Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 4
4 Tímjrm 'báugardagur:3Ö.''desember 19Ö9 llllllllllllllll UTLOND IHHIIB' . JIIJIIIIIIIIIIIIM .•llllllllllilJ.i. IHIIIIII I Leikritaskáldið ííavel forseti Tékkóslóvakíu Leikritaskáldið Vaclav Havel sem verið hefur í fararbroddi tékkneskra andófsmanna undanfarin ár var í gær kjörinn forseti Tékkóslóvakíu. Tékkneska þingið kaus hann einróma forseta á fundi sínum í gær og staðfestir með því þá umbótastefnu sem vék harðlínustefnu gömlu kommúnistanna til hliðar fyrir rétt rúmum mánuði. Hinn alþýðlegi Vaclav Havel ásamt stuðningsmönnum sínum eftir fall harðlínumannanna í Tékkóslóvakíu. Fyrir sex vikum hefði engan grunað að þetta fræga leikritaskáld yrði forseti Tékkóslóvakíu. FRÉTTAYFIRLIT BÚKAREST - Bráða- birgðastjórnin í Rúmeníu treysti stöðu sína með því að skipa níu nýja ráðherra sem flestir eru mjög vinsælir meðal almennings. Þá var flokksræði komúnistaflokksins formlega lagt niður og fjölflokkakerfi tek- ið upp. BANKOK - Skæruliðar Rauðra Khmera sem náð hafa góðum árangri í bardögum við stjórnarherinn í Kambódíu að undanförnu hafa hertekið rústir hinna þekktu Angkor Wat musterisborg. Angkor War var höfuðstaður kambódíska keis- araveldisins á árunum 900 tii 1300 e.Kr. og er talin helsta gersemi Khmeraþjóðarinnar í Kambódíu. Angkor War er þekkt fyrir þau 72 musteri sem þar eru að finna, Ríkisstjórnin í Kambódíu hefur fagnað falli Ceausescus í Rúmeníu og líkir ógnarstjórn hans við ógn- arstjórn Pol Pots og Rauora Khmera á sínum tíma. HONG KONG - Hópur 111 glaðbeittra Víetnamaflaug heim til Víetnam frá Hong Kong af fúsum og frjálsum vilja. Fögnuður þeirra er and- stæða sorgar, biturleika og reiði þeirra 51 víetnamskra flóttamanna sem sendir voru gegn vilja sínum heim til Kambódíu fyrir hálfum mánuði. JÓHANNESARBORG- Fimm menn voru drepnir í átökum tveggja stjórnmála- hreyfinga blökkumanna í Suð- ur-Afríku. Átökin brutust út í bænum Kwanobuhle sem er skammt frá Höfðaborg. PEKING - Li Guixian seðla- bankastjóri Kína sagði að sú aðhaldsstefna sem rikt hefur í peningamálum í Kína undan- farna 15 mánuði verði áfram við líði næsta ár. Því geti fyrirtæki í Kína ekki reitt sig á lán eingöngu. NAIRÓBÍ - Hópur kirkju- legra hjálparstofnanna sem starfa að þróunaraðstoð og neyðarhjálp í Eþíópíu virðast um það bil vera að fá leyfi stjórnvalda í Eþíópíu til að hefja hjálparstarf á svæðum sem eru á valdi skæruliða í Eritreu og í Tígerhéraði. Þar ríkir mikil neyð og er hungurs- neyð þar yfirvofandi. Ríkis- stjórnin hefur átt f riðarviðræður við skæruliða og hafa mál þokast í jákvæða átt. Vaclav Havel hefur eytt fimm árum ævi sinnar innan veggja fang- elsa vegna einarðrar baráttu sinnar fyrir mannréttindum og lýðræði í Tékkóslóvakíu. Fyrir þá baráttu hlaut hann sæmdarheitið „óvinur ríkisins" af fyrri valdhöfum. Hann var síðast handtekinn í kjölfar víð- tækra andófsaðgerða almennings í janúarmánuði og sat í fangelsi fram í maímánuð þegar stjórnvöld urðu að láta undan þrýstingi erlendra ríkja jafnt sem almennings að láta leikritaskáldið laust. Havel uppskar laun erfiðis síns fyrir einungis sex vikum í kjölfar mikilla átaka sem urðu á hinu sögu- fræga Wenceslastorgi 17. nóvember. Þá stóðu stúdentar fyrir minningar- athöfn í tilefni þess að 50 ár voru Páfagarður hefur fordæmt hernám Bandaríkjamanna í Panama og segir að Bandaríkjamenn hafi engan rétt til að krefjast framsal Noriega fyrr- um voldugasta manns í Panama. Noriega hefur nú dvalið í fimm daga í sendiráði Vatíkansins í Panama- borg. Vatíkanið neitar enn að fram- selja Noriega, en bandarískir her- menn sitja enn um sendiráðið reiðu- búnir að grípa Noriega skyldi hann yfirgefa það. Bandarískir embættismenn eru dolfallnir yfir því ótrúlega magni liðin frá fjölmennum mótmælum á Wenceslastorgi vegna yfirgangs þýskra nasista. Svar harðlínukommúnistanna sem stjórnað höfðu Tékkóslóvakíu rá því Vorið í Prag var kramið undir beltum sovéskra skriðdreka, var að skipa lögreglu að beita óheftu of- beldi gegn friðsamlegum mótmælum námsmannanna. Harka lögreglunn- ar var slík að í kjölfarið urðu harðlínumennimar að láta undan og umbótastefnan hafði yfirhöndina. Vaclav Havel tekur við embætti forseta Tékkóslóvakíu af Gústav Husak sem neyddist til að segja af sér 10. desember vegna þrýstings stjórnarandstæðinganna í Borgara- legum vettvangi og mótmæla al- mennings. Husak hafði ríkt allt frá vopna og skotfæra sem bandaríski herinn hefur gert upptæk í Panama. Bandan'kjamenn hafa handtekið fyrrum leyniþjónustumann ísraela, Mike Hararu, en hann íiefur verið ráðgjafi Noriega undanfarin ár. Þá telur bandaríska eiturlyfjalögreglan að innrásin í Panama hafi komið eiturlyfjabarónum Kólumbíu mjög illa og að þeir séu nú í erfiðleikum vegna þess að hafa tapað Panama sem öruggri „útflutningshöfn" á kókaíni frá Kólumbíu. því Vorið í Prag var barið niður á sínum tíma. Áletmnin „Sannleikurinn sigrar“ prýðir nú forsetafánann sem blaktir við hún í Pragkastala, en þar hefur forsetinn aðstöðu sína. Slagorð þetta kemur frá Tómasi Masaryk sem var fyrsti forseti Tékkóslóvakíu, en slag- orðið hefur ekki átt upp á pallborðið hjá kommúnistum, enda síst af öllu hægt að bendla hinn einarða lýðræð- issinna Masaryk við þá stjórnmála- stefnu. Þetta slagorð var áberandi í mótmælum almennings þegar Husak var komið frá völdum. Vaclav Havel er 53 ára gamall. Hann vék sér í fyrstu undan því að taka við forsetaembættinu, en lét undan kröfum almennings sem lítur á hanr. sem persónugerving andstöð- unnar gegn hinum gömlu valdhöf- um. f skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku segjast 73% Tékka og Slóvaka styðja Havel í embætti for- seta. Havel segist einungis ætla að ríkja sem forseti fram að lýðræðislegum kosningum sem haldnar verða f júnímánuði. Það sama gildir um Alexander Dubcek, föður Vorsins f Prag, en hann var kjörinn forseti tékkneska þingsins í fyrradag og stjórnaði hann fundi þegar þingið kaus Havel einróma á sérstökum hátíðarfundi í gær. Þess má geta að í fyrradag var ákveðið að sækja Miroslav Stepan, fyrrum meðlim stjórnarnefndar tékkneska kommúnistaflokksins til saka vegna harðneskju lögreglunnar gegn almenningi á Wenceslastorginu 17. nóvember. Stepan var áður yfir- maður flokksdeildar kommúnista- flokksins í Prag og á að hafa fyrir- skipað aðförina að fólkinu í sam- vinnu við Milos Jakes þáverandi formann kommúnistaflokksins. BRETLAND: Borgarrefir gera usla í sveitinni Breskir bændur eiga nú í höggi við nýjan óvin, miskunnarlaust rándýr sem sýnir enga hræðslu við tvífætlinginn manninn þegar það er í fæðuleit. Þetta óvelkomna rándýr í sveitum Bretlands er „Vulpes Urbis“, borgarrefurinn sem hefur aftur snúið í sveitina eftir að hafa tamið sér nýtt vægðarleysi, lært á miskunnarlausum strætum stórborganna. Refirnir sem snúa aftur til átt- haganna eftir stórborgardvölina eru greinilega ólíkir forfeðrum sín- um úr sveitinni. Þeir þekkja ekki hlédrægni, þeir stunda veiðar í hópum og þeir heimta viðurværi hjá mannfólkinu ef þeir rekast ekki á neina bráð. Þeir efna til árásarferða í dagsbirtu og reynast sérstaklega skeinuhættir kjúklinga- bændum sem nú eru sem óðast að búa sig undir jólamarkaðinn. Líkast því að verða fyrir innrás pönkara Bóndinn Mary Yule í Dinge- stow, Gwent hefur misst 20 hænur, sem gengu frjálsar, í þrem árásum refa. Hún lýsir þessum óvinum sínum þannig: „Þeir sýna engan ótta og hrifsa kjúklingana fyrir augunum á okkur. Þetta eru ekki þessir gamalkunnu rauðu, þriflegu sveitarefir með gljáandi feldi og loðin skott. Þeireru dökkir, horað- ir og líta út eins og kaffikorgur. Þetta er líkast því að fá pönkaralýð í heimsókn." Álitið er að orsakarinnar að þessu fyrirbæri sé að leita til velvilj- aðra dýravina sem hleypa refum út í sveitasæluna í þeirri röngu trú að þeir séu að gefa dýrunum tækifæri til að lifa betra lífi. En sumum refanna reynist erfitt að segja skilið við siðina sem þeir hafa tamið sér í borgunum og hanga í grennd við ruslatunnur í þeirri von að ein- hverju fæðukyns verði stungið að þeim. Refum sleppt í „frelsið“ sem þeir kunna ekki að fara með í nóvembermánuði var veiði- vörður akandi á leið til að gæta að fasanaungunum sínum, í grennd við Dingestow, þegar hann varð vitni að því að tveir menn slepptu 20 refum út úr hestakerru. Refirnir tvístruðust í allar áttir en veið- ivörðurinn varð svo undrandi að hann varð sem lamaður. „Og ég hafði ekki byssuna mína meðferð- is,“ sagði hann. Sérfræðingur sem hefur rannsak- að fæðuvenjur refa er líka undr- andi en segist búast við því að fólk flytji refina út í sveit vegna þess að því finnist þeir hvimleiðir í borgun- um. Hann hefur reiknað út að refafjölskylda með fjóra hvolpa drepi 48 veiðifugla á einni fermílu í sveit á einu veiðitímabili. Formaður jarðeigenda í Gwent- héraði, sem hefur líka orðið fyrir barðinu á ránsferðum borgarrefa- hópa, er nú að kanna klögumál nágranna sinna. Hann þekkir vel til villtra refa og segir þá vera laumuleg dýr sem láti sig hverfa hið snarasta þegar þeir verði varir við bónda. Formaður bændasamtakanna í Gwent-héraði hefur líka heyrt frá- sagnir af refum sem sleppt hefur verið lausum á fáförnum sveitaveg- um. Hann segist ekki skilja hvað sé að gerast en bændurnir í samtökum hans séu reiðubúnir að borga 10 sterlingspund fyrir hvern ref sem skotinn er um sauðburðinn. Borgarref irnir trúa að eini náttúrlegi óvinurinn sé bíllinn! Yfirvöld eru að reyna að finna út hvaðan borgarrefimir koma í sveit- ina. Þeir segja dýrin koma úr matstaðaumhverfi og vera ótrúlega ósvífin. Refirnir hafi myndað klík- ur og hafi þá trú að eini óvinurinn sem þeir eigi í náttúmnni sé bíllinn. „Það er grimmdarlegt að henda þeim í umhverfi sem þeir vita ekkert um,“ segja embættis- mennirnir. Dr. David MacDonald er sér- fræðingur um atferli refa. Hann lætur sér detta í hug að innrás refanna í sveitina gæti stafað því að refir sem eru að verða fullvaxta fari að heiman og komist á eigin spýtur í sveitina. Hann segir: „Þeir eru ákaflega sveigjanleg dýr, hvort heldur frumskógurinn er úr steypu eða gróðri,“ segir hann. Páfagarður fordæmir hernám Bandaríkjanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.