Tíminn - 30.12.1989, Page 12

Tíminn - 30.12.1989, Page 12
12 Tíminn Laugardagur 30. desember 1989 ilNNLENDUR* ' ANNÁLL 1989 Febrúar '■Jiljll Skipulagt vændi Rúmlega fimmtugur maður var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald þar sem hann var talinn þunga- miðjan í umfangsmikilli og skipu- lagðri vændisstarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu. Hnuplaö fyrir 100 milljónir Forráðamenn Hagkaupa boðuðu hertar aðgerðir til að berjast gegn sfauknum þjófnaði úr búðarhillum. Á árinu 1988 var stolið úr verslunum fyrirtækisins fyrir 100 milljónir króna. Fórst við skíðalyftu Tvítug kona beið bana í Garðabæ er hún festist í skíðalyftu og klemmdist til bana. Konan var að bjarga sjö ára gömlu stúlkubarni sem festist í togvír lyftunnar. í kjölfar þessa hörmulega atburðar kom fram hjá Vinnueftirlitinu að ástæða væri til að kanna ástand slíkra lyfta um allt iand. Örtímgun hvala Tíminn greindi frá niðurstöðum hvalarannsókna Hafrannsóknar- stofnunar þar sem kom ýmislegt fram er bendir til að langreyðar verði oftar kelfdar en hingað til hefur verið talið. Var talið að þetta gæti haft mikil áhrif á útreikninga varðandi stofnstærð einstakra hvala- tegunda. Fluttar voru f réttir af gegndarlausu smáfiska- ÖrápÍ. Tfmamynd: Árni Bjarna YAMALUBE-2 olían frá YAMAHA fyrir vélsleðann ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 íslenska handboltalandsliðið sigraði í B-keppninni í Frakklandi og vann þar meö stærsta sigur íslenuinga í flokkaíþrótt til þessa. Tímamynd: Pjetur Námskeið um heimsendi Tvö hundruð manns skráðu sig á tólf vikna námskeið hjá Aðventist- um til að fræðast um heimsendi. Var þátttakendum meðal annars kennt að þekkja merki dýrsins og „andkrist“. Rafmagnsleysi 13. febrúar varð rafmagnslaust í fimm klukkutíma um mestan hluta landsins. Ástæðan voru bilanir vegna seltu í tengivirkinu að Geit- hálsi. Ýsukóð til sölu Fregnir af smáýsudrápi vöktu reiði manna. Sannað þótti að Vestmanna- eyjabátar og jafnvel fleiri hafi stund- að slíkar veiðar vísvitandi í von um skjótfenginn hagnað á breskum ferskfiskmarkaði. Tíminn flutti einnig fréttir af sölu á undirmálsfiski í búðum í Reykja- vík. Kom þar fram að íslendingar fari þar að dæmi búskussanna og éti útsæðið sitt. Þari féll af himni Dæmalaust óveður varð á Vest- fjörðum, barst hafís að landi og voru tún þakin fjörusandi. Þari frá Hval- látrum fauk 20 kílómetra og féll af himni í Örlygshöfn. Aðgerðir vegna skatta Fjármálaráðherra tilkynnti hertar aðgerðir í innheimtu staðgreiðslu skatta og hótaði lokun fyrirtækja ef þau stæðu ekki í skilum. Rúmlega 8 þúsund fyrirtæki höfðu ekki skilað til ríkissjóðs um 1,5 milljörðum króna sem þau höfðu innheimt af starfsfólki í staðgreiðsluskatt. Til tunglsins Frétt Tímans um bílastyrki starf- sfólks Landspítala vakti athygli en þar kom fram að styrkirnir væru upp á 3 ferðir til tunglsins, eða 2 milljónir kílómetra. Einnig að kostnaður vegna aksturs starfsfólks væri jafn- hár bílakostnaði lögreglunnar í Reykjavík. Svindl Grænfriðunga Tíminn flutti fréttir af mynd Magnúsar Guðmundssonar og Eddu Guðmundsdóttur „Lífsbjörg í Norðurhöfum“ þar sem fjallað er um áróðursstríð Grænfriðunga og ýmsar falsanir sem þeir hafa beitt til að ná athygli almúgans. Kvikmyndin var mikið í fréttum er hún var frumsýnd og olli miklum deilum í frægum sjónvarpsþætti. Unnum B-keppnina íslenska landsliðið í handknattleik vann B-keppnina sem fram fór í Frakklandi. Hrottaskapur franskra öryggisvarða gagnvart nokkrum ís- lenskum áhorfendum varpaði þó skugga á sigurgleðina. Mars Bjórdagur 1. mars boðaði komu bjórsins og þótti það fréttnæmt hérlendis sem erlendis. Erlendar sjónvarpsstöðvar og erlendir félagsfræðingar komu til landsins til að fylgjast með „bjór- töku“ fslendinga eftir að bjórbann hafði gilt í 77 ár. Gæftaleysi í byrjun mars benti flest til þess að ekki tækist að frysta loðnu upp í viðmiðunarsamninga sem gerðir höfðu verið við Japana. Ástæðan var gæftaleysi. Bílar Landsvirkjunar Tíminn flutti fréttir af óvenju glæsilegum bílakosti Landsvirkjunar sem stjórnendur og skrifstofufólk ekur. Við lauslega athugun taldi blaðamaðurinn 12 bíla á bílastæði stofnunarinnar að verðmæti 22 millj- ónir króna. Deilt um niðurskurð Á árinu hefur mikið verið deilt um niðurskurð f heilbrigðiskerfinu. Á fundi sem fjármálaráðherra hélt með starfsfóiki Borgarspítala varð hon- um tíðrætt um ótrúlega góð kjör læknastéttarinnar og sagði ráðherr- ann að 20% áætlaðs sparnaðar næð- ist ef læknar afsöluðu sér námsferð- um. Skip á 1000 krónur Fyrirtækið Lyngholt h.f. keypti flutningaskipið Marianne Danielsen sem strandaði við Grindavík á 1000 krónur. Nokkru seinna tókst að ná skipinu á flot og var því siglt til Póllands til viðgerða og síðan selt erlendis. Tveir bátar fórust 7. mars fórust tveir bátar við

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.