Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn STORHAPPDRÆTTI FLUGBJORGUNARSVEITANNA Vinningaskrá 1989: Sómi 660 sportbátur: 42479 Toyota 4Runner: 4241 -41457 Heimilispakkar: 21300-31817-55058-84386 142251 - 151523 EchoStar gervihnattadiskar: 55-2948-8566- 14838- 18605 42675-46258-49144-51458 52999 - 60009 - 66576 - 69202 71371 - 108795 - 124637 - 146009 150665- 151094- 155951 Mitsubishi farsímar: 808-3060-9242- 17466 20165-31080-33698-56150 73724-79351 -90133 -93616 98731 - 109281 - 116787 - 123836 129340 - 129482 - 134824 - 143112 157020- 157140 Macintosh Plus tölvur: 3433- 16142- 16858-26225 29438-32609-41620-55730 57951 - 59731 - 67980 - 72283 74335-86364-98780- 110174 110645 - 115669 - 120164 - 137742 140258-155912 Nordmende MS-3001 hljómflutningstæki: 5388 - 8509 - 11367 - 35841 - 41354 43860-48006-57804-75018 75695 - 77044 - 77760 - 80979 81519 - 95208 - 105240 - 107333 114630 - 115650 - 129167 - 132705 139366- 141670 Nordmende 20” Galaxy 51 sjónvarpstæki: 2775- 17692-27753-29905 31254-31418-39901 -40191 41209-42130-42716-57433 71036-74876-77518- 116442 120498 - 125440 - 126452 - 130411 134507- 140401 (Birt án ábyrgðar) Gleðilegt nýtt ár, þökkum veittan stuðning! Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík ' Flugbjörgunarsveitin á Hellu Flugbjörgunarsveitin á Skógum Flugbjörgunarsveitin áAkureyri Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin í Vestur-Húnavatnssýslu Laugardagur 30. desember 1989 INNLENDUR ANNÁLL 1989 Páfinn í Róm kom í fyrsta skipti í sögunni í heimsókn til íslands þann 3. og 4. júní. Heimsókn hans tókst í alla staði vel og söng hann samkirkjulega messu með biskupnum yfir íslandi á Þingvöllum á laugardeginum og sótti þessa messu fjöldi manns. Á sunnudagsmorgni messaði páfinn á Landakotstúni í heldur leiðinlegu veðri en messan var þó fjölsótt. Páfinn hitti alla helstu ráðamenn þjóðarinnar á þessari stuttu yfirreið sinni þó svo að hann væri hér formlega á vegum kaþólska safnaðarins en ekki á vegum íslenska ríkisins. Á meðfylgjandi mynd má sjá páfa og biskup íslands við messuna á Þingvöllum. sínum málflutningi að augljóst væri að einhver af fimm nafngreindum aðilum sem borið höfðu vitni í málinu hefðu logið í framburði sín- um og trúlegast væri að sá sem það hefði gert væri Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra. í frétt þar sem þetta var borið undir Ólaf Ragnar Grímsson gagnrýnir hann lögmanninn harðlega og segir hann vera kominn í einhvers konar kjána- legan „Matlock" leik í málsvörn sinni enda hafi hann ekki verið maður til að bera upp á hann ósannindi þegar þeir stóðu augliti til auglitis. Þetta var þó ekki eina atriðið í málsvörn Jóns Steinar sem vakti athygli því Tíminn greindi líka frá því í byrjun mánaðarins að Höskuldur Jónsson taldi fullsannað að málsskjölum sem Jón Steinar hafði undir höndum hafði verið stolið af skrifstofum ÁTVR. Hann taldi enn fremur líkur á að einhver innan stofnunarinnar hefði stolið þessum skjölum með því að ljósrita þau á laun. Afangasigur í hvalamáli Á fundi Vfsindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem haldinn var um miðjan júní unnu íslendingar áfangasigur í hvalamálinu því þar var samþykkt tililaga sem fór fögrum orðum um framlag íslendinga til hvalarannsókna. í þessari ályktunar- tillögu var fslendingum selt sjálf- dæmi varðandi veiðar á langreyð. Eftir samþykkt þessarar tillögu voru Grænfriðungar komnir í mótsögn við samþykktir Hvalveiðiráðsins og undu þeir því mjög illa. Umdeild bankasala Þann 12 júní undirritaði viðskipta- ráðherra og formenn bankaráða Iðn- aðar-, Verslunar-, og Alþýðubanka, bráðabirðgðasamkokmulag um sölu á hlut ríkisins í Útvegsbankanum hf. Verðið á hlut ríkisins í bankanum var um 1 milljarður og þótti fjöl- mörgum það lítið. M.a. hafði for- maður bankaráðs Búnaðarbanka sagt að raunverð fyrir bankann ætti að vera nálægt 1,7 og 1,8 milljarðar. Undir lok mánaðarins var þessu bráðabirgðasamningur þó staðfest- ur. Sviljabanki f heigarviðtali við Veiðimálastjóra var greint frá hugmyndum um að koma á fót sviljabanka til að vernda erfðafræðilega eiginleika íslenskra laxastofna. Vinnuþrælkun Vinnutími aðstoðarlækna var f fréttum í júlímánuði. Tíminn greindi frá því að vaktafyrirkomulag aðstoð- arlækna á sjúkrahúsum, sem felur í sér að þeir vinni allt upp í tvo sólarhringa í einni lotu, væri lögleysa að mati Vinnueftirlits. Kjötútsala Söluátakið „Lambakjöt á lág- marksverði“ hófst í júlfmánuði og var neytendum boðið kjöt í sér- merktum pokum á 25% lægra verði en ella. Kirkjan „kælivara“ var yfirskrift fréttar um lélegt ástand , Bjarnarneskirkju sem er 13 ára óein- angruð steinkirja. Kirkjan er kæld niður eftir guðsþjónustur til að forða rakamyndun. Tekjuhalli Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar- innar spáði 3-4 milljarða tekjuhalla á árinu. Lýsti hann bjartsýni á mögu- leika til að afla innlends lánsfjár til að rétta af hallann. Vandi loðdýraræktar Erfiðleikar loðdýrabænda voru Juan Carlos Spánarkonungur og Soffía drottning komu í opinoera heimsókn til íslands 5. júlí. Á myndinni sést Spánarkonungur kyssa hönd forseta íslands við komuna til landsins. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.