Tíminn - 30.12.1989, Page 13

Tíminn - 30.12.1989, Page 13
Laugardagur 30. desember 1989 Tíminn 13 Bjór var leyfður á íslandi 1. mars eftir að bjórbann hafði gilt í 77 ára bann. Tímamynd: Pjetur strendur landsins með nokkurra mínútna millibili. Fjórtán manns var bjargað en einn maður fórst. Snjóflóð Tveir menn fórust í snjóflóði í Óshlíðinni 8. mars. Félagi þeirra slapp naumlega. 1100 í nefndum Tíminn greindi frá því að ellefu hundruð manns væru við nefndar- störf á vegum menntamálaráðuneyt- isins. Alls voru rúmlega 180 starfs- hópar og nefndir starfandi á vegum ráðuneytisins. Grænir hótuðu málsókn Grænfriðungar reyndu að stöðva sýningu myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum" með lögbanni en tókst ekki. Myndin var sýnd 14. mars og muna vafalaust flestir eftir fjörugum umræðuþætti eftir sýningu myndarinnar hér á landi. Fjör í farsinu Niðurstöður könnunar Neytenda- samtakanna um gerlainnihald í nautahakki og kjötfarsi vöktu mikla athygli og í sumum tilfellum velgju. í tæpum helmingi tilvika reyndist óneysluhæft kjötfars á boðstólum. Nautahakkið var ósöluhæft í 18% tilvika. 64% vextir Tíminn sagði frá því að ávöxtunar- krafa þeirra er versla með úttektar- seðla krítarkorta (slips) nemi allt að 64% á ársgrundvelli. Nýr biskup Ólafur Skúlason vígslubiskup hlaut ótvíræðan meirihluta í bisk- upsvali þjóðkirkjunnar í marsmán- uði og tók við embættinu í júní. Migið í öltunnu „Meig í öltunnuna - skorinn á hálsi“ var yfirskrift fréttar Tímans af ryskingum farandverkamanna á Flateyri út af spilltum miði. Hafði annar þeirra migið í bruggtunnu og mislíkaði félaga hans, eftir að hafa drukkið nokkuð úr tunnunni. Tím- inn gat þess að fordæmi væru fyrir þessum atburði í Fóstbræðrasögu en Butraldi brunnmígur missti höfuðið eftir að hafa migið í vatnsból. Grænfriðungar reyndu aö stööva sýningu mynd- arinnar „Lífsbjörg í Noröurhöfum“ meö lögbanni. Myndin er tekin í dómsal fógetaembættisins. F.v. Róbert Árni Hreiðars- son, lögmaöur Grænfriöunga, og Baldur Guölaugsson, lÖgmaÖUr RíkÍSÚtVarpSÍnS. Tímamynd: Pjetur Apríl Nógir peningar var yfirskrift fréttar um hljómtækja- vertíð vegna ferminganna. Sending- ar af hljómtækjum seldust upp og þurftu kaupmenn að panta um- frambirgðir til landsins til að anna eftirspurninni. Albert í París Albert Guðmundsson tók við starfi sendiherra íslands í París. Deilur á vinnumarkaði Swayze heppni? Tíminn sagði frá því að hafinn væri undirbúningur að tökum á mynd um Leif heppna og fleiri „norska" víkinga sem hafi fundið Ameríku. Stórstjörnur höfðu sýnt myndinni áhuga og var talið líklegt að kyntáknið Patrick Swayze muni leika Leif „hinn norska“. Könnun sýndi að notkun á verkja- lyfjum meðal íslendinga er óhóflega mikil og líkur eru á að allt að þriðjungur þjóðarinnar sé nær stöðugt á verkjalyfjum. Ungt fólk notar mikið af þessum lyfjum og virðist ástæða kvillanna helst vera streita. Verkfall BHMR hófst 6. apríl og stóð til 18. maí og hafði eðlilega víðtækar afleiðingar. Verkfall HÍK og KÍ hafði mikil áhrif á skólastarfið, til dæmis voru engin samræmd próf lögð fyrir, þá voru framhaldsskóla- nemendur uggandi um sinn hag. Voru vinnudeilurnar eðlilega mikið í fréttum. Samningar tókust milli ASÍ og VSí annarsvegar og ríkisins og BSRB hinsvegar eftir erfiðar samningaviðræður. Félag framhajdsskóla stóð fyrir kröfu- göngu og útifundi á Lækjartorgi þar sem deiluaöilar fengu bænarákall um aö ganga til samninga strax. Tímamynd: Ámi Bjarna Fréttir Tímans af ódýrum tannvið- gerðum í Búlgaríu vöktu mikla at- hygli. í apríl var sagt frá manni sem hafi fengið þrjár jaxlafyllingar, tvær „krónur" og viðgerð á „brú“ fyrir aðeins 1200 krónur. Tveir menn sluppu nær ómeiddir er kennsluvél brotlenti á Mosfellsheiöi. Einungis þurfti aö taka eitt spor í vörina á öðrum manninum er var í vélinni. Tímamynd: pjetur Þjóð með þrautir Búlgaríutennur INNANLANDSFLUG FARPANTANIR & UPPLÝSINGAR 6 90 200 VÖR UA FGREIÐSLA 690585 & 690586 FLUGLEIDIR SSZ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.