Tíminn - 30.12.1989, Page 2

Tíminn - 30.12.1989, Page 2
2 Tíminn Wíi vfV,*wA' iV 1 Laugardagur 30. desember 1989 Davíð Oddsson borgarstjóri og borgarráðsmeirihluti hans hundsar bréfleg tilmæli iðnaðarráðherra um að frestað verði gjaldskrárhækkunum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. í bókun meirihluta borgarráðs segir m.a.: Osk ráðherrans er fyrirsláttur einn Davíð Oddsson borgarstjóri og meirihluti hans í borgarráði Reykjavíkur hafa ákveðið að hundsa tilmæli stjórnvalda um að fresta hækkunum á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar og hækkar því raforkan í Reykjavík eftir áramótin að meðaltali um 10% eins og borgarráð hafði áður samþykkt. Á síðasta borgarráðsfundi þessa árs sem haldinn var í gær kom fram tillaga frá Sigrúnu Magnúsdóttur Framsóknarflokki, Sigurjóni Péturs- syni Alþ.bandalagi, Elínu G. Ólafs- dóttur Kvennalista og Bjarna P. Magnússyni Alþ.flokki þar sem lagt var til að orðið yrði við tilmælum iðnaðarráðherra um að frestað yrði samþykktri gjaldskrárhækkun Raf- magnsveitunnar og á þann hátt orðið við óskum aðila vinnumarkaðarins. Tillagan var felld og Davíð Odds- son og borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram eftirfar- andi bókun: „Reykjavíkurborg hefur ekki gengið á undan með hækkanir á opinberri þjónustu. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur hækkað taxta sína minna en allar aðrar sambæri- legar stofnanir á undanförnum árum. Á sama tíma hækkar ríkisvaldið skatta á einstaklinga og fyrirtæki meira en nokkru sinni fyrr og lagður er virðisaukaskattur á sveitarfélögin sem kosta mun þau um þúsund milljónir króna á næsta ári með tilheyrandi verðhækkunarbylgju og boðaður er sérstakur skattur á orku- fyrirtæki sem að sjálfsögðu mun berast út í verðlagið. Á meðan heldur Reykjavíkurborg útsvari sínu óbreyttu. Borgin verður því ekki sökuð um að kynda undir verðbólgubálið sem ríkisvaldið hef- ur kveikt og fóðrað, og þessi ósk ráðherrans er því fyrirsláttur einn til að draga athyglina frá þekktum staðreyndum.“ „Þetta eru háskaleg vinnubrögð og eins óábyrg og hugsast getur. Rafmagnsveita Reykjavíkur stendur Davíð Oddsson, borgarstjóri. alls ekki þannig að hún sé úti á gaddinum. Þar sem ljóst má vera að fjölmörg önnur fyrirtæki sem standa mun verr muni vilja hafa hliðsjón af þessu, þá lýsa þessi vinnubrögð al- gjöru ábyrgðarleysi. Þetta er furðuleg afstaða og að baki henni liggja einhverjar aðrar hvatir heldur en fjármálalegar. Þetta er hryggilegt," sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrún- ar og VMSÍ í gær. -sá Sumarhús í miðri skóg- „Já, það stendur til, en að sjálfsögðu þarf samþykki ráðuneytisins,“ sagði Sigurður Blöndal skógræktarstjóri í gær þegar hann var spurður hvort til stæði að úthluta þrem starfsmönnum á skrifstofu skógræktarstjóra í Reykjavík sumarbústaðalóðum innan gamalgróins skógræktarsvæðis í landi Jafnarskarðs við innanvert Hreðavatn í Mýrasýslu. Skógræktarstjóri sagðist hafa haft það fyrir reglu að hafi starfsmenn Skógræktarinnar beðið um land und- ir sumarbústaði þá hafi hann orðið við óskum þeirra, hafi hann fundið nokkra leið til þess. Varðandi fyrir- hugaða bústaði í landi Jafnarskarðs sagði Sigurður: „Ég geri það með mjög góðri samvisku og tel að ef einhverjir eigi það skilið þá eigi þeir það skilið og ég tel ekkert athugavert við það.“ Hann sagði að á nokkrum lcndum Skógræktarinnar væri alls ekki gef- inn kostur á sumarbústaðalöndum en Jafnarskarðsskógur væri ekki eitt af þeim svæðum. Búið hefði verið að úthluta nokkrum löndum áður en hann tók við stöðu skógræktarstjóra og hefði hann nú ákveðið að verða við óskum þriggja gamalla starfs- manna embættisins um sumarbúst- aði á þessum stað. Gerður yrði leigusamningur við mennina sem síðan þyrfti að stað- festa í landbúnaðarráðuneytinu, enda gerði Skógræktin enga samn- inga um lóðir eða lendur nema með staðfestingu ráðuneytis og gera mætti ráð fyrir að samþykki hrepps- nefndar og jarðanefndar þyrfti einn- ig að leita í þessu tilfelli. „Þetta mál er ekki komið inn á mitt borð,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra. Hann sagði að skógræktarstjóri gæti lagt slíka lóðaúthlutun til og síðan yrðu málin athuguð eins og lög og reglur mæltu fyrir um. „Slíkar hug- myndir og óskir sem þessar koma væntanlega í ráðuneytið til skoðunar eins og fjölmargar aðrar slíkar óskir. Það þarf í sjálfu sér ekkert að vera merkilegra en annað þótt einhverjir starfsmenn Skógræktarinnar eigi í hlut. í sjálfu sér veitir það þeim heldur engan sjálfkrafa forgang," sagði ráðherra. -sá Fjölmörg lönd hafa áhuga á að taka þátt í „norræna" getrauna- seðlinum í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu: 200 milljónir fyrir 13 rétta? Svo getur farið að um 200 milljónir verði í boði fyrir „13 rétta" á sérstak- lega útgefnum getraunaseðli í tengsl- um við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Ítalíu í sumar. Á seðlunum, sem reyndar verða tveir, verða alls þrettán leikir úr riðla- keppni HM. Fjögur lönd hafa þegar ákveðið að standa að útgáfu þessa óvenjulega getraunseðils. Það eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Island. Með samstarfi þessara fjög- urra þjóða þótti ljóst að fyrsti vinn- ingur yrði um hundrað milljónir íslenskra króna. Nú hafa hinsvegar fleiri lönd lýst áhuga sínum á HM seðlinum. Vest- ur-Þjóðverjar eru áhugasamir og einnig hafa Austurríkismenn og Svisslendingar látið í sér heyra. Vit- að er að fleiri lönd velta þessum möguleika fyrir sér. Ástæða þessa Milt veður Gera má ráð fyrir mildu veðri um land allt á gamlársdag og fram á nýársdag, en óvíst er hversu mikill vindur fylgir lægð sem nú fer dýpkandi vestur í hafi. Ef svo fer fram sem horfir má gera ráð fyrir að ágætis veður verði til að kveðja gamla árið á viðeigandi hátt, með skoteldum og áramótabrennum. Á gamlársdag er gert ráð fyrir rigningu eða súld, um sunnan- og austanvert landið, en úrkomulít- ið verður norðanlands. -ABÓ aukna áhuga er fyrst og fremst sú að formaður alþjóðasamtaka getrauna- fyrirtækja, Toto, skrifaði til aðildar- sambanda víða um heim og greindi frá leiknum. Eins og fyrr segir búast menn við að 13 réttir geti gefið allt að 200 milljónir í fyrsta vinning. Sá vinning- ur verður greiddur úr sameiginlegum potti allra sölulanda, en annar og þriðji vinningur hinsvegar af hverju landi fyrir sig. Sigurður Baldursson hjá íslensk- um getraunum sagði í samtali við Tímann í gær að öll undirbúning- svinna væri langt á veg komin og þegar hefur verið hannaður nýr seðill, sem tekinn verður í notkun í maí. Að sögn Sigurðar Baldurssonar verður sá seðill að öllum líkindum notaður í framtíðinni. Áfram verða tólf leikir á íslenska getraunaseðlin- um, en með möguleika á að bæta þrettánda leiknum inn, þegar auka- seðill er í umferð. Dómsmálaráðuneytið verður lög- um samkvæmt að fjalla um fyrirbæri eins og HM seðillinn er, og sagði Sigurður að íslenskar getraunir hefðu mætt miklum skilningi ráða- manna og vinnu í ráðuneytinu skil- aði vel áfram. Verð á hverri röð verður sennilega helmingi hærra en gerist í hinum vikulega leik getrauna. Að lokum vildi Sigurður taka fram að allar raðir hefðu sama möguleika, hvort sem þær væru keyptar á íslandi, í Svíþjóð eða annars staðar í Evrópu. -ES <0 jCD uu Œí iDŒi 00 03 ÖÓ Sj ÉJlxjŒI OjQJ IX: CD Œ3 2j CDÍXIŒj ŒCiSD 1 EjŒSCBI cs ra a;i i 1 i '»uj s ta mmra m m m EDŒEI «E) 00 CB CD Q3 Œ3 m m m CO 00 D0 I >*co ta ca D3CÖ m CD 13 Œ1 CÐODtai '>aaaa H3 E3D !S3 i i E Q3BBCI3I TÓWU- OWMW V*L tamx □ □ fJÖCOt m1® oa 4 TÓCVWWt -MM StUtaEltHIIiaHSHIBSa 11 O tl II 11 (I U kl U (1 II n U tJ UIIUU K1 IJ II U 11 U U II U U II I I H n II II El II (I M II II .. n n n n u n u u ii n nonnnnaunn Nýi getraunaseðillinn, sem væntan- lega verður tekinn í notkun í maí 1990. Eins og sjá má er nýi seðillinn upp á rönd, en fátt eitt breytist nema hvað þrettándi leikurinn verður til staðar. Merkja þarf sérstaklega við ef tippaö er á þrettán leiki. i Öll almenn farseðlasala og skipulagning ferða innanlands sem utan Sumaráætlun Norrænu er komin út! Skipuleggið sumarfríið og verðið ykkur úti um eintak í vetur bjóðum við meðal annars upp á: Auk þess Prag og Leningrad Express, ævintýraleg lestarferð. Búdapest - 6 dagar frá kr. 33.500 Færeyjar - 4 dagar frá kr. 24.950 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN HF. Laugavegi 3, Rvík Fjarðargötu 8, Seyðisfirði Sími 91-626362 Sími 97-21111

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.