Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. desember 1989 Tíminn 9 llllllllllllllllllllllillll BÓKMENNTIR lilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Maður með byssu á baki Skyttur á veiðislóð. Eggert Skulason og Þór Jónsson. Iðunn. 1989. 193 bls. Þessi bók er byggð á viðtölum við níu skotveiðimenn, þeir segja sögu sína í jafnmörgum sjálfstæðum þáttum, en umsjónarmenn draga upp mynd sögumanns skörpum drátt- um í upphafi hvers þáttar. Níu menn, sem fátt virðast eiga sameig- inlegt annað en að hafa ánægju af slíkum veiðum segja veiðisögur - reynslusögur, ekki montsögur. Menn sem arka á vit náttúrunnar í leit að verðugri bráð, fá útrás fyrir veiðieðlið sem blundar í mismiklum mæli í brjósti allra manna (og kvenna) og þeir láta ímyndunaraflið ekki hlaupa með sig í gönur við þetta tækifæri fremur en endranær. Þetta er góð bók sem sækir styrk sinn einkum í hversu vel hefur tekist til um val viðmælenda. Og þótt ein- skorðuð sé við skotveiðar er hún fróðleg um fleira. Skotveiði er fjölbreytileg kúnst. Mest segir af gæsa- og rjúpnaveiðum enda algengustu sportveiðar hér- lendis, skyttumar lýsa bráð sinni frá hinum ýmsu sjónarhomum, þær hafa lagt sig fram um að kynnast sem best atferli þessara fugla og greina frá því hvernig þeir matreiða sjálfir feng sinn. Eftir lesturinn velkist enginn í vafa um hvernig raða á tálgæsum né um önnur notadrjúg brögð við veiðamar. Þessar veiðar eru þó ekki aðalefni bókarinnar heldur gera höfundar sér far um að draga upp, með aðstoð viðmælendanna, sem fjölbreytileg- asta mynd af veiðiháttum íslenskra skotveiðimanna, minkaveiðum, sel- veiðum og refaskyttur segja af sér reynslusögur, einnig hreindýraskytt- ur og þeir fuglaveiðarar, sem sækjast eftir öndum, fýl, lunda, skarfi og svartbak. Einn frásagnarmanna, Karl H. Bridde, leggur stund á allar þessar tegundir veiðiskapar með árangri og hlýtur að eiga íslandsmet í að ferðast á fjórum fótum. Þótt stöku maður, eins og Karl, geri ekki upp á milli tegunda em viðhorf veiðimannanna til bráðarinnar yfir- Snorri Jóhannesson bóndi á Auga- stöðum. leitt ólík, Sverrir Hermannsson get- ur ekki hugsað sér að skjóta tófu eða hrafn, Markús Stefánsson myndi ekki fella hreindýr jafnve! þótt hann ætti kost á því. Allir bera þeir virðingu fyrir bráð sinni, em sannir náttúmunnendur og flestum eða öll- um er ljós þversögnin sem í því felst að unna náttúmnni og vilja hana þó feiga. Mikið fer fyrir frásogunum af hreindýraveiðum í bókinni. Hún er leiðsegjandi um hvemig fara skuli að við þær veiðar svo að vel sé. Hitt stakk mig þó meir að þær veiðar virðast vera hvað óskipulegastar og hreint forkastanlegt ef slíkar aðfarir tíðkast á hreindýraslóðum eystra sem Sverrir Hermannsson varð vitni að og lýsir í eftirminnilegri frásögn. Þá er ekki síður fróðlegt að lesa til samanburðar frásögn Sólmundar Tryggva Einarssonar af hreindýra- veiðum í Noregi. Bókin útgefin er nægt tilefni til að stjómvöld taki málefni þessarar dýrategundar hér- lendis til athugunar og þá Norðmenn sér til fyrirmyndar. Menn fara yfirleitt ekki einir á fuglaveiðar, um refaveiðar gegnir ólíku máli, þá er um að ræða kænsku manns gegn dýri. Ari Albertsson segir um tófuna „heillandi dýr, slótt- ug með afbrigðum og kemur sífellt á óvart. Það er kænska hennar og bláköld rökvísi, sem gerir hana að svo verðugri bráð.“ (133). Á tófu- veiðum reynir meira á þekkingu, þrek, biðlund og skotfimi en á annarri veiði. Frásagnir refaskytt- anna sem hér segir af, Ara Alberts- syni, skipstjóra, og Snorra H. Jóhannessonar bónda á Augastöð- um í Hálsahreppi em sérlega eftir- minnilegar. Og þá ekki síður mennirnir sjálfir og viðhorf þeirra til veiðanna. Næmleiki þeirra á hegðun rebba, ljóslifandi lýsingamar, út- sjónarsemi dýrsins eftir frásögnum þeirra að dæma. Snorri gerir skothús á refaslóðum og er frásögn hans mögnuð þeirri spennu sem þvílíku umsátursástandi fylgir. Veiðar Snorra á Augastöðum eru hluti af búnytjum hans og er víðar í bókinni fjallað um nytjaveiðar á þann hátt að almennt fróðleiksgildi hefur án þess þó að frásögnin þomi upp af þeim sökum. Harðræði fyrri tíðar manna við öflun búbjargar með skotfæri kemur glöggt fram í frásögn Sverris Schevings Thor- steinssonar af veiðimennsku bænda í Kalmanstungu í Lundarreykjadal ofanverðum fyrr á öldinni (varla er þó ástæða til að ætla að börn hafi verið látin drepa álftir víðar eins og fram kemur að Sverrir var látinn gera þar?) Sjónarmiðin eru ólík, sportmennskunnar, nytjasjónarmið, aldursmunur. Páll Magnússon fréttastjóri segir frá veiðireynslu sinni og þar með viðhorfi yngri borgarbúa til veiðiskapar. Bókin er skráð á ábúðarmiklu, dálítið stórkarlalegu máli sem hæfir vel efninu, einkum hreinum og bein- um atburðalýsingum. Karlmanna- bók þá eða hvað? Fráleitt er að ætla að gildi þessarar bókar takmarkist við sérþarfir karla ef þær em ein- hverjar til. Hún er hið prýðilegasta kynningarrit á lundarlagi veiði- mannsins fyrir eiginkonur veiði- manna sem erfitt hefur reynst að skilja þessa sérstöku ástríðu karla sinna. Háttalag þeirra að steðja að heiman eldsnemma að morgni í svartamyrkri og skítakulda til að hanga tímum saman niðrí skurði einhvers staðar úti á víðavangi eða til að strekkja upp hlíðar og fjöll jafnvel í krapasnjó - og markmiðið það eitt að aflífa fugla eða hvað? Nei, það er sitthvað fleira sem dregur, segja þeir veiðimenn sem hér um ræðir. Gikkóðir rambóar, pönkarar og ámóta fólk ætti að geta skynjað af bókinni ómissandi jafn- vægi hugar- og líkamsatgervis sem það svo sárlega skortir. Bókin er helst til groddaleg að ytra frágangi, efnisyfirlit vantar og aðfaraorð höfunda, en sjálfsagt er að fylgja bók sem þessari úr garði með einhverskonar útlistun á vinnu- aðferð og ámóta. Myndir em margar í bókinni og flestar þokkalegar, en frágangur þeirra er til verulegra lýta, sama leturstærð á myndatextum og meginmáli, og myndir, svo stórar sem þær eru, ekki afmarkaðar með neinu móti, s.s. með ramma. Kápu- mynd er furðulega valin. Á þessi sælureitur hreindýranna sem hún sýnir að vera til marks um sakleysið sem veiðimaðurinn í senn þráir og fær þó ekki afborið og hlýtur því að sýna ást sína á þennan afkáralega hátt sem hann gerir? Maria Anna Þorsteinsdóttir. Illlllllllllllllllllllllllll TÓNLIST llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Oktettinn Líkt og „5 sinfónían“ og „9 sin- fónían" eru í hugum flestra þessar tilteknar sinfónfur Beethovens, til- heyrir hugtakið „oktettinn" yfirleitt mesta kammerverki Schuberts, Okt- ett í F-dúr fyrir klarinett, horn, fagott og strengi op. 166. Kammer- sveit Reykjavíkur hóf 16. starfsár sitt laugardaginn 2. desember með því að flytja oktettinn í Áskirkju. þessir hljóðfæraleikarar léku: Rut Ingólfsdóttir og Paul Zukofsky fiðlur, Sarah Buckley lágfiðla, Bryndís Gylfadóttir knéfiðla, Ric- hard Korn konstrabassi, Sigurður í Snorrason klarinetta, Rúnar H. Vil- bergsson fagott, Joseph Ognibene horn. Af fréttatilkynningum að dæma var höfuðhlutverk Pauls Zuk- ofsky að „leiðbeina" við flutninginn, þótt hann spilaði líka á fiðlu. Leið- beiningarhlutverkið hefur vafalaust farist honum vel úr hendi, en þó fannst mér sumir kaflarnir fullhratt spilaðir og iðulega einhver óróleiki yfir spilamennskunni. Einkum var þó skerzó-kaflinn of hratt spilaður, þannig að hið mjög svo „punkter- aða“ aðalstef naut sín alls ekki, hvorki í fiðlu né klarinettu. Oktett Schuberts e ákaflega fallegt og yndislegt verk, svo sem vænta má af þessum meistara laglín- unnar. Tónleikaskráin segir frá því að Ferdinand Troyer greifi, sem var frístunda-klarinettisti og tónlistar- stjóri Rúdolfs erkihertoga Austur- ríkis, hafði pantað verkið og Schu- bert skrifað það í febrúar 1824. Beethovenseptettinn hafði jafnan verið afar vinsæll frá því hann heyrð- ist fyrst árið 1800, og nú vildi Troyer fá nýtt verk eftir Schubert í líkingu við septettinn. Schubert varð sem- sagt við þeirri ósk, enda eru þessi tvö verk iðulega nefnd í sömu andrá, þótt þau séu um margt ólík. En bæði eiga það m.a. sammerkt að vera jafnt eftirlæti tómstundaspilara og sóma sér vel á tónleikum, eins og í Áskirkju um daginn. í vel skrifuðum oktett gegna öll hljóðfærin að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki, en mest áberandi í þessum oktett eru þó 1 fiðla, klarinettan og hornið. Hljóðfæraleikararnir þrír, Rut, Sigurður Ingi og Joseph Ogn- ibene, hafa öll sérlega fallegan og safamikinn tón, sem átti sinn þátt í því að skapa ógleymanleg augnablik á þessum tónleikum, sem voru helg- aðir minningu Péturs Þorvaldssonar knéfiðlara, eins af stofnendum Kam- mersveitarinnar, sem lést 1. október sfðastliðinn. Næstu tónleikar Kammersveitar- innar verða haldnir sunnudaginn 17. desember í Áskirkju, og verða helg- aðir tvíleikskonsertum fyrir blásturs- hljóðfæri. Sig.St. SAGAN GLEYMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson. Ásgcir scgir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, scm voru miklir aflamcnn og sjósóknarar fyrr á árum, auksögunnaraf skiphcrra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu islenskan forsætisráðherra reka. LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. harold Sherman. Sherman greinir hérfrá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og seturfram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. Hann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og likama. UNDIR LIAMRINUM. Grétar Kristjónsson. Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Hér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifarikar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Gudmundsson. 20 ræöur og greinar. Hér fjallar finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu í Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira. DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir. Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna. Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Hér segja sjö íslenskar konur frá reynslu sinni i þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið i lifinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson. Þetta erönnur IjóðabókÁrna Grétars. 1982 kom útLeikurad ordum, þarsem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. Hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg að efni og framsetningu ög bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eiríkur Smith myndskreytti. SKl'GGSJA -BOKABVÐ OLIVERS STEISS SF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.