Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. íebrúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Páll Sigurjónsson: Er landbúnaður á íslandi tímaskekkja? Af málflutningi einstakra ráðherra og hagfræðinga verður ekki ráðið annað en svo sé. Við skulum nú gefa okkur að hugmyndir þessara sálufélaga verði oí'an á og innflutningur landbúnaðarafurða, þeirra sem framleiddar eru í landinu, verði leyfður. Þá verður þjóðin, ekki þýðir að krefja þá sem hæst hrópa, að taka á sig fulla ábyrgð þess verknaðar. Því ef svo tekst til sem augljóst má verða, hrynur atvinnugreinin. Að bera ábyrgð á þeim sem missa atvinnu og Iífsframfæri sitt. stærra skref í atvinnu og byggða- röskun en þessi fámenna þjóð fær borið. Meðal annars vegna þess að ekki getur verið ætlun manna að þeir, sem verða atvinnu- og eigna- lausir í kjölfar þessa, verði í eigin- legri merkingu settir á guð og gaddinn. Við skulum heldur ekki gleyma því að með gjöreyðileggingu inn- lends landbúnaðar, sem fylgja mun í kjölfar innflutnings, eru gífurleg verðmæti, bæði efnahagsleg og menningarsöguleg, að engu gerð. Eða sjá menn eins og hæstvirtur utanríkisráðherra ekki augljós tengsl milli sveitanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu við Borgarnes? Sjá ekki hagfræðingar (sjónvarps- ins) neitt samhengi milli Selfoss og sveitanna austan heiðar? Ef svo er ekki fer varla nokkur lifandi sála fram á að þeir skilji þýðingu Hér- aðsins fyrir Egilsstaði og svo má telja um land allt. En ég nefni Seifoss og Borgarnes vegna þess að þeir staðir eru innan eins og tveggja tíma aksturs frá höfuðstaðnum. Og því má vænta þess að viðkom- andi höfðingjar hafi heyrt þá nefnda. Ég vil hins vegar taka það fram að með útstrikun landbúnað- ar á íslandi er verið að taka miklu Jón Baldvin og hagfræðingarnir hafa reiknað hverjum bónda ráð- herralaun í opinberum styrkjum, þannig að fyrir þeim ætti að verða séð. En þá má velta fyrir sér hvað þeim, sem lifa af úrvinnslu búvara og dreifingu á þeim, svo og þeim sem lifa af þjónustu við landbúnað, er ætlað í sinn hlut. Ekki fer ég nú fram á mikið. En vil biðja Jón Baldvin og hagfræðingana, þá sjaldan Jón stoppar hér heima, að reikna þessu fóíki líka ráðherra- laun. Því þó ég efi ekki umhyggju ykkar fyrir bændum eiga hinir rétt á að lifa líka. Að minnsta kosti er það mín sannfæring. Ég vona að þið gerið ykkur ljóst að með innflutningi á um það bil 30% af búvöruframleiðslunni, eins og talað hefur verið um, er land- búnaðinum greitt það rothögg sem dugar. Varla er nokkrum mönnum ætlandi að ganga með viti og vilja til þess leiks sem boðaður er, heldur hlýtur að vera um algjöra Þá má velta fyrir sér hvað þeim, sem lifa af úrvinnslu búvara og dreifingu á þeim, svo ogþeimerlifaafpjón- ustu við landbúnaðinn, er ætlað í sinn hlut. Ekki fer ég nú fram á mikið. En vil biðja Jón Baldvin og hag- fræðingana, þásjaldan Jón stoppar hér heima, að reikna þessu fólki líka ráðherralaun blindu á eðli landbúnaðar og sam- keppnisaðstöðu að ræða. Því sá algjöri þekkingarskortur, er felst í því að láta sér til hugar koma að innlend framleiðsla geti keppt við styrkjakerfi nálægra landa, er með þeim ólíkindum að ekki er ætlandi nokkrum manni. Hitt væri trúlegra að mönnum sýndist ráð í pólitísku tafli að etja saman launþegastétt- um og bændum í von um að fólk leiddi um sinn hugann frá vanda- málum líðandi stundar. Vilji jafn- vel fórna landbúnaði fyrir Evrópu- samninga og frið um ránvaxtapóli- tík. En auðvitað væru skammtíma- kjarabætur reiknanlegar á,borðum „vísindamannanna" ef innflutning- ur á búvöru væri leyfður og því ránvextir léttbærari þá mánuði sem innlendur landbúnaður væri að deyja drottni sínum. Hitt að ætla að markaður, jafnsmár og hér er, með jafnmikinn kaupmátt, sæti að niðurgreiddum matvælum eftir að gripunum hefur verið fargað, er ámóta gáfulegt og að halda því fram að jörðin sé sá miðdepill sem vetrarbrautirnar snúist í kringum. En svo við víkjum aftur að 30% innflutningsáformunum og sam- drætti innlendrar framleiðslu sem því nemur er nokkuð ljóst að sá verknaður kemur til með að eyði- leggja greiðsluþol búanna og þar með möguleika bænda á að standa við fjárskuldbindingar sínar. Á þann hátt er vegið að gjaldmiðlin- um og vandséð hvers virði þær krónur eru sem látnar hafa verið í uppbyggingu á bújörðum og vinnslustöðvum, að ógleymdum íbúðarhúsum kauptúnanna vítt um landið. Nei, endinn skal i upphafi skoða. LESENDUR SKRIFA Saga Mjólkurbús Flóamanna i 60 ár Höfundar: Slgurgrfmur Jónsson, Jón Guö- mundsson og Páll Lýðsson Útgefandl: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossl Grunnstingull er fyrirbæri sem einkennir sunnlenskar ár. Hann get- ur valdið stíflum í grunnu vatni en klakastífla er andstæða hans. Hann er mjög til áhrifa í Hvítá fyrir ofan Hestfjall en niður með fjallinu gætir hans ekki, þar verður klaki til að hamla straumi og flugi og stíflast við Kríutanga og rennur upp í Sand- skörðum. Þar eru grónir balar og flatir vestur að Kríutanga. Þar fyrir neðan voru grónir bakkar sem voru lægri en landið fyrir neðan, valllendi fagurt og gróðursælt, þar er landið fagurt og eftirsótt hverri skepnu um vor, þar er óskaland búsmalans. Hraunið milli Flathóls að neðan og Hestfjalls að ofan er ekki nema u.þ.b. þrír kílómetrar og þrengir því farveg Hvítár allmikið á ferð hennar meðfram Hestfjalli og hækkar landið allmikið. Straumlag árinnar breytist því og hún beljar í þröngum farvegi. Orsakir þess er að finna við hina íniklu þröng sem hún á við að búa meðfram Hestfjalli. Jón greinir frá því og telur að grunnstingull orsaki stíflur árinnar eftir að hún fær rennsli eftir Merkurhrauni meðfram Hest- fjalli. Hann vitnar þar í Sigurjón Rist í einkaviðtali. Á vetrum hléður áin mikluin snjó í farveg sinn ofan úr Grimsnesi og fyllist oft farvegurinn af snjó og klaka. Ryður áin þessu fram að Kríutanga og stíflast þar og rennur upp í Sandskörðunum og fram allan Flóa. Það voru árflóðin. Snemma var farið að tala um að hlaða fyrir ána nálægt Brúnastöðum en ekki varð úr framkvæmdum fyrr en árið 1889 sem sögur fara af. Urðu þá margir bæir í hættu og samgöngur stöðvuðust nær alveg um Flóann. Sýslunefndarfundur var haldinn um veturinn. Var samþykkt að hlaða fyrir ána á Brúnastaðaflötum og skyldi Gísli Scheving frá Bitru í Flóa Jón Gíslason, fyrrverandi póstfulltrúi: FLÓABÚIÐ annast verkið, en hann var nýkom- inn frá Steini í Noregi sem búfræði- kandidat. Áætlun Gísla var heldur ófullkomin. Sérstaklega hvað snerti notkun hesta við efnisflutning. Fá- tækir bændur áttu ekki hesta og þar af leiðandi fengust þeir ekki til vinnunnar. Verkinu var ekki lokið á tilsettum tíma. Þegar hlaðið var fyrir ána þurfti geysilega tilfærslu á jarðvegi. Það þurfti að hlaða langa grjótgarða meðfram ánni og fylla með jarðvegi. Það var mikið verk fyrir verkfæra- lausa menn. Það skorti verkfæri og tæki til að framkvæma verkið. Það var eins og hjá Jóni í Fjalli þegar hann fer með nútímamælistiku aust- ur í Sandskörð til að finna efni sem hann veit ekki hvort hafi verið til eða ekki. Væri honum ekki nær að svara grein Helga Skúla Kjartanssonar í Skírni? Fyrirhleðsla Gísla Scheving mistókst. Hann lauk henni ekki. Hann skorti hesta til að geta framkvæmt verkið. Hann hætti við það um sumarið og fór út í Selvog að búa í Ertu og vann aldrei handtak meira hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. En við garðinn var lokið um haustið af tveimur bændum í Hraungerðishreppi, Sigurði í Lang- holti og Oddi í Oddgeirshólum, vannst þeim verkið vel og skiluðu því á tilsettum tíma um haustið. í Eystri-Sandskörðin var svo hlað- ið sumarið áður en Flóavegurinn var lagður austur Flóann. Undanfarna vetur hafði áin spýtt úr sér talsverðu vatni og var því hlaðið fyrir hana. Var það tiltölulega auðvelt. En þá er komið að mestu verk- fræðilegu mistökunum í sambandi við Flóaáveituna. Til þess að ná vatninu fram í aðalskurðinn þurfti að gera farveg með sprengingum og rjúfa garðinn sem hafði verið gerður til varnar flóðunum. Þetta var mikill gröftur og þurfti mikla nákvæmni við framkvæmd hans og fyllstu verk- hyggni eins og best var hægt að hugsa sér af verkfræðingi, reyndum og kunnáttusömum. Var nú gamli garðurinn grafinn í sundur og allbreitt skarð fyrir flóð- gáttina. Var síðan flóðgáttin steypt og er af því mikil og merkileg saga er bíður betri tíma. Þegar þessu verki var lokið var fyllt upp í skörðin beggja vegna. Uppgröfturinn var notaður eins* og hægt var. Hann var allgrýttur og var holt á milli steinanna, aðallega við steypta garðinn, og látinn af handa- hófi niður í uppfyllinguna. Fylltist skarðið vel beggja vegna, meira þó að austanverðu því þar var látið allmikið af grjóti sem var í uppgreftri flóðgáttarinnar. Leið svo og beið allt til ársins 1930. Þá var mjög erfið tíð um veturinn. Safnaðist í ána snjór og klaki fyrir sunnan Hestfjall og var hún full af snjó og klaka á svæðinu vestur með Grímsnesinu, allt vestur fyrir Skotaberg. 1. mars skipti um veðurlag. Ruddist þá áin niður með Hestfjalli og stíflaðist hjá Kríutanga. Reyndi nú á nýja garðinn. Vatns- magnið í ánni margfaldaðist. Hún rann yfir garðinn og sogaðist niður með flóðgáttinni, reif nýja grjótið sem varð eins og leiksoppur í með- ferð árinnar, fyllti skurðinn og stífl- aði hann, reif ruðninginn sundur og þeyttist fram flatirnar að utanverðu og fram Brúnastaðaheiðina. Tók farveg beggja vegna skurðarins og farvegi hans og flæddi með geysi- krafti niður láglendið. Þetta var eitt mesta flóð er komið hefur í ána síðan 1889. Það var því ekki von að varnargarðurinn stæðist það, jafntröllsleg og tök árinnar voru. Hann var nær eingöngu úr hraungrýti sem flaut eins og korkur í vatninu. Margir voru hræddir um að áin hefði tekið með sér flóðgátt- ina, en svo var þó ekki sem betur fór. Þetta varð áfall fyrir hina ungu grein verkfræðina. Um vorið var steyptur garður fyrir austan skurðinn, mikið mannvirki, og hefur hann staðið síðan. Á þetta minnist Jón ekki einu orði. Senni- lega veit hann ekki um það. Eða hann hefur ekki álitið grunnstingul- inn vera nægilegan til að halda flóðinu. En annars er það svo að það er ekki skemmtilegt fyrir þann sem tekur að sér að skrifa bók að vita ekki hvað skiptir máli og hvað á að liggja kyrrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.