Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Jarðgöng undir Hvalfjörð myndu kosta Ráðherra hyggst reynist það þjóðh Þó mörgum finnist Hvalfjörður falleg- ur eru flestir sammála um að ákaflega leiðinlegt sé að aka hann. Vera kann að innan fárra ára geti vegfarendur sloppið við að krækja fyrir fjörðinn en geti þess í stað ekið undir hann. Göng undir Hvalfjörð eru talin mjög arðsöm framkvæmd. Reiknað hefur verið að þau muni borga sig upp á u.þ.b. 20 árum. í nýlegri skýrslu um vegtengingu um utan- verðan Hvalfjörð segir að æskilegt sé að ákvörðun um undirbúning og fram- kvæmdir verði tekin sem allra fyrst. Málið er nú í höndum Steingríms Sigfússonar samgönguráðherra. Hann segist vera fylgjandi þeirri hugmynd að einkaaðilar fjármagni jarðgangagerðina. Hann segir að fórsenda fyrir því að ráðist verði í gerð jarðganga undir Hvalfjörð sé í fyrsta lagi hvort framkvæmdin sé þjóðhagslega hagkvæm, í öðru lagi hvort um sé að ræða álitlegt fyrirtæki fyrir þann sem ætlar að ráðast í framkvæmd- ina og þriðja lagi hvort fyrirtækið sé skynsamlegt frá sjónarhóli notendanna. Umrœða um samgöngur um Hval- fjörð hafa staðið í áratugi Árið 1934 var opnaður akfær bílvegur fyrir'Hvalfjörð, en árunum 1930-34 hafði verið haldið uppi ófullkomnum ferju- samgöngum yfir fjörðinn. Eftir stríð voru uppi hugmyndir um að koma á fót ferjusamgöngum yfir Hvalfjörð og m.a. var byggð ferjuhöfn við Katanes. Árið 1967 skipaði samgönguráðuneytið nefnd til að kanna á hvern hátt væri hagkvæm- ast að haga samgöngum milli Reykjavík- ur annars vegar og Akraness og Borgar- fjarðar hins vegar. Nefndin skilaði ítar- legri skýrslu árið 1972. Þar var fyrst og fremst rætt um fjóra kosti, brú, jarðgöng, ferju og veg. Mælt var með því að leggja betri veg um fjörðinn og að haldið yrði uppi ferjuflutningum milli Reykjavíkur og Akraness. Á þessum áratug hefur mikið verið rætt um breyttar samgöngur um Hvalfjörð. Málið hefur alloft komið til umræðu á Alþingi. Einkaaðilar sýna málinu áhuga íslenska járnblendifélagið, Sements- verksmiðja ríkisins og verktakafyrirtæk- ið Krafttak, sem gerir jarðgöngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla, gerðu árið 1988 frumathugun á gerð jarðganga undir Hvalfjörð. í framhaldi af þessari athugun gerðu fyrirtækin samgönguráð- herra tilboð um að sjá um og kosta alla undirbúningsvinnu gegn því að fyrirtæk- in sæju um áframhaldandi vinnu við göngin. í athugun fyrirtækjanna þriggja var reiknað með að göngin yrðu um 5,1 kílómetrar að lengd og gerðar yrðu tvær akreinar. Lægsti punktur undir sjávar- máli átti að verða um 130 metrar. Kostnaður við göngin var áætlaður 3,1 milljarðar króna á verðlagi í desember 1989 og reksturskostnaður var áætlaður um 70 milljónir á ári. í fjármögnunar- dæmi var miðað við að veggjald fyrir fólksbíla yrði 470 krónur og 2700 krónur fyrir stóra bíla. Niðurstaðan var því að göngin myndu greiðast upp á u.þ.b. 20 árum. Tilboði fyrirtækjanna var ekki tekið og hefur í rauninni aldrei verið svarað. Samgönguráðherra skipaði hins vegar starfshóp í byrjun ágústmánaðar í fyrra til að fjalla um samgöngur undir eða yfir utanverðan Hvalfjörð. í hópnum sátu Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri ís- lenska járnblendifélagsins, Jón Sveins- son, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Páll Ólafsson, forstöðumaður bygginga- deildar Landsvirkjunar og Helgi Hall- grímsson, aðstoðarvegamálastjóri, en hann var formaður hópsins. Jón Rögn- valdsson, tækniforstjóri hjá Vegagerð ríkisins var ritari hópsins. Starfshópurinn skilaði um síðustu ára- mót skýrslu sem hér er m.a. höfð til hliðsjónar. Um 1300 bílar að meðaltali aka um Hvalfjörð á degi hverjum Árið 1988 reyndist meðalumferð um Hvalfjörð á dag vera tæplega 1300 bílar. Umferðin hefur tvöfaldast frá því sem hún var 1979. Akraborgin flutti árið 1987 ríflega 200 bíla á dag. Athuganir benda til þess að um 10-15% af þessum bílum séu „þungir" bílar. Vegagerðin hefur gert spá um þróun umferðar um Hvalfjörð næstu áratugina. Spáð er að árið 2010 verði umferðin um 2000 bílar á dag og um 3000 bílar á dag ef tenging verður gerð yfir utanverðan fjörðinn. Nú er verið að endurskoða þessa spá. Starfshópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvar staðsetja eigi göngin. í dag eru 100,6 km milli Reykjavíkur og Akra- ness, en með jarðgöngum mun leiðin styttast um 49,1-64,2 km. Milli Reykja- víkur og Borgarness eru 109,4 km, en ef lögð verða jarðgöng styttist sú leið um 45,3-30,6 km. Starfshópurinn kemst að þeirri niður- stöðu að jarðgöng undir Hvalfjörð sé þjóðhagslega arðbær framkvæmd og að hún muni hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar á Vesturlandi. Hópurinn bendir á að hin mikla stytting leiða til höfuð- borgarsvæðisins muni almennt bæta skil- yrði atvinnurekstrar og ný fyrirtæki á mörgum sviðum muni eiga auðveldara með að hefja starfsemi á svæðinu. Framkvæmdin verður ekki fjár- mögnuð með hefðbundnum leiðum Ljóst þykir að framkvæmd að þeirri Með jarðgöngum undir Hvalfjörðinn styttist leiðin vestur og norður um land um tugi kílóiJ stærðargráðu sem Hvalfjarðagöngin eru verður ekki fjármögnuð með hefð- bundnum leiðum. Göng undir Hvalfjörð eru ekki á langtímavegaáætlun sem nær til ársins 1994. Starfshópnum sem sam- gönguráðherra skipaði í sumar var m.a. ætlað að taka afstöðu til hugmyndarinnar um að einkaaðilar sameinuðust um jarð- gangagerðina. Þessi aðferð við gerð samgöngumannvirkja hefur verið notuð allvíða á undanförnum árum, og þá einkum við dýr mannvirki sem stytta leiðir mikið eða koma á föstu vegasam- bandi, þar sem ekkert var fyrir. Skipulag þessara félaga og aðild þeirra að mann- virkjagerð er þó mjög breytileg eftir löndum. Norðmenn hafa mesta reynslu Norð- urlandaþjóða í þessum efnum. Þeirra aðferð er í stuttu máli sú, að stofnað er félag, sem hefur frumkvæði að mann- virkjagerð og útvegar fjármagn til undir- búnings og byggingar mannvirkja. Félag- ið fær síðan heimild til töku gjalds af vegfarendum. Gjaldtakan stendur undir vöxtum og afborgunum af fjármagni auk kostnaðar félags við innheimtu o.fl., en gjaldtöku er hætt þegar endurgreiðslum er lokið. Félagið á að öðru leyti ekki aðild að mannvirkjagerðinni, heldur er undirbúningur og framkvæmd í höndum norsku Vegagerðarinnar. Ennfremur sér hún um rekstur mannvirkja og viðhald þeirra um leið og umferð er hleypt á,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.