Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 UMHVERFISMAL „THE BIG LIE" (Stóra lygin) er yfirskrift í miðopnu Moskvu- frétta nýlega. Þar eru fengnir í hringborðsumrœður 6 manns, þ.á m. 4 þingmenn Sovétríkj- anná, sem hafa kyíint sér aðdrag- anda brunans og afleiðingar eftir því sem þeir hafa haft.tðk á en víða rekið sig á opinberan vegg í eftirgrennslunum sínum. Þar kemur margt fróðlegt fram, en hitt er þó enn fróðlegra hversu erfiðlega hefur gengið að afla upplýsinga og hversu oft þœr hafa verið beinlínis rangar. Sem sagt „stóra lygin". Forstjórinn fyrrverandi í fangelsi Fyrrverandi forstjóri kjarnorku- versins í Tsérnóbýl, Viktor Bryuk- hanov, hefur nýlega í fyrsta sinn rœtt opinberlega um atburðarásina í brunanum 26. april 1986. Hann hefur verið dœmdur í 10 ára nauð- ungarvinnu fyrir vanrœkslu. Fang- inn hefur nú veitt sovéska dagblaö- inu „Solsialislicheskaya Industriya" viðtal. I viðtalinu segist Bryukhanov vera sekur, „en ekki eins sekur og dómstóllinn komst aö niöurstöðu um," segir hann. Á því augnabliki sem sprenging varö í einum fjögurra kjarnaofn- anna í Tsérnóbýl var Bryukhanov heima hjá sér í borginni Prypyat, sem er skammt frá slysstaðnum. Hann segir yfirefnafrœðinginn hafa vakiö sig meö símhringingu og sagt að eitthvað hrœðilegt hafi gerst, eins hvers konar sprenging hafi átt sér. stað. Þegar forstjórinn kom til kjarnorkuversins var efsti hluti kjarnaofnsins horfinn. Bryukhanow hringdi í yfirmenn sína, embœttismenn í Moskvu, og krafðist þess að strax hcefist brott- flutningur fólks af svœðinu í og umhverfis Tsérnóbýl. En ekkert varð úr þeim ráðstöfunum. „I kolli þeirra í Moskvu var það einfaldlega óhugsanlegt að eitthvað gœti veriö að í kjarnaofninum," segir hann. Forstjórinn fyrrverandi hafði stjórnað byggingu kjarnorkuvers- ins frá upphafi. Hann sagði í viðtal- inu að aldrei heföi verið lokiö viö byggingu kjarnorkuversins í Tsérn- óbýl ef ekki hefði stöðugt verið gengið fram hjá fyrirmœlum eöa þau jafnvel brotin. Rafmagnskaplar hefðu t.d. sam- kvœmt fyrirmœlunum átt að vera klceddir eldfastri kápu, segir hann. Hins vegar hafi engir slíkir kaplar verið fáanlegir og hann hafi verið því fegnastur að fá bara venjulega kapla. Hefði hann fœrst undan því að halda byggingunni áfram heföi bara nýr maður verið fenginn til verksins. Bryukhanov segir að það sé á einskis manns fœri að berjast gegn efnahagskerfi sem hafi undið upp á sig áratugum saman. „Sá sem orð- inn er þrccll þessa kerfis œtti ekki að hljóta sektardóm," segir hanri. Bryukhanov segir síðan í viðtal- inu aö öryggisráðstafanir hafi veriö hertar eftir slysið í Tsérnóbýl. íbúar í 68 km fjarlœgö komust að slysinu fyrir eigin árvekni — ekkert barn heilsu- hraust! Þeim sexmenningunum sem tóku þátt í hringborösumrœðunum í Moskvufréttum hefur áreiðanlega ekki komið á óvart það sem fram kemur í viðtalinu við stöðvarstjór- ann fyrrverandi. Allt kerfinu að kenna, segir hann. En þeir vceru áreiðanlega ekki reiðubúnir að taka undir þaö að öryggisráöstafanir hafi verið hertar eftir slysið. Þeirra gagnrýni beinist einmitt aö því hversu seint og illa hafi verið brugðist viö hœttuástandi, með hrikalegum afleiðingum fyrir íbúa ásvœðinu. Valentin Budko er aöalritari Stóra lygin um Tsérnóbýislysið: Borgarar krefjast svara nefndar kommúnistaflokksins í Úkraínu í héraðinu Narodichi. Heimili hans stendur í aðeins 68 km fjarlœgð frá slysstaðnum. Hann segir svo frá aö liann og nágrannar hans hafl ekki haft hugmynd um hvað gerst hafði, þeir héldu einmitt stóra samkomu þá, þegar þeir veittu því athygli að fjölda mörgum rútu- bílum hafði veriö safnað saman í útjaöri héraðsins. Þeir höfðu þá samband við yfirvöld flokksins í héraðinu sem tjáðu þeim að eitt- hvert slys hefði orðið í Tsérnóbýl. Það var svo ekki fyrr en 7. júní sem brottflutningi barna af svœðinu var lokið. Budko segir það ekki að undra að svo mörg börn í héraðinu séu sjúk, aðallega vegna vanþroska skjaldkirtilsstarfsemi. Og reyndar séu því sem noest engin börn alheil á svœöinu. „Hver ber ábyrgöina?" spyr hann af þunga. Viðhaid lyginnar Yuri Shcherbak, rithöfundur, meðlimur œðstaráðs Sovétríkjanna, formaður undirnefndar um orku, iönað og kjarnorkuöryggi í nefnd- inni um vistfrœði og hagkvœma nýtingu náttúruauðlinda, búsettur í Kíev, segir að lygin hafí hafist þeg- ar fyrir þrem árum og hann hafi þá trií aö enn hafi ekki komið í ljós al- yarlegasti sannleikurinn í sambandi við slysið. Það hafi stuðlað að viö- haldi lyginnar að: I fyrsta lagi hafi þjóðfélagið til- hneigingu til að trúa því að öll sök- in hvíli á starfsfólkinu, sem hafi stórlega trassað að fara að reglum. „Tsémóbýl-slysið" sem átti sér staö 26. apríl 1986 þegar einn ofninn í kjarn- orkuverinu í Tsérnóbýl í Úkraínu brann, er ekki leng- ur í daglegum heimsfréitum. Sovétmenn sjálfir eru hins vegar ekki á því að láta um- rœður um aðdraganda og eftirmál slyssins niður falla, enda er langt í frá að séðar séu fyrir afleiðingar slysslns og í nœsta nágrenni Tsém- óbýls er fólk mjög uggandi. Enda er skrifrœðið í Sovét- ríkjunum samt víð sig þrátt fyrir perestrojku, þungt í vöf- um og framkvœmdadauft, og enn eru margir sömu embœttismenn allsráðandi og voru 1986 þegar við- brögð við slysinu voru með eindœmum sljóleg og hœg- fara. Þeim er kappsmál að halda áfram leyndum öllum mistökunum og klaufa- skapnum sem hafa fylgt meðferð málsins frá upphafi. í ööru lagi hafi ekki enn verið upplýst hvar upplýsingarnar um slysið hafl lent, hversu nákvœmar þœr upplýsingar hafi verið og á hvaða „þrepi" þœr hafi verið skrumskœldar. Hvers vegna hafa vís- indamenn tekið þátt í lyginni? Ales Adamovich, rithöfundur, þingmaöur og upphafsmaður um- rceðunnar nú með grein í júlí 1988, íbúi Hvíta-Rússlands, segir kjam- orkueðlisfrœðing þar hafa snúið sér til ráðamanna Hvíta-Rússlands með lista yfir brýnustu aðgerðir sem ekki þyldu neina bið, þ.á m. um brottflutning fólks af hoettulegustu stöðunum. Þeir sem þá voru þar í œðstu stððum hafa hœkkað í tign síöan innan Kommúnistaflokksins. Þeir sögðu prófessornum að hypja sig, og ekkert var aðhafst. „Ég spyr hvers vegna hafa ráöa- menn ekki sagt neitt í þrjú ár og ekkert látið uppi um hversu mikil geislamengun er í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Bryansk-héraði? Eg spyr líka hvernig standi á því að vísindamenn, bœði heima og í Moskvu voru tilbúnir að taka þátt í þessari lygi? Það var ekki fyrr en þrem árum eftir sprenginguna að loks var viðurkennt að þriðjungur Hvita- Rússlands hefði mengast af geislavirkni, fimmtungur rœktan- legs lands hefði verið „drepið". Lyginni var haldið áfram jafnvel eftir að upplýsingar fóru að síast út. T.d. var almenningi talin trú um að enginn dœi af völdum geislunar. En þegar gerð var lfkskoðun á látnu fólki, sem átti að hafa dáið úr öðr- um sjúkdómum, kom í Ijós að lungun voru full, í þeim var mikiö magn svokallaðra heitra agna. 2.000 slíkar heitar agnir eru örugg- ur krabbameinsvaldur, en í lungum sumra voru þœr allt að 15.000!" „Stóra lygin á rœtur í stefnunni um hverju skal halda leyndu í glasnost" Alla Yaroshinskaya, blaðamað- ur og þingmaður Zhitomir-héraðs, segir svariö reyndar vera einfalt. „Ráðamenn vildu einfaldlega ekki vita sannieikann," segir hún. Hún segir krufningu ekki tíðkast sums staðar í grennd við Kíev þar sem til þess vanti aila aðslöðu. T.d. hafi ekki einn einasti þeirra 353 sem dóu á árinu 1987 í tveim sveitum verið krufnir. Sums staðar þar sem krufningaraðstaða sé fyrir hendi ríki sá siður að kryfja aðeins þá sem deyja á sjúkrahúsum. Þar af leið- andi sé ekkert hœgt að fullyrða um þátt geislunar í dánarorsökum á svœðinu. „Ég held að aðalástœðan til stóru lyginnar í sambandi viö Tsérnóbýl eigi sér rœtur í stefnunni um það hverju halda skal leyndu annars vegar og hins vegar því sem ekki skal halda leyndu í glasnost," segir hún. Hún vitnar í „Listann um svör við spurningum um slysið í Tsérnóbýl, sem ekki á að birtast al- menningi í blöðum né útvarpi eða sjónvarpi," sem nefnd yfirvalda lagði blessun sína yfir 29. febrúar 1988. Á svœðum óhœfum til rœktunar sökum geisla- mengunar skal auka rœktun! Þetta fólk er biturt vegna að- gerðaleysis yfirvalda. En hvað með vísindamennina? Hvernig gátu lœknar fengið sig til að ljá nafn sitt skjölum þar sem sannleikanum var haldið leyndum fyrir almenningi og dœmdu fólk þar með til áframhald- andi þjáninga? Þeirri spurningu er ósvarað nema satt sé sem stungið var upp á að hér vœri um klíkuskap og samtryggingu að rœða. Scher- bak segir fulltrúa vísinda og lœkn- isfrœði hafa gerst þjóna stjórnmála- kerfisins og í verri ógöngur geti vísindin ekki lent. En miðstýrða skrifrœðiö lœtur ekki að sér hœða. Á þeim svœðum sem verst urðu úti, s.s. í Hvíta Rússlandi hafa stór svceði verið yf- irlýst ónothœf til rœktunar sökum geislamengunar. Samt sem áður gera áœtlanir nú ráð fyrir stórlega aukinni framleiðslu landbúnaðar- vara! Síðan er þessari vöru dreift um öll Sovétríkin. Annað dœmi um svifaseint skrifrceði er að haldið er fram að ekki sé til fé til að flytja fólk frá verst leiknu svoeðunum. Á sama tíma er verið með rándýrar bygg- ingaframkvœmdir á þeim sömu svoeðum! Moskvufréttír leita til al- mennings um frekari sönnunargögn Margt fleira kom fram í viðrœð- unum, en Budko finnst kominn tími til að hefjast handa um fram- kvcemdir, það sé búið að tala nóg. Hann segist leita hjálpar félaga sinna við hringborðið og lesenda Moskvufrétta. Sjálfur fái hann ekki lengur aðgang að neinum ráða- manni í Kíev, hann sé álitinn vand- rœðaseggur og friðarspillir. Moskvufréttir œtla ekki að Iáta málið niður falla. Blaöið leitar liös hjá starfsfélögum og almenningi til að leita að sönnunargögnum sem geti varpað ljósi á hvað raunveru- lega geröist og hver eða hverjir beri ábyrgðina á öllum afdrifaríku klaufaspörkunum í málinu, m.ö.o. hverjir eigi sök á lyginni miklu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.