Tíminn - 27.01.1990, Qupperneq 8
Tolli, Þorlákur Kristinnson,
er maður sem undanfarin ár
hefur orðið sífellt meira áber-
andi í heimi íslenskrar mynd-
listar. Þorlákur, eða Tolli
eins og hann gjarnan kallar
sig, stendur á ákveðnum
tímamótum um þessar
mundir, en einmitt í dag opn-
ar hann sýna fyrstu einka-
sýningu á Kjarvalsstöðum.
Það hefur aldrei verið nein
lognmolla í kringum Tolla,
hvort sem gripið er niður í
myndlistinni, eða litið lengra
aftur til þess tíma er hann
leiddi baráttu íslenskra far-
andverkamanna. Við mœlt-
um okkur mót á vinnustofu
hans upp á Höfða. Mér var
boðinn stóll og kaffi. Noestu
tvo klukkutímana sat ég á
stólnum og spurði, hann
málaði á meðan, og svaraði.
Þessi sýning hefur átt sér
tveggja ára aödraganda," segir
Tolli. „Hún samanstendur af olíu-
málverkunt og grafíkmyndum; ol-
ían er frá síðast liðnum tveimur ár-
um, en grafíkverkin vann ég í haust
í samvinnu við Silkiprent hf.“
— Nú er þetta í fyrsta skipti sem
þú sýnir á Kjarvalslöðum, eru þetta
ekki áveðin límamót fyrir þig sem
myndlistarmann?
„Jú, vissulega. í lilefni þess að
maöur hefur fengið inni í félags-
heimili borgarinnar, Kjarvalstöð-
um, haföi ég samband við nokkra
vini mína og í sameiningu ákváðum
við að lífga upp á félagslíf bœjarins,
með því að halda kvöldvöku í
tengslum við sýninguna."
— Hvaða vinir eru þaö, og við
hverju má fólk búast?
Tolli brosir við og heldur síðan
áfram. „Þessir vinir mínir eru bróð-
ir minn Bubbi og kollegi ltans Meg-
as og hin klassíska söngkona Sig-
ríður Hjálmtýsdóltir frá Túnfœti,
ásamt undirleikaranum Önnu Guð-
nýu Guðmundsdóttur. Þetta er tón-
listarfólkið, en að auki munu Sigfús
Bjarlmarsson, ljóðskáld og Einar
Már Guðmundsson, rithöfundur,
lesa upp úr verkum sínum. Kvöld-
vakan fer fram á Kjarvalstöðum
nœst komandi sunnudag, kvöldið
eftir að ég opna málverkasýning-
una. Hún er öllum opin svo lengi
sem pláss leyfir."
íslenskir fiskar á hóteli í
Kaupmannahöfn
— Hvað er annars á döfinni hjá
þér, fyrir utan sýninguna á Kjar-
valsstöðum?
„Strax í byrjun febrúar fer ég til
Kaupmannahafnar til að vinna á
U.M.—grafíkverkstœðinu á Nörre-
bro, þar sem ég kem til með að
vinna að grafíkverkum fyrir nýtt
hótel sem verið er að reisa í mið-
borg Kaupmannahafnar, Hótel Pó-
seidon.“
„Þeir höfðu séð myndir eftir mig
þar sem ég sœki efnið til minnar
eingin fortíöar, í sjómennskuna og
lífið í sjávarþorpunum úti á landi,“
segir hann, og bœtir þvt' við að
kannski sé einmitt vel við hœfi að
skreyta konungsríki undirdjúpanna,
ríki Póseidons, með íslenskum fisk-
um.
Fór sínar eigin leiðir
Tolli opnaði, fyrstur Islendinga
einkasýningu í Seoul í Kóreu, fyrir
um einu og hálfu ári síöan. Nú hef-
ur honum verið boðið að sýna að
nýju í Kóreu nœsta haust, en auk
þess mun hann vera með verk á
samsýningu í Köln í vor og einka-
..Stökkið úr torfi yfir í steinsteypu var salíbuna á regnboganum,"'segir Tolli.
(Tímamynd Árnl).
Úr verbúð inn á
Kjarvalsstaði
sýningu skammt frá Berlín Þýska-
landi í lok maí. Ástœða þess að
hann sýndi í Kóreu á sínum tíma,
var samstarf hans við kóreskan fé-
laga sinn, er hann kynntist þá er
hann var við nám í Hochschule der
Kúnste í Vestur Berlín árin 1983 —
1984.
„A þessum tíma hafði átt sér
stað mikil uppstokkun meðal Vest-
ur - - Evrópskra myndlistarmanna
og þessara strauma gœtti mjög mik-
ið í Berlín," segir Tolli. „Tjáningar-
þörfin og sköpunarkrafturinn var í
algleymingi og menn freistuðu þess
að fara inn á nýjar braulir, fara sínar
eingin leiðir. Eg varð að velja mína
leið, og stóð frammi fyrir spurning-
unum, hver er ég, og hvaðan er ég?“
— Og hvaða leið valdir þú?
„Ég fór þá einu leiö sem rökrétt
var að fara og sótti myndefnið til
minnar eigin reynslu. Minn bak-
grunnur er íslensk náttúra og menn-
ing ásamt fleiru."
Hann þagnar smá stund og segir
síöan hugsandi. „Það má segja að á
mínum ferli sem málari, hafi ég
smám saman ferðast frá óbyggðum
til byggða. I fyrslu málaði ég
óbyggðirnar, bara grjót og auðn,
síðan komu varðan, siglinganterk-
ið, bœkur, kauptúnin, fólkiö og
fleiri tákn sem eru gegnum gang-
andi í mínum verkum."
Stoll i viðu samhengi
Tolli þagnar aftur og ég spyr
hann hvað hann eigi við með tákn-
um, fyrir hvað þau slandi?
„Hvaðmeð þennan stól til dœmis?,“
segi ég og bendi á mynd af manni
sem er staðinn upp af grœnum stól
og þann veginn að brjóta af sér
járnhlekki.
„Þessi tegund stóla barst hingað
með hernámsliðinu á sínum tíma,“
segir Tolli. „Hernámsstóllinn hefur
svipuðu hlutverki aö gegna og
vörðumar og siglingamerkin höfðu
á sínum tíma, hann hefur táknrœna
merkingu sem hlutur.
Sjáöu til, þegar ég er að mála
fiska, hús, bœkur, eða hvað annað
sem er, þá er ég ekkert endilega að
mála ntyndir af þessum hlutum,
heldurþví sem þeir standa fyrir.“ —
Hann bendir á annað málverk af ís-
lensku sjávarþorpi, þar sem m.a.
koma fyrir gömul íbúðarhús úr
steini. — „Þetta eru hús, eins og
þau fyrstu sem voru steypt hér á
landi. Þó að þau séu nú flest horfin,
eða um það bil að hverfa, eiga þau
sér sína sögu. Stökkið úr torfi yfir í
steinsteypu var salíbuna á regnbog-
anum, og það var meira undur en
við eigum eftir að sjá á húsnœðis-
siglingu framtíðarinnar.
Sagan er svo stór hluti af okkur.
I raun er núið bara birtingarform
fortíðarinnar, eins og stjarna sem
sprakk fyrir milljónum ára. Þó að
sauðkindinni yrði útrýmt með til-
skipun frá Stjórnarráðinu, myndi
hún halda áfram að jarma í vitund
þjóðarinnar fram í óravídd eilífðar-
innar.“
Svipað og að aðgreina lík-
ama og sal
— Þú hefur oft á tíðum sótt efni-
við í myndir þínar til náttúrunnar,
en málar þó ekki dœmigerðar
landslagsmyndir, er þetta ekki dálít-
ið óvenjulegt?
„Náttúran, sem uppsprettulind
listamanna er ódauðleg, svo lengi
sem menn draga andann hér í þess-
ari tilvist,“ segir Tolli ákveðinn.
„Með því að mála landslag varð ég
á sínum tíma að stíga yfir ákveöinn
þröskuld. Landslagsmyndir voru á
þeim tíma ákveðin bannhelgi og
hálft í hvoru litið á þœr sem viö-
fangsefni áhugamanna.
Samskipti mannsins og náttúr-
unnar er ein af þeim viðfangsefnum
sem brenna hvað mest á fólki í dag.
1 raun og veru er villandi að tala um
mann og náttúru sem eitthvað að-
skilið og sitt í hvoru lagi; þaö er
svipað og kristin miðaldaheimspeki
sem aðskildi sál og líkama. Menn
tala gjarnan um náttúruna sem eitt-
hvað sem er fyrir utan dyrnar hjá
þeim, eitthvað sem taka verður tillit
til þegar þeir hafa tíma til þess.
Þessi hugklofningur okkar hefur
leitt til hœgfara sjálfstortímingar.
Sambandið á milli mannsins og
náttúrunnar verður ekki rofið, þetta
er eilíf sambúð."
„Farandverkamaðurinn“
varð til á Eskifirði
—Þú segist sœkja myndefni til
reynslu þinnar. Nú varstu á sínum
tíma sjómaður og farandverkamaö-
ur, voru það ekki róstursamir tímar?
„Orðið „farandverkamaður"
varð til í texta viö lag sem var sam-
inn í verbúð austur á Neskaupstað.
Þegar hugtakið haföi fœðst var
hálfur sigur unninn,“ segir Tolli, og
það er ekki laust við að nokkurs
stolts gœti í röddinni.
„Jú, það er rétt ég tók þátt í bar-
áttunni fyrir bœttum kjörum og að-
búnaði farandverkafólks á sínum
tíma.
Upphaf átakanna átti sér stað í
Vestmannaeyjum árið 1979. Á
þeim tíma var ég háseti á Hafernin-
um, hjá brœðrunum Ingólfi og
Matthíasi Óskarsonum og fleirum.
Það brotnaöi öxull í skipinu og við
lentum í langvarandi vélarbilun í
Eyjum. Af þeim sökum dvaldist ég
langtímum saman upp á verbúð og
maður blandaði geði við landverka-
fólkið. Þar var fólk mjög ósátt með
sinn hlut og undir niðri kraumaði
óánœgja og reiði í garð „Stöðvar-
valdsins", seni við kölluðum svo,
en það voru forsvarsmenn Vinnslu-
stöðvarinnar. Við sáum að nú var
lag, við höfðum noegan tíma til að-
gerða og þetta var bara spurning urn
að stilla saman kraftana. Kveikjan
að þessu, voru lög og textar sem ég
og Bubbi bróðir sömdum, þar sem
við trölluðum um líf og leik farand-
verkafólks."
— Kom ekki til átaka á rnilli
manna?
„Jú, jú, það kom til virkilegra
átaka og menn lentu í handalögmál-
um,“ segir málarinn og brosir aö
endurminningunni. Við urðum
þarna fyrir miklum vonbrigðum
með forystu Verkamannasam-
bandsins, Gvend Jaka og þá kump-
ána, þó svo að verkalýðsfélagið og
sjómannahreyfingin í Eyjum hafi
staðið dyggilega með okkur. Við
fengum samt knúin í gegn lög sent
tryggðu aðbúnað farandverkafólks,
enda full þörf á því — Þetta var
mikil reynsla og ánœgjuleg.
Við vorum í góðu sambandi við
ljölmíðla í Reykjavík og því meira
harðrœði sem Slöðvarvaldið beitti,
því meira unnum við á. Þetta er
bara dœmi um það (eins og krúnkað
var á skjáinn) hvemig það rnjúka
sigrar hið harða, því árásargjarnari
sem andstœðingurinn verður, því
auðveldari er hann.“
Árni Gunnarsson.
HELGIN
Laugardagur 27. janúar 1990