Tíminn - 27.01.1990, Síða 6

Tíminn - 27.01.1990, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 27. janúar 1990 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYHDIS, SAMVINHU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fiskveiðistefna EB Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn íslenskra stjórnmálaflokka opnað fyrir þann möguleika að íslendingar eigi eftir að ganga í Evrópubandalagið. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hefur þannig rofið pólitíska samstöðu forustumanna þjóðarinn- ar um að loka fyrir slíka leið í alþjóðasamvinnu. Rökin fyrir því að íslendingar eigi ekki erindi í Evrópubandalagið eru margvísleg. Þar vega þungt efnahagsleg rök, en stjórnmálarök þó sýnu þyngra. Stjórnmálarökin eru þau að Evrópubandalagið stefnir að því að verða bandaríki sem krefst sterkrar miðstjórnar alríkisins og hefur í för með sér afsal fullveldis og sjálfstæðis einstakra aðildar- þjóða. Hin efnahagslegu rök gegn íslenskri þátt- töku í Evrópubandalaginu eru e.t.v. flóknari en hin skýru pólitísku rök, en eigi að síður einföld í aðalatriðum. Við blasir að auðlindanýting er nú þegar alrík- ismál í Evrópubandalaginu og verður það miklu fremur þegar fram í sækir. Eins og sýnt hefur verið fram á hér í Tímanum oft og lengi hefur Evrópu- bandalagið eina og sameinaða alríkisstefnu í fiskveiðimálum, sem þýðir í orði og á borði að einstök aðildarlönd eru ófrjáls um að nýta sér eigin fiskimið í sjálfs sín þágu. Fiskimiðum verða þau að deila með öðrum. Pessi staðreynd er alkunn og hefði mátt verða öllum íslenskum áhrifamönnum ákvörðunarástæða fyrir andstöðu gegn hvers kyns tali um hugsanlega aðild íslendinga að EB án tillits til alls annars. Þessi stefna Evrópubandalagsins kemur skýrt fram í frétt Morgunblaðsins í gær þar sem fréttarit- ari þess í Brussel skýrir frá viðræðum norska forsætisráðherrans við framkvæmdastjórn EB um samskipti Norðmanna og Evrópubandalagsins. Sérstaka áherslu leggur fréttaritarinn á orð sjávar- útvegsstjóra bandalagsins, Spánverjans Manúels Marins, sem lýsti skorinort yfir því að við væntan- lega endurskoðun fiskveiðistefnunnar árið 1992 væri þess alls ekki að vænta að horfið yrði frá núverandi fiskveiðistefnu, enda væri hún einn af „hornsteinum“ efnahagsskipulags bandalagsins. Nú ber að árétta að íslendingar sækjast ekki eftir aðild að Evrópubandalaginu. Fiskveiðiheimildir til handa Evrópubandalagsþjóðum verða því ekki ræddar við EB af slíku tilefni. Hitt er annað að þessi mál ber á góma þegar íslendingar sækjast eftir frjálsum aðgangi með fiskafurðir að mörkuð- um Evrópubandalagsins. Pá mun það koma upp að Evrópubandalagið vill gera kaup um markaðsfríð- indi gegn veiðiheimildum í íslenskri lögsögu. íslendingar taka ekki þátt í slíkum kaupskap. Þessari afstöðu íslendinga hefur Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra lýst þannig: „Við getum aldrei samþykkt þá stefnu að fyrir aðgang að markaði komi aðgangur að auðlind.“ - Frá þessari meginreglu mega íslensk stjórnvöld aldrei víkja. S A JL jarðarkringlunni er allt á hverfanda hveli og heims- myndin breytist frá degi til dags. Ríkjabandalög eru í sköpun og önnur minnka eða renna inn í stærri markaðsheildir. Enn önnur bandalög ríkja eru í upplausn og valdahlutföll brenglast. Þær þjóðir sem urðu undir í þeim hildarleik, sem kallaður er heimsstyrjöldin síð- ari unnu markaðsstríðið og eru nú öflugustu iðn- og fjármála- veldi heimsins. Önnur stórveldi verða að láta sér nægja hernað- armátt sem þau eru ekki í nein- um færum með að beita og vart er mark á takandi, því litlu skiptir hvort herforingjarnir hafi yfir vopnum að ráða til að eyða lífi á jörðinni einu sinni eða fimm hundruð sinnum. Markaðs- og auðhyggjumenn sjá fyrir sér að heimurinn skiptist í þrjár markaðsheildir áður en langt um líður, sem eru Evrópa og er spurningin hvort það markaðssvæði nær að Úralfjöll- um eða austur eftir Síberíu. Norður-Ameríka er annað tolla- bandalag og hafa Bandaríkin og Kanada þegar gengið í eina efnahagssæng með víðtækum fríverslunarsamningum og gúrúar ameríska auðvaldsins gera að því skóna að Mexikó kunni að bætast í hópinn. Iðn- og fjármálaveldi Asíu er þriðja markaðsheildin með Japan í broddi fylkingar, þar á eftir Kórea, Taiwan, Hong Kong og Singapore og Thailand mun einnig tilheyra þeim ríkjahópi. Stóra spurningamerkið er hvað Kína gerir, en þróunin gengur í slíkum risastökkum að austur þar getur allt gerst og Kína getur þess vegna orðið keisaraveldi á ný áður en við er litið eða eitthvað allt annað. Austur-Asía verður efnahagslegt stórveldi hvort sem Kínverjar einangra sig frá þeirri þróun eða kasta sér til sunds í markaðshyggjusvall- ið. Komin er hreyfing á arabaríki Norður-Afríku að gera með sér bandalag en olíuríkin á Arabíu- skaga og við Persaflóa græða á tá og fingri og kæra sig ekkert um að deila þeim gróða með öðrum og sólunda honum frem- ur í hernað sín á milli en til að byggja upp ríkjaheildir. Músl- imar sem tilheyra mismunandi greinum trúarinnar kæra sig ekkert um að tengjast of sterk- um böndum. Um aðra heimshluta er rætt á niðrandi hátt, svo sem eins og að fólk þar sé hjálpar þurfi, þar eru okkar „minnstu bræður“, sem þarf að aðstoða og manngæsku- fólk margs konar er ekki í rónni vegna þess að fólkið í suðrinu hefur ekki komið sér upp sams konar neysluþjóðfélögum og eftirsóttust þvkja til búsetu nú um stundir. Á þjóðirnar í suðri er hrúgað drápsklyfjum lána, neyslumynstri breytt og þeim útvegaðir framandi guðir að trúa á. Það eru aðeins ein lífsgæði sem afskiptasemin að norðan vill alls ekki veita þjóðum suðursins, að fá að vera í friði og gefa þjóðfélögum og menning- ararfi þar tækifæri til að þróast og aðlagast nýjum viðhorfum. Byltingarkennd hugmyndafræði ásamt peningalánum og vopna- sendingum eru þau trúarbrögð sem þróaðar þjóðir, eins og þær kalla sjálfar sig, troða upp á íbúa þriðja heimsins nauðuga, viljuga. Hvar kreppir að? „Frjálslyndir“ skýjaglópar á Vesturlöndum hafa tekið hönd- um saman við alþjóðlegt auð- vald að afneita trúarbrögðum og þjóðerniskennd á sama veg og kommúnistar hafa gert Lenín að alföður Ráðstjórnarríkjanna og hafa aldrei spurt hvort óskyldar og mjög ólíkar þjóðir sætta sig við þá undarlegu alþjóðahyggju sem Moskvuherrarnir hafa að yfirvarpi til að undiroka ríki og þjóðir. Styrjaldir sem eiga undirrót sína að rekja til þjóðerniskennd- ar og trúarbragða geisa víða um heim og það er rétt eins og að fjölmiðlar og stjórnmálamenn keppist við að hafa ekki hug- mynd um hvar skórinn kreppir. Aðilar kalda stríðsins hafa keppst við að senda aðstoð, vopn og jafnvel herafla til þess eins að æsa upp brjálað ástand hér og hvar, en vilja aldrei reyna að hafa hugmynd um hvers vegna verið er að berjast. Ulster, ísrael, Líbanon, Súdan, Indland, Pakistan, Bangladesh, Sri Lanka, Laos, Kambódía, Víetnam, Indón- esía, Filippseyjar, Eþíópía, Sómalía og fleiri og fleiri lönd og þjóðir heyja meira og minna opinber stríð, heit eða köld og svokallaðar borgarastyrjaldir milli ættbálka og trúarhópa eru slíkur þáttur af tilverunni að varla þykir taka að minnast á þau og liggja því í þagnargildi nema meðal stríðshrjáðra þjóða og þjóðabrota. Fallvölt þúsundáraríki Fyrr á öldinni var stofnað þúsund ára ríki sem fór fram af slíkri illsku og ójöfnuði að aðrar þjóðir tóku höndum saman um að hemja þann óskapnað og var Priðja ríkið að velli lagt. Af þeirri viðureign fara miklar sögur. I þeim hamförum efldust Ráðstjórnarríkin að því marki að þau lögðu nær helft Vestur- Evrópu undir sig og gerðu íbú- ana að leppum sínum. Heimsvaldastefna kommún- istanna varð til þess að hernað- arbandalög voru stofnuð og stríðsástand ríkti milli öflugustu ríkjabandalaga heims um ára- tuga skeið. Stórorrustur voru ekki háðar og var ástandinu því gefið heitið kalda stríðið. Nasismann varð að berja nið- ur með illu og var ekki látið staðar numið fyrr en sigurvegar- arnir stóðu yfir höfuðsvörðum hans. En þegar til kemur virðist sem kommúnisminn ætli að hrynja ofan í sjálfan sig vegna eigin vanhæfni og verri en gagnslausr- ar hugmyndafræði. Kommúnist- arnir leggja sjálfir niður flokka sína og þarf hvorki utanaðkom- andi hervald eða hvatningu til að stugga við þeirri spilaborg sem alræði marx-lenínismans er. Krafa um sjálfræði Þær fjöldahreyfingar sem far- ið hafa eins og eldur í sinu um Mið-Evrópu og álfuna austan- verða eru fyrst og fremst þjóð- frelsisöfl. Krafan er að þjóðirnar losni við rússnesk yfirráð, her- setu sovéthersins og fái að stjórna eigin málum og iðka þau trúarbrögð sem verið hafa tak- mark og athvarf kynslóða for- feðranna. Það eru mannréttindi og frelsi sem fólkið heimtar og þau felast m.a. í því að fá að búa að sínu í friði og án utanaðkom- andi fyrirskipana. Niðurbarin þjóðerniskennd blossar upp í ríkjum sovét- bandalagsins og tekinn er upp þráðurinn og aldagamlar trúar- bragðastyrjaldir og þjóðflokka- rígur standa í ljósum logum frammi fyrir alheimi, sem ekkert skilur og túlkar atburði út frá hégiljum sem til hafa orðið í aðalstöðvum fjölþjóðaauð- hringa og súpugjafamentalítets sem aldrei vill vita að þjóð er þjóð og trú er trú en ekki hrærigrautur guðspeki og at- kvæðaveiða. Borgarastyrjöldin milli Azera og Armena magnast stig af stigi og er jafnvel farið að heyja sjóorrustur sem standa milli sovéthersins og Azera. Aðfluttir Rússar hafa orðið að sæta of- sóknum en það fólk gleymist í öllum þeim ruglingslegu fréttum sem berast frá stríðssvæðum. Eystrasaltsríkin eru heldur betur farin að hugsa sér til hreyfings og vilja losna úr ríkja- sambandinu, enda lentu þau þar vegna samninga þeirra Hitlers og Stalíns og eru svoleiðis papp- írar ekki hátt skrifaðir nú til dags. En menning og þjóðerni íbúa Eystrasaltsríkjanna er orðið flóknara en svo að það sé eitt- hvert einfalt mál að þau verði sjálfstæð ríki þar sem íbúarnir rækta sína eigin tungu og menn- ingarhefð. Mikill fjöldi Letta, Litháa og Eistlendinga hefur verið fluttur austur á bóginn og Rússar látnir setjast að í löndum þeirra. Lætur nærri að nú séu um 40% íbúana Rússar. Öllu því fólki finnst því nú ógnað með sjálfstæðiskröfum þeirra þjóða sem byggðu Eystrasalts- ríkin fram að samningunum sem þeir Ribbentrop og Molotov skrifuðu undir fyrir hönd hús- bænda sinna. Mongólar í Mongólíu eru líka farnir að láta á sér kræla. Hrísta af sér klafann Umbótastefnan sem Gorba- tsjov hratt af stað brýtur sér farvegi eftir eigin lögmálum. Opin umræða og þjóðfélags- gagnrýni hefur leitt til þess að þjóðerniskennd og kröfur um sjálfstæði ríkja og héraða hefur magnast svo að borgarastyrjöld er hafin á einum stað í Sovétríkj- unum og veður eru öll válynd annars staðar innan ríkjabanda- lagsins. Fylgiríkin í Evrópu hrista af sér klafann hvert af öðru og stokkað er upp í stjómkerfi þeirra. En hvert verður framhaldið? Best að rasa ekki að neinum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.