Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn -L-augardagur 30. 'desémbér 1989 Iíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Söguríkt ár Árið 1989 er senn á enda runnið. Vafalaust má herma upp á þetta ár, sem mörgum finnst eiga við um öll ár, að það hefur liðið hratt og kemur aldrei til baka, eins og sagt er í nýárssálminum. Það átti einnig við um þetta ár, að við upphaf þess sáu menn ekki allt fyrir hvað það kynni að bera í skauti sínu. Síst af öllu vissu menn það fyrirfram hvort árið yrði tími stórviðburða eða hvort það silaðist áfram í því fari sem viðburðir síðustu missera gáfu tilefni til og ekki mikið fram yfir það. Við lok ársins fer þó ekki milli mála að það hefur verið mjög viðburðaríkt, einkum ef tekið er mið af þróun alþjóðamála. Allt bendir til þess að árið 1989 komist á spjöld sögunnar sem tímamótaár í sögu Evrópu. Stjórnmálaviðburðir síðustu mánaða leiða í ljós að skýr kaflaskil eru orðin í þróun alþýðulýð- velda Mið- og Austur-Evrópu og það svo að stjórnkerfi þeirra er í rauninni hrunið. Einflokks- kerfi kommúnismans hefur þegar verið afnumið í Póllandi, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Austur- Þýskalandi og sýnist vera á förum í Búlgaríu. Þetta uppgjör við stjórnskipulag Stalínismans gekk miklu hraðar fram en nokkur gat séð fyrir og svo friðsamlega að flestum hefur komið á óvart. Eina verulega undantekningin er alþýðuuppreisnin í Rúmeníu, sem enn stendur og kostað hefur blóðsúthellingar og borgarastyrjöld. Þessi öra þróun á sér rætur í umbótastefnu valdhafa í Sovétríkjunum og hefði aldrei getað átt sér stað án þeirrar hvatningar sem hún fól í sér, þess afskiptaleysis sem Sovétstjórnin hefur boðað og fylgt í verki gagnvart stjórnmálaþróun fylgiríkj- anna. En hrun eins stjórnskipulags og efnahags- kerfis krefst uppbyggingar nýrra stjórnarhátta og efnahagskerfis. Hvað það snertir eru þessar þjóðir að stíga sín fyrstu spor og framtíðin ein getur úr því skorið hvernig uppbyggingarstarfið tekst. Þegar horft er til íslenskra heimahaga verður minna úr að leita stórviðburða á borð við þá sem hér hafa verið nefndir af alþjóðavettvangi. íslenskar stjórnmáladeilur verða smávægilegar í slíkum samanburði og mættu helst verða til þess að minna þjóðina á þá gæfu sem hún býr við að eiga það frelsi til orða og athafna sem hún á og þann grundvöll velsældar sem íslenskt atvinnulíf og efnahagskerfi er og getur verið. Efnahagssamdráttur síðustu ára hefur sett svip sinn á þetta ár og sýnt er að enn þarf nokkurn tíma til þess að sigrast á þeim fjárhags- og atvinnuerfið- leikum sem samdrátturinn hefur í för með sér. En þessa árs má minnast fyrir það að opinberar efna- hagsráðstafanir hafa borið þann ávöxt sem að var stefnt að endurreisa fjárhag og rekstrargrundvöll útflutningsframleiðslunnar. I því efni hefur þó engu endanlegu marki verið náð. Það er verkefni ríkis- stjórnar og ráðandi þjóðfélagsafla að vinna sameig- inlega að viðhaldi þess árangurs sem náðst hefur og tryggja varanlegan efnahagsbata og atvinnuöryggi í landinu. Tíminn sendir lesendum sínum og landsmönnum öllum hugheila nýárskveðju. STEINGRÍMUR HERMANNSSON: áramót sögulegt bæði vegna innlendra og erlendra atburða. Sömuleiðis hygg ég að nýtt ár muni reynast viðburðaríkt. Innlendir atburðir eru að sjálfsögðu okkar eigin saga, en við höfum einnig í óvenju ríkum mæli tengst miklum atburðum í Evrópu. Um þetta allt mætti mikið skrifa og verður eflaust einhvem tíma gert. Hér mun ég stikla á stóm. Þrengingar í efnahagsmálum Við íslendingar emm að ganga í gegnum töluverðar þrengingar í efna- hagsmálum. Ekki vil ég þó kalla ástandið kreppu eins og sumir gera. Erfiðleikamir hafa oft verið meiri hjá þessari þjóð, t.d. fyrir síðustu heimsstyrjöld, svo ekki sé talað um fyrri aldir. Staðan nú er fyrst og fremst erfið vegna þess að boginn var spenntur um of, erfiðleikamir era sjálfskaparvíti. Það er ekki nýtt hjá okkur íslend- ingum, því miður. Þegar vel hefur árað, mikið hefur aflast eða markaðir verið góðir, höfum við yfirleitt farið of geyst. Svo var á ámnum 1985-1987. Þá fór fjárfesting fram úr hófi eins og glöggt kemur fram á línuritinu á mynd 1. Fjárfesting í tækjum, skipum og verslunarhúsnæði, svo eitthvað sé nefnt, tvöfaldast eða þrefaldast á örfáum ámm. Þessi mikla fjárfesting hefur reynst miklu þungbærari nú en áður, fyrst og fremst vegna þess að fjármagnið er ekki lengur ódýrt. Þvert á móti hafa vextir verið mjög háir, hvort sem er af erlendum eða innlendum lánum. Síðastliðin tvö ár hefur jafnframt ríkt samdráttur í þjóðarbúskapnum. Það er heldur ekkert nýtt. Samdráttur hefur yfirleitt fylgt góðærisskeiði í okkar fábreytta atvinnulífi. Á þessar staðreyndir verður ennþá að minna. Af reynslunni verður að læra. Við munum enn þurfa að þola sveiflur í atvinnulífinu. Hins vegar höfum við ekki lengur ráð á því að haga okkur eins og við höfum gert; því fjármagnið verður áfram dýrt og erlendar skuldir em orðnar of miklar. Fyrir ári spáðu ýmsir illa fyrir íslensku atvinnulífi. Fullyrt var að útflutningsatvinnuvegimir væm við að stöðvast og að atvinnuleysi yrði gífurlegt. Þessar spár vom á töluverð- um rökum reistar. Því ánægjulegra er að björgunarað- gerðir þær, sem ríkisstjómin greip til, hafa skilað miklum árangri. Hátt í tvö hundmð útflutnings- og samkeppnisfyrirtæki hafa hlotið skuldbreytingar- og hagræðingarlán hjá Atvinnutryggingarsjóði útflutn- ingsgreinanna. Samtals er þessi að- stoð töluvert á sjöunda milljarð króna. Þegar skuldbreytingamar vom ákveðnar, fór stjómarandstaðan um þær hinum háðulegustu orðum og jafnvel ýmsir útgerðarmenn virtust telja þær þýðingarlitlar. Þessar raddir hafa nú hljóðnað. Nú viðurkenna flestir að þessar miklu skuldbreytingar hafi reynst fyrirtækjunum afar mikil- vægar og í mörgum tilfellum forðað þeim frá stöðvun. Fyrir milligöngu nýstofnaðs Hluta- fjársjóðs Byggðastofnunar mun eigið fé útflutningsfyrirtækja, sem hvað verst stóðu, verða aukið um nálægt einn milljarð króna. Ríkissjóður, Byggðastofnun og Landsbanki ís- lands eiga stærstan þátt í því. Á árinu hefur raungengi hinnar íslensku krónu verið jafnt og þétt leiðrétt. Hjá því varð ekki komist vegna samdráttar í landsframleiðslu og þeirrar skekkju á gengi sem varð á fastgengistímanum. Nú er gengi krón- unnar orðið nokkm lægra en að meðaltali þennan áratug, og að flestra mati eðlilegt. Þessum björgunaraðgerðum lýkur nú um áramótin. Þau fyrirtæki sem sótt hafa um aðstoð í Atvinnutrygg- ingarsjóði eða Hlutafjársjóði, en ekki hafa enn fengið fyrirgreiðslu, munu afgreidd, en við fleiri umsóknum verður ekki tekið. Markvissu sigi íslensku krónunnar er og lokið. Það svigrúm sem Seðla- banka fslands hefur verið veitt nú nýlega til þess að breyta gengi íslensku krónunnar um 2,25 af hundraði, til lækkunar eða hækkunar, ber aðeins að nota ef óvænt röskun verður á erlendum gjaldmiðlum. Batamerkin eru augljós Á rúmu ári hefur afkoma fiskvinnsl- unnar að mati Þjóðhagsstofnunar breyst úr því að vera með u.þ.b. 5 af hundraði halla í u.þ.b. 3 af hundraði hagnað. Það er að vísu ekki mikið þegar tekið er tillit til mikilla skulda fyrirtækjanna, en gefur þó nokkuð borð fyrir bám, ef þeirri stöðu tekst að halda. Gleggri eru batamerkin þó jafnvel í vömskiptajöfnuði landsmanna. Eftir nokkurra ára halla, stefnir nú í 6-7 milljarða afgang á vömskiptum. Ein- nig mun draga úr viðskiptahalla þrátt fyrir flugvélakaup Flugleiða á árinu sem er að líða. Þau vega þó þungt. Á peningamarkaðnum em einnig glögg merki þess að jafnvægi er að skapast á milli innlána og útlána. Þótt atvinnuleysi hafi aukist hefur það þó ekki orðið nema þriðjungur af því sem ýmsir spáðu, t.d. Verslunarr- áð íslands. Erfiðleika vegna mikilla fjárfest- inga og fjármagnskostnaðar gætir þó enn víða, einkum á ýmsum sviðum þjónustu og verslunar, og því miður eiga ýmsir einstaklingar um sárt að binda af sömu ástæðu. í flestum tilfellum er um fjárfestingar í glæsileg- um byggingum að ræða sem rekst- urinn getur aldrei borið. Sorglegt er að sjá hvemig ýmis gamalgróin og stöndug fyrirtæki hafa fallið í þá freistnir að byggja stórt. Þótt sjálfsagt sé að lánastofnanir og ríkissjóður, þar sem hann á hlut að máli, geri það sem heimilt er og kleift til þess að draga úr fjárhagslegum erfiðleikum, verður ekki hjá því kom- ist að gera dæmin upp. Mörgum virðist einnig ætla að takast að hag- ræða svo, með sammna og róttækum spamaðaraðgerðum, að fyrirtækin komist hjá gjaldþroti. Því ber að fagna. Slíkar þrautir offjárfestingar, þenslu og rangrar stefnu í efnahags- málum munu ganga yfir á næstu mánuðum. Á meðan mun að öllum líkindum verða aukið atvinnuleysi. Hins vegar trúi ég því að úr þeim val muni rísa heilbrigðara og traustara atvinnulíf, sem eflist á nú þegar líða tekur á næsta ár. Vextir Háir vextir og mikill fjármagns- kostnaður eiga stóran þátt í erfiðleik- um okkar íslendinga. Þetta hef ég oft sagt, en því var lengi vel harðlega mótmælt af æðstu mönnum peninga- stofiiana. Okurvextir bera að sjálf- sögðu ekki einir alla sökina. Rekja má upphaf vandans til mikillar eyðslu og offjárfestingar. Það er hins vegar staðreynd að háir vextir drógu ekki úr fjárfestingu Iandsmanna eins og boð- að var. Hins vegar juku þeir rekstrar- kostnað mjög og því að sjálfsögðu um leið verðbólguna. Það vakti undmn mína fyrr á árinu að ekki reyndist unnt að fá svar við þeirri spumingu hve arðtaka fjár- magnsins væri mikil. Hlutdeild launa í þjóðartekjum er reiknuð og ekki stendur á því að menn telji hana of mikla, sem reyndar hefur verið síð- ustu árin. En hvað fjármagnið tekur til sín var ekki talið nauðsynlegt að skoða. Ég fól þjóðhagsstofnun að athuga þetta. Mér þótti útkoman athyglisverð. Þjóðhagsstofnun telur að arðtaka innlends fjármagns 1988 umfram verðbólgu hafi verið um eða yfir 20 milljarðar króna og u.þ.b. tvöfaldast frá árinu 1986. Sumir hagfræðingar telja að vísu að arðtökuna beri að reikna á gmndvelli nafnvaxta, því atvinnuvegimir fái ekki allir verðbólg- una bætta, að minnsta kosti ekki að fullu. Það er rétt, t.d. þegar gengið er fast en verðbólgan allmikil eins og var á ámnum 1987-1988. Þá fengu útflutn- ings- og samkeppnisgreinamar ekki verðbólguna bætta. Þannig verður það langtum hærri upphæð sem fjár- magnið tekur til sín. Þessi mikla arðtaka fjármagnsins verður enn alvarlegri þegar á þá staðreynd er litið að á þessum sama tíma vom atvinnuvegimir iðulega reknir með tapi og eiginfé þeirra stórlega minnkandi. Augljóst erhvert það fór. Hitt er mönnum e.t.v. ekki eins ljóst að mikið af þessum fjármagns- auði öUum, sem svo er neftidur, er í raun lítils virði. f sumum tilfellum er hann vart miklu traustari en sápukúl- an. Þetta hefur reyndar komið beriega í ljós í gjaldþrotum undanfarinna mánaða. íþeim afskrifast m.a. papp- írsauðurinn. Segja má að gjaldþrotin séu örygg- isventUl markaðskerfisins. Engin þjóð sem telur sig hafa nokkra stjóm á sínum efhahagsmálum getur hins veg- ar vafið þann kost, ef hún fær við ráðið. Gjaldþrotin skilja eftir djúp sár og keðjuverkunin getur orðið gífur- leg. Þær ríkisstjómir sem setið hafa frá því í september 1988 hafa að minnsta kosti talið sér skylt að gera aUt sem á valdi ríkisvaldsins er tU þess að koma í veg fyrir gjaidþrot undirstöðuatvinn- uvega þjóðarinnar. Sem betur fer hefur það að stómm hluta tekist, eins og fyrr er rakið. Ég hef jafnframt leyft mér að halda því fram að úr fjármagnskostnaðinum verði að draga, ekki aðeins með því að afskrifa skuldir og skuldbreyta, heldur einnig með lækkun vaxta. Umtalsverður árangur hefur náðst. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans hafa raunvextir lækkað úr u.þ.b. 10 af hundraði í rúmlega 7 af hundraði. Það segir þó ekki söguna aUa. Með þeirri breytingu á láns- kjaravísitölu sem ríkisstjómin ákvað í upphafi ársins, og sem nú hefur verið staðfest fyrir dómstólum, hefur orðið tU viðbótar u.þ.b. þriggja tU fjögurra af hundraði af lækkun raun- vaxta. Þetta er einna best staðfest af sjálfskipuðum verjendum sparifjár- eigenda sem halda því fram að þeir hafi verið hlunnfamir um fleiri mifij- arða. Að sjálfsögðu hafa vaxta- greiðslur atvinnuveganna og þeirra einstakfinga sem skulda, lækkað um sömu upphæð. Það er hins vegar blekking, að nokkur hafi í raun verið hlunnfarinn. Fjármagnseignin í bönkum, lífeyris- sjóðum eða peningstöfnunum öðmm verður aldrei meira virði en atvinnu- lífið ber. Vextimir þurfa enn að lækka, að minnsta kosti í samræmi við lækkun verðbólgu. Þessu verkefni er því ekki lokið. Jafnframt mun ríkisstjómin afriema verðtryggingu lána og aðra sjálfvirka vísitöluviðmiðun eins fljótt og auðið er, eins og fram kemur í málefnasáttmála ríkisstjómarflokk- anna. Þá fækkar enn um einn mikil- vægan áhrifavald í víxlgangi verðbólg- unnar. Ríkissjóður Á því ári sem er að líða hefur komið betur í ljós en fyrr hve stór vandi ríkissjóðs er orðinn. ítarlegt uppgjör á ríkissjóðsdæminu hefur leitt í ljós að innbyggður halli er orðinn sem nemur líklega um 10-15 milljörðum króna. Fyrir þessu em ýmsar ástæður. Línurit á mynd 2 og 3 sýna tekjur og útgjöld ríkisins og sveitarfélaga á undanfömum 20 ámm. ísland er að því er virðist eina landið innan vé-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.