Tíminn - 30.12.1989, Page 14

Tíminn - 30.12.1989, Page 14
14 Tíminn Laugardagur 30. desember 1989 Áhrifa af verkfalli BHMR gætti víöa m.a. hjá borgarfógeta en þar hrönnuðust pappírar upp og í staö þinglýsinga í almennum viðskiptum unnu menn drengskapar- heit og borgaralegum gitingum og hjónaskilnuðum varð að slá á frest. Á þessari mynd má sjá Sigurð Sveinsson, borgarfógeta við skjalabunka sem safnast hafði saman hjá embættinu í byrjun ma'. Tímamyndpjetur Þann 25. maí fagnaði Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára afmæli sínu og á heldur illa sóttum fundi í Háskólabíói hvatti Þorsteinn Pálsson til bjartsýni. Tlmamynd Pjetur Maí Lengi framan af maímánuði setti verkfall BHMR svip sinn á þjóðlífið allt. Skólastarf fór úr skorðum og þegar vika var liðin af maí sagði Tíminn fréttir af því að skólafólk væri farið að leita út á vinnumarkað- inn og hefði gefið upp alla von um INNLENDUR ANNÁLL 1989 Nýr þingflokkur Ingi Björn Albertsson og Hregg- viður Jónsson gengu úr Borgara- flokknum og stofnuðu nýjan þingflokk, Þingflokka Frjálslyndra hægri manna. Borgaraflokkurinn klofnaði vegna deilna um stuðning við ríkisstjórnina. Engar hvalveiðar Hvalamálið svokallaða var mikið í fréttum á árinu. Við heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til V-t>ýska- lands lýstu þarlend stjórnvöld því yfir að þau teldu að ísland hefði ekki brotið samþykktir í hvalamálinu og þau hörmuðu ósannan áburð þegna sinna um annað. Á sama tíma lýsti sjávarútvegsráðherra því yfir að eng- ir hvalir yrðu veiddir hér við land sumarið 1990. Ahugafélag um sykuriðnað Mál Áhugafélags um sykuriðnað hf. var í fréttunum er Jón Helgason spurði hvað málaleitan félagsins liði í iðnaðarráðuneytinu. Félagið telur sig geta framleitt sykur í Hveragerði fyrir innanlandsmarkað fyrir 30-40% af kostnaðarverði erlendis. Hafa áætlanir legið fyrir frá því 1980 en engin svör hafa borist úr ráðuneyt- inu. eðlileg skólaslit. Kornbændur og laxeldismenn voru einnig farnir að örvænta en verkfallið leystist þó loksins þann 18 maí, eftir að verk- fallið hafði staði í einar sex vikur. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði að helsti ávinningur verkfalls- ins fælist í langtímaákvæðum samn- ingsins um að menntun starfsmanna yrði metin meira og endurraðað yrði í launaflokka. í kórónafötum Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík tók upp þá nýbreytni í maí að vera borgaralega klæddir. Tilefni þessarar breytingar var að Páfinn í Róm var væntanlegur í Júní og til að auðvelda sveitinni gæslu- störf voru þessi stakkaskipti ákveð- in. Víkingarnir fengu léttari vopn, frakka og jakkaföt og eftir frétt Tímans um málið hefur sveitin gjarnan gengið undir nafninu „mennirnir í kórónafötunum" þegar þeir eru borgaralega klæddir. Ekkert stig í Evróvision Laugardaginn 6. maí fór fram Evróvisonkeppnin og var framlag íslendinga lag eftir Valgeir Guðjóns- son sem ungur söngvari Daníel Ág- úst Haraldsson söng. Fyrir keppnina greindi Tíminn frá því að líkurnar á sigri íslenska lagsins væru ekki mikl- ar eða 1 á móti 100. Það fór líka svo að fáir greiddu laginu atkvæði sitt, raunar gerði enginn það og ísland fékk ekkert atkvæði í keppninni. Valgeir bar sig þó mannalega í viðtali við blaðið eftir keppnina og benti á að úr því að við sigruðum ekki var þetta e.t.v. besta útkoman. Talaði hann um miklka landkynn- ingu sem þessari sérstöðu fylgdi, að vera neðstir. Svíar efast um JBH Undir lok mánaðarins bárust til íslands lausafregnir sem hafðar voru eftir sænskum embættismönnum þess efnis að ótrúlegt væri að Jón Baldvin sem taka átti við for- mennsku í EFTA-ráðinu um mitt ár myndi ráða við þetta verkefni. Jón svaraði fyrir sig að bragði og kvaðst hissa á að embættismenn sænsku utanríkisþjónustunnar þyrftu að leita hingað til íslands til að læra mannasiði og það hvernig bæri að undirbúa opinberar heimsóknir mandarína sinna, en þó væri sjálf- sagt að taka þá í slíka kennslustund. Von var á Ingvari Carlssyni, forsæt- isráðherra hingað til lands nokkrum dögum síðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.