Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 DAGÐÓK Orgeltónleikar í Grundarf iröi Þriðjudaginn 6. febrúar heldur Hörður Áskelsson orgeltónleika í Grundarfjarð- arkirkju. Hörður leikur verk eftir Buxte- hude og J.S. Bach. MÍR: Skógræktarmenn segja f rá ferð til Sovétríkjanna Á síðastliðnu sumri fóru þeir Sigurður Blöndal, þáverandi skógræktarstjóri ríkisins, og Arnór Snorrason skóg- fræðingur, áætlunarfulltrúi Skógræktar ríkisins, í kynnisför til Sovétríkjanna. Komu þeir m.a. til borgarinnar Arkang- elsk við Hvítahaf í norðurhluta Rússlands og skoðuðu tvö skógræktarsvæði þar í héraðinu. Þeir Sigurður og Arnór verða gestir MlR, Menningartengsla Islands og Ráðs- tjórnarríkjanna, f félagsheimilinu Vatns- stíg 10 laugardaginn 3. febr. kl. 14 og segja frá ferðinni og sýna litskyggnur. Kaffiveitingar verða síðan á boðstólum og gefnar upplýsingar um félagsstarfið framundan, m.a. fyrirhugaða hópferð til Sovétríkjanna næsta sumar. Aðgangur öllum heimill. Gódar veíslur enda vel! u Eftir einn -ei aki neinn UMFERÐAR RÁÐ Sólarkaffi Arnfirðingafélagsins verður haldið í veitingahúsinu Ártúni, Vagnhöfða 11, laugardaginn 3. feb. nk. og hefst kl. 20.30. Miðasala og borðapant- anir verða í Ártúni laugardaginn 3. febr- úar kl. 16-18. Duus hús: Tónleikar Sunnudaginn 4. febrúar verða haldnir tónleikar í Heita pottinum í Duus húsi. Þar leika Ómar Einarsson og tríó með Guðmundi Ingólfssyni. Tónleikarnir hefj- astkl. 21.30. Kvenfélag Háteigssóknar Kvenfélag Óháða safnaðarins Norræna húsið: Bellman hátíð Nú á sunnudag, 4. febrúar eru 250 ár liðin frá því að sænska skáldið Carl Michael Bettman fæddist. Söngvar Bellm- ans og Ijóð hafa lengi verið á hvers manns vörum hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndum. Má t.d. nefna vísuna um Gamla Nóa, sem var þýdd yfir á íslensku ekki Iöngu eftir að hún var ort. Dagskrá með Bellmanssöngvum verð- ur f Norræna húsiiiu laugardagskvöldið 3. febrúar kl. 20.30. I'.i koma fram sænski vísnasöngvarinn Axel Falk og gítarleikar- inn Bengt Magnusson og skemmta gestum. Tónleikarnir verða endurteknir í Norræna húsinu mánudagskvöldið 5. febrúar kl. 20.30. Listamennirnir fara einnig til Akureyr- ar og flytja sömu dagskrá á sunnudag 4. febrúar kl. 17.00 á sal Menntaskólans. Aðgöngumiðasala á tónleikana f Nor- ræna húsinu verður frá og með föstudegi 2. febrúar í bókasafni hússins. TríóJónsMðllerleikurdjass f kvöld mun Tríó Jóns Möller leika djass í Risinu en það er nýr skemmtistað- ur á efstu hæð Klúbbsins, Borgartúni 32. Tríó Jóns Möller skipa þeir Jón (hljómborð), Þórður Högnason (bassi) og Sveinn Oli Jónsson (trommur). Aðgangur er ókeypis, tríóið byrjar að spila um kl. 21.30 og húsið er opið til kl. 1.00. Jazzkvöld á Hótef íslandi Laugardagskvöldið 3. febr. verður djasskvöld í Café íslands. Tómas R. Einarsson og félagar leika. Nýhafnarklúbburinn starfaráný Nýhafnarklúbburinn tekur aftur til starfa 5. febrúar nk. Þetta er annað árið sem hann starfar, en starfsemi klúbbsins byggist á fyrirlestrum um myndlist og verða fjórir fyrirlestrar á vorönn og fjórir á haustönn. 23. júlí verður svo Jóns- messuhátíð eins og sl. ár. Ætlunin er að fara í listskoðunarferð til Madrid f fylgd sérfróðra manna um miðjan marsmánuð. Sú ferð er á vegum ferðaskrifstofunnar Lands og Sögu f Bankastræti, sem veitir allar upplýsingar. Fjöldi þátttakenda f klúbbnum er tak- markaður og ganga meðlimir sfðasta árs fyrir, en þeir sem hefðu áhuga á að bætast í hópinn geta látið skrá sig f listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sími 12230, fyrir 1. febrúar. heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfundarstörf, upplestur og kaffiveitingar. Húnvetningafélagið: Félagsvist Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna- búð Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, fimmtudag. KI. 14: Frjáls spila- mennska. Kl. 19.30: Félagsvist. Kl. 21: Dansað. heldur fund f Kirkjubæ laugardaginn 3. feb. nk. kl. 3. Safnaðarfélag Áskirkju efnir til kaffisölu eftir messu þann 4. febrúar í safnaðarheimilinu. Húnvetningafélagið Árshátíð félagsins verður þann 3ja febrúar f Glæsibæ, Alfheimum 74 og hefst með borðhaldi kl. 19. Kórar úr heimahéraði undir stjórn Ólafar Pálsdótt- ur syngja ásamt Sigurveigu Hjaltested. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Aðgöngumiðar seldir 1. og 2. febr. í Húnabúð, Skeifunni 17, kl. 17 til 21 síðdegis. BÆKUR Afkomendur séra Hallgríms orðnir 7055 Niðjatal Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er komið út og fyllir tvö stór bindi. Ari Gíslason tók niðjatalið saman en Bókaútgáían Þjóðsaga gefur út. Frá Guðríði og Hallgrími eru komnir 13 ættliðir og samkvæmt talinu eru afkomendurnir nú 7055. Auk formála skrifar höfundur ágrip af ævi Hallgríms og Guðríðar og er sá kafli vel myndskreyttur. Einnig ritar Sigurbjörn Einarsson um Guðríði og hennar sérstæða æviferíl, en löngum hefur hún verið þekktust undir nafninu Tyrkja-Gudda. í Niðjatali Guðríðar og Hallgríms eru 1400 myndir af afkomendum, en á mörgum myndanna eru fleiri saman svo að í verkinu eru myndir af flestum þeim sem ættir telja til skáldsins og konu hans Tyrkja-Guddu. Nafnaskrá fylgir síðara bindinu. MINNING öll vinnsla 1Þórunn Sigurðardóttir PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Fædd 16. júní 1925 Dáin 18. janúar 1990 Þórunn fæddist að Hamraendum í Stafholtstungum, dóttir hjónanna Ólafar Ólafsdóttur frá Kalmans- tungu, Hvítársíðu, og Sigurðar Gíslasonar frá Hvammi, Dýrafirði. Ólöf og Sigurður eignuðust 9 börn, 8 komust upp. Ólafur dó nýfæddur, Sveinbjörn Gísli dó 1972 og nú kveðjum við Þórunni. Þórunn átti góða æsku og uppvaxt- arár. Hún var ein af þessum táp- miklu, glaðværu, duglegu stúlkum. Hún gekk oftast í útiverk með föður okkar. Mikla ánægju hafði hún af hestum eins og við öll. Hún dvaldi um tíma í Kalmanstungu, einnig var hún við heimilisstörf hjá Magnúsi Ásgeirssyni lækni á Kleppjárns- reykjum, því Magnea kona hans var mikið á læknastofunni. Veturinn 1943-1944 var hún á húsmæðraskólanum Hallormsstað og vann um sumarið við sumarhótel skólans undir stjórn skólastýrunnar, Sigrúnar Blöndal. Vigdís Jónsdóttir, fyrrverandi skólastýra, sagði mér eftir Sigrúnu Blöndal að henni hefði ekki fundist neitt til um Þórunni umfram aðrar námsmeyjar, en hefði þess betur kunnað að meta hana er hún fór að vinna hjá henni um sumarið. 1944-1945 var hún einnig við nám að Hallormsstað. Mikið var ofið, ótrúlega miklar hannyrðir sem stúlkurnar skiluðu eftir veturinn. 12 voru þær sem héldu hópinn frá fyrri vetri og er Þórunn önnur úr þeim hópi sem fellur frá, eftir því sem skólasystur hennar segja mér. Nýjar bættust í hópinn. Ein úr þeim hópi, Ragnhildur Magnúsdóttir, sagði að Þórunn hafi verið sérlega ' hreinskiptin. Nefndi sem dæmi að eitt sinn hefði þær langað á ball, sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að Þórunn aftók að þær færu nema með leyfi skólastýrunnar og hafði hún orð fyrir hópnum. Þórunn veiktist, lamaðist, fékk svokallaða Akureyrarveiki. Þá upp- hófst hennar þrautaganga. Síðustu árin dvaldi hún í Hveragerði og á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ég vil þakka öllum er reyndust Þórunni vel. Ída Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.