Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 30. desember 1989 Tíminn 19 Sprengjur sprungu með um tíu mínútna millibili á Öldugötu og Bergþórugötu. Engan mann sakaði en talsverðar skemmdir urðu á eigum fólks í grennd við þá staði sem sprengjurnar sprungu. „Beita landflótta Kúrda á sauða- tað“ var fyrirsögn fréttar þar sem sagt var frá landflótta Kúrda sem sótti um pólitískt hæli hérlendis. Meðan Kúrdinn beið svars við beiðninni var hann í vist á sveitabæ í Húnavatnssýslu og líkaði bónda vel við hann. Sagði bóndinn hann vera mikinn verkmann og hann hafi meðal annars beitt honum á sauða- taðið og væri hann nær því búinn að stinga út úr fjárhúsunum. Tíminn sagði frá því að bandarísk hermálayfirvöld hefðu sýnt áhuga á því að kaupa nærföt sem framleidd eru af Fínull hf. handa hermönnum sínum. Rafiðnaðarmenn voru bornir út úr Þjóöleikhús- inu er þeir hugðust koma í veg fyrir meint verkfallsbrot. 'jórir félagar o frá Akureyri tM Reyl úr Sjálfsbjörgu óku 430 kílómetra Akureyri tiT Reykjavíkur í hjólastólum. Efnt var til landssöfnunar undir kjörorðinu „Betri framtíð" og söfnuðust rúmlega tíu milljónir króna. Timamynd: pjetur Tíminn sagði frá fjárstofni í Skagafirði sem hefur fjórtán rif í stað þrettán eins og „venjulegar“ kindur hafa. Fjórtán rifja skrokkarn- ir voru auðþekktir vegna lengdarinn- ar en einnig er hlutfall fitu af þyngd skrokksins lægra en hjá venjulegum lömbum. 5. september var sagt frá því að líkur væru á því að ný ríkisstjórn tæki við stjórnartaumunum er Borgaraflokkur gengi inn í ríkis- stjórnina. Hafði þessi möguleiki þá verið í fréttum öðru hvoru allt frá því í janúar. Tvær öflugar sprengjur sprungu Október Verkfal! Verkfall rafiðnaðarmanna var mikið í fréttum fyrstu vikur október- mánaðar. Mikil röskun varð á út- sendingum Ríkisútvarpsins og skiptiborð margra fyrirtækja og stofnana þögnuðu. Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokks Aðalfundur Sjálfstæðisflokks vakti mikla athygli vegna sviptinga í æðstu stöðum flokksins. Porsteinn Pálsson var endurkjörinn formaður en Davíð Oddsson bauð sig fram í varaformannssætið og ákvað Friðrik Sophusson að gefa ekki kost á sér og víkja þar með fyrir Davíð. Ást á ketti Lögreglan fékk til rannsóknar mál þar sem kona kærði nágrannakonu sín fyrir að láta aflífa kött sem sú fyrrnefnda hafði fundið og tekið að sér í háifan mánuð. Var farið fram á 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir það tilfinningalega áfall sem ótímabært fráfall kattarins olli. Tíminn sagði frá hemaðar- leyndarmáli ýmissa blómaræktenda sem gefa plöntum sínum getnaðar- vamapillu til að örva vöxt þeirra. Heklan fékk á sig brotsjó Skipverji lést þegar Hekla fékk á sig brotsjó við Óðinsboða. Miklar skemmdir urðu í brú skipsins og Afmælisveisla rannsökuð Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings kröfðust skýringa á afmæli Ingólfs Margeirssonar vegna þess að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra lagði til áfengið í veisluna á kostnað ríkisins. Síðar baðst ráð- herrann afsökunar á þessari yfirsjón og sagði hana dómgreindarbrest. Áætlanir vom uppi um að setja á fót kynjaskiptan leikskóla í Hafnar- firði. Hugmyndin var að leyfa kynj- unum að njóta sín „á eigin forsend- um“ eins og það var orðað en talið var að „athafnagleði" drengjanna hafi oft á tíðum hamlað leik stúlkn- anna. Breyttur framhaldsskóli Menntamálaráðherra kynnti víð- tækar tillögur um breytingar á fram- haldsskólakerfinu. Talaði ráðherr- ann um tillögumar sem nýja stjóm- arskrá framhaldsskólanna. Sumarið var sólarlítið sunnanlands og var brúnin heldur þung á mörgum. Það kom þó fyrir að sólin gægðist fram og nýttu þá margir tækifærið til að fá lit á kroppinn eins og þessar tvær vinkonur sem Ijósmyndari Tímans hitti í Laugardalslauginni. September Kynjaskiptur leikskóli Tlmamynd: Pjotur bankaheiminum og víðar vegna um- mæla Lúðvíks Jósepssonar banka- ráðsmanns í Landsbankanum á op- inberum vettvangi um skuldastöðu SÍS. Töldu margir að með þessum ummælum hafi Lúðvík lítilsvirt skyldur sínar sem bankaráðsmaður. Banki kaupir banka Samkomulag náðist um kaup Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubanka íslands, eða 52% af hlutafénu. Fjórflokkastjóm Anægjukurr vegna Rósu Rósa Ingólfsdóttir vakti mikla at- hygli með því að birtast nakin í baði á forsíðu eins tímaritsins. Sagði Rósa í samtali við Tímann að við- brögðin hefðu einungis verið ánægjukurr og hlátur. Nærbrækur í hemaði 3. september flutti Leikfélag Reykjavíkur inn í nýja Borgar- leikhúsið við Listabraut. Deilt um tal Lúðvíks Alvarleg umræða átti sér stað í Nýtt leikhús Landflótta í sauðataði Pillan a pottablómin Kótelettu-fjárstofn Ungur maður var stunginn m eð hníf af bláókunnugri mann- eskju á skemmtistað í Reykjavík þegar hann reyndi að stilla til friðar. Hann var um tíma í lífshættu og á myndinni sést að hann mun bera merki um hnífsstung- una alla ævi. Tímamynd: Pjetur I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.