Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. febrúar 1990. Tíminn 3 Heildartekur 1988; aldraðir tekjuhærri en ungir: Tekjur hjóna 2 milljónir1988 Frá undirritun lántökusamningsins í gær. F.v. Þorsteinn Þorsteinsson aðst.bankastj. Norræna fjárfestingarbankans, Þórhallur Ásgeirsson fyrrv. ráðuneytisstj. Matthías Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofhunar og Guðmundur Malmqvist forstjóri Byggðastofnunar. Tfmamynd PJetur. Byggðastofnun slæralltað900 milljón kr. hjá Norrænafjárfestingabankanum: 300 milljón kr. á hagstæðum kjörum Byggðastofnun mun í ár að mestu notast við lánsfé í starfsemi sinni en samkvæmt lánsfjárlögum er henni heimilað að taka 900 milljónir að láni erlendis. Stofnunin hefur nú fengið samþykkt allt að 900 milljón króna ián hjá Norræna fjárfestingarbankanum og í gær var undirritaður lánssamning- ur fyrír þríðjungi þeirrar upphæðar eða 300 mUIjónum. Samningurinn er í vestur þýskum og vaxtakjörin miðuð við milli- bankavexti að viðbættu 0,1% álagi en innifalið í því er lántökugjaldið. Forsvarsmenn Byggðastofnunar sögðu í gær að þetta væri hagstæð- asta lán sem stofnunin hefur tekið erlendis og með því hagstæðasta sem íslenskum lántakendum hefur staðið til boða á fjármagnsmörkuð- um erlendis. Samkvæmt samningnum mun Byggðastofnun fá restina af láninu eftir því sem þörf krefur og þá á kjörum sem samið verður um sér- staklega. Lánið sem Byggðastofnun tekur flokkast í byggðalánaflokk Norræna fjárfestingarbankans, en þeim flokki var komið á að tillögu Norrænu embættismannanefndarinnar um byggðamál í því skvni að bæta úr skorti á fjármagni til byggðaþróun- arverkefna. I embættismannanefnd- inni situr Bjarni Einarsson aðstoð- arforstjóri Byggðastofnunar af ís- lands hálfu. Þeir sem rituðu undir lántöku- samninginn í gær af hálfu Byggða- stofnunar voru þeir Matthías Bjarnason stjórnarformaður og Guðmundur Malmquist forstjóri, en af hálfu Norræna fjárfestingarbank- ans undirrituðu þeir Þórhallur Ás- geirsson fyrrv. ráðuneytisstjóri sem er stjórnarmaður og Þorsteinn Þor- steinsson aðstoðarbankastjóri Norr- æna fjárfestingarbankans. Atvinnutekjur (laun) hjóna voru rúmlega 2 milljónir króna að meðal- tali árið 1988. HeUdartekjur allra hjóna (þá að m.a. námsmönnum og ellilífeyrisþegum meðtöldum) voru litlu kegri (1.970 þús.) að meðaltaU heldur en meðaltekjur hjóna í hópi launþega. Tekjur kvæntra karla voru hátt í þrefalt hærri en eigin- kvenna þeirra og í kringum tvöfalt hærri en tekjur annarra karla. Þá kemur í Ijós að fólk yfir sjötugt (að meirihluta konur) hefur að jafnaði hærri tekjur heldur en tekjur heldur en fólk undir 26 ára. Upplýsingar þessar hefur Þjóð- hagsstofnun unnið upp úr skattfram- tölum einstaklinga árið 1989 (tekjur ársins 1988) og tekjurnar því tæpast oftaldar. Til atvinnutekna teljast laun (launþega) ásamt starfstengd- um hlunnindum (t.d. bílastyrkjum) að frátöldum heimiluðum frádrætti. Með heildartekjum teljast auk þess m.a. lífeyrsgreiðslur, eigna- og rekstrartekjur. Heildartekjur á mann hækkuðu um 24,2% frá árinu áður. Alls áttu 183.900 einstaklingar að telja fram á árið 1988. Þar af höfðu um 127.300 manns, eða um 69% allra framteljenda, atvinnutekjur, en um 181.300 manns einhverjar tekjur. Greiddar launatekjur voru um 108 milljarðar króna á árinu, en heildartekjur nær 160 milljarðar króna. Vantar því lítið á að þriðjungur af tekjum fólks séu aðrar tekjur en laun. Sé heildartekjum skipt niður á alla framteljendur komu 879.000 kr. að meðaltali í hlut hvers og eins. Kvæntir karlar er sá hópur sem sker sig úr hvað .tekjur snertir. Atvinnutekjur þeirra reyndust um 1.447 þús.kr. (120.500 á mánuði) að meðaltali. Dreifmgin var hins vegar veruleg. Algengustu tekjurnar voru á milli 1 og 2 milljónir. Rúmlega fimmti hver hafði undir milljón og rúmlega sjötti hver meira en tvær milljónir. Eiginkonur þeirra höfðu hins veg- ar 565 þús.kr. meðallaun yfir árið, eða um 47.000 kr. á mánuði. Saman- lögð laun hjóna voru því 2.012 þús. kr. yfir árið að meðaltali. Benda má á að þetta er um 300.000 kr. hærri upphæð en heildar- útgj öld „vísitölufj ölskyldunnar" þetta sama ár. En oft er, sem kunnugt er, dregið í efa að tekjur „almenns launafólks" komist í ná- munda við útgjaldagrunn vísitölu framfærslukostnaðar. Atvinnutekjur einhleypra voru að meðaltali 779 þús. kr. hjá körlum (65 þús. á mán.) en aðeins 554 þús. kr. hjá konum (46 þús. á mán.). Hafa verður í huga að í hópi ein- hleypra er mikið af ungu fólki í skólum og lífeyrisþegum í hluta- störfum, sem sjálfsagt dregur með- altekjurnar niður. Atvinnutekjur allra framteljenda á aldrinum 20-65 ára voru hæstar á Reykjanesi, 987 þús. kr., en en rúmlega 100 þús. kr. lægri á Norður- landi vestra þar sem launþegar báru að jafnaði minnst úr bítum. Yfir landið í heild var þetta meðaltal 934 þús.kr. (77.800 kr. á mánuði). Launþegar í Reykjavík voru 18 þús.kr. undir því landsmeðaltali. -HEI Albert af henti trún- aðarbréf Hinn 23. janúar síðastliðinn af- henti Albert Guðmundsson sendi- herra, Mario Soares forseta Portú- gals, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Portúgal með aðsetri í París. Fjárveitinganefnd býður eftir að gegnið verði frá formsatriðum áður en verkið getur hafist: Breytingum á Þjóð- leikhúsinu mótmælt Þrír fulltrúar fíninitíu og sjö manna hóps gengu á fund forsætisráðherra í gærmorgun og afhentu honum undirskrifta- lista þar sem mótmælt er fyrírhuguðum breytingum á Þjóðleikhúsinu. Faríð er fram á að ekki verði gerðar aðrar en breytingar, er varða en nauðsynlegt og eðlilegt viðhald. Þeir sem afhentu undirskriftaUstann voru Skúli Norðdahl arkitekt, Klemens Jónsson leikari og Kristinn Daníelsson ljósameistari. kvæmdum á kjarna Þjóðleikhússins, sem er áhorfendasalur, gangarými og anddyri. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra veitti síðna undir- skriftunum viðtökur og sagði m.a. að þessar breytingar væru á valdi menntamálaráðherra og hefðu þær þegar verið teknar. Samkvæmt fjárlögum eru 275 mill- jónir króna ætlaðar til breytinga á Þjóðleikhúsinu á þessu ári. Alexand- er Stefánsson varaformaður fjárveit- inganefndar sagði í samtali við Tím- ann að verið væri að ganga frá ákveðnum formsatriðum, áður en framkvæmdir hefjast, þ.e.. að raun- hæf áætlun liggi fyrir um verkið miðað við fjárveitinguna. Þetta var eitt af skilyrðum fjárveitinganefndar fyrir fjárveitingunni. Jafnframt var það skilyrði fjárveitinganefndar að fyrir lægi rekstraráætlun Þjóðleik- hússins fyrir þetta ár, miðað við að hafa ekki nema 200 milljónir, mínus 21 milljón í dansflokkinn. „Þetta þarf hvort tveggja að liggja fyrir áður en kemur að ákvörðun um að hefja verkið og veitingu peninga í það. Það þarf að vera gulltryggt að það fjármagn nægi og reksturinn sé innan markanna," sagði Alexander. -ABÓ Skúli Norðdahl arkitekt sagði í samtali við Tímann að það væri misþyrming á húsinu að breyta formi salarins. Meginatriði allrar bygg- ingalistar er formið og húsið stæðist fullkomlega sem leikhús eins og salurinn væri í dag og því væri það misskilningur að breyta salnum. í bréfi hópsins segir að Þjóð- leikhúsið sé, auk þess að vera ein fremsta menningarstofnun íslenskr- ar þjóðar, sérstakt byggingarlegt verðmæti og eitt af fáum sh'kum í ungri byggingarsögu okkar. „Leik- •húsbyggingin er eitt af merkustu verkum Guðjóns Samúelssonar, fyrrum húsameistara ríkisins og stenst fullkomlega samanburð við leikhús annarra þjóða; listrænt, hag- kvæmt og látlaust að allri gerð." Það er dómur allra velunnara hússins, segir í bréfinu að hlutverki sínu hafi lcikhúsiö mætt m.a. með ítrustu kröfum um hljómburð og aðbúnað leikhúsgesta og mun það samdóma álit innlendra sem er- lendra gesta. „Nú hefur hins vegar verið tilkynnt, að farið skuli eftir tillögum núverandi byggingarnefndar á veg- um menntamálaráðuneytis, að fram- kvæmdar skuli mjög róttækar breyt- ingar, eða nánast endurbygging * hússins, einkum í áhorfendasal, gangarými og anddyri. Þessum breytingum og framkvæmdaáætlun leyfum við undirrituð, og allir vel- unnarar Þjóðleikhúss fslendinga, okkur að mótmæla kröftuglega," segir í bréfinu til forsætisráðherra. Hópurinn leitaði því til forsæt- isráðherra sem oddvita ríkisstjórnar- innar og þess farið á leit að aðrar breytingar á húsinu verði ekki fram- kvæmdar, en þær sem nauðsynlegt og eðlilegt viðhald krefst. Þ.e. bætt aðstaða starfsfólks og listamanna og tæknibúnaðar á öllum sviðum, en fallið verði frá óraunhæfum og al- gjörlega ónauðsynlegum fram- Þjóðleikhús — Naf nalisti Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, fv. mennta- málaráðherra Hörður Bjamason, fv. húsameistarí ríkis- ins Hörður Ágústsson, listmálari Gunnar H. Eyjólfsson, leikari Þór Magnússon, þjóðminjavörður Halldór Laxness, rithöfundur Ellert B. Schram, ritstjóri Steinþór Sigurðsson, leikmyndateiknari Sigurður Björnsson, óperusöngvari Valgerður Tryggvadóttir, fv. skrifstofu- stjóri Þjóðleikhússins IngvarGíslason, fv. menntamálaráðherra Kristinn Daníelsson, ljósameistari Klemenz Jónsson, leikari Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur Jónas Haraldsson, fréttastjóri Geir Zoega, framkvæmdastjóri María Kristjánsdóttir, leikstjóri Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Halldór Z. Ormsson, fv. miðasölustjóri Þjóðleikhússins Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri Garðar Ingvarsson framkvæmdastjóri Helgi Bachmann, framkvæmdastjóri Þorlákur Þórðarson, leiksviðsstjóri Jón Hákon Magnússon, framkvæmda- stjóri Hallgrímur Helgason, próf. dr.phil. Stefán Friðfinnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Þorvaldur Guðmundsson, forstj. og sjálfseignarbóndi Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörð- ur Ingvar Sveinsson, verslunarmaður Páll Baldvin Baldvinsson, gagnrýnandi Hannes Pálsson, aðstoðarbankastjóri Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Hallgrímur Dalberg, fv. ráðuneytisstjóri Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur Ögmundur Kristófersson, fv. umsjónar- maður Þjóðleikhússins Sigmundur Guðbjarnarson, rektor Há- skóla f slands Skúli H. Norðdahl, arkitekt FAl Kjartan Gunnarsson, lyfsali Gísli Halldórsson, arkitekt FAl Leifur Breiðfjörð, myndlistarmaður Guðmundur Jónsson, söngvari Birgir Thorlacius, fv. ráðuneytisstjóri Sigríður Thorlacius Ólafur Kvaran, listfræðingur Bárður lsleifsson, fv. yfirarkitekt Húsa- meistara ríkisins Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt FAl Baldvin Halldórssön, leikari Hákon Jens Waage, leikari Björn Björnsson, leikmyndateiknari Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri Ólafur Stephensen, markaðsráðgjafi Jóhannes Nordal Björn Tryggvason Valgarð Briem Kolbrún Svavarsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.