Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. desember 1989
Með borun
holu 8 fundu Hvergerðingar orkustöð í
miðjum bænum sem gefur vonir um að hægt verði að hefja
rafOrkuframleÍÖSlU Tlmamynd: Pjetur
Desember
Alþjóðlegt hneyksli
Á fullveldisdaginn flutti Tíminn
frétt þess efnis að íhaidið hafi valdið
alþjóðlegu hneyksli með vantrausts-
tillögu sinni á ríkisstjórnina. Ástæð-
an var sú að mikill titringur skapaðist
meðal embættismanna EFTA vegna
tillögunnar og þess að utanríkisráð-
herra, formaður ráðherranefndar
EFTA, gat ekki mætt á til ráðherra-
fundar sem boðaður hafði verið
vegna fyrmefndrar tillögu.
SS henti hausum
Sláturfélagið ákvað að henda 10
þúsund sviðahausum í kjölfar salm-
onellusýkingar sem fannst í sviða-
hausum frá einu sláturhúsa félagsins.
Var þetta í fyrsta sinn sem salmon-
ella finnst í sauðfjárafurðum hér á
landi.
Orkustöð í miðjum bæ
Hola sem boruð var á hverasvæð-
inu í Hveragerði reyndist kröftugri
en björtustu vonir gerðu ráð fyrir.
Þessi orkustöð sem Hvergerðingar
komu niður á færði heimamönnum
vonir um að mögulegt sé að virkja
gufuafl til raforkuframleiðslu og hef-
ur verið gerður samningur við Orku-
stofnun um að kanna möguleika á
raforkuframleiðslu.
Sveppir í hrossaskít
Um 400 tonn af rotmassa hafa
verið flutt til landsins á þessu ári.
Rotmassinn er notaður til sveppa-
ræktar og telja margir innflutninginn
varhugaverðan þar sem uppistaða
massans er hálmur og hrossaskítur
og því hugsanleg hætta á smiti.
Magnús dæmdur
Hæstiréttur úrskurðaði í máli
Magnúsar Thoroddsen og staðfesti í
meginatriðum dóm undirréttar um
að Magnús skyldi víkja úr embætti.
Gjaldþrota Gullskip
Landsbankinn fór fram á að hluta-
félagið Gullskip verði tekið til gjald-
þrotaskipta. Ævintýralegu leitinni
að gullskipinu á Skeiðarársandi virð-
ist því endanlega lokið. Á árinu 1983
veitti Alþingi Gullskipi ríkisábyrgð
fyrir 12 milljón króna láni sem í dag
telst vera 80 milljónir króna.
Rætt um komandi
samninga
Upp úr miðjum desember hófust
viðræður flestra aðila vinnumarkað-
arins vegna komandi samninga. Þar
virtust VSÍ, Vinnumálasambandið,
bændasamtökin, ASÍ og VSÍ og vera
sammála um að leita útfærslu á leið
sem Einar Oddur Kristjánsson segir
að muni gagnast jafnt fátækum
launþegum og fjárvana framleiðslu-
atvinnuvegum.
Hafís
lokaði siglingaleiðum um miðjan desember og eru
tuttugu ár síðan siglingaleiðir hafa lokast vegna íss á þessum
árstíma. Ekki eru dæmi um jafn mikinn ís á þessum árstíma
síðan Frostaveturinn mikla. Tímamynd: pjotur
Tíminn 21
Sendum bestu óskir um
gleðilegt nýtt ár
til starfsfólks, viðskiptavina, svo og
landsmanna allra,
með þökk fyrir samstarf
og viðskipti á liðnu ári.
Gunnar hf. - Snæfugl hf.
Skipaklettur hf.
Reyðarfirði
Auglýsing frá ríkisskattstjóra
HÚSNÆÐiSSPARNAÐAR-
REIKNjNGUR
Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985
um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þær
fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á
árinu 1990.
Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 36.092
og hámarksfjárhæð kr. 360.920. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr.
2. gr. laganna verður kr. 9.023 og hámarksfjárhæð kr. 90.230.
Reykjavík 18. desember 1989
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
ÖRYGGISHJALMAR FRA
YAMAHA
Hagstætt verð.
BUNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Úrval varahluta á lager fyrir
YAMAHA vélsleða.