Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Tíminn 5 enn til staðar? Alkalivirkni í steypu hér á landi hefur á ný komið til umræðu eftir að Jón Guðmundsson í Tækniháskólanum í Lundi telur rannsóknir sínar sýna fram á að alkalíúrfellingar á íslenskri steypu séu enn til staðar. Þetta kom fram í fyrirlestri Jóns á norrænni ráðstefhu um steypu á dögunum og hefur þegar vakið snörp viðbrögð hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Hákon Ólafsson forstjóri RB fór utan f gær til að kanna rannsóknar- gögn og aðferðir Jóns, en talið hefur verið að tekist hafi að koma fyrir alkalívirkni í íslenskri steypu með öflugu átaki árið 1979. Jón Sigurjónsson yfirverkfrfeðing- ur Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins sagði að vissulega hefðu niðurstöður Jóns komið þeim á óvart. „Ég held að niðurstöður úr þessum rannsóknum Jóns séu ekki í takt við niðurstöður úr okkar rann- sóknum og þess vegna dreif forstjór- inn sig til Svíþjóðar til að skoða málið," sagði Jón Sigurjónsson. Efasemdamenn halda því fram að þrátt fyrir hið mikla átak sem gert var 1979 þá sé síður en svo búið að komast í veg fyrir alkalívirkni steypu. Einn þeirra er Sturla Einars- son húsgagnasmiður og bygginga- meistari, sem stundað hefur sjálf- stæðar rannsóknir og tilraunir á steypu í um 15 ár. Hans niðurstaða er sú sama og Jón Guðmundsson fékk í rannsóknum sínum, þ.e að alkalívirkni sé enn til staðar. Jón Sigurjónsson sagði að allt frá árinu 1979 til '80 væri búið að gera mæling- ar á steypu eftir að kísilryksíblönd- unin kom og allar þær ráðstafanir sem gerðar hafi verið og ekkert í þeirra mælingum sem benti til þess að hættan sé ekki afstaðin. „Annað hvort er þetta eitthvað nýtt eða mistúlkun hjá Jóni," sagði Jón Sigur- jónsson. „Þessi steypa okkar er ekkert í lagi ennþá," sagði Sturla í samtali við Tímann, er hann benti á loftplötu og vegg í bílskúr sem reistur var fyrir tveimur og hálfu ári síðan. „Þessi bílskúr er byggður úr vikursteypu alveg, þannig að það eru engin sjávarefni í steypunni. Vikurinn er tekinn austur við Heklu og er salt og kalklaus, þannig að það er bara sementið sem er svona mengað," sagði Sturla. Hann sagði að hver gæti dæmt fyrir sig, hvort þetta ætti að vera svona. „Þetta er það sem við horfum á vella út úr veggjunum í þeim húsum sem verst eru farin. Ég held að það sé tímabært hjá okkur, eftir alla þá umfjöllun sem steypu- skemmdir hafa fengið og allán þenn- an tíma, að fara að hugsa sem svo, er ekki mál að linni. Þarf ekki að fara að gera eitthvað alvarlegt í hlutunum," sagði Sturla og benti á að vísindamenn hlustuðu ekkert á þá sem ynnu með þessi efni daglega. „Úrfelling þarf ekki endilega að vera alkalískemmd. Ef það er vatnsstreymi í gegn um steypu þá þvæst salt úr steypuefninu út á yfirborðið. Þegar vatnið gufar upp verður saltið eftir. Það þarf ekki endilega vísbending um alkalí- skemmdir," sagði Jón. Hann sagði að mönnum hætti til að tileinka alkalivágestinum allar skemmdir sem koma, en hann væri ekki nema hluti af því. Hann sagði að þeim á RB væri ekki kunnugt um alkalí- skemmdir í húsum byggð eftir 1979 til 1980. Um þá gagnrýni sem Jón Guð- mundsson fékk við að nota ekki Hæstiréttur: Fjórtán ár fyrir morð Hæstiréttur hefur kveðið upp 14 ára fangelsisdóm yfir rúmlega tví- tugum Reykvíkingi, Guðmundi Sveinbjörnssyni, fyrir að hafa myrt með hnífi öldu Rafnsdóttur á hcimili hennar í Kópavogi aðfara- nótt 3. september 1988. Dómur Hæstaréttar er í aðalatriðum stað- festing á dómi héraðsdóms og virð- ast ný gögn um geðheilsu sakborn- ings, sem lögð voru fram í málinu og aflað var að ósk verjenda ekki hafa skipt neinum sköpum. í þeim gögnum kemur fram að um stund- arbrjálæði hafi verið að ræða, þó ágreiningur hafi verið meðal geð- lækna og sálfræðinga um eðli þess stundarbrjálæðis. Enginn virðist þó draga í efa sakhæfi Guðmundar. I greinargerð Hæstaréttar kemur fram að Guðmundur hefur sjálfur ekki getað gefið nema óljósar skýringar á þeim banvænu áverk- um sem hann veitti Öldu á hálsi, en man þó að hann hafði slegið hana áður. Kveðst hann ekki skilja vers vegna hann gerði þetta. í dómi Hæstaréttar segir að ákærði hafi unnið til refsingar sam- kvæmt 211. gr. almennra hegning- arlaga og þykir refsing hans hæfi- lega ákveðin í héraðsdómi. í 211. gr. segir: „Hver, sem sviptir annan Alda Rafnsdóttir, fómarlamb þess ofbeldisglæps sem Hæstiréttur hef- ur dæmt í. mann líí'i skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Þá kemur gæsluvarðhaldsvist sakbornings til frádráttar refsing- unni með fullri dagatölu og Hæsti- réttur telur ekki efni til að taka til greina kröfu verjenda um að til frádráttar komi þreföld dagatala tvö tiltekin tímabil, sem ákærði var í Síðumúlafangelsi. Ákærði er dæmdur til greiðslu áfrýjunar- kostnaðar. -BG loftblendi í steypuna sem hann rann- sakaði sagði Sturla að umrædd gólf- plata og veggur sem steypt var fyrir 2 1/2 ári innihéldi 10,5% loftblöndu sem væri rúmlega tvöfaldur skammt- ur sem vanalegast er notað, þannig að litlu loftblendi væri ekki um að kenna. „Það er líka dálítið stór spuming fyrst loftið er svona gott, af hverju eru þá húsin í lagi sem steypt voru áður en loftblendið kom til," sagði Sturla. Hann sagði að sementið væri upp- fullt af salti sem ekki ætti að vera og benti á að í gömlu húsunum sem byggð voru fyrir stríð væri ekki slíku fyrir að fara. Það sement var innflutt. Sturla benti á að í þeim tilfellum þar sem lögð væri mikil áhersla á að mannvirki stæðust, væri notað innflutt sement, s.s. Ráðhús- ið, Búfellsvirkjún, Keflavíkurvegur- inn og fleiri. „Af hverju er verið að flytja inn sement, ef okkar er í lagi. Þetta stangast heldur betur á," sagði Sturla. Til viðbótar við úrfellið springa veggir, vegna þess að saltið og kalkið draga í sig vatn og verður steypan þá vatnsdræg fyrir bragðið og þegar frýs myndast frostspennur sem leiðir til þess að veggir springa. Nú hefur sjávarsandinum verið kennt um? „Já, það er salt í honum, en af hverju að vera að einangra hann, þegar sementið er sínu saltrík- ara. Það er framleitt úr skel sem dælt er upp af Faxaflóasvæðinu og með slæðist þang og önnur drulla. Á öðrum stöðum þar sem sement er búið til þar er kalkið tekið í námum uppi á landi, sem er gamall hafsbotn sem risið hefur úr sæ og útskolað á þúsundum ára og ekki snefill af aukaefnum í því. Ætli við séum ekki eina landið í heiminum þar sem þessari drullu er dælt upp af sjávar- botninum og skellt inn í ofnana," sagði Sturla og bætti því við að við brunann í ofninum gufi um 80% Sturla Einarsson húsgagna og byggingameistari sýnir hvemig tveggja og hálfs árs gömul gólfplata er farin. f plötuna er notuð vikursteypa og því ekki um annað að ræða en að úrfellingin sé komin til vegna seiuen tsins, þar sem ekkert salt er í vikrinum sem tekinn var við Heklu. Tínuunynd Pjetur saltsins út auk annarra aukaefna. Auk kalksins sem færst úr skeljum, er í sement m.a. notað líparít og leir sem fluttur er inn frá Danmörku. Hann sagði augljóst mál að til að vinna bug á alkalískemmdum þyrfti að flytja inn kalkið í steypuna, eða skola kalkið það vel að efnið sé tiltölulega hreint við notkun. „Það er cngin spurning að við eigum að byggja steinhús hér á landi. Við höfum nóg af grjóti og sandi og við getum alveg framleitt sement ef rétt er á haldið. Vanda- málið sem mér sýnist vera er að fá nógu hreint kalk. Eins og við vinnum þetta núna gengur ekki upp," sagði Sturla. -ABO Hitaveita Akureyrar: Hagræðing í rekstri með nýju sölufyrirkomulagi Um síðustu áramót var sðlufyrir- komulagi Hitaveitu Akureyrar breytt á þann veg, að í stað orku- gjalds og aflgjalds, sem áður var, er nú komið orkugjald og fastagjald eftir mælastærð. Breyting þessi er gerð að tilstuðlan stjórnar veitustofnana og miðar að því að einfalda gjaldskrá Hitaveit- unnar. Gert er ráð fyrir að tekjur veitunnar verði þær sömu eftir þessa breytingu og að ekki komi til hækk- unar afnotagjalda. Hins vegar er áæflað að með þessu fyrirkomulagi verði hægt að draga úr rekstrarút- gjöldum Hitaveitunnar og ná þannig fram hagræðingu og sparnaði sem koma mun jafnt Hitaveitunni og neytendum til góða. Samkvæmt nýju gjaldskránni er orkugjald 97.50 kr. rúmmetrinn, í stað 91.10 kr. áður, og í stað viðmið- unar við afl kemur fastagjald sem miðast við mælastærð. Fastagjald mælanna verður sem hér segir á ársgrundvelli. Fyrir 15 mm mæla greiðast 6.800.-, 20 mm kr. 16.800,-, 25 mm kr. 33.600.-, og af 50 mm mælum og stærri greiðast árlega 268.800,- kr. fflÁ, Akureyri. Átak í aðbúnaði og öryggi Vinnueftirlit ríkisins gengst nú fyrir fundaherferð, að beiðni Sam- bands byggingarmanna, um vinnu- verndarmál víðsvegar um land. Á fundunum eru mönnum kynnt rétt- indi þeirra og skyldur varðandi að- búnað og öryggi á vinnustöðum. Þau mál sem lögð er áhersla á að kynna eru aðbúnaður og skipulag starfsmannahúsnæðis, persónuhlífar og hlífðarbúnaður véla, líkamsbeit- ing og öryggi og hreinn vinnustaður. Miðað er við að hver fundur standi yfir f um 50 mínútur. í fréttatilkynningu frá Vinnueftir- liti ríkisins segir að gott starfsum- hverfi sé hagsmunamál allra, jafnt atvinnurekenda sem starfsmanna. „Það skilar sér í meiri afköstum, minni fjarveru vegna veikinda og slysa og betri vinnuanda," segir í tilkynningunni. -ABÓ Frá fundi um vinnuvemdannál, sem Vinnueftirlit ríkisins hefur hleypt af Stokkunum. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.