Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 24
24 Tíminn ÍÞRÓTTA ANNÁLL 1989 Janúar ísraelsku bikarmeistararnir í körfu- knattleik, Hapoel Galil Elyon heim- sóttu ísland og léku gegn íslenska landsliði og Keflvíkingum og sigruðu í öllum leikjum sínum með yfirburð- um. Framarar urðu Reykjavíkurmeist- arar í innanhússknattspyrnu eftir 7-3 sigur á ÍR í úrslitaleik mótsins. Guðni Bergsson gerði samning við enska stórliðið Tottenham Hotspur. tslenska landsliðið í handknattleik tók þátt í Eyrarsundsmóti. Liðið tapaði fyrir Svíum 24-25, vann Dani 24-22 og vann loks Búlgari 22-17. A-Pjóðverjar sóttu okkur heim í janúar og léku tvo landsleiki gegn okkar mönnum í handknattleik. fs- land vann fyrri leikinn 26-21 en í síðari leiknum varð jafntefli 18-18 í slökum leik. Kvennalið Fram í handknattleik tók á móti sovéska liðinu Spartak Kiev í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik og tapaði naumlega 16-22, en síðan stórt 14-35. Njarðvíkingar slógu nágranna sínu út úr 16 liða úrslitum bikar- keppninnar í körfuknattleik, en liðið drógust saman þriðja árið í röð í 8 eða 16 iiða úrslitum keppninnar. Úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í körfuknattleik rak þjálfara sinn, Bandaríkjamanninn Lee Nober og kom það mjög á óvart. Tékkar unnu íslendinga 22-23 í landsleik í handknattleik. í síðari Ieik liðanna vann ísland öruggan sigur 28-23. Febrúar Úrvalsdeildarlið ÍR í körfuknatt- leik sýndi stórleik þegar liðið vann stórsigur á Grindvíkingum 96-64 í Seljaskóla. Ragnheiður Runólfsdóttir vann til þriggja gullverðlauna á opna Sjá- landsmótinu í sundi í Danmörku. Gunnar Ársælsson vann einnig til gullverðlauna á mótinu. Norðmenn mættu til leik með handknattleikslandslið sitt í febrúar og léku tvo leiki við okkar menn. íslendingar sigruðu í fyrri leiknum með einu marki 25-24 og það sama varð upp á teningnum í síðari leikn- um þegar ísland sigraði 21-20. Broddi Kristjánsson varð íslands- meistari í einliðaleik karla í badm- inton og Þórdís Edwald sigraði í einliðaleik kvenna. Kristín Magnús- dóttir og Guðrún Júlíusdóttir urðu íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Ámi Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson og í tvenndarleik sigr- uðu Guðmundur Adolfsson og Guðrún Júlíusdóttir. Handknattleikslandsliðið vann pressulið íþróttafréttamanna létt 38- 21. í lokaleik landsliðsins fyrir B- keppnina í Frakklandi. Lið vesturstrandarinnar í amer- íska körfuknattleiknum vann austur- strandarinnar 143-134 í hinum árlega stjörnuleik en leikurinn fór fram í Houston í Texas. Karl Malone var valinn maður leiksins. Sergei Bubka stangastökkvari frá Sovétríkjunum endurheimti heims- met sitt innanhúss er hann fór yfir 6,03 m. Radion Geitaullin hafði skömmu áður stokkið yfir 6,02 m. í fyrsta leik B-heimsmeistara- keppninnar í handknattleik sigraði ísland lið Búlgaríu með yfirburðum 20-12. Kúvætbúar voru næstir á dagskrá og þeir áttu ekki möguleika gegn okkar mönnum og töpuðu 33-14. í úrslitaleik riðilsins töpuðu ís- lendingar fyrir Rúmenum 21-23. Sömu tölur urðu lokatölur leiks íslands og V-Þýskalands í fyrsta leik í milliriðli keppninnar, en nú var OPO i' M r phicr.iic; j Laugardagur 30. desember 1989 95 manns fórust í troðningi á Hillsborough leikvanginum í Sheffield í mars þegar lið Liverpool og Nottingham Forest mættust í ensku bikarkeppninni. Javier Sotomeoer bætti heimsmet- ið í hástökki innanhúss er hann stökk yfir 2,43 m. Hann á einnig heimsmetið utanhúss sem er það sama. Fjögur önnur heimsmet voru sett á mótinu, þar á meðal í 800 m. hlaupi karla. Staða Valsmanna í efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik styrkist mjög eftir 8 marka sigur á Stjörn- unni. KR-ingar eru í öðru sæti deildarinnar. Einar Bollason körfuknattleiks- þjálfari stjómaði liði í sfðasta sinn í keppni, þegar lið hans Haukar sigr- aði Tindastól í úrvalsdeildinni. Njarðvíkingar, Keflvíkingar, KR- ingar og Valsmenn komust í úrslita- keppni fslandsmótsins í körfuknatt- leik. KR slógu Njarðvíkinga óvænt út úr úrslitakeppninni með tveimur sigmm og Keflvíkingar fóm létt með Valsmenn. FH-ingar féllu út úr Evrópu- keppninni í handknattleik eftir að þeir töpuðu fyrir sovéska liðinu SKIF Krasnodar 14-24 og 19-25. Valsmenn urðu af stórsigri á a- þýska liðinu Magdeburg í Evrópu- keppninni í handknattleik, en unnu þó öruggan sigur 22-16. Valsmenn máttu þola sinn fyrsta ósigur á íslandsmótinu er þeir biðu lægri hlut fyrir Gróttumönnum á Seltjarnarnesi 16-21. ÍBK vann KR í fyrri úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik 77-74, en í síðari leiknum vann KR sigur 92-85. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla og komust færri áhorf- endur að en vildu. Hópur manna fylgdist með leiknum á sjónvarps- skjám utan við húsið. Valsmenn féllu út úr Evrópu- keppninni í handknattleik er þeir töpuðu 15-21 fyrir Magdeburg í síðari leik liðanna. A-Þýska liðið komst áfram á fleiri mörkum skomð- um á útivelli. íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik vann tvo sigra á Englend- ingum í körfuknattleik. Jón Amar Ingvarsson gerði 29 og 39 stig í leikjunum. Keflvíkingar tryggðu sér sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í körfu- knattleik í úrvalsdeild, er þeir sigr- uðu KR-inga 89-72 í hrinum úrslita- leik mótsins. Skíðalandsmótið fór fram Á Siglu- firði um páskana. Slæmt veður setti Keflvíkingar unnu í fyrsta sinn sigur í úrvalsdeildinni í kórfuknattleik er þeir urðu (slandsmeistarar á árinu. Sigurður Ingimundarson fyrirliði og Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður með (slandsbikarinn. það ísland sem sigraði. Sama dag var tilkynnt að snilling- arnir í Harlem Globetrotters væru væntanlegir til íslands í apríl. Njarðvíkingar með a og b lið sín, ásamt KR-ingum og ÍR-ingum kom- ust í undanúrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik. ísland vann Sviss 19-18 í gríðar- lega spennandi leik í milliriðli B- keppninnar í handknattleik í Frakk- landi. Með þeim sigri var staða íslands í keppninni orðin all vænleg. Níu marka sigur á Hollendingum gat nú fleytt íslenska liðinu í úrslitaleik mótsins. Úrslitakeppni íslandsmótsins í blaki hefst. í karlaflokki komust KA, Þróttur R. ÍS og Hk í úrslitin en í kvennaflokki léku Víkingur, UBK, ÍS og Þróttur Nes. íslendingar komust úrslit B- keppninnar í handknattleik með stórsigri á Hollendingum 31-17. Á sama tíma gerðu helstu keppinautar íslands, Rúmenar jafntefli við Sviss 16-16. Pólverjar sigruðu Frakka og leika því gegn íslendingum um gull- verðlaunin í keppninni. Körfuknattleikslið ÍR og Njarð- víkur tryggðu sér rétt til þess að leika í úrslitum bikarkeppninnar. fsland sigraði Pólland 29-26 í úr- slitaleik keppninnar. Alfreð Gísla- son var valinn besti leikmaður og Þorgils Óttar Mathiesen var síðar valinn í heimsliðið. Stór hópur fs- lendinga hélt til Frakklands til þess að fylgjast með leiknum og kom hópurinn heim samdægurs. Það þótti tíðindum sæta í B- keppninni að V-Þjóðverjar féllu í C-hóp í íþróttinni og mega þeir sannarlega muna sinn fífil fegurri. Skíðafélag Reykjavíkur 75 ára 26. febrúar. Mars Arsenal tók 5 stiga forystu á Norwich í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Guðjón Skúlason körfuknattleiks- maður skoraði 50 stig þegar lið hans ÍBK tapaði fyrir KR 74-84 í úrvals- deildinni. strik í reikninginn í upphafi mótsins, en öll upp stytti þó um síður og fór mótið vel fram á glæsilegu svæði þeirra Siglfirðinga. Það fór svo að heimamenn hlutu flest gull á mótinu. Njarðvíkingar sigruðu ÍR-inga 78- 77 í úrslitaleik bikarkeppninnar í körfuknattleik eftir framlengdan og gríðarlega spennandi leik. Keflvík- ingar sigruðu í kvennaflokki, unnu ÍR-stúlkur 78-69. Apríl KA-menn tryggðu sér sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í blaki er þeir unnu sigur á Stúdentum í karla- flokki. Guðmundur Helgason lyftinga- maður setti fslandsmet í jafnhöttun er hann lyfti 200,5 kg. Guðjón Guðmundsson vann tvenn gullverðlaun á Reykjavíkur- leikunum í fimleikum, en margir erlendir keppendur tóku þátt í mót- inu, þar á meðal gullverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum. Valsmenn urðu íslandsmeistarar í handknattleik karla, hlutu 7 stigum meira en næsta lið sem var KR. Fram og UBK féllu í 2. deild. HK og ÍR urðu í tveimur efstu sætunum í 2. deild og tóku sæti þeirra. í 1. deild kvenna í handknattleik varð Fram fslandsmeistari, en FH varð í öðru sæti. Víkingsstúlkur sigruðu í kvenna- flokki á íslandsmótinu í bliki. Drengjalandslið ísland vann Hol- land 97-89 í Evrópukeppni, en tap- aði naumlega fyrir Belgum 84-88. Liðið tapaði fyrir Frökkum 75-113, en Frakkar sigruðu á mótinu og komust áfram í lokakeppnina ásamt Belgum. Litlu munaði því að ísland kæmist í 12 liða úrslit í Evrópu- keppninni. Jón Arnar Ingvarsson varð stigahæstur keppanda á mótinu með 30 stig að meðaltali í leik. Sigurður Bergmann júdókappi vann til silfurverðlauna á opna breska meistaramótinu í +95 kg flokki. íslensk sundfólk vann til tveggja gullverðlauna á Ulster-leikunum í sundi sem fram fór í Belfast. ísland varð 3. sæti í stigakeppni mótsins. Bogdan Kowalczyk var endurráð- inn sem landsliðsþjálfari íslands í handknattleik. Arsenal og Liverpool heygja ein- vígi um enska meistaratitilinn í knattspymu. 95 manns fórust í troðningi á Hillsborough leikvanginum í Shef- field á Englandi, þegar lið Liverpool og Nottingham Forest mættust í bikarkeppninni. Fólkið var allt frá Liverpool og mikil sorg ríkti þar í borg sem annars staðar í landinu næstu vikur. Leikjum Liverpool liðs- ins var næstu daga eftir slysið var frestað og óvissa ríkti um framhald bikarkeppninnar. Stjarnan sló Val út úr bikarkeppni karla í handknattleik og Fh vann ÍR. Þessi lið komust því í úrslit kepp- ninnar. Kjartan Briem og Ragnhildur Sig- urðardóttir urðu fslandsmeistarar í borðtennis. Unglingalandsliðið í körfuknatt- leik vann sinn fyrsta sigur í leik á Norðurlandamóti í 10 ár er liðið vann Norðmenn 77-66. íslenska landsliðið í körfuknatt- leik sigraði ungverska liðið CSEPEL 110-82 í æfingaleik, en í síðari leik liðanna sigruðu Ungverjarnir 98-86. Svíar urðu hlutskarpastir í stiga- keppni Norðurlandameistaramóts- ins í lyftingum sem fram fór á Akureyri. íslendingar urðu í þriðja sæti. Stjarnan sigraði bæði í karla og kvennaflokki í bikarkeppninni í handknattleik. Mótherjamir voru FH-ingar sem töpuðu í karlaleiknum 20-19 og í kvennaleiknum 19-18. Bjarni Friðriksson júdómaður varð enn einu sinni íslandsmeistari í opnum flokki og +95 kg flokki á íslandsmeistaramótinu í Júdó. ísland dróst í riðil með Júgóslöv- um, Spánverjum og Kúbu mönnum í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik sem fram fer í Tékkó- slóvakíu í febrúar á næsta ári. Finnar unnu íslendinga 71-63 á Norðurlandamótinu í Körfuknatt- leik sem fram fór á Suðurnesjum. íslendingar unnu síðan Dani 90-76, töpuðu fyrir Svíum 78-93. í síðasta leik mótsins tapaði íslenska liðið fyrir Norðmönnum 105-95 í fram- lengdum leik, en íslenska liðið hafði haft leikinn í hendi sér skömmu fyrir Icikslok. Svíar urðu Norðurlandameistarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.