Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. desember 1989 Tíminn 3 Verðbreytingar á matvælum frá ársbyrjun 1988: Dæmi um verðlækkun en líka 240% hækkun Gífurlegur munur er á því hvernig verð hefur breyst á matvælum síðustu tvö árin. Dæmi finnast um vörur sem voru ódýrari nú í nóvember heldur en í byrjun febrúar í fyrra. Nýtt svínakjöt (læri og kótelettur) voru nú 9% ódýrari og svipað má segja um banana (4%). Á hinn bóginn fínnast dæmi um gífurlegar verðhækkanir. Strásykur slær metið með rúmlega 240% verðhækkun en annar sykur hefur hækkað um 160-180%. Yfír 100% hækkun er einnig á hrísgrjónum, kartöflum og heilu slátri og litlu minni á hveiti og eggjum. Á því tímabili (21 mánuður) sem hér um ræðir hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 41,4%. „Cheerios á kvöldin“ orðið dýrt Þótt framangreind dæmi skeri sig úr er samt athyglivert hve verð einstakra vörutegunda breytist mis- jafnlega frá einum tíma til annars. Hver skyldi t.d. skýringin á því að verð á Cheerios hækkar um 56% en Kornflögur aðeins um 14% á sama tíma - svipaðar vörur og frá sama landi. í Hagtíðindum nóvember- mánaðar er jafnan birt meðalsmás- öluverð á mörgum tegundum vöru og þjónustu eins og það er fjórum sinnum á ári. Vegna mikilla breyt- inga á söluskatti, vörugjöldum, niðurgreiðslum og fleiru í ársbyrjun 1988 er samanburður hér miðaður við febrúar. Fiskur: Rækjur og lax hækkað minnst Auk þess sem svínasteik og ban- anar voru nú ódýrari en fyrir tæpum tveim árum hefur verð nokkurra matvæla aðeins hækkað um 5-18% á tímabilinu: T.d. rækjur, nýr lax, saltfiskur, harðfiskur, hamborgar- hryggur, rækjur, nýr lax, skinka, lifrarkæfa, kindabjúgu, kjötfars, rúsínur og niðursoðnir ávextir. Miðað við stöðugar umræður um hátt verð á „fjallalambi“ kemur nokkuð á óvart að verð á því nýju og söltuðu hefur hækkað á bilinu 22-28%, sem er langt undir hækkun framfærsluvísitölunnar (41,4%). Verðhækkun á kjúklingum og nýjum fiski og fiskbollum frá Ora er einnig vel undir verðbólgu (30-36%). Pizza kostar nú 25% meira. Á hinn bóginn hefur nautakjöt hækkað talsvert meira (38-51%). Kaffið hefur ekki haldið í við verðbólguna (34%) og ávextir og grænmeti yfirleitt heldur ekki, ef kartöflur og gulrófur (105-120% hækkun) eru undanskildar. En baunirnar frá Ora hafa t.d. aðeins hækkað um 23%. Mjólkin hefur nokkurnveginn fylgt verðbólgunni, en osturinn hækkað heldur meira (46%). Öl og gos hækkað tvöfalt meira en áfengið Pylsa með öllu hefur hækkað úr 90 kr. í 125 kr. á tímabilinu (39%). Verð á coka-cola, sem margir skola henni niður með hefur hins vegar hækkað urh 66% á sama tíma. Verð óáfengra drykkjarvara hefur yfirleitt hækkað ríflega; öl t.d. um 56% og appelsínusafi um 73%. Þeir sem eru í sterku drykkjunum geta hins vegar varla kvartað yfir aðgangshörku ríkissjóðs sem ræður verði þeirra. Verðhækkanirávodka, wisky og vínum eru í kringum 30% - aðeins „svarti dauðinn" hefur brunað fram úr verðbólgunni (49%). Grjónagrauturinn „verðbólgnað“ Kolvetnin og fitan - sykurinn og kornið (og brauð úr því) og hins vegar smjör og smjörlíki - eru ásamt óáfengum drykkjarvörum og garð- ávöxtum og eggjum þeir vöruflokkar sem virðast yfirleitt hafa hækkað hvað mest (kílóverð): Febr. Nóv. ’88kr. ’89kr. Strásykur 23 78 243% Hrísgrjón 73 157 114% Haframjöl 87 152 74% Hveiti 37 71 91% Rúgbrauð 150 219 46% Heilhv.br. 140 209 49% Kartöflur 61 126 105% Gulrófur 53 119 124% Smjör 314 512 63% Smjörlíki 132 208 58% Egg 213 407 91% Á þessum lista eru m.a. flestar grunnvörur fyrir kökubakstur, sem bendir til þess að jólakökurnar verði nú töluvert dýrari heldur en á undan- förnum árum. Það sama á greinilega við um sykurbrúnuðu kartöflurnar. En þar er bót í máli að steikin sjálf (og grænu baunirnar) hefur hækkað fremur hóflega í verði, þ.e. ef hún er ekki af nauti. - HEI [ essé iJ i 4RRP Ohapp á bensín- stöð í Kópavogi Það óhapp varð aðfararnótt mánudags að þegar verið var að fylla á birgðageyma bensínstöðvar- innar við Stórahjalla í Kópavogi að einn geymirinn yfirfylltist og flóði bensín út um yfirfallsrör á birgða- geyminum og upp úr öndunarop- um á sjálfum afgreiðsludælunum. Slökkviliðið var kallað til og sprautaði það vatni yfir svæðið þar sem nokkur hundruð lítrar af bens- íni höfðu borist yfir. Tankbíllinn er búinn tveim öflugum dælum og þegar dælt er á fullu munu afköstin nema rúmum tuttugu sekúndulítr- um þannig að ef illa fer, eins og í fyrrinótt þá er verulegt magn farið að fljóta um á augabragði. Tankurinn á bílnum tekur tæpa fjörutíu þúsund lítra það segir sig sjálft að kæmist eldur í svo mikið magn bensínsgæti illa farið. Bíllinn er hins vegar búinn margvíslegum öryggisbúnaði og það var vissulega heppilegt að enginn reykingamað- ur átti leið um Stórahjalla þegar Óhappið varð. Timamynd; P)etur. Formannafundur SSÍ: Vara við Á tímum afasamdráttar og afla- brests krefst formannafundur Sjó- mannasambands íslands þess að ríkisstjórnin hagi sínum gerðum með tilliti til þess samdráttar sem nú er í þjóðfélaginu, í stað þess að þenja ríkisbáknið stöðugt út og valda þannig auknum álögum á sjó- menn sem og annað launafólk. Þetta kemur fram í ályktun formanna- fundar SSÍ um kjaramál. útþenslu Fundurinn krefst þess að ríkis- stjórnin dragi stórlega út umsvifum hins opinbera, beiti aðhaldi í verð- lagsmálum og létti skattaálögum af launþegum. „Ríkisstjórnin verur að gera sér ljóst að sífelldar hækkanir á öllum sviðum samhliða minnkandi tekjum hljóta að kalla á hörð við- brögð samtaka sjómanna," segir í ályktuninni. - ABÓ SÍÐUMÚLA 29 SlMI 6-88-300 €1 ■nAri'ln Ásmundsdóttir leikkona er íslending- um að góðu kunn. í bókinni Ég og lífið gefur hún lesendum innsýn í margbrotið líf sitt þar sem skipst hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi. Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást, hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli einlægni og næmni. Inga Huld Hákonardóttir hefur skrásett áhrifaríka og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af miklu listfengi. Eg og lífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi. Þ G,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.