Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 i 3 -3,5 milljarða samkvæmt nefndaráliti: greiða götu ganga gslega hagkvæmt lómetra. Margir telja slíka gangagerð löngu tímabæra og því ekki eftir neinu að bíða. (Myndin er sviðsett). enda verða mannvirkin þá þegar hluti af þjóðvegakerfi þeirra. í öðrum löndum fara menn gjarnan aðrar leiðir. Algengt er að félag taki að sér allt verkefnið. í slíkum tilvikum annast félagið ekki einungis fjármögnun, heldur framkvæmdina alla, og stundum einnig viðhald og rekstur mannvirkja meðan á töku veggjalds stendur. í stað- inn fær félagið gjarnan heimild til töku veggjalds í ákveðinn árafjölda. Félagið tekur þá áhættuna af því að tekjur af umferðinni reynist minni en áætlað var, en á móti kemur, að félagið á hagnaðar- von ef tekjuspár standast eða tekjur fara fram úr áætlun. Framkvæmdir við Olafsf jarðar- múla eru sex mánuði á undan áætlun Stefán Guðbergsson, framkvæmda- stjóri Krafttaks, sagði að áhugi fyrirtækj- anna þriggja sem á sínum tíma buðust til að kosta undirbúningsrannsóknir að jarðgangagerð undir Hvalfjörð væri enn fyrir hendi. Hann sagði ljóst að ef fara ætti út í þessa framkvæmd yrðu einkaað- ilar að koma til skjalanna. Stefán var spurður hvort einkaaðilar hefðu raun- verulegan áhuga á að leggja fjármagn í þetta verkefni. „Áhuginn er a.m.k. það mikill að þessir aðilar hafa boðist til að gera þetta. Menn taka ekki á sig slíka skuldbindingu ef menn meina ekkert með því." Stefán sagði að í landinu væri fyrir hendi tæknileg þekking til að ráðast í verkefni eins gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Verktakafyrirtækið Krafttak hefur unnið við jarðgangagerð frá árinu 1984. Það hefur m.a. unnið að gerð neðanjarðamannvirkis við Blönduvirkj- un, en það samsvara um fimm kílómetra löngum veggöngum, og gerð gangna í gegnum Olafsfjarðarmúla sem verða rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Samkvæmt verksamningi var gert ráð fyrir að vinnu við Ólafsfjarðargöngin myndi ljúka í mars 1991, en nú bendir allt til þess að þeim muni ljúka í október 1 íniamynd: Ámi Bjarna á þessu ári eða um sex mánuðum á undan áætlun. Stefán sagði mjög mikil- vægt að taka ákvörðun sem fyrst um næstu skref í jarðgangagerð á íslandi svo hægt yrði að nýta áfram þau tæki og þá tækniþekkingu sem til er í landinu.- Stefán sagði að ef tekin yrði ákvörðun í dag um að gera jarðgöng undir Hval- fjörð gætu framkvæmdir hafist í lok ársins að loknum rannsóknum og tækni- legum undirbúningi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.