Tíminn - 03.01.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 03.01.1990, Qupperneq 2
L rrif.j‘1 2 Tíminn 'i-t i .cijiy. :ijyobu>íiv6if7Í Miðvikudagur 3. janúar 1990 Háskólamenntaðir og atvinnurekendur kvarta mest allra um streitu: Streita hefur tvö- faldast á 20 árum Fjöldi fólks á aldrinum 34-44 sem kvartar undan streitu, hefur tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum. Háskólamennt- að fólk og atvinnurekendur kvarta oftar undan streitu en aðrar stéttir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um streitu, vinnu og heilsu í velferðarþjóðfélagi sem Ólafur Ólafsson landlæknir hefur unnið. Ólafur sagði í samtali við Tímann að greinilegt væri að kvörtunum um streitu hafi fjölgað samhliða því sem velmegun þjóðarinnar hafi aukist. Er nú svo komið að íslendingar eru að komast á svipað stig hvað þetta varðar og aðrar Norðurlandaþjóðir. Ólafur sagði alveg ljóst að þeir sem kvarta um streitu væru oftar veikir en hinir sem ekki kvarta um streitu. Benti hann á að kostnaðurinn sem hlýst af sjúkdómum sem má rekja til streitu væri mikill, einkum þó hinn óbeini kostnaður svo sem vegna fjarvista frá vinnu, magasára, bak- verkja og fleira. í skýrslunni kemur fram að vinnu- Árið 1989: 49 létust vegna slysa 49 einstaklingar, þar af þrír erlcndir ríkisborgarar, létust af slysförum hér á landi á árinu 1989. Ef skoðað er yfirlit yfir síðastliðin tíu ár kemur í Ijós að banaslysin urðu fæst á síðast- liðnu ári en flest á árinu 1980, eða 83. Samtals hafa 654 ein- staklingar, þar af 50 erlendir ríkisborgarar, dáið af slysförum á þessu tímabili. Þessar upplýs- ingar koma fram í yfirliti sem Slysavarnafélag íslands hefur sent fjölmiðlum. Á síðastliðnu ári létust sjö manns vegna sjóslysa eða drukknana. í umferðarslysum létust 30, þar af tveir erlendir ríkisborgarar. í flug- slysum lést einn en ellefu einstakl- ingar, þar af einn útlendingur, létust vegna slysa sem flokkuð eru sem ýmis banaslys. Ef skoðað er á yfirlit yfir banaslys hér á landi á árabilinu 1980-1989 kemur í ljós að samtals hafa 654 einstaklingar látist vegna slysa á þessu tímabili, þar af 50 útlendingar. Flestir hafa látist í umferðarslysum eða 262 (22), 166 (14) vegna sjóslysa og drukknana, 158 (14) hafa látist vegna ýmissa slysa og 38 hafa farist í flugslysum. Enginn útlendingur lést í flugslysi hérlendis á þessu árabili en hvað hina flokkana varðar er fjöldi erlendra ríkisborgara sýnd- ur í svigunum. Eins og áður sagði tóku banaslysin minnstan toll á síðastliðnu ári, eða 49 mannslíf ef litið er á undanfarin tíu ár. Flest urðu slysin árið 1980 en þá létust 83 einstaklingar í slysum hér á landi. Munar þar mestu um að óvenju margir fórust vegna sjóslysa og drukknana það ár en af yfiriitinu má sjá að svo til á hverju ári hafa flest banaslysin orðið í umferðinni. SSH Aktu eins og þú vilt aðaoriraki! *UM EINS OG UENN' llUMFEWM tími kvenna hefur aukist mjög mikið á síðustu árum. Á árunum 1967-69 unnu 75% kvenna á aldrinum 34-44 ára lengri en 55 tíma vinnuviku. Á árunum 1983-85 unnu 92% kvenna í þessu aldurshópi lengri en 55 tíma vinnuviku. Sambærilegar tölur fyrir karla í sama aldurshópi er um 65% fyrir bæði tímabilin. Inni í þessum tölum er vinna á heimili og öll vinna utan heimilis. Svör fólks um streitu eru byggð á hóprannsókn Hjartaverndar meðal karla og kvenna fæddra á árabilinu 1907-1954 sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Karlar og konur á aidrinum 34-44 „Hér hefur verið biðröð í allan dag og raunar í gær líka. Ekkert þessu líkt hefur gerst hér áður,“ sagði Sigurður B. Stefánsson hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans þegar Tíminn ræddi við hann sl. föstudag. Þar stóðu 10-20 manns í biðröð til að kaupa hlutabréf frá ára kvörtuðu tvöfalt oftar um streitu á árabilinu 1983-85 en á árabilinu 1967-69. Þærstéttir sem kvartaeinna mest um streitu eru háskólamenntað fólk og atvinnurekendur. Stéttir sem kvarta einna minnst um streitu eru húsmæður og ófaglært fólk. Há- skólamenntaðar konur á aldrinum 34-44 kvarta einna mest undan and- legri streitu. Áberandi er að fólk á aldrinum 46-61 árs kvartar mun sjaldnar um streitu en fólk á aldrin- um 34-44 ára. Landlæknir sagði að skýra mætti mismuninn á þessum tveimur aldurshópum með því að fólk eldra en fertugt sé yfirleitt laust við streitu sem jafnan fylgir húsbygg- ingum. Ólafur landlæknir segir í skýrsl- unni að hugsanlegt sé að lífstíll skapi vinnustreitu, en þó bendi margt til þess að streitutilhneiging sé að ein- hverju leyti „meðfædd". Algengara er að finna sjúkdóma eins og krans- æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og morgni til kvölds í gær þrátt fyrir að 7-8 ráðgjafar afgreiddu bréf sem mest þeir máttu. Sigurður áætlaði að hátt á 4. hundrað manns hafi keypt hlutabréf hjá VIB þessa tvo daga og sjálfsagt meirihluti þeirra tvöfaldan skammt, þ.e. fyrir hjón. Svipaða sögu var að segja frá magasár í ætt þeirra sem kvarta um vinnustreitu en hinna sem gera það ekki. Rétt er að taka fram að þó að hér sé um fylgnisamband að ræða sannar það ekki að orsakasamband sé fyrir hendi. Konur sem kvarta um streitu þyngjast meira þrátt fyrir að þær stundi frekar íþróttir en hinar sem ekki kvarta undan streitu, þær reykja meira og vinna meiri auka- vinnu en aðrar. Þær hafa frekar mannaforráð, skipta oftar um vinnu og íbúð en þær sem ekki kvarta um streitu. Konur sem kvarta um streitu leita oftar til læknis og taka mun oftar lyf, sérstaklega svefnlyf og vítamín, en þær sem ekki kvarta um vinnustreitu. Svipað munstur er meðal karla. Þá hafa athuganir leitt í ljós að í sveitum á Suðurlandi er streita ekki minni en hjá borgarbúum og jafnvel meiri hjá bændum. -EÓ öðrum verðbréfasölum með hluta- bréf, m.a. Fjárfestingarfélaginu og Kaupþingi. Miðað við tölur þeirra má ætla að hátt á annað þúsund manns hafi þannig keypt sér um 43.400 kr. skattafslátt (86.800 kr. fyrir hjón) með þessum hætti síðustu tvo virka daga ársins - eða samtals Nítján sæmdir fálkaorðunni Forseti íslands sæmdi á nýárs- dag samkvæmt tillögu orðunefnd- ar eftirtalda fslendinga heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu: Ágúst Bjarnason, fv. skrifstofu- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að söngmálum. Almar Grímsson lyfsala, for- mann Krabbameinsfélags íslands, Hafnarfirði, riddara- krossi fyrir störf að heilbrigðis- málum. Frú Ásdísi Sveinsdóttur, Egils- stöðum, riddarakrossi fyrir störf að fræðslu- og félagsmálum kvenna. Frú Auði Laxness, Gljúfrasteini, Mosfellsbæ, riddarakrossi fyrir störf að menningarmálum. Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóra, Reykjavík, stórriddara- krossi fyrir störf að menningar- og sparisjóðsmálum. Boga Pétursson, fv. verkstjóra, Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að æskulýðsmálum. Eyþór Þórðarson, fv. kennara, Neskaupstað, riddarakrossi fýrir störf að skóla- og félagsmálum. Friðrik Pálsson forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að markaðsmálum sjávarút- vegsins. Garðar Cortes óperusöngvara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Guðmund Guðmundsson (Erró) listmálara, París, riddarakrossi fyrir málaralist. Jón Tómasson, fv. stöðvarstjóra, Reykjavik, riddarakrossi fyrir embættis- og félagsmálastörf. Ólaf Skúlason biskup, Reykja- vík, stjörnu stórriddarafyrir störf að kirkjumálum. Óla M. ísaksson verslunarmann, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Pálínu Ragnheiði Kjartansdóttur forstöðukonu, Hveragerði, fyrir störf að manneldismálum. Pétur Sigurgeirsson biskup, Reykjavík, stórkrossi fyrir störf að kirkjumálum. Dr. Sigríði Þ. Valgeirsdóttur prófessor, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að uppeldis- og kennslumálum. Sigurð Magnússon, fram- kvæmdastjóra ÍSÍ, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra. Sveinbjörn Sigurðsson bygginga- meistara, Reykjavík, riddara- krossi fýrir störf að byggingamál- um. Dr. Þuríði J. Kristjánsdóttur prófessor, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu kennara- menntunar. Akureyri: Sextán innbrot Rannsóknalögreglan á Akureyri hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa átt aðild að fjölmörg- um innbrotum í fyrirtæki á Ákureyri yfir helgina. Síðdegis í gær var búist við að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Á nýársdagsmorgun voru 13 inn- brot í fyrirtæki tilkynnt og í gær- morgun bættust við þrjú fyrirtæki til viðbótar, sem brotist hafði verið inn í. Nokkru var stolið á hverjum stað svo og skemmdir unnar. -ABÓ afslátt fyrir hugsanlega á bilinu 60-80 millj.kr. - sem fólk sem ekki skuldar skatta fær þá sendar heim í ávísunum frá ríkissjóði í ágúst n.k. Kaupend- urna sagði Sigurður á öllum aldri og af öllum stéttum, ríka jafnt sem fátæka, karla og konur. -HEI Gylfi Már Guðjónsson varaformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur afhendir Davíð Axelssyni byggingameistara viðurkenningarskjalið. Timamynd Pjelur Viðurkenning fyrir aðbúnað Trésmiðafélag Reykjavíkur hef- ur veitt Davíð Axelssyni bygginga- meistara frá Selfossi sérstaka viðurkenningu félagsins fyrir góð- an aðbúnað á vinnustað að Þver- holti 11 í Mosfellsbæ. Þetta er í fimmta sinn sem Trésmiðafélagið veitir viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað, en með þess- um hætti vill félagið vekja athygli á aðbúnaði og öryggismálum í byggingariðnaði hér á landi. Vinnustaðurinn að Þverholti 11 í Mosfellsbæ þótti til sérstakrar fyrirmyndar. I niðurstöðu dóm- nefndar segir að vinnustaðurinn uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til aðbúnaðar fyrir starfsmenn. Greinilegt sé að tekist hafi gott samstarf milli atvinnurekanda og starfsmanna um að hafa aðstöðu sem besta og snyrtilegasta í hví- vetna. En auk þess að uppfylla allar kröfur sem gerðar séu til húsnæðis vinnustaða, sé sérstak- lega til fyrirmyndar það yfirbragð sem skapað er með myndum á veggjum og undirstrika myndirnar og blómin þá alúð sem lögð sé í að gera húsnæðið vistlegt. -EÓ Biðraðir hjá öllum hlutabréfasölum síðustu tvo dagana fyrir áramót: Keyptu 60-80 m. kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.