Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.12.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14, desember 1989 lllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllll Tíminn 19 Handknattleikur - VIS keppnin: Stórsigur FH Það var ekki spennunni fyrir að fara ■ Digranesi í gærkvöld þegar HK-menn tóku á móti FH-ingum. FH-ingar höfðu örugga forystu nær allan leikinn og unnu auðveldan sigur 31-23. Það var aðeins einu sinni sem HK liðið náði að ógna FH-ingum. Það var í fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 4-7 í 7-7. En það dugði skammt því FH-ingar tóku viðbragð og áður en varði var staðan orðin 7-13. í leikhléinu var staðan 9-16. Síðari hálfleikur fjörugur framan af, en undir lokin var kæruleysi FH-inga orðið full mikið. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í marki FH, varði 25 skot, og Guðjón Árnason lék einnig mjög vel. Hálfdán Þórðarson kom inná sem varamaður á línuna og brenndi ekki af skoti, framtíðarmaður þar á ferð. í liði HK sýndu þeir Óskar Elvar og Róbert Haraldsson bestan leik. Mörkin HK: Óskar 6/1, Magnús 6/1, Róbert 5, Gunnar Már 3, Ás- mundur 2 og Eyþór 1. FH: Guðjón 8, Hálfdán 7, Héðinn 5, Óskar 4/3, Gunnar 4, Þorgils 2 og Jón Erling 2. BL Körfuknattleikur: ísland vann íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik vann lið Kýpur 73-56 á alþjóðlega mótinu í Lúxemborg í gærkvöld. í dag leikur liðið gegn Wales. BL ÍS burstaði Þrótt Körfuknattleikur-NBA: Flest úrslit voru eftir bókinni í síðustu umferð fslandsmótsins í blaki. ÍS sigraði Þrótt 3:0 í karla- og kvennaflokki. Þróttarar unnu síðan nafna sína á Neskaupstað 3:0 í karlaflokki en austanmenn hefndu sín í kvennaflokki 3:0. KA sigraði HSK að Laugarvatni 3:1 og HK vann Fram 3:1. [S á sigurbraut ÍS sigraði Þrótt Reykjavík 3:0, 15/12, 15/11 og 17/16, í karlaflokki í síðustu viku. Þótt leikurinn færi 3:0 var hann oft spennandi og tók til dæmis síðasta hrinan 34 mínútur. ÍS leiddi fyrstu hrinu en Þróttur var aldrei langt undan. Jafnt var 6/6 og 12/12 en þá stakk ÍS af og sigraði 15/12. í annarri hrinu komust ÍS- menn í 10/5 en Þróttarar náðu að minnka muninn í 11/10. Stúdentar áttu síðan ágætan endasprett og sigruðu 15/11. Síðasta hrinan var nokkuð söguleg. Þróttur komst í 4/0 og ÍS jafnaði 9/9. Þegar staðan var 12/10 fyrir ÍS fékk Sigurður Þráins- son rautt spjald hjá Marteini Guð- geirssyni, ágætum dómara leiksins, fyrir óvirðuleg tjáskipti. Þetta setti stúdenta aðeins út af laginu og náðu Þróttarar forystu 14/13. ÍS komst aftur yfir 15/14 en jafnt varð 16/16. Þá tókst ÍS-mönnum að krækja í síðasta stigið, vinna hrinuna og þar með leikinn 3:0. Þessi leikur var oft vel leikinn og skemmtilegur. Eru Þróttarar í stöð- ugri framför en í leik þeirra vantar meiri fjölbreytni því andstæðingun- um reynist oft auðvelt að reikna út sóknir þeirra. Leifur Harðarson og Jón Ámason náðu ágætlega saman en þeir hafa ekki náð að sýna sitt Staðan í Flugleiða- deildinni: A-riðill: Keflavík ... 1410 41380-1125 +255 20 Grindavík . 15 9 6 1230-1201 + 29 18 ÍR......... 14 6 8 1115-1197 - 82 12 Valur... 14 5 9 1138-1159 - 19 10 Reynir .... 14 0 14 959-1326 -367 0 B-riðiIl: Njarðvík .. 1412 21248-1153 + 95 24 KR ..... 13 11 21012- 897+115 22 Tindastóll . 14 7 7 1244-1189 + 55 14 Haukar .... 13 6 71171-1069+102 12 Þór..... 15 4 111176-1323 -147 8 í kvöld elika KR-ingar gegn Haukum í úrvalsdeildinnk-'Leikié- verður á Seltjarnamesi og hefst leikurinn kl. 21.00. rétta andlit í haust. EinarÁsgeirsson átti einnig góðan leik an átti oft í erfiðleikum með hávöm stúdenta. ÍS-menn halda áfram sigurbraut sinni og verður erfitt að stöðva þá ef þeir ná að halda höfði. Amgrímur Þorgrímsson spilaði vel upp og mgl- aði oft hávöm Þóttara. Sóknarmenn ÍS áttu allir góðan leik en andstæð- ingum þeirra gengur illa að stöðva þá ef þeim tekst vel upp. Kvennaleikur þessara liða var frekar dapur. ÍS sigraði 3:0, 15/10, 15/10 og 15/9. Þrótti gengur illa að smala í lið þessa dagana og vom með nýja leikmenn í mörgum stöðum. Flestir áttu von á að ÍS mundi ljúka þessum leik fljótt og örugglega en sú varð ekki raunin. í fyrstu hrinu komst fS í 8/0 en með mikilli baráttu tókst Þrótti að minnka muninn í 10/9. ÍS-stúIkur síðan af og sigmðu 15/10. Þetta sama gerðist í þriðju hrinu. Stúdentar em komnir með ágætt lið en góðir skellir em ákaflega sjaldséðir. Ursula Junemann er eini leikmaðurinn sem nær að sækja af krafti en ef þetta verður ekki bætt á liðið enga möguleika í efstu liðin. Bergrós Guðmundsdóttir er komin aftur í uppspilið eftir meiðsli og stóð sig ágætlega, en aðrar vom frekar daprar. Þróttur er með nánast nýtt lið eins og áður sagði og stóðu þessar ungu stúlkur sig með prýði. Náðu oft að ógna andstæðingunum með mik- illi baráttu og eiga eftir að gera enn betur með meiri reynslu. Sólveig Kjartansdóttir átti oft góða skelli og er mjög efnileg. Af þeim eldri stóð uppspilarinn Metta Helgadóttir sig vel og náði að koma baráttu í liðið en fékk litla aðstoð frá hinum „gömlu konunum". Þróttur vann Þrótt Þróttur Reykjavík heimsótti um helgina nafna sína í Neskaupstað. Karlalið gestanna sigraði 3:0, 15/2, 15/4 og 15/12. Hið efnilega lið aust- anmanna viðist vera að fuðra upp eftir góða byrjun. Uppspilari þeirra hefur týnst og er auglýst eftir honum hér með. Þetta er mjög slæmt því lið þeirra var á mikilli siglingu og gat unnið nánast hvaða lið sem var. Sérstaklega fyrir austan. Reykjavík- ur-Þróttarar tóku þá í bakaríið eins og tölurnar gefa til kynna. f kvennaflokki snerist dæmið við. Heimamenn unnu 3:0, 15/13, 15/5 og 15/10. Leikurinn varheimamönn- um auðveldur. Aðeins í fyrstu hrinu tókst Reykjavíkur-Þrótti að standa í þeim en síðan ekki söguna meir. KA í basli meö HSK KA sigraði HSK 3:1, 15/3, 8/15, 16/7 og 15/12, að Laugarvatni. Fyrsta hrina var einstefna KA-manna og gékK’ HSKT-iWöfifiúrtrinS aðTtala' ihh' stig. HSK sneri síðan við blaðinu og vigraði 15/8 í annarri hrinu með mikilli baráttu. Síðustu tvær hrinur voru síðan KA-manna en þó mátti ekki miklu muna að þeir töpuðu þeirri síðustu. HSK-liðið var jafnt í þessum leik. Liðið er í góðu líkam- legu formi og vantar tilfinnanlega meiri tækni. Haukur Valtýsson, upp- spilari þeirra KA-manna átti bestan leik en aðrir leikmenn liðsins hafa átt betri dag. HK sigraði Fram og rak þjálfarann HK sigraði Fram 3:1, 15/7,10/15, 15/11 og 15/11. Þessi leikur var ekki áferðarfallegur. Fyrsta hrinan var auðveld HK-mönnum en Fram átti þá næstu. HK var síðan feti á undan það sem eftir var og var sigur þess nokkuð öruggur. Það litla fallega sem sást var þó HK-manna sem eru í stöðugri sókn þessa dagana. Vignir FDöðversson átti góðan dag hjá HK eins og oft áður. Er HK-liðið væng- brotið án hans, en hann hefur átt við meiðsli í haust. Eftir leikinn ráku síðan HK-menn þjálfara sinn Peter Eichstadt sem hefur þjálfað báða flokka síðan í haust. Hann mun þó halda áfram að þjálfa yngri flokka. Óvíst er hver tekur við af honum. Nýliðar Orlando standa sig best nýju liðanna Það urðu sannarlega óvænt úrslit í NB A-deildinni á sunnudaginn var, þegar nýliðar Orlando Magic lögðu Los Angeles Lakers að velli 108-103. Orlando liðið hefur nú 8 af fyrstu 20 leikjum sínum og því með 40% vinningshlutfall. Hin nýju liðin í NBA deildinni, Minnesota, Miami og Charlotte hafa aðeins frá 15-23% vinningshlutfall og má því segja að Orlando liðið komið liða mest á óvart það sem af er af keppnistímabilinu, en liðið er nú á sínu fyrsta ári í deildinni. Lið Charlotte og Miami eru á sínu öðru ári. Úrslitin síðustu daga hafa verið á þessa leið: Sunnudagur: Orlando Magic-L.A.Lakers . . . 108-103 Milwaukee Bucks-Portland Tr. . 107-104 Mánudagur: Cleveland Cavali.-Utah Jazz . . 113-110 Þriðjudagur: Atlanta Hawks-S.A.Spurs .... 102- 94 bidiana Pacers-Minnesota frl .. 113-112 L.A.Lakers-Charlotte Hornets .. 103-89 NJ.Nets-Philadelphia 76ers .. 97-82 Chicago Bulls-Dallas Maver. .. 105- 97 HoustonRockets-PhoenixSuns. 105-83 Milwaukee Bucks-Oriando M. . 106-103 Detroit Pistons-Denver Nugg. . 121-108 Portland Trail.-L.A.CIippers .. 99-92 Golden State W.-Sacramento .. 118-103 Staðan í deildinni er nú þessi, leikir, unnir, tapaðir, vinningshlutfall. Austurdeildin: Atlantshafsriðill New York Knicks ... . 19 12 7 63,2 Boston Celtics . 19 11 9 55 Philadelphia ’76ers .. . 19 10 9 52,6 Washington Bullets .. . 19 9 10 45 New Jersey Nets .... . 19 6 13 31,6 Miami Heat 21 5 16 23,8 Miðriðill Indiana Pacers . 17 12 5 70,6 Atlanta Hawks . 19 13 6 68,4 Detroit Pistons . 20 13 7 65 ChicagoBulls . 19 12 7 63,2 Milwaukee Bucks ... . 19 9 10 47,4 Orlando Magic . 20 8 12 40 Cleveland Cavaliers . 19 8 11 42,1 Vesturdeildin: Miðvesturriðill Denver Nuggets , 20 13 7 65 UtahJazz , 18 12 6 66,7 San Antonio Spurs ... 18 12 6 66,7 Houston Rockets .... , 20 10 10 50 Dallas Mavericks .... 18 8 10 44,4 Minnes. Timberwolv. .. 19 5 14 26,3 CharlotteHornets ... 19 3 16 15,8 Kyrrahafsriðill Los Angeles Lakers . 20 15 5 75 Portland Trail Blaz. . . 22 16 6 72,7 Seattle Supersonics . . 18 11 7 61,1 Phoenix Suns . 16 7 9 43,7 Sacramento Kings .. . 18 6 12 33,3 Los Angeles Clippers . 18 6 12 33,3 Golden State Warr. . . 19 5 14 26,3 BL íþróttamenn ársins 1989, tilnefndir af sérsamböndunum 20 innan ÍSÍ, með verðlaunagripi sína. Á myndinni eru í neðri röð frá vinstri: Sigrún Huld Hrafnsdóttir íþróttamaður fatlaðra, Guðrún Júlíusdóttir badmintonmaður ársins, Fjóla Ólafsdóttir fimleikamaður ársins, Ragnar Már Steinsen siglingamaður ársins. I aftari röð frá vinstri: Sigurbjörn Bárðarson knapi ársins, Einar Páll Garðarsson skotmaður ársins, Margrét Svavarsdóttir tennismaður ársins, Halidór Svavarsson karatemaður ársins, Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður ársins og Stefán Jóhannesson blakmaður ársins. Á myndina vantar: Kjartan Briem borðtennismann ársins, Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamann ársins, Úlfar Jónsson golfmann ársins, Ólaf H. Ólafsson glímumann ársins, Bjaraa Friðriksson júdómann ársins, Ólaf Þórðarson knattspyrnumann ársins, Jón Kr. Gíslason körfúknattleiksmann ársins, Guðmund Helgason iyftingamann ársins, Ömólf Valdimarsson skiðamann ársins og Ragnheiði Runólfsdóttur sundmann ársins. Tfmamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 247. Tölublað (14.12.1989)
https://timarit.is/issue/280715

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

247. Tölublað (14.12.1989)

Aðgerðir: