti þessari bók og
er nú fyrir vikið lentur í miðju
skapofsakasti einhvers hlandforar-
höfundar úr Hafnarflrði og kennir
pistla mína við haughús og kennir
skrifin við óhróður og illmælgi.
Þetta kemur frarn í bréfi til rit-
stjóra, sem mér var fengið í hendur
í gær til umsagnar. Ég get auðvitað
ekkert gert við þetta hlandforar-
bréf úr herbúðum BSRB nema
birta það, þótt ekki væri til annars
en sýna talsmátann.
Kristján Thorlacius staðhæfir í
bók sinni að ögmundur Jónasson
hafi snemma orðið draumaprins
Alþýðubandalagsins.
Hér fer á eftir bréfið til ritstjóra
blaðsins um ögmundana:
Að vökva og bera
á gróður óhróðurs
ogillmælgi
Herra rítstjóri!
Þegar ég rar strákur í sveit fyrír
margt löngu var innihaidi nátt-
koppanna safnað í tunnur. Lögur-
inn var síðar meir notaður tU
ullarþvottar. ífjósinu varþessgætt
að úr flómum færí allt í haughúsið.
Það var síðan notað til að auðga
gróður jarðar. Allt var nýtt, þjóð-
lífi til blessunar.
Flest dagblöðin hafa sín haug-
hús. Þau ganga undir ýmsum
nöfnum. Þitt nefnist Garrí.
Því miður sjást ekki tjósamenn
blaðanna alltaf fyrir og láta þá
drullustrokuna gjaman standa í þá
átt sem síst skyldi. Þeir vökva og
bera á gróður óhróðurs og illmælgi.
Eitt slíkt atvik mátti sjá í blaðiyðar
12. des. síðastliðinn. Þar ersvo iUa
hallað réttu máU að égget ekkisem
þátttakandi í þeim atburðum, sem
vikið er að, setið þegjandi meðan
reynt er að troða fyrmm baráttufé-
lögum á kaf í fjóshauginn.
Víkjum nú að þrem atríðum í
grein Garra.
1) „Útvarp BSRB kemur aUs ekki
til greina.“
I verkfallinu ’84 var tekist á af
mikilli börku á báða bóga. Þegar
andstæðingar verkfaUsins höfðu
komið sér upp útvarpsstöðvum
heyrðust raddir í hópi verkfaUs-
manna að rétt værí að BSRB kæmi
sér upp útvarpsstöð.
Einu sinni er ég kom inn í
rítstjómarherbergi BSRB-tíðinda,
en ég bafði með höndum fram-
kvæmdahUð útgáfunnar sem
stjómarmaður í BSRB, var þar
allstór hópur manna og hvöttu þeir
mjög til stofnunar útvarps á vegum
BSRB. Þá stóð Ögmundur Jónas-
son upp og þmmaði yfir hópinn:
„Útvarp BSRB kemur ekki tU
greina. “ Það sló þögn á mannskap-
inn og ég heyrði máUð ekki rætt
framar. Ögmundur var á móti því
að við færum inn á braut lögbrota
eins og andstæðingar verkfaUsins
höfðu þá þegar gert.
2) „Að misnota frelsið. “
í stjómkerfí því sem kennt hefur
sig við kommúnisma og þrúgað
hefur mörg þjóðlönd undanfarna
áratugi, var ávaUt viðkvæðið þegar
einhver vogaði sér að andmæla
hinni leiðandi torystu, að verið
væri að „misnota frelsið“. Frelsis-
svipting eða dauði var taUð hið
rétta meðal við stíkri misnotkun.
Það hljómar því fáránlega í eyrum
okkarsem metum svo mjöggrund-
vallarþátt lýðræðisins - skoðana-
frelsi - að Helga Má Arthurssyni
skuU fundið það helst til foráttu að
koma í verk þeirri skoðun sinni að
eftir harðvítug átök væri mönnum
hoUt að setjast niður og hlusta á
aðrar raddir en heyrðust íherbúð-
um BSRB. Rétt væri að hlusta á
andmælendur.
3) Skreiðin með mannshöfuð og
síðasti kommúnistinn
Margir muna frá uppgangstíma
skreiðarsölu íslendinga til Afríku
að keppinautar okkargripu tU þess
ráðs að Ijúga því að saklausum
blökkumönnum að skreið okkar
hefði verið með mannshöfuð. Svo
rammt kvað að þessu, að sölumenn
okkar sendu bæði kvikmyndir og
Ijósmyndir suður eftir tU að af-
sanna söguna um þorskinn með
mannshöfuð.
En það er víðar en á skreiðar-
mörkuðum Afríku að reynt er að
koma röngum vörumerkjum á
menn og málefni, ýmist tiI að laða
að eða hrinda frá.
Ég átti sæti í samninganefnd
BSRB / verkfaUinu ’84 sem og í
verkfaUinu ’TJ. t verkfallinu ’84
sátum við ögmundur Jónasson
fíesta fundi samninganefndar. Oft
vorum við ekki á sama máli, sér-
staklega undir lok verkfatísins. í
átökum sem stíkum koma mann-
kostir andstæðingsins best í Ijós,
vUji maður á annað borð títa á
manninn bak við andmælandann.
Ég verð aðjátaþaðað eftir að hafa
tekist á við Ögmund Jónasson í
hörðum skoðanaskiptum þá met
ég hann mann að meiri.
Mér þykir því reynt að koma
góðum bita í hundskjaft þegar
leitast er við að koma á hann
pólitískum stimptí kommúnista.
Ritstjóri góður. Orðum er
ógjaman eytt á þann sem þykir
ekki svara verður, en sökum þess
að ég les oft blað yðar mér tU
fróðleiks og ánægju og met það að
verðleikum þá fann ég mig knúinn
tU að setja þessar tínur á blað og
óska eftir birtingu á þeim.
Með virðingu og vinsemd,
Hafnarfírði
13. desember 1989.
Haukur Helgason.
Hreinn óþarfi er að draga í efa
að Kristján Thorlacius fari ekki
með rétt mál í bók sinni þegar hann
víkur að Ögmundi Jónassyni með
þeim orðum að Alþýðubandalagið
hafi löngu áður en hann var kosinn
fengið augastað á honum sem
formannsefni. Um kommúnism-
ann er það að segja, að hann lifir
vel á Islandi og virðist færast í
aukana eftir því sem hrunið verður
stærra í austantjaldslöndum. En
þótt menn breyti hér samkvæmt
hinu leníníska stafrófi banna þeir
hinir sömu að þeir séu kallaðir
kommúnistar. En verkin sýna
merkin. Það verður aldrei sagt um
Garra að hann hafi haldið því fram
að síðasti kommúnistinn í heimin-
um verði úr BSRB. Æsingurinn
bendir þó til þess að Lenín lifi.
Garri
lllllllllllllll V)TT OG BREI-rr .
Fiskiskip og parkettgólf
Formaður Handknattleikssam- handboltagimaldið. Dagblöðin og tímaritið Þjóðlíf
bands er mikill áhugamaður um En nú er eins og að farið sé að fóru af stað með að kannski væri
vörusýningar og hefur barist fyrir
sem flestum og stærstum vörusýn-
ingum í ræðu og riti. Sýningarhöll-
ina ætlar hann að setja niður í
Laugardal og fá afnot af henni til
að spila handbolta í
heimsmeistarakeppni sem halda á
árið 1995, eftir rúm tvö kjörtíma-
bil.
Ekki er til þess vitað að fara eigi
að halda heimssýningu á íslandi,
en hver veit nema til þess komi ef
nógu myndarlega verður byggt.
Ahugamenn um handbolta vilja
ólmir fá að halda keppnina hér
1985 og eru talsmenn mótsins eink-
ar lagnir að finna verkefni og
gróðavegi fyrir tröllaukna íþrótta-
höll, sem afsaka á byggingu
hennar. Líklega eru handbolta-
menn engu lakari reiknimeistarar
en reiðhallarmenn, en litlar
skýringar hafa enn orðið á tilurð
hennar.
^ Annars eru nú ekki allir hand-
boltamenn sammála um nauðsyn
hallarbáknsins eða hvernig að
verki er staðið.
Marklausar tölur
Menntamálaráðherra næstsíð-
ustu ríkisstjórnar sagði allt fínasta,
þegar erindið var borið undir hann,
rétt eíns og hvað hann Dolli fór létt
með að láta Jón skrifa flugvöll á
óskalista kjósenda sinna.
Einhvem tíma missti núverandi
menntamálaráðherra út úr sér á
glaðri stund, að standa yrði við
loforð fyrirrennara síns varðandi
renna upp fyrir mönnum ljós og
vilja nú fæstir kannast við að hafa
lofað íþróttahöll fyrir milljarð eða
milljarða, gildir kannski einu
hvaða tölur eru nefndar.
Forseti boltaleikjastráka segir
kostnað verða helmingi lægri en
næsti maður þar yfir ofan.
Svo má ekki gleyma því að mikil
hönnunarvinna hefur farið fram og
sú kostar aldeilis sitt.
Fróðlegt væri að fá úr því skorið
hver lét hanna og hver borgar þann
brúsa.
Að tala um kostnaðarverð er
rétt eins og þegar stjórnmálamenn
sumir hverjir fara með tölur.Á
forsíðu Tímans í gær taldi t.d.
Ólafur Ragnar, fjármálaráðherra
að hallinn yrði 4 milljarðar en
Pálmi þingmaður á Akri og fjár-
málanefndarmaður segir hallann
verða 8 milljarða.
Hvað um það, skipta tölur eða
upphæðir einhverju máli? Undir
fréttinni um fjárlagahallann skýrir
Tíminn frá því að hver lax sem
veiddist í íslenskum ám s.l. sumar
hafi kostað sem svarar 24 þúsund-
um króna, og er það meðalverð. f
fínu ánum var meðalverðið 40
þúsund hver lax.
Atvinnutæki
ogðnnurtæki
Talandi um lax, þá var ein af
fréttum vikunnar að eitt stærsta
laxeldisfyrirtækið væri orðið gjald-
þrota upp á milljarð. Sýnist enguní
þykja mikið.
ekki annar eins einhugur um vöru-
sýningarhöllina sem ríkið á að
byggja yfir boltaleiki. Gæti allt
eins verið að kostnaður skipti þar
einhverju máli. En það sem út úr
því dæmi kemur er ekki annað en
að einn segir höllina verða helm-
ingi ódýrari en annar og virðist
óskhyggja ráða mestu um hvemig
kostnaður er reiknaður. Og hver
bað um hönnun á átta þúsund
manna stórhýsi og hver borgar
hana.
Þá kemur í ljós að sveitarstjórar
og íþróttaforkólfar víða um land
vilja fá sinn skerf af heimsmeistara-
keppni í boltaleik.
A örfáaum árum hafa verið reistar
íþróttahallir fyrir fimm milljarða
króna.
Þama er svo vel í lagt að spyrja
mætti hvort það er ekki einsýn
ósvífni að tala um of stóran og
fjármagnsfrekan skipastól.
Frystihús verða gjaldþrota hvert
af öðru með tilheyrandi atvinnu-
missi fjölda fólks og hinar og
þessar atvinnugreinar em sagðar
baggi á þjóðinni.
Stjómmálamenn greinir á um
hvort fjárlagahallinn sé helmingi
meiri eða minni og menn borga
glaðir 24 þúsund krónur fyrir að
veiða eitt stykki lax, en hvergi er
til aur til að bjarga fiskeldfisstöðv-
um með þúsundir tonna af laxfiski.
Loðdýr má víst e.kki nefna, en
lögleg stærð af boltaleikjavöllum
er það sem þjóðin þráir og fær.
Sama hvað það kostar. OÓ